Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 C 55 dálítið illa við belgísku ríkisstjóm- ina en talið er, að hún hafí ætlað að liggja á henni fram að kosning- um í desember. Skýrslan um óeirða- og uppi- vöðsluseggina er ein af nokkmm sem unnar hafa verið eftir harm- ieikinn á Heysel-leikvanginum, þar sem 39 manns létu lífíð, og eftir morðin í belgískum stórverslunum fyrir tveimur ámm. I belgískum blöðum hafa birst myndir af nasískum og nýnasísk- um merkjum, sem var flaggað með um kvöldið og nóttina eftir at- burðinn á Heysel, og í skýrslunni segir, að bréf, sem lögreglan hafi fundið á heimili manns, sem var handtekinn fyrir að kasta bensín- sprengju á knattspymuleik, gefí nákvæmar upplýsingar um ftindi í Bretlandi og um „námskeiðshald- ið“ í Belgíu. Mútumálin snúast yfírleitt um það, að menn kaupi sér opinberan úrskurð um að þeir séu geðsjúkir og verði sér þannig úti um eftirlaun og örorkustyrk, þurfí ekki að vinna. og jafnvel ekki að óttast að vera dæmdir eftir hegningarlögum brjóti þeir af sér. „Margir læknar eru illa menntað- ir, hafa ekki þekkingu á nýjustu aðferðum í geðlækningum og dæla bara stórum lyfjaskömmtum í fólk. Of mikið af róandi lyfjum kemur engum að gangi, allra síst tauga- sjúklingum. Með þeim er hægt að gera heilbrigðan mann að sjúkl- ingi,“ sagði í greininni. í greininni í Komsomolskaya Pravda er einnig sagt, að ólíkar kenningar og starfsaðferðir í sov- éskum geðlækningum valdi því, að lítið samræmi sé í sjúkdómsgrein- ingum. „Sama manneskja getur verið úrskurðuð kleyfhugi í Moskvu, taugasjúklingur í Leníngrad og full- komlega heilbrigð í Kharkov," sagði að lokum. - MARTIN WALKER ÚGANDA „Norninni“ brást víst galdralistin jr Iþessum dálkum hefur oft áður verið skýrt frá Alice Lakwena og skærunum í Úganda, sem hún hefur tekið þátt í sem leiðtogi samtaka sem hún kennir við heil- agan anda. Svo virðist sem gæfusól hennar sé nú hnigin til viðar að sinni að minnsta kosti, því að þegar þegar sást til hennar snemma í nóvember var hún illa særð á fæti en sjö af fylgismönn- um hennar reyndu að forða henni á reiðhjóli. Voru þau á leið til heimkynna hennar í norðurhluta Úganda. Fyrir rúmum tveimur mánuðum sótti hún fram til Suður-Úganda ásamt 4.000 fylgismönnum sínum úr hreyfingu heilags anda. Nú eru 1.500 fallnir, fómarlömb harð- stjómar hennar og „töfrabragða". Hún hefur jafnan harðbannað fylgismönnum sínum að leita sér skjóls í bardögum. Hún fullyrðir að tijáolía veiti þeim vemd gegn kúlnahríð stjómarhersins (NRA). Talið er að 5.000 hermann heil- ags anda hafi týnt lífi frá því að Lakwna lýsti yfír stríði sínu í des- ember í fyrra. Nær hundrað úr liði hennar í fangabúðum stjómár- hersins. í Magamaga höfðu heppnina með sér. Þeir em sloppn- ir úr klóm Alice og stjómarherinn hefur tekið þá í sátt. Þeir hafa skýrt frá vist sinni með Alice sem samkvæmt frásögnum þeirra var engin sæluvist. Valdbeiting og ógnarstjóm sveif yfír vötnum í búðum Alice. Eftirlitsmenn refsuðu harðlega öll- um sem sýndu henni óhlýðni. Michael Mafabi, 36 ára að aldri, hafði verið hermaður í her Miltons Obote, fyirum forseta ladsins, eins og margir uppreisnarmanna. Snemma á þessu ári varð hann helzti aðstoðarmaður Alice. Hann segir að margir andar hafí talað til hennar, Miriam, Medina, She- ban, „ósýnilegi formaðurinn" og fleiri. En sá versti var „Illa af- lið“.“ Þegar Illa aflið birtist Alice, klæddist hún hvítu skikkjunni sinni og enginn fékk mat. Ef ein- hveijum varð á að hósta á hersýn- ingu komu eftirlitsmennimir og drápu hann. Mafabi sagði að þeir hefðu líka skotið hermenn sem hörfuðu í orrustum. ALICE — Harðstjóri með guðs- orð á vörum. í dagbókum Alice sem fundust í búðum hennar eru leiðbeiningar um hvemig búa eigi til sprengjur úr sporðdrekum, svörtum maurum og apakjöti. I þeim em líka predik- anir hennar, sem ritarar hennar höfðu skrifað upp af mikilli ná- kvæmni. Svo virðist sem hún hafí höfðað til bænda og uppgjafahermanna með einhvers konar samblandi af þjóðemishyggju, hjátrú og guð- rækni. Hún gerði sér líka mat úr sárri neyð sveitafólksins. í einni af ræðum hennar segir: „Eg er fátæk. Mér er blásið á brott eins og skordýri. Hjálpaðu mér drottinn og láttu þá sem ofsækja mig bíða ósigur." Það varð Alice til falls, að hún skyldi halda með fylgismenn sína til Suður-Úganda. Þar risu hinir innfæddu gegn henni og lögðu að jöfnu hermenn heilags anda og hrottalegar hersveitir norðan- manna undir stjóm Obotes fyirum forseta, en þær stráfelldu sunnan- menn fyrr á þessum áratug. Óbreyttir bogarar grýttu og stungu uppreisnarmenn til bana, þó að stjómin og herinn reyndu að koma í veg fyrir það. „Við sögðum þeim að láta þetta ógert," sagði Abby Mukwaya hér- aðsstjóri. „Við álítum að uppreisn- armenn hafi ekki hugmynd um hvað þeir em að aðhafast. Lak- wena hefur heldur betur ruglað þá í ríminu." Museveini forseti hefur sagt að þeir sem Lakwena neyddi til að beijast muni fá sakamppgjöf. „Þetta em bara blásnauðir sak- leysingjar," sagði hann fyrir skömmu. „Hún hagaði sér undar- lega, var alltaf að leita að sannleikanum ...“ SJA: Uppljóstranir HNOSSGÆTi Enginn hundamatur, hund- armr M atmenn og fagurkerar í Seoul í Suður-Kóreu gæða sér enn á hundakjöti og ánamaðkasúpu þótt yfirvöldin séu að reyna að breyta matarvenjum borgarbúa vegna Olympíuleikanna á næsta ári. Ríkisstjómin bannaði þann þjóðlega rétt, hundakjötið, þegar árið 1984 og bar því við, að það væri til skammar fyrir land og þjóð og hinn mesti viðbjóður í augum útlendinga. Hingað til hefur þó lítið mark verkið tekið á banninu. „Þegar menn hafa einu sinni komist á bragðið, vilja þeir ekki annað kjöt en hundakjöt," sagði ánægður veitingahúsaeigandi, „og viðskiptin blómstra sem aldrei fyrr.“ Embættismenn játa, að bannið hafí haft lítil áhrif nema þau að reka veitingastaðina inn í skúma- skot öngstrætanna þar sem erfiðara er fyrir eftirlitsmennina að fínna þau. Sagði veitingahúsa- eigandinn, að það væri líka ómögulegt að framfylgja svona banni. „Hvemig ætti líka annað að vera þegar lögreglumennimir sjálfír koma til að borða hér,“ sagði hann og brosti útundir eym. Hundakjötsætumar segjast ekki skilja hvers vegna útlending- um fínnist rétturinn ógeðslegur og halda því fram, að þær séu jafn miklir hundavinir og hver annar. „Fólki þykir vænt um hunda og lætur það vera að éta sína eigin kjölturakka. Til að fá hundakjöt fer það á veitingahús- in,“ var haft eftir einum fagurker- anum. BRUNNER — Sérfræðinjrur á sinu sviði. þar sem honum var vel fagnað. Tók hann sér nýtt nafn, er nú skráður opinberlega sem þýski kaupsýslumaðurinn Georg Fischer, °g nýtur vemdar Assads forseta °g lífvarða hans. í viðtali, sem vestur-þýska tíma- ritið Bunte átti við Brunner árið 1985, bauðst hann til að gefa sig fram við alþjóðlegan dómstól en bætti við: „ísraelar skulu þó aldrei ná mér. Ég ætla mér ekki að verða annar Eichmann." Dró hann síðan upp lítið eiturhylki úr pússi sínu og sagði: „Ég er tilbúinn." Hann sagði einnig, að það hefði verið sitt starf að flytja burt gyðingana „ . . . og ég hef ekkert samviskubit þess vegna". Brunner tók enn dýpra í árinni í síðasta mánuði þegar hann sagði í viðtali við bandaríska dagblaðið Chicago Sun-Times: „Þeir áttu all- ir skilið að deyja því að þeir voru útsendarar andskotans og sori mannkynsins. Ég iðrast einskis og væri tilbúinn til að vinna þetta verk aftur." - STUART WAVELL SÖGULOK —— Vinsælasta bjalla veraldar er loks öll r Astkærasta bjöllutegund í heimi, skepna, sem var allt að því ódauðleg í augum skapara sinna, hefur nú loksins lokið göngu sinni. Síðasta eintakið af Volks- wagen 1500, sem sá fyrst dagsins ljós í Þýskalandi árið 1935, rúllaði nýlega af færibandinu í Nígeríu. Þessi vinsæla málmbjalla horfíst nú í augu við endalokin en að þeim hefur þó verið nokkur aðdragandi. Það var fyrst fyrir tíu árum, að Volkswagen-verksmiðjumar ákváðu að hætta framleiðslunni smám saman. Frá árinu 1975, þegar fyrsta nígeríska bjallan var smíðuð skammt frá höfuðborginni, Lagos, hafa 135.000 bflar verið framleidd- ir þar í landi og bjallan hefur komist það, sem aðrir komast ekki, yfír sundursprungna og holótta vegina í þessu hitabeltislandi. For- ráðamenn Volkswagen-verksmiðj- anna segja, að nígeríska bjallan sé sú seigasta, sem um getur. Er hún með aukalag af lakki til að veijast saltmenguðu loftinu í Lagos, sér- staklega sterka höggdeyfa og annan búnað til að standast glímuna við hálfónýta vegina. Það voru þó ekki þessar erfíðu aðstæð- ur, sem urðu henni ofviða, heldur 60% gengisfelling nígeríska gjald- miðilsins. Vegna hennar hækkaði bjallan, þessi „bifreið fátæka mannsins" eins og Nígeríumenn kölluðu hana, nýlega um 4.000 doll- ara og var þar með ekki lengur á færi neinna fátæklinga. Snemma á þessum áratug seld- ust nærri 1.000 bjöllur á mánuði í Lagos en í mars síðastliðnum var salan komin niður í 39 bfla. Meðan allt lék í lyndi og verð- gjldi nígerísku nairunnar var stórkostlega ofmetið var það al- gengt, að menn keyptu heldur tvo bfla en einn vegna fáránlegra reglna, sem þá voru i gildi. Vegna umferðaröngþveitis í borginni höfðu yfírvöldin gripið til þeirra óyndisúr- ræða að leyfa aðeins bflum með jöfnum tölutn á númerinu að aka suma daga vikunnar ög bflum með oddatölum aðra daga. Síðasta bjallan, aðeins nokkurra vikna gömul, var máluð í gullnum lit og búin ýmsum dýrum aukabún- aði og einnig er til sölu takmarkaður fyöldi af sams konar lúxuskerrum í silfurlit. - LYSE DOUCET
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.