Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 24
24 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 Sáttmáli um siðleysi Frá og með janúar 1988 AUSTR/AN A/RL/NES Austurríska flugfélagið Umboðsaðilar okkar á íslandi eru Flugleiðir, Lækjargötu 2, 101 Reykjavík. Sími 690100. Farseðlapantanir og nánari upplýsingar á skrifstofu Flugleiða og á ferðaskrifstofunum. Eitthvad fyrir þig? Tölvufræðslan mun í janúar endurtaka hin vinsælu námskeið fyrir skrifstofufólk sem haldin hafa verið sl. ár. Um er að ræða þriggja mánaða fjölbreytt nám í vinnuaðferðum á skrifstofum, með sérstakri áherslu á notkun PC-tölva, sem nú eru orðnar ómissandi við öll skrifstofustörf. í náminu eru kenndar m.a. eftirfarandi greinar: Almenn tölvufræði, stýrikerfi, tölvusamskipti, ritvinnsla, gagna- grunnur, töflureiknar og áætlanagerð, tölvubókhald, toll- og verðútreikningar, almenn skrifstofutækni, grunnatriði við stjórn- un, uppsetning skjala, útfylling eyðublaða, verslunarreikningur, víxlar og verðbréf, íslenska og viðskiptaenska. Nemendur útskrifast sem SKRIFSTOFUTÆKNAR og geta að námi loknu tekið að sér rekstur tölva við minni fyrirtæki. NÁMIÐ HEFST 5. JANÚAR 1988 Á skrifstofu Tölvufræðslunnar er hægt að fá bækl- inga um námið, bæklingurinn er ennfremur sendur í pósti til þeirra sem þess óska. Innritun og nánari upplýsingar veittar í símum 687590 og 686790. MYNDBANDSTÆKI eftír Egil Jónsson Það hefur gjaman verið nefnt sem dæmi um mikilvægan mann- legan verðleika að fá það viðumefni að vera skilamaður. Þannig var jafnan tekið til orða á ámm áður meðan íslenska þjóðin bjó við þrönga kosti til matar og klæða og jafnvel að svo fmmstæðar þarfír þurftu að víkja fyrir þeim ófrávíkjanlega ásetningi húsbænd- anna að standa í skilum. Sem betur fer eiga þessir mikil- vægu mannlegu kostir enn djúpar rætur í ákvörðun fólksins í þessu landi, jafnt hinna „æðri sem lægri“. Þannig er t.d. höfð á orði skilvísi íslenskra bankastofnana við pen- ingastofnanir erlendis, sem viður- kennt er að greiði fyrir viðskiptum okkar við aðrar þjóðir. Á síðustu ámm hefur útbreiðsla skæðs búfjársjúkdóms, riðuveiki í sauðfé, farið vaxandi. Leitast hefur verið við að hefta útbreiðslu sjúk- dómsins með því að leggja niður tímabundið sauðijárhald þar sem riðuveiki hefur orðið vart og nú hefur m.a. á gmndvölli búvöm- samnings milli bænda og ríkisvalds verið tekin ákvörðun um að fella allt sauðfé þar sem riðuveiki hefur verið staðfest.' Hér er um stóra ákvörðun að ræða sem kostað hefur mikla vinnu og fjármuni,_ enda málið umdeilt og viðkvæmt. í búfjárstofni sérhvers bónda liggur mikið starf í ræktun og meðferð hans sem tengist mann- legum tilfinningum. Það er því mörgum fjáreigandanum erfið ákvörðun að fella fénað sinn. Þetta vita hér um bil allir Islendingar. Egill Jónsson Ekki þarf að lýsa því með mörg- um orðum að auðvitað byggist niðurskurður vegna riðuveikinnar á margháttuðum ákvörðunum sem bundnar eru í lögum, reglugerð og samningum. í þessum efnum munu bændur þó sérstaklega treysta á þá samninga sem hver og einn hef- ur gert við ríkisvaldið. Þennan samning staðfesta þeir með því að skrá nafn sitt í næstu línu við nafn landbúnaðarráðherr- ans. Þessum samningi er þinglýst og á fremstu síðu hans er stimpill fjármálaráðuneytisins. Menn skyldu nú halda að þetta ætti að duga. Það er skemmst frá því að segja að svo er þó ekki. Það nýlega gerða samkomulag í landbúnaðarmálum milli Alþýðuflokks og Framsóknar- „Það nýlega gerða sam- komulag í landbúnaðar- málum milli Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks kveður á um að þessa samnings eigi að svíkja.“ flokks kveður á um að þessa samnings eigi að svíkja. Ekki reyndist mér unnt að fá um það upplýsingar í landbúnaðarráðu- neytinu hversu margir bændur yrðu fyrir höggi þeirrar svipu. Það skipt- ir heldur ekki máli því höggið hittir okkur alla. Enda líka af mörgu fleiru að taka í „samkomulagi aldar- innar“ sem snerta mun sérhvern bónda í landinu með óþægilegum hætti — að ekki sé fastar að orði kveðið. Heyrst hefur að næstkomandi þriðjudag muni ríkisstjórnin fjalla um málefni landbúnaðarins er tengjast afgreiðslu íjárlaga. Fari svo munu bændur landsins — að liðnum morgni þess dags — verða vísari um skilning ríkisstjórnarinnar á málefnum þeirra og aðstæðum. og þjóðin öll fær líka að vita hvaða mat ríkisstjórnin leggur á æru sína og virðingu. Höfundur er alþingismaður. Tólfta bók Mary Stewart KOMIN er út hjá Iðunni tólfta bókin eftir Mary Stewart og nefnist hún Örlagaslóðir. Um efni bókarinnar segir í kynn- ingu útgefanda: „Vanessa fer ekki til Vínarborgar til að sjá fögru, hvítu gæðingana hjá Spænska reið- skólanum, sem Tim, ferðafélagi hennar, hefur sagt henni frá. Er- indi hennar er að reyna að komast að því hvað Lewis, eiginmaður hennar er að gera í Austurríki, þeg- ar hann hafði sjálfur sagst vera að fara til Svíþjóðar. Vanessu grunar ekki að leit hennar á ekki einungis eftir að leiða hana til hvítu hest- anna, heldur kemst hún einnig í kast við hættulega glæpamenn, sem einskis svífast til að ná fram mark- miðum sínum. Áður en varir er hún orðin þátttakandi í æsispennandi eltingaleik um fjöll og dali Aust- urríkis." Þórey Friðbjömsdóttir þýddi bók- ina. „Sjarmerandi" satínnáttföt, jakki, buxur og sloppur. Sérstaklega vandað satín, mjúkt og létt. Fallegir litir, mildir eða líf- legir að vild. ■m 'wr m auqivsingaþjOnustan; sia Gjöjin hennar Pósthússtræti 13, sími 22477, í hjarta Reykjavíkur á homi Pósthússtrætis og Kirkjustrætis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.