Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 52
52 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 POTT- ÞETTAR PERUR AGOÐU mHMHUW Allar RING bílaperur bera merkið (D sem þýðir að þœr uppfylla ýtrustu gœðakröfur E.B.E. RING bílaperurnar fást á bensínstöðvum Skeljungs Ekki rétt að skattleggja tekjur unglinga Heiðraði Velvakandi Ég vil taka undir það sem Ingi- mundur Sæmundsson segir í grein sinni er birtist í Velvakanda sl. fímmtudag að ekki er rétt að skatt- leggja tekjur unglinga fyrr en við átján ára aldur. Flestir unglingar hafa mjög litlar tekjur og er það aðeins til að lama sjálfbjargarvið- leitni þeirra. Það er öllum holt að vinna fyrir sínu framfæri að svo miklu leyti sem þeir eru færir um það og á það við um unglinga sem aðra. Stjómvöld ættu því ekki að draga úr unglingum með því að skattleggja þær fáu krónur sem þeim tekst að reita saman yfír sumarið. Sigurður Símatruflaiiir í Laugalandsstöð Til Velvakanda. Vegna skrifa í Velvakanda 19. nóvember sl. um tíðar símabilanir í Holtahreppi skal eftirfarandi upp- lýst: 18. maí sl. var skipt um sjálfvirka símstöð á Laugalandi og tekin í notk- un stafræn útstöð frá móðurstöðinni á Hvolsvelli. Nokkrum mánuðum síðar fór að bera á símatruflunum öðru hverju hjá notendum. Erfiðlega gekk að fínna hvað olli þessu, en eftir ýtar- lega leit kom í ljós bilun í fjölsíma og var viðgerð lokið um miðjan októ- ber. Eftir þetta urðu notendur því miður fyrir óþægindum í tvö skipti, þegar unnið var við breytingar í móðurstöðinni á Hvolsvelli. Þá voru nýlega tekin í notkun ljósleiðarasam- bönd fyrir tal milli Reykjavíkur og Hvolsvallar og línum jafnframt fjölg- að um 20. Með þessum framkvæmdum er að ljúka stórátaki í því skyni að bæta símaþjónustu við notendur á Hvolsvallarsvæðinu, m.a. með mik- illi fjölgun lína milli stöðva innan svæðis sem og til annarra svæða, nýjum sérþjónustumöguleikum og stórauknum talgæðum vegna staf- rænna sambanda. Póst- og símamálastofnunin harmar þau óþægindi sem símnot- endur í Holtahreppi hafa orðið fyrir vegna áðumefndra truflana. Jóhann Hjálmarsson blaða- fulltrúi Póst- og símamála- stofnunar. Víkverji skrifar Pólitísku landsbyggðarblöðin detta hér inn á ritstjómina ann- að slagið, það er að segja þessi hreinræktuðu, sem svo mætti kalla, sem flokkamir eru að basla við að gefa út og taka fjörkippinn fyrir sérhveijar kosningar en koma út með höppum og glöppum þar á milli og fremur fyrir siðasakir en með eldmóði kosningasmalans. Víkverji hefur oft furðað sig á því hvemig þessi blöð eru eins og öll steypt í ■ sama mótið og skiptir þá einu hvar á landinu þau sjá dagsins ljós og sömuleiðis hvað flokkurinn heitir sem stendur að þeim. Þau eru til dæmis langoftast prentuð á rándýran glanspappír eins og Herópið og viðhafnarútgáfur af Æskunni forðum. Þau bera öll nákvæmlega sömu auglýsingamar innan síns umdæmis, nefnilegá meldingar frá bæjar- og/ eða sveitarfélögum, sem þannig eru látin fjármagna gamanið svona bak- dyramegin, ef svo mætti orða það. Og þau fylgja öll einni megin- reglu, sem Hklega varðar hengingu að brjóta; það er aldrei ein einasta frétt í þessum blessuðii blöðum sem máli skiptir eða allir hafa að minnstakosti ekki löngu heyrt, aldrei einn einasti stafkrókur sem með nokkru móti er hægt að tengjá við ósvikna fréttamennsku. xxx Fréttimar eru af pólitíska vett- vanginum og allar með sama markinu. Það er enn sem fyrr sama hvað flokkurinn heitir sem er skrif- aður fyrir króanum; „fréttin" skai ævinlega lýsa fáránlegum málflutn- ingi andstæðinganna, stórglæsilegri frammistöðu samheijanna. Þessi blöð eru líka morandi í mannamyndum. Skælbrosandi manneskjur, heimalningar flokk- anna, heilsa okkur á forsíðum þeirra, stroknar og kembdar; þetta em stúdíómyndir eins og það heitir víst á fagmálinu, myndir eins og teknar em af fermingarbörnum þegar þau em búin að jafna sig eftir ofátið og gjafaskriðuna. Aftur á móti er úrvalið ekki að sama skapi mikið. Sama myndin af sömu gleiðbrosandi manneskjunni blasir við manni mánuð eftir mánuð, missieri eftir misseri, jafnvel árgang eftir árgang. Og ekki nóg með það. í þeim tveimur blöðum frá þeim tveimur stjómmálaflokkum, sem urðu kveikjan að þessum hugleiðing- um, birtist sama brosmyndin af sömu manneskjunni á tveimur stöð- um í öðru málgagninu (á fyrstu og þriðju síðu) og á hvorki meira né minna en þremur í hinu, sem var þó ekki nema tólfblöðungur. XXX að er íhugunarefni fyrir að- standendur þessara flokksblaða hvort það fari nú ekki að verða tíma- bært eftir fimmtíu ára þrotlaust strit að koma sér niður á jörðina. Fimmtíu ára steingervingar í blaðaheiminum jafnast á við 50 milljóna ára stein- gervinga í jurta- og dýraríkinu, og þessi smástimi eru vitanlega fyrir langalöngu búin að ganga sér til húðar, orðin vitamáttlausar áróðurs- og innrætingarmaskínur. Hinsvegar eru þau þarna með óplægðan akur ef þau rumskuðu bara. Það er mýgrútur af ágætlega bitastæðum „lokal“fréttum allt í kringum þau sem þau sinna ekki; það er einungis að bera sig eftir þeim og sýna örlítið framtak og hugmyndaflug og hvíla þessi gat- slitnu þrautleiðinlegu slagorð eða að sópa þeim að minnstakosti saman á einn stað, sem yrði þá væntanlega leiðaradálkurinn. Það mundi heldur ekki standa á viðbrögðunum, sannið til. „Nei, hver skrambinn," segðu menn, „lífsneisti í flokksblaðinu mínu“. Og þeir glugguðu meira að segja í það áður en þeir bæru það út í öskutunnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.