Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 BOLLIGÚSTAVSSON ÍLAUFÁSI Frjálsmannlegur og stór í sniðum I „Enn ver eru þó sagnaritarar á vegi staddir, er rita skal sögu frum- postulanna. Eru flestir þeirra nöfnin ein, og nöfnin þó ekki einu sinni viss sjálf.“ Magnús Jónsson. Mannlýsingar hafa löngum verið íslenskum rithöfundum hugstæð viðfangsefni eða allt frá því bækur voru fyrst skráðar hér á landi. Má og með sanni segja, að margir sagnameistarar hafí jafnframt verið snjallir myndlistarmenn og dregið upp ljósar og lifandi myndir, oft í fám orðum. Til dæmis má taka mynd hetjunnar, Gunnars Hámundarsonar, sem höfundur Njálu dró upp: „Hann var vænn að yfírliti og ljóslitaður, réttnefí'aður og hafíð upp fram- anvert, bláeygur og snareygur og roði í kinnunum; hárið mikið, gult og fór vel.“ Enn síður gleymist munnbragð Skarp- héðins Njálssonar, enda verður mynd hans ekki síður persónu- leg og glögg: „Hann var jarpur á hár og sveipur í hárinu, eygður vel, fölleitur og skarpleitur, liður á nefí og lá hátt tanngarðurinn, munnljótur nokkuð og þó manna hermannleg- astur." Kemur mér í hug, að hægara hefði verið fyrir altaristöflu- málara að hafa slíkar lýsingar af persónum Nýja testamentis- ins; en höfundur bóka þess höfðu allt annað í huga, heldur en íslenskir sagnamenn síðar. Til dæmis eru myndir frumpostu- lanna, t.d. þeirra bræðra, Símonar Péturs og Andrésar, æði langt frá því að jafnast á við lýsingu höfundar Egilssögu á þeim ólíku bræðrum, Þórólfí og Agli, sonum Skallagríms. Sérstaklega lét höfundum íslendingasagna vel að lýsa fjöl- hæfum mönnum, er voru ýmsum íþróttum búnir, bæði andlegum og líkamlegum — en þurftu þó aldrei mörg orð, til þess að ailt kæmist til skila um útlit þeirra, skapgerð og gáfur. Þessar mannlýsingar eru sterkt bókmenntaeinkenni þjóðar, sem ekki átti fjölbreyttan myndlistararf annan en í lýstum handritum, hannyrðum kvenna og í útskurði. En kenn- ingar og líkingamál íslenskra skálda voru jafngildi íburðarmik- illar myndlistar suðrænni þjóða og sagnasnilldin lýsti upp skammdegið hér við nyrsta haf eins og málverk og hljómkvið- ur í fíarlægum menningarlöndum. Því kemur mér þetta í huga nú, þegar minnst er aldaraf- mælis Magnúsar Jónssonar prófessors, að hann var svo fjölþættum gáfum búinn og hafði manndóm og þrek til þess að ávaxta þær, að hæt hefði stíl og frásagnarhætti fomra sagnameistara að lýsa þessum sérstæða höfðingja á vettvangi íslenskrar menningar. Atti við um andlegt atgerfí hans, er sagt var um líkamlegt atgerfí Gunnars á Hlíðarenda, sem hjó báðum höndum og skaut, ef hann vildi, og hann vó svo skjótt með sverði að þijú þóttu á lofti, auk þess sem hann hljóp hæð sína í öllum herklæðum. En í stað sverðs og atgeirs beitti Magnús jöftium höndum penna og pentskúf svo afköst hans og hæfileikar á ritvelli og myndlistarsviði vekja undrun og aðdáun, en í stað bogfími naut mælska hans sín jafnt í þing- sölum sem í kirkju ellegar þá við vísindalega kennslu í guðfræðideild Háskóia íslands. Hann var prestvígður maður, eitthvert skýlausasta biskupsefni, sem íslenska þjóðkirkjan ALDARMINNING MAGNÚSAR JÓNSSONAR PRÓFESSORS Magnús Jónsson prófessor. hefur átt á þessari öld. Líkt og hinn svipmikli kirkjuhöfðingi sautjándu aldar, meistari Brynjólfur Sveinsson Skálholtsbisk- up, var doktor Magnús eínhver menntaðasti húmanisti sinnar tíðar. Og það áttu þeir einnig sammerkt, að ótal dyr stóðu þeim opnar til frama, vegna glæsilegra gáfna og lærdóms. Dr. Björn Þorsteinsson sagnfræðingur, sem var pólitískur andstæðingur Magnúsar, komst svo að orði um hann eftir að þeir ferðuðust til Kína árið 1956: „Magnús Jónsson var full- trúi hins glaða, milda og umburðarlynda kristindóms, hinnar stríðandi, listelsku kirkju og síðasti klassiskt menntaði íslenski stjórnmálamaðurinn (leturbr. mín, B.G.), ftjáls- mannlegur og stór í sniðum.“ Að hinni klassísku menntun Magnúsar og umburðarlynda trúarviðhorfi var lagður traustur grunnur í foreldrahúsum. II Magnús Jónsson fæddist þann 26. nóvember 1887 að Hvammi í Norðurárdal. Foreldrar hans voru hjónin Steinunn Þorsteinsdóttir og séra Jón Ó. Magnússon lengst prestur á Mælifelli í Skagafirði. Séra Jón var sveitaprestur í samtals 23 ár; sat fyrst á Hofi á Skagaströnd, þá í Hvammi í Norður- árdal, síðan á Mælifelli og loks að Ríp í Hegranesi. Var hann Skagfírðingur að ætt og uppruna, en frú Steinunn var frá Úthlíð í Biskupstungum. í móðurhætt átti hún rætur að rekja norður í Eyjafjörð. Þau presthjónin í Hvammi eignuðust tvo syni. Varð sá eldri, Þorsteinn, þjóðkunnur rithöfundur, sem skrifaði undir skáldheitinu Þórir Bergsson. Hann var tveim árum eldri en Magnús. Mun það samdóma álit bókmenntamanna, að af verk- um Þorsteins beri smásögur hans hæst og muni þær lengi halda nafni hans á lofti. Er fram liðu stundir munu fáir hafa veitt Þorsteini meiri hvatningu við ritstörfin en Magnús bróð- ir hans. Var það haustið 1910, sem Þorsteinn skrifaði smásöguna Siggu Gunnu, og fyrir eindregna áskorun Magn- úsar, sem þá var kominn í prestaskólann, lét hann tilleiðast að senda hana ritstjóra Skírnis, dr. Bimi frá Viðfirði. Dr. Bjöm bar lof á söguna og birti hana. Þannig átti Magnús drýgstan þátt í því, að hið hógværa skáld, Þórir Bergsson, varð til. Það var einmitt eitt af persónueinkennum hans, að vera glöggur á hæfíleika annarra. Lét hann sér ekki nægja að hrífast heldur studdi efnislega lærdómsmenn og ekki síður listamenn eftir megni. Annað ljóst dæmi um það, er þáttur Magnúsar í því, að koma sveitunga sínum, hinum ástsæla söngvara, Stefáni Íslandi, á framfæri. Þreyttist hann ekki á því að tala máli hans við þá aðila í Reykjavík, sem höfðu fjár- muni til þess að styrkja hann til söngnáms á erlendri gmnd. Hefur Stefán minnst Magnúsar sem mikils velgjörðamanns og raunar örlagavalds til heilla á söngferli sínum. III Magnús Jónsson var á öðm ári, er hann fluttist með foreld- mm sínum að Mælifelli og ólst þar upp fram undir fermingu. Faðir hans var ekki aðeins merkur og vinsæll prestur, heldur einnig framkvæmdasamur bóndi. Hélt hann sonum sínum snemma til bókar. Þótti séra Jón góður kennari, enda tók hann að sér að búa pilta undir skóla. Segist Magnúsi svo frá í þætti, sem hann skráði um föður sinn: „í uppvextinum og raunar allt fram til stúdentsprófs lifði ég í andlegu andrúmslofti föður míns, og ætti ég því að þekkja það. Það var hinn klassíski heimur allt umhverfis, gríska og rómverska menningin og svo sagan, ekki svo mjög íslands, heldur hin almenna saga. Skáldin vom Hómer og Virgill og Óvíd og Hóraz og svo Shakespeare og Goethe og allur sá flokk- ur. Þá vom íslensku skáldin, sem lauk með þeim Steingrími og Matthíasi, því að þótt Einar Benediktsson og Þorsteinn Erlingsson væm góðir, þá áttu þeir ekki sæti á sama bekk, en að flestu nýrra þótti lítið bragð. Ég fann í raun og vem fyrst, hver þessi andlega veröld var, þegar ég kom til Kaupmannahafnar veturinn eftir stúd- entspróf (1907—1908) og bjó þar innan um samtímans stúdenta, svo sem Sigurð Nordal, Jón frá Kaldaðamesi, Guð- jón Baldvinsson og fleiri, og heyrði þeirra ræður. Annað eins hmn allra verðmæta og innrás nýrra skoðana lifði ég hvorki fyrr eða síðar á ævinni.. . Þegar ég kom heim frá Kaup- mannahöfn vorið 1908 þótti föður mínum heldur en ekki breyting á orðin um lífsskoðun mína og viðhorf við flestu á himni og jörðu, og einkum á jörðunni, því að um trú mína er það sannast að segja, að hún reis ein til viðnáms gegn áhrifun- um nýju. En allt hitt var meira og minna af göflum gengið." Um námsmanninn, Magnús Jónsson, hefur Þorsteinn bróð- ir hans þetta að segja í endurminningum sínum þar sem hann er að fjalla um námsbróður þeirra og vin, Ólaf Gunnarsson,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.