Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 30
30 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 3^ í ADROITINSWI Umsjón: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Ásdis Emiladóttir Séra Kristján Valur Ingólfeson 1. sunnudagur í aðventu Hér trúa menn með höfðinu — segir Tatjana Goritsjeva, sem áður var guðleysingi Tatjana Goritsjeva var lektor í heimspeki i Leningrad. Hún var alin upp í algjöru trúleysi. Tómleikinn knúði hana tíl að takast á við margvísleg viðfangsefni, hún varð hugfangin af kenningum Heideggers og Kierkegaards og þótti sem Dostojevskíj að „fegurð- in bjargaði heiminum". Henni þótti svo fjölmargt fallegt í lifinu og henni fannst hún verða að mæta allri þessari fegurð með bæn. En hún kunni ekki að biðja og fann þess vegna til vanmáttar gegn allri þessari undursamlegu fegurð. Auk heimspekikennslunnar hafði hún það hlutverk að spjalla við gestina á listasafninu i Leningrad og spyija þá um álit þeirra á listaverkunum. En samt var tilveran ekki nærri nógu ævintýraleg. Tataja leitaði alltaf eftir ævintýrum. Þess vegna var hún í hópum, sem fengust við ýmislegt, sem var utan við það, sem lögin leyfðu. Samhliða þessu tók hún þátt í jógaæf- ingum eins og svo margt menntafólk í Rússlandi. Við óskum ykkur góðrar, starfsamrar og friðsamlegrar aðventu, kæru lesendur. Ég fyrir mitt leyti ætlaði að vera búin að kaupa jólagjafímar, skrifa jóla- kortin og ljúka þeim helztu framkvæmdum, sem ég ætlaði nú endilega hreint að drífa mig í fyrir jólin, áður en aðventan byijaði. Mig hefur lengi dreymt um að vera búin að þessu öllu og nota svo aðventuna til að ganga um búðargötumar, drekka kaffí í veitingahúsum og njóta daganna við allt, sem ég hefði að gera. Ég er nú ekki búin að neinu af þessu. En ég held ég ljúki því sem flestu í þessari viku. Eða þá næstu. Ég veit það er ekki annað en byrja á að und- irbúa sig vei, skrifa lista, sammælast við hina, sem ég ætla að fara í búðir með, og drífa sig svo bara. Það er annars undar- legt hvað mér fínnst miklu meira gaman að fara í búðir þegar ég þarf ekki að kaupa neitt sér- stakt. Mér þykir ólýsanlega skemmtilegt að ganga Lauga- veginn og miðbæinn og líta inn Biblíu lestur vikunnar Sunnudagur: Haggaí 1.5—9: Aminning Mánudagur: Haggaí 2.20—23: Fyrirheit Þriðjudagur: Sakaría 1.3: Áminning Miðvikudagun Sakaría 1.17. Fyrirheit Fimmtudagur: * Sakaría 7.8: Áminning Föstudagur: Sakaría 8.7—8: Fyrirheit Laugardagur: Jóh. 3.16: Fyrirheit fyrirheitanna tii alls þessa skemmtilega fólks, sem er við allan daginn og tekur á móti fólki. Og líta svo inn til einhverra, sem em svo elskuleg að hafa opin kaffihús með köku- ilmi. Einn vinur minn sagði mér að það væri helzta skemmtun fólks nú til dags að fara saman í matvörubúðir fyrir helgar og kaupa í matinn. Þá gengi fólk í ró og næði frá hillu til hillu, læsi á dósir og pakka og gerði sameig- inlegar áætlanir um það hvemig það skyldi njóta góðgætisins yfír helgina. Svo hlógum við vinimir að þessu fólki og fannst við vera allt öðru vísi. Við vorum nú eitt- hvað öðru vísi en dæmigert nútímafólk, sem hittist svo sjald- an alla heilu vikuna að búðarferð- ir á fostudögum verða einu skiptin, sem það fer út saman. En þegar ég fer að hugleiða hvað mér fínnst gaman að ganga Laugaveginn sé ég að ég hefði bara átt að stilla mig um að hlæja og segja í huganum: Guð, ég þakka þér fyrir að ég er nú mun menningarlegri. Það er nú ágæt- lega menningarlegt að fara saman í búðir. Og þótt það væri ekki menningarlegt væri það samt gott ef við höfum gaman af því. Kanada — Suður- Afríka Lúterska kirkjan í Kanada hélt nýlega fyrsta þing sitt eftir nýja skipan lúterskra kirkna í Norður- Ameríku. Lúterska kirkjan í Kanada var stofnuð árið 1985 eftir samruna tveggja lúterskra kirkna þar. í henni eru nú um 210.000 skírt kirkjufólk, sem starfar í 653 söfnuðum. Simon Farisani prestur frá Suð- ur-Afríku, sem býr nú í St. Paul í Bandaríkjunum, hélt aðalræðu þingsins. Hann nýtur nú læknis- hjálpar á stofnun fyrir fólk, sem hefúr verið pyndað, en hann var pyndaður hræðilega af yfírvöldum Samt er það nú svo að líf okk- ar er sjálfsagt of grunnhyggið. Það er of erilsamt og það er of fábreytt þrátt fyrir allt annríkið. Mörg okkar þrá dýpri hugsanir, ef ég má nota nokkuð hátiðlegt orðalag. Mörg okkar íhuga það oft og tala um það hvemig þau geti komizt upp úr því fari, sem þau lifa lífínu í, eignast meiri sátt við sjálf sig, dýpri trú og traust á Guð. Ég fann greinina, sem ég birti ykkur héma á síðunni í dag, í fréttablaði NEI, en þau höfðu fundið hana í „Kristilegu dagblaði", sem er gefið út í Danmörku. Nú datt mér í hug að þið hefðuð gaman af að lesa hana í aðventubyijun af því að hún boðar okkur dálítið önnur sjónarmið en við erum vön í okkar íslenzka annríki. Ég læt ykkur að sjálfsögðu um allar hugleiðingar í sambandi við hana en get ekki stillt mig um að enda þessi orð mín á því, sem Tatjana segir um fegurðina, sem hún finnur í messunni, góðu fólki og — bæjunum. Ég óska ykkur góðra ferða í kirkjur nú á aðvent- unni, góðs samfélags við fólk — og góðrar ferðar um götur og búðir. Suður-Afríku. „Heimurinn á ekki að gleyma okkur," sagði séra Farisani. „Yfírvöld Suður-Afríku halda að þið takið mark á þeim áróðri þeirra að það, sem þið sjá- ið ekki lengur, munið þið heldur ekki lengur. Þau halda að þau geti falið raunveruleika okkar fyr- ir ykkur með því að breiða yfír hann þykkt teppi ritskoðunar.“ Kirkjuáhugi vex í Danmörku „Við förum aldrei í kirkju," sagði 51 af hundraði Dana árið 1975. En maður skyldi aldrei segja aldrei. Árið 1982 sögðu Svo gjörbreyttist lífiö I Sovétríkjunum líta jógakennar- ar oft á kristindóminn sem óæðra stig í trúarreynzlu og gefa nemend- um stundum Faðir vor sem æfingu í hugleiðslu. Þannig fékk Tatjana það verkefni að hugleiða Faðir vor. Allt í einu fór hún að biðja. Það varð til þess að hún leitaði eftir sambandi við annað kristið fólk og orþódoxu kirkjuna. Afstaða hennar var orðin gjörbreytt. Hún eignaðist marga kristna vini, líf hennar tók nýja stefnu og fékk nýtt innihald. Hún fann fegurðina í guðsþjón- ustunni. Hún fann hana líka í heilögum manneskjum. Trúin rann saman við fegurðina í heiminum, fegurð bæjanna, fegurð himinsins. - og hún var rekin frá Rússlandi Það gerðist hinn 20. júlí 1980 að hún var kölluð fyrir yfírvöldin. Hún hafði skipulagt kvennahreyf- ingu með Maríu guðsmóður sem fyrirmynd. Þetta kærðu yfírvöldin sig ekki um. Hún fékk að velja á milli þess að fara í fangelsi og vera rekin úr landi. Hún valdi síðari kostinn og fékk gyðingavegabréf. Ósviknir Sovétmenn eru nefnilega ekki reknir úr landi. Síðan hefur Tatjana Goritsjeva búið í Frakklandi. Hún vinnur fyrir sér með ritstörfum. Doxa-útgáfan hefur gefíð út bók hennar „Rauð eða dauð eða lifandi". Hún hefur verið þýdd á þýzku og heitir þá: „Það er hættulegt að tala um Guð. aðeins 37 af hundraði þetta. Og nú eru þeir enn færri-. Danir hafa vaxandi áhuga á trúmálum í ýms- um myndum og æ fleiri laðast nú aftur að hinu hefðbundna starfi þjóðkirkjunnar og þeirri ný- breytni, sem hún býður til. Það er ekki lengur talið gamaldags að hafa áhuga á kristindómi en eftir æskulýðsuppreisnina 1968 fylgdi fráhvarf frá þjóðkirkjunni og kristinni trú. Á áttunda áratugnum voru færri skírðir og fermdir og færri giftu sig en fyrr. í byrjun þessa áratugar fóru viðhorf aftur að snúast til þess, sem var fyrir 1968. Árið 1984 létu 1000 unglingr Reynzla mín í austri og vestri". Þótt ritlaunin berist nokkuð stop- ult hefur Tatjana nú meiri peninga en nokkum tíma áður. Samt þráir hún heimaland sitt og hefur nú fregnað að tveir þriðju hlutar þess hóps af kristnum vinum hennar, sem hnepptur var í fangelsi, hafí fengið frelsi eftir að Gorbasjov tók við völdum. Aðeins hið ómögnleg’a er mögnlegt Hvers vegna langaði hana að fara frá hinum ftjálsu Vesturlönd- um? Vegna þess að hér er svo leiðinlegt, segir hún. Á Vestur- löndum lifum við aðeins fyrir það mögulega og tökum öiyggið fram yfír allt annað, segir Tatjana. Hún segir að Rússar þekki Krist á þann hátt, sem vanti á Vesturlöndum. Hér trúa menn með höfðinu, en í Rússlandi nær trúin til alls pers- ónuleika manneskjunnar, ekki aðeins til höfuðsins og likamans. Kirkjan í Rússlandi hefur hreinsast í þjáningum. Verðmæti trúarinnar hefur vaxið. Hin óræða dýpt trúar- innar hefur orðið meiri. Gömlu konumar í Rússlandi hafa lært auðmýkt og þess þarfnast veröldin á okkar tímum. Ef við eigum ekki auðmýkt vissunnar um að vera sköpuð lifum við án trúar, vonar og kærleika og leitum aðeins hins mögulega. En á okkar timum er aðeins hið ómögulega mögulegt. Við verðum að hætta á hið ómögu- lega. skírast svo að þau gætu fermzt og mörg þeirra töldu ákvörðun foreldra þeirra um að bera þau ekki bamung til skímar hafa ver- ið afar ranga. Á síðustu árum hefur fjöldi skírðra og fermdra vaxið um 5 til 10 af hundraði í sumum söfnuðum. Það sprettur m.a. af vaxandi áhuga á starfí dönsku þjóðkirkjunnar utan guðs- þjónustunnar sjálfrar, bæði safnaðarstarfí og endurvakningar hinnar aldagömlu köllunar kirkj- unnar til hjálparstarfs. Um 20 samverustaðir ýmiss konar hjálp- arstarfa hafa sprottið upp í Kaupmannahöfn á siðustu 3 til 4 árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.