Morgunblaðið - 29.11.1987, Page 17

Morgunblaðið - 29.11.1987, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 C 17 Saga af búálfum BÓKAÚTGÁFAN Forlagið hefur sent frá sér bókina Jólagrautinn eftir sænska myndlistarmanninn og rithöfundinn Sven Nordquist. í kynningu útgefanda segir m.a. um efni bókarinnar: „Á bóndabænum sinna búálfamir öllu því sem mannfólkið kemur ekki í verk eða gleymir að gera. En ef fólkið gleymir að fara út með graut- arskál handa búálfunum á aðfanga- dagskvöld, þá boðar það óhamingju á bænum í heilt ár. Og þessi jól, sem sagan segir frá, höfðu menn næstum því gleymt grautnum." Jólagrauturinn er 28 bls., prýdd litmyndum á hverri síðu. Þorsteinn frá Hamri þýddi söguna. Bókin er prentuð í Svíþjóð. Brids Arnór Ragnarsson Bridsfélag Breiðfirdinga Nú er lokið Vs af sveitakeppn- inni, þ.e. 14 umferðum af 21 og er staða efstu sveita bessi: HansNielsen 276 Ingibjörg Halldórsdóttir 260 Jakob Ragnarsson 242 Hulda Steingrímsdóttir 241 Dröfn Guðmundsdóttir 241 Guðlaugur Sveinsson 240 Ólafur Týr Guðjónsson 240 Guðlaugur Karlsson 239, Helgi Nielsen 239 Sannarlega jöfn og spennandi keppni. Næstu tvær umferðir verða spil- aðar á fimmtudaginn í húsi BSI. Keppnin hefst kl. 19.30. Spilaðir eru 16 spila leikir. Frá hjónaklúbbnum Nú er tveimur umferðum af þremur lokið í hraðsveitakeppninni og er staðan þannig: Sveit Gróu Eiðsdóttur 945 Sveit Huldu Hjálmarsdóttur 926 Sveit Guðrúnar Reynisdóttur 922 Sveit Sigrúnar Steinsdóttur 916 Sveit Svövu Ásgeirsdóttur 915 Sveit Erlu Sigurjónsdóttur 915 Sveit V algerðar Eiríksdóttur 883 Sveit Sigríðar Ingibergsdóttur 881 Sveit Þórunnar Guðmundsd. 875 Meðalskor 864 Bridssamband Reykjavíkur Ákveðið hefur verið að fella niður undankeppni í Reyjavíkurmótinu í tvímenning og spila eina úrslita- keppni helgina 12.—13. desember í Sigtúni 89. Til leiks eru skráð 44 pör og verður spilaður barometer með tveimur spilum milli para, allir v/alla alls 86 spil. Ekki þótti taka því að spila und- ankeppni með aðeins 44 pörum miðað við að 27 af þeim „kæmust" áfram í sjálfa úrslitakeppnina. Skráningu er lokið (lauk sl. mánudag, eins og ítrekað hefur verið) en fram að keppni verður pörum bætt við sem varapör, enda alltaf möguleiki á að einhver pör heltist úr lestinni á svo löngum tíma fram að móti. Dregið verður í undanrásum Reykjavíkurbikarsins f sveita- keppni, miðvikudaginn 2. desember. Þegar hafa tvær sveitir tryggt sér Ástarsaga eftir Danielle Steel BÓKAÚTGÁFAN Setberg hefur gefið út ástarsögu eftir Danielle Steel, Leynd- armál. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Mel Wechsler, frábær framleiðandi sjónvarpsþátta, maður með gull- fingur, síifnar saman glæsilegu liði til að hefja framleiðslu þáttaraðar- innar Manhattan sem hann segir muni marka tímamót. Sérhver aðal- leikari býr yfir leyndarmálum, sem smám saman koma í ljós. Leyndarmál er saga fólks, sem starfar við gerð sjónvarpsþátta og fjallar um ástir þess og vonir." mMHRHU Danielle Jteel § r ,‘j % éf’ \V / Þetta er áttunda bókin eftir Dani- elle Steel sem út kemur á íslensku. Síðara bindi Fávitans BÓKAFORLAG Máls og menn- ingar hefur gefið út síðara bindi Fávitans eftir Fjodor Dostojevskí í þýðingu Ingibjargar Haralds- dóttur. Fávitinn kom fyrst út í Péturs- borg árið 1868. í kynningu útgef- anda segir m.a. að sagan opni sýn inn í heillandi heim ástríðna, mann- gæsku, spillingar og glæpa. Frá- sögnin sé margslungin og leiðir lesandann gegnum flókna atburða- rás allt til dramatískra endalok- anna. Fyrra bindið kom út í fyrra og er útgáfan styrkt af Þýðingar- sjóði. Bókin er 338 bls. að stærð, prent- uð í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápumynd gerði Robert Guille- mette. Jólagjafir barnanna Það er engin spurning að leikföngin frá World of Wonders í Bandaríkjunum eru með þeim vönduðustu og skemmtilegustu, sem þekkjast í heiminum í dag. Við erum stolt að geta boðið: 1) Bangsa Bestaskinn, talandi bangsa, sem hreyfir bæði munn og augu, þegar hann syngur og segir söguráíslensku. Aðeins4.900,-kr. 2) Lazer Taq, leik framtíðarinnar, sem byggist fyrst og fremst á hraða og nákvæmni. Aðeins 2.980,-kr. 3) Síðast, en ekki síst, dansandi brúður. Svínku, Kermit frosk, Andrés Önd, Mikka Mús, Mínu Mús og Feitamúla, en þau dansa í takt við hvaða lag, sem er. Aðeins 1.980,- kr. sæti í undanrásum, sveit Pólaris og Braga Haukssonar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.