Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 29
28 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 C 29 jiS jllif KYNNTUÞÉR STÖEXJÞÍNA í STAÐGREÐSLU það margborgar sig 1. janúar nálgast með staðgreiðslu opinberra gjalda. Það er afar mikilvægt að allir launamenn og iaunagreiðendur þekki rétt sinn og skyldur í hinu nýja kerfi. Menn eru því hvattir til að kynna sér málið vel og leita upplýsinga séu þeir í óvissu. HVAÐ FELSTÍ STAÐGREIÐSLU? í staðgreiðslu eru skattar dregnir af öllum launum við hverja útborgun. Þar með talið eru hvers konar greiðslur, hlunnindi og oriof. Staðgreiðslan tekur yfir alla skatta og gjöld, sem áður voru álögð á launamenn, nema eign- arskatt sem áfram verður innheimtur eftir á. ÚTREIKNINGUROGINNHEIMTA STAÐGREÐSLU Launagreiðandi annast útreikning stað- greiðslu starfsmannasinna, innheimtirhanaog skilar til innheimtumanns mánaðarlega, einnig af eigin launum. Sama skatthlutfall er notað við afdrátt af öllum launum óháð upphæð þeirra. FRÁDRÁTTUR íSTAÐGREÐSLU Allir launamenn fá árlegan persónu- afslátt sem dreginn er af staðgreiðslunni. Að öllu jöfnu er persónuafslátturinn sá sami hjá öll- um launamönnum. Persónuafslættinum er skipt jafnt á alla mánuði ársins. Sjómenn og hlutráðnir landsmenn fá sér- stakan sjómannaafslátt. Námsmenn fá hærri persónuafslátt yfir sumarmánuðina. Vaxtafrádráttur verður afnuminn en til bráðabirgða verður þó veittur afsláttur til þeirra er festu kaup á íbúðarhúsnæði eða hófu bygg- ingu þess til eigin nota 1987 eða fyrr og hefðu að óbreyttu notið vaxtafrádráttar. Þessi afsláttur verður veittur í allt að 6 ár, frá og með 1988. BÆlUR Bamabætur með hverju barni innan 16 ára aldurs verða greiddar á 3ja mánaða fresti og skiptast jafnt á milli hjóna (sambýlisfólks). Húsnæðisbætur eru greiddar þeim sem kaupir eða hefur byggingu íbúðarhúsnæðis 1988 eða síðar í fyrsta sinn eða til eigin nota einnig þeim sem keyptu eða byggðu í fyrsta sinn 1985-1987 ef þeir nutu ekki vaxtafrádrátt- ar á þeim tíma. Rétturtil bótanna varir í 6 ár, frá og með upphafsári. SKATTKORT Allir, sem verða 16 ára og eldri á stað- greiðsluári, fá sent skattkort fyrir upphaf stað- greiðsluárs. Þar er mánaðarlegur persónuaf- sláttur tiltekinn og einnig það skatthlutfall, sem draga á af launum, auk helstu persónuupplýs- inga, svo sem nafns, heimilis og kennitölu launamanns. Launamanni ber að afhenda launagreið- anda sínum skattkortið fyrir upphaf stað- greiðsluárs. Ef iaunagreiðandinn hefur ekki skattkortið við útborgun launa, má hann ekki draga persónuafsláttinn frá stað- greiðslunni og launamaðurinn greiðir þar með mun hærri fjárhæð. Þess vegna er mikil- vægt fyrir launamann, að sjá til þess að launa- greiðandinn fái skattkortið í tækatíð. Þegar maki launamanns ertekjulaus get- ur launamaðurinn einnig afhent launagreið- anda sínum skattkort makans og þar með nýtt 80% af persónuafslætti hans til viðbótar sínum. Bam innan 16 ára fær ekki skattkort. Skatthlutfall þess er 6% og það fær ekki per- sónuafslátt. AUKASKATTKORT Launamaður getur fengið aukaskattkort ef hann vinnur á fleiri en einum stað og vill skipta persónuafslætti sínum til þess að nýta hann betur. Einniggeturhannfengiðaukaskattkortef hann vill afhenda maka sínum þann persónu- afslátt, sem hann nýtir ekki sjálfur. Umsóknir um aukaskattkort fást hjá skattstjórum. ÁLAGNING OG FRAMTAL Skattframtali ber að skila í staðgreiðslu með hefðbundnum hætti. Að loknu stað- greiðsluári fer fram álagning og síðan uppgjör staðgreiðslu. Þegar sú fjárhæð, sem stað- greidd hefur verið er borin saman við endan- lega álagningu tekjuskatts og útsvars, kemur í Ijós, hvort þessi gjöld hafi verið of eða van- greidd. Verði um mismun að ræða er hann endurgreiddur í einu lagi í ágúst eða innheimt- ur með jöfnum greiðslum í ágúst-desember að viðbættri lánskjaravísitölu. SJÁLFST/EÐIR REKSTRARAÐILAR Sjálfstæðum rekstraraðilum er skylt að reikna sér endurgjaid af starfseminni og miða staðgreiðslu sína við það og skila henni mán- aðariega. Ríkisskattstjóri ákveður lágmark endurgjalds. SKATTLAGNING TEKNA ÁRSINS 1987 Öllum ber að skila framtali á árinu 1988 vegna ársins 1987 eins og endranær. Inn- heimta fellur hins vegar niður af öllum almennum launatekjum. Undantekningar eru þó gerðar • ef laun hafa verið yfirfærð á árið 1987. • ef hækkun launa verður hvorki rakin til auk- innar vinnu, ábyrgðar né stöðuhækkunar. • ef menn í eigin atvinnurekstri reikna sér meira en 25% hærri laun fyrir 1987 en 1986 (með verðbótum). • ef menn fá meira en 25% hærri laun fyrir eignarhlutdeild en var árið 1987 (með verð- bótum). í þessum tilvikum verður aukningin skattskyld. STAÐGREÐSLAN ER EINFÖLD OGAUÐSKILIN Bæklingur með ítariegum upplýsingum um staðgreiðsluna hefur verið sendur inn á hvert heimili landsins. Það er mikilvægt að lesa þennan bækling vel og varðveita, þar sem hann geymir nauðsynlegar upplýsingar um staðgreiðslu. Launamenn fá skattkort sitt sent næstu daga. Með því fýlgja skýringar sem þeir eru beðnir um að lesavel, gera viðeigandi ráð- stafanir og afhenda skattkortið síðan launa- greiðandasínum. Staðgreiðsla opinberra gjalda er breyt- ing, sem beðið hefur verið eftir. Aðdragandi hefur verið langur en nú er undirbúningur- inn á lokastigi. Þetta er róttæk breyting til einföldunar og hagræðis og snertir alla skattgreiðendur. Þessi breyting verður mun auðveldari ef allir skattgreiðendur þekkja stöðu sína. Staðgreiðslan ereinföld - efþú þekkir hana RSK RÍKISSKATTSTJÓRI 1- i t >&*JSTAN / SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.