Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 44
44 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 Stjörnu- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson f dag ætla ég að fjalla um hinn dæmigerða Bogmann (22. nóv.—21. des.). Eins og áður eru lesendur minntir á að hver maður á sér nokkur stjömumerki. Betri tíð Það má segja að síðustu ára- tugir á Islandi hafi verið hagstæðir fyrir Bogmann en margar aldir þar á undan hafi verið honum óhagstæð- ar. Þetta byggir á því að Bogmaðurinn er eldmerki, er jákvæður, bjartsýnn og stór- huga ævintýramaður sem þarf líf, hreyfingu og fjöl- breytileika og elskar ferða- lög. Honum hefur þvi varla fallið vel einangrun landsins og sú fábreytni sem tíðkaðist á fyrri öldum. Hið opna þjóð- félag 20. aldar, heimur fjölmiðlunar og ferðalaga á aftur á móti betur við Bog- manninn. Sveigjanlegur Það er einnig sagt að Bog- maður sé heimspekilega sinnaður og mikill hugsjóna- maður. Að hann horfí til framtíðarinnar og taki glaður á móti nýjungum, hvort sem þær eru hugmyndalegs eða tæknilegs eðlis. Sagt er að hann sé heppinn en réttara er sennilega að hann er mót- tækilegur fyrir tækifærum og kann að haga seglum eft- ir vindi. Bogmaðurinn er breytilegt merki og er sveigj- anlegur. Hann er liðugur bæði í líkama, tilfínningum, hugsun og framkvæmdum. Jákvœtt lundarfar Bogmaðurinn er opinn og jákvæður í lund og þykir því að öllu jöfnu skemmtilegur félagi. Hann er lítið fyrir að búa til vandamál og vill sjá^ og sér bjartari hliðar tilver- unnar. Það getur þýtt að sumir Bogmenn, ekki allir, eiga til að vera yfirborðsleg- ir. Þeir vi(ja vera hressir hvað sem það kostar og horfa því framhjá vandamálum sem kunna að koma upp. Það er því svo að stundum eiga Bog- menn til að vera falskir, segja það sem þeir meina ekki og eru með yfirborðshressileika. Frelsi Bogmaður er merki þekking- ar. Hann hefur sterka þörf fyrir að vlkka stöðugt sjón- deildarhring sinn og þarf frelsi til að geta ferðast og menntað sig. Hann er lítið fyrir vanabindingu og endur- tekningar en þeim mun meira fyrir að takast á við nýja reynslu. Bogmaðurinn er því lltið fyrir bindandi ábyrgð. í einstaka tilvikum leiðir það til ábyigðarleysis. Leitandi Þar sem hinn dæmigerði Bogmaður er leitandi þá ,hann breytir oft um stíl, stefnu og viðhorf. í gegnum ævina skiptir hann yfirleitt oft um starf því hann vill ekki staðna I einu eða néinu. Bogmaðurinn er þvi yfirleitt ekki maður hins langvarandi úthalds. Hann getur hins vegar unnið á sama stað til langframa ef starfið býður upp á fjolbreytileika og stöð- ugar nýjungar og er til þess að gera frjálslegt og laust við vanabindingu. Viðsýnn Sins og á öðrum sviðum er Bogmaðurinn leitandi I ást. Hann laðast að fólki sem er ólíkt honum og getur kennt honum og víkkað sjóndeildar- hringinn. Með tímanum getur hann öðlast yfirgripsmikla þekkingu bæði félagslega og faglega. Einn helsti styrkur hans er því fólginn í víðsýni og fordómaleysi. GARPUR i=HH nríírr “— :::::: GRETTIR TOMMI OG JENNI £/V ÉG GET fiJ&TAÐ 0/VU5LA<5/E> T/L AE> GE/mA , ii — ===== SSaiigggai ======= ===== 1 ===? :::::: lMWá LJÓSKA rcnrMM AMrv TT —r 7—r—i— [ 1m. Ih. U. S. bl. O*.—Al V. , SMAFOLK IT'S ONLV THE FIR5T INNINé ANP WE'RE ALREAPV 6EHINP BVTHIRTY RUN5... HOW CAN THI5 HAPPEN ? VOU PROBABLV PIPN T AN5WER A CHAIN LETTER! VOU BROKE THE CHAlN, ANP NOW UIE'RE ALL HAVIN6 BAP LUCK! 'UUHAT ABOUT THE TlöENTV FLV BALL5 VOU'VE MI55EP77 I VOU 5H0ULP HAVE AN5UIEREPTHE CHAIN1 LETTER, MANA6ER! Þetta er bara fyrsta lotan og við erum orðin 30 und- ir, hvernig getur þetta skeð? Líklega hefur þú ekki svarað keðjubréfi! Þú hef- ur rofið keðjuna og ógæfan dynur yfir okkur 811! En hvað um þessa 20 bolta sem þú náðir ekki? Þú hefðir átt að svara keðjubréfinu, stjóri! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Tvivegis reyndi sagnhafi að gefa austri slag á trompkónginn og jafn oft afþakkaði austur boðið. Suður gefur; AV á hættu. Norður ♦ 1072 ¥54 ♦ G7542 4 1065 Vestur Austur ♦ G98 ♦ K43 ¥ KG10763 ¥ D982 ♦ 109 ♦ D83 ♦ 87 4X32 Suður ♦ ÁD65 ¥Á ♦ ÁK6 ♦ ÁDG94 Vestur Norður Austur Suður — — *- 2 lauf Pass 2tíglar Pass 31auf Pass 3 tíglar Pass 3 spaðar Pass 4 lauf Pass 5 lauf Pass Pass Pass Eftir opnun suðurs á alkröfu fylgja sagnir eðlilegri slóð upp I fimm lauf. Vestur hitti á gott útspil, hjartagosa. Innkomuleysið I blindum er mikið vandamál, og sagnhafi gerði fyrstu tilraun til að leysa það með því að spila laufdrottn- ingunni I öðrum slag. Ef vömin dræpi, gæti hann spilað þrisvar tígli og notað svo lauftíuna sem innkomu til að taka frítíglana og svína fyrir spaðakóng. En austur var vel á verði og dúkkaði. Þá spilaði sagnhafi þrisvar tígli. Austur komst skað- laust út á hjarta og staðan leit þá þannig út: Norður ♦ 1072 ¥ — ♦ G7 ♦ 106 Vestur Austur ♦ G98 ♦ K43 ¥ K107 II ¥ D9 ♦ - ♦ - ♦ 8 Suður ♦ ÁD65 ¥ — ♦ - ♦ ÁG9 ♦ K3 Enn reyndi suður að þvinga austur til að þiggja trompslag, spilaði laufgosa. Austur dúkkaði réttilega aftur, þó svo það kost- aði hann slag. En síðasta orðið átti sagnhafi þegar hann spilaði nú smáum spaða. Vestur verður að drepa á gosann, en neyðist þá til að spila hjarta út I tvö- falda eyðu eða spaða upp I gaffalinn! Ótrúlegt spil. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Ól- afsvík um daginn kom þessi staða upp I skák þeirra Karls Þor- steins, sem hafði hvítt og átti leik, og Svíans Robert Bator. Svartur lék síðast 30. - Kg8-g7? 31. Bxg6! — Kxg6, 32. Dxh5-f og svartur gafst upp, því hann tapar drottningunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.