Morgunblaðið - 29.11.1987, Side 44

Morgunblaðið - 29.11.1987, Side 44
44 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 Stjörnu- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson f dag ætla ég að fjalla um hinn dæmigerða Bogmann (22. nóv.—21. des.). Eins og áður eru lesendur minntir á að hver maður á sér nokkur stjömumerki. Betri tíð Það má segja að síðustu ára- tugir á Islandi hafi verið hagstæðir fyrir Bogmann en margar aldir þar á undan hafi verið honum óhagstæð- ar. Þetta byggir á því að Bogmaðurinn er eldmerki, er jákvæður, bjartsýnn og stór- huga ævintýramaður sem þarf líf, hreyfingu og fjöl- breytileika og elskar ferða- lög. Honum hefur þvi varla fallið vel einangrun landsins og sú fábreytni sem tíðkaðist á fyrri öldum. Hið opna þjóð- félag 20. aldar, heimur fjölmiðlunar og ferðalaga á aftur á móti betur við Bog- manninn. Sveigjanlegur Það er einnig sagt að Bog- maður sé heimspekilega sinnaður og mikill hugsjóna- maður. Að hann horfí til framtíðarinnar og taki glaður á móti nýjungum, hvort sem þær eru hugmyndalegs eða tæknilegs eðlis. Sagt er að hann sé heppinn en réttara er sennilega að hann er mót- tækilegur fyrir tækifærum og kann að haga seglum eft- ir vindi. Bogmaðurinn er breytilegt merki og er sveigj- anlegur. Hann er liðugur bæði í líkama, tilfínningum, hugsun og framkvæmdum. Jákvœtt lundarfar Bogmaðurinn er opinn og jákvæður í lund og þykir því að öllu jöfnu skemmtilegur félagi. Hann er lítið fyrir að búa til vandamál og vill sjá^ og sér bjartari hliðar tilver- unnar. Það getur þýtt að sumir Bogmenn, ekki allir, eiga til að vera yfirborðsleg- ir. Þeir vi(ja vera hressir hvað sem það kostar og horfa því framhjá vandamálum sem kunna að koma upp. Það er því svo að stundum eiga Bog- menn til að vera falskir, segja það sem þeir meina ekki og eru með yfirborðshressileika. Frelsi Bogmaður er merki þekking- ar. Hann hefur sterka þörf fyrir að vlkka stöðugt sjón- deildarhring sinn og þarf frelsi til að geta ferðast og menntað sig. Hann er lítið fyrir vanabindingu og endur- tekningar en þeim mun meira fyrir að takast á við nýja reynslu. Bogmaðurinn er því lltið fyrir bindandi ábyrgð. í einstaka tilvikum leiðir það til ábyigðarleysis. Leitandi Þar sem hinn dæmigerði Bogmaður er leitandi þá ,hann breytir oft um stíl, stefnu og viðhorf. í gegnum ævina skiptir hann yfirleitt oft um starf því hann vill ekki staðna I einu eða néinu. Bogmaðurinn er þvi yfirleitt ekki maður hins langvarandi úthalds. Hann getur hins vegar unnið á sama stað til langframa ef starfið býður upp á fjolbreytileika og stöð- ugar nýjungar og er til þess að gera frjálslegt og laust við vanabindingu. Viðsýnn Sins og á öðrum sviðum er Bogmaðurinn leitandi I ást. Hann laðast að fólki sem er ólíkt honum og getur kennt honum og víkkað sjóndeildar- hringinn. Með tímanum getur hann öðlast yfirgripsmikla þekkingu bæði félagslega og faglega. Einn helsti styrkur hans er því fólginn í víðsýni og fordómaleysi. GARPUR i=HH nríírr “— :::::: GRETTIR TOMMI OG JENNI £/V ÉG GET fiJ&TAÐ 0/VU5LA<5/E> T/L AE> GE/mA , ii — ===== SSaiigggai ======= ===== 1 ===? :::::: lMWá LJÓSKA rcnrMM AMrv TT —r 7—r—i— [ 1m. Ih. U. S. bl. O*.—Al V. , SMAFOLK IT'S ONLV THE FIR5T INNINé ANP WE'RE ALREAPV 6EHINP BVTHIRTY RUN5... HOW CAN THI5 HAPPEN ? VOU PROBABLV PIPN T AN5WER A CHAIN LETTER! VOU BROKE THE CHAlN, ANP NOW UIE'RE ALL HAVIN6 BAP LUCK! 'UUHAT ABOUT THE TlöENTV FLV BALL5 VOU'VE MI55EP77 I VOU 5H0ULP HAVE AN5UIEREPTHE CHAIN1 LETTER, MANA6ER! Þetta er bara fyrsta lotan og við erum orðin 30 und- ir, hvernig getur þetta skeð? Líklega hefur þú ekki svarað keðjubréfi! Þú hef- ur rofið keðjuna og ógæfan dynur yfir okkur 811! En hvað um þessa 20 bolta sem þú náðir ekki? Þú hefðir átt að svara keðjubréfinu, stjóri! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Tvivegis reyndi sagnhafi að gefa austri slag á trompkónginn og jafn oft afþakkaði austur boðið. Suður gefur; AV á hættu. Norður ♦ 1072 ¥54 ♦ G7542 4 1065 Vestur Austur ♦ G98 ♦ K43 ¥ KG10763 ¥ D982 ♦ 109 ♦ D83 ♦ 87 4X32 Suður ♦ ÁD65 ¥Á ♦ ÁK6 ♦ ÁDG94 Vestur Norður Austur Suður — — *- 2 lauf Pass 2tíglar Pass 31auf Pass 3 tíglar Pass 3 spaðar Pass 4 lauf Pass 5 lauf Pass Pass Pass Eftir opnun suðurs á alkröfu fylgja sagnir eðlilegri slóð upp I fimm lauf. Vestur hitti á gott útspil, hjartagosa. Innkomuleysið I blindum er mikið vandamál, og sagnhafi gerði fyrstu tilraun til að leysa það með því að spila laufdrottn- ingunni I öðrum slag. Ef vömin dræpi, gæti hann spilað þrisvar tígli og notað svo lauftíuna sem innkomu til að taka frítíglana og svína fyrir spaðakóng. En austur var vel á verði og dúkkaði. Þá spilaði sagnhafi þrisvar tígli. Austur komst skað- laust út á hjarta og staðan leit þá þannig út: Norður ♦ 1072 ¥ — ♦ G7 ♦ 106 Vestur Austur ♦ G98 ♦ K43 ¥ K107 II ¥ D9 ♦ - ♦ - ♦ 8 Suður ♦ ÁD65 ¥ — ♦ - ♦ ÁG9 ♦ K3 Enn reyndi suður að þvinga austur til að þiggja trompslag, spilaði laufgosa. Austur dúkkaði réttilega aftur, þó svo það kost- aði hann slag. En síðasta orðið átti sagnhafi þegar hann spilaði nú smáum spaða. Vestur verður að drepa á gosann, en neyðist þá til að spila hjarta út I tvö- falda eyðu eða spaða upp I gaffalinn! Ótrúlegt spil. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Ól- afsvík um daginn kom þessi staða upp I skák þeirra Karls Þor- steins, sem hafði hvítt og átti leik, og Svíans Robert Bator. Svartur lék síðast 30. - Kg8-g7? 31. Bxg6! — Kxg6, 32. Dxh5-f og svartur gafst upp, því hann tapar drottningunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.