Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 ná bláma §alls án þess eiginlega að mála hann“. Það er með þeim hætti sem þessi íjölgáfaði umsvifamaður fellir eitt ævi- brot sitt a íslenskri myndlist tímabilsins. Hvað myndi, ef hann hefði verið þar allur?" Það er von að Bjöm Th. Bjömsson beri fram þá spumingu um þennan óvenjulega litríka persónuleika. Á fyrri hluta þess- arar aldar og nokkuð lengur kom hann víða við í íslensku þjóðlífí og sannarlega var eftir honum tekið. V Þegar Magnús Jónsson hafði lokið embættisprófi frá Presta- skólanum árið 1911 eða um það leyti, sem Háskóli íslands var stofnaður, réðst hann prestur til Tjaldbúðarsafnaðarins í Winnipeg. Var það um mitt sumar og þjónaði hann þar fyrir séra Friðrik Bergmann til hausts. Kom þá heim aftur. Ári síðar, þann 28. júní 1912, var hann vígður prestsvígslu af herra Þórhalli Bjamarsyni biskupi íslands. Þann 1. ágúst það sama sumar gekk hann að eiga Ingveldi Bennie Lárusdóttur prests í Selárdal Benediktssonar. Móðir hennar var Ólafía Sigríður Ólafsdóttir síðast prófasts á Melstað Pálssonar. Þá um haustið bjuggu þau, ungu hjónin, ferð sína vestur um haf. Var Magnús ráðinn prestur til Garða- og Þingvallasafnað- ar í Norður-Dakota í Bandaríkjunum. Naut hann brátt mikils álits og þótti áhugasamur og skyldurækinn prestur. Kvað náinn samstarfsmaður hans, Asmundur Guðmundsson síðar biskup, Magnús hafa vandað ræður sínar mjög og orðið fram- úrskarandi prédikari. Sagðist hann engan hafa þekkt, sem hafi verið léttara um mál en honum. Þá rítaði haryi jafnframt á þessum árum í tímaritið Breiðablik trúmálagreinar, sem vöktu athygli margra. Eftir þriggja ára prestsþjónustu þar vestra sótti séra Magnús um Isaflörð og var veitt brauðið þann 15. júlí 1915. Það vakti athygli, að nokkm eftir að Magnús settist að á ísafirði flutti hann fyrirlestur þar í bæ og einnig í Bolung- arvík og fjallaði um dvöl sína í Ameríku. Þótti ýmsum hann taka of djúpt í árinni og töldu fyrirlesturinn skammir um Ameríku og Landa vora vestan hafs. Þetta leiddi til þess, að Magnús gaf út kverið Vestan um haf, sem kom út 1915 í Reykjavík. í formála segir hann m.a.: „Ég veit engan hlut fjær mér en þann, að vilja skamma Ameríku eða Landa vora vestan hafs. Ég hefi í huganum þaðan endurminningar um einlæga vináttu og alúð flestra, sem ég kynntist. Hitt er ann- að mál, að ég gæti trúað því, að sumir þar vestra skoðuðu ýmis ummæli bókarinnar sem skammir, vegna þess að þeir eru vanastir því, að heyra gumið eitt, og vilja ekki annað heyra. Slíkir menn verða jafnan sannleikanum sárreiðastir, og því best og farsælast að eiga þá í andstæðingahópnum. Hinu treysti ég fastlega, að mínir fomu kunningjar þar, sem ég þekki að sanngimi og velvild, muni ekki til sín taka það, sem miður er af látið, og sjái að í þessu kveri er ekkert ann- að haft fyrir augum en segja satt frá, en þá verður auðvitað að geta gallanna ekki síður en kostanna.“ Þessi ummæli lýsa Magnúsi næsta vel. Hann var maður hiklaus og öldungis óhræddur að halda fram ákveðnum skoð- unum bæði um menn og málefni. Sem stjómmálamaður þótti hann oft harðskeyttur þegar hitnaði í umræðum um viðkvæm ágreiningsmál. En ávallt var hann drengilegur og manna sátt- fúsastur, enda ekki gróinn við dalbotninn með asklok fyrir himin, heldur horfði hann jafnan fijáls af hárri sjónarhæð lista- manns. Bók hans um Ameríku og Landa vora vestra leiðir í ljós, hve giöggskyggn hann var og réttsýnn, öldungis frá- sneyddur því að láta auvirðilega glýju yfirborðsmennsku og skrums villa sér sýn. Á ísafírði staldraði Magnús aðeins við í tvö ár. Þann 25. september 1917 var hann ráðinn kennari í guðfræði við Há- skóla íslands. Mun veil heilsa hans hafa ráðið nokkm um það, að hann skipti um starf, því vel líkaði honum að þjóna á fsafirði og nutu þau hjónin þar mikilla vinsælda sóknar- fólks. Þegar Magnús var sjötugur að aldri minntist hann prestsstarfsins á Isafirði á þessa leið: „Messumar í ísaflarðarkirkju eru eins og ljós, sem lýsa mér enn í ellinni og ylja inn að hjartarótum. Það er ekki nema einn til, sem gefur manni slíkar gjafir, alveg óverðskul- dað.“ VI Háskólakennsla var aðalævistarf Magnúsar Jónssonar í 30 ár, frá 1917 til 1947. Kennslugreinar hans voru kirkjusaga, þ.e.a.s. bæði saga kristinnar kirkju frá öndverðu og kirkju- saga íslands, og jafnframt Nýjatestamentisskýring. Ekki er þess nokkur kostur að gera hér grein fyrir guðfræðistefnu Magnúsar Jónssonar. Hann var öfgalaus maður í trúmálum, ekki ákafur boðberi ákveðinnar fræðistefnu, enda fagnaði hann því að lokum að hafa komið sér „út yfir alla guðfræði". _ Sjálfsagt hafa menn sterka tilhneigingu til þess að telja hann með nýguðfræðingum, enda var hann samstarfsmaður áhrifa- mestu boðbera þeirrar guðfræðistefnu hér á landi. En í raun og vem er ekki auðvelt að draga Magnús Jónsson í ákveðinn dilk guðfrajðinga. Þar hygg ég að miklu ráði hinn klassíski menningararfur úr foreldrahúsum og hið listræna mat, sem hann lagði á alla hluti f sköpun Guðs og jafnframt ósvikin, einlæg tilfinning fyrir anda Krists. Þegar hann Ijallar um sinnaskipti Páls postula eftir að hann mætti Kristi í sýninni hjá Damaskus leggur hann áherslu á það, að áður hafi postu- linn ekki getað fundið lausn frá sjálfri syndinni. Það hafi hann þráð fyrst og fremst, en ekki getað fundið lausn þess vandamáls í Gyðingdómnum vegna þess, að þar gátu menn ekki hugsað sér líf nema í holdi. Jafnvel sjálf upprisan er þar hold. Magnús telur engum vafa undirorpið, að Páll hafi fund- ið lausn vandans, þegar Kristur birtist honum og var ekki hold heldur andi. Þar með var hringur hinna gyðinglegu við- horfa rofinn. „Þama var lifað lífi, sem Páll þráði, lífi í andanum, lffi án holds, án syndar, án dauða." Hér sem í öðr- um efnum lítur Magnús viðfangsefni sfnum eigin augum og þó geri ég ekki ráð fyrir að játningabundinn, kristinn maður, sem les hið mikla rit hans um Pál postula, geti talið hann á villigötum. Hann er ákveðinn í viðhorfi sínu eins og fram kemur í eftirfarandi orðum í bók hans um Pál um afar við- kvæmt guðfræðilegt viðfangsefni, friðþægingarlærdóminn: „Minnast verður hér á skoðun Páls á friðþægingunni, af því að löngum hefur verið litið svo á, að friðþægingarlærdómur kirkjunnar væri frá Páli kominn. Varla mun það þó verða með réttu sagt. Páll er þess viss, að guð hafi látið Krist deyja til þess að koma friði og sáttum á (2. Kor. 5,19; Róm. 3,25); hann hefir gert Krist að synd vor vegna (2. Kor. 5,21), og Kristur hefur orðið bölvun fyrir oss (Gal. 3,13); hann afmáði skuldabréfíð móti oss... með því að negla það á krossinn (Kól. 2,14). Allt eru þetta tilraunir til þess að gefa skýringu á þessu, sem var frumkristninni svo erfítt vandamál, að Jesús skyldi vera líflátinn. En alla þessa staði má vel skilja út frá endurlausnarlærdómi þeim, sem hér hefur verið settur fram. Vafalaust speglast og í þessum orðum skoðanir gyðingsins Við Jakobsbrunn — Altaristafla í Svalbarðskirkju í Lauf- ásprestakaUi. Magnús Jónsson málaði hana nokkru fyrir 1957. Páls á friðþægingarfóminni og þýðing hennar, og vera má, að Páll hugsi sér Krist, hinn saklausa, sem nokkurs konar staðgöngumann hinna seku. En að hann taki A sig sekt ann- arra og hegning liggur ekki í orðunum. Hann deyr vegna mannanna og synda þeirra, en þaðan er langt eftir yfir í frið- þægingarlærdóm kirkjunnar, eins og hann er oft settur fram. Sönnunin fyrir öllu þessu og tryggingin frá guði sjálfum er svo andinn, sem úthellt er í hjörtu lærisveinanna. Hann er órækur vottur Messíasarríkisins. Sönnun anda og kraftar var eina óræka sönnunin. Andinn er þeim allt.“ Það getur orkað tvímælis að birta glefsu eða svo lítið sýnis- hom úr einu viðamesta guðfræðiriti Magnúsar Jónssonar, en á það hætti ég í þeirri von að menn hugi að arfi þessa sér- stæða læriföður, sem samdi fræðirit með þeim hætti, að lesendum þeirra þarf ekki að leiðast. Og þau rit voru ekki sett fram sem endanleg niðurstaða, heldur miklu fremur sem leiðsaga til sjálfstæðrar íhugunar og rannsóknar. Ýmsir guð- fræðingar hafa lýst Magnúsi sem kennara og einn þeirra, sem ég veit ekki deili á, minnist hans á þessa leið: „Frá guðfræðináminu, hygg ég, að við nemendur hans all- ir eigum þær minningar um hann, að okkur birti fyrir augum og hlýni í hug, nær sem við sjáum nafn hans og heyrum það nefnt... Kennslustundir Magnúsar Jónssonar í Háskólanum munu nemendum hans líða seint úr minni. Komu þar til greina hinar Qölþættu gáfur hans, sem hann varð snemma þjóðkunnur af. . . Lærdómur hans var traustur, fróðleikur hans skemmtilega alhliða, framsetningin var létt og ljós, leiftr- andi gáfur hans svo snjallar, fijörið svo heillandi fyrir unga menn. ... Innlifun hans í viðfangsefnin var djúptæk. Hann var stúd- entum afburða leiðsögumaður, hvort sem hann leiddi okkur inn í hinn dulúðga, víðfeðma helgidóm Jóhannesarritanna, eða lét okkur ferðast um hugarlönd Páls postula og fylgja honum á ferðum hans. Og kennsla hans í kirkjusögunni var svo lif- andi, litrík og ljós, að með gleði settust stúdentamir á bekki sína hvem morgun, er hann hóf kennslu." Samstarfsmaður Magnúsar, Ásmundur biskup, segir að guðfræðideildin hafí verið honum friðsæll reitur. Hafi það komið sér vel fyrir hann í stómmálanæðingnum, því innst inni hafí þessi gunnreifi maður átt það skaplyndi, er engin styijöld fyjgdi og kosið að lifa í sátt og samlyndi við alla menn. Og Ásmundur bætir við: „Hann sagði mér, að hann hefði oft beðið Guð þess, áður en ganga skyldi til harðra stjómmálaumræðna, að' hann mætti stilla vel skap og vega orð sín, en stundum hefði sér því miður gleymst það í hita stríðsins. Hann var heitur trúmað- ur og einlægur. Á samtalsfundum kennara og nemenda deildarinnar um trúmál var unaðslegt að vera með honum. Einkum minnist ég fagurrar bænagerðar hans að fundarlok- um.“ VII Magnús Jónsson var mjög afkastamikill rithöfundur og að kunnugra áliti afreksmaður á því sviði. Rit hans fjalla fyrst og fremst um guðfræðileg og sagnfræðileg efni. Árið 1917, þegar hann kom að guðfræðideild Háskóla íslands, kom út bók hans um Martein Lúther á 400 ára afmæli siðaskip- tanna. Síðan kom hver kennslubókin á fætur annarri frá hans hendi — Inngangsfræði Nýja testamentisins (þ.e. bókmennta- saga þess) kom út árið 1921. Þá kom út fyrrgreint rit um Pál postula og frumkristnina um daga hans, 1928. Saga Nýja testamentisins, 1932. Bréf Páls postula til Galata- manna; skýringar 1937. Þá ritaði hann bókina Jórsalaför með Ásmundi Guðmunds- syni og kom hún út 1940. Þeir félagar og samkennarar fóru til Gyðingalands sumarið 1939. Eftir heimkomuna rituðu þeir ferðasögu, sem var mikil bók á fjórða hundrað blaðsíður. Í þá bók gerði Magnús fjölda uppdrátta og teikninga af sögu- stöðum, sem eru hin mesta bókarprýði. Auk þess gerði hann fjölda af vatnslitamyndum í ferðinni og hanga þær uppi í húsákynnum guðfræðideildar Háskólans. Að sjálfsögðu er Jórsalaför miklu meira en ferðasaga, því báðir voru höfundam- ir sérfróðir um sögu ísraelsþjóðarinnar og trúararf hennar og um upphaf sögu kristinnar trúar. Sú þekking setur mót sitt á verkið og eykur gildi þess. - Næsta stórverk Magnúsar kom út ári síðar, 1941. Var það Saga kristinnar kirkju, 512 bls. í stóru broti. Bókin var miðuð við nám í guðfræðideild Háskólans. Segist Magnús því sleppa að ræða um sjálft Nýja testamentis-tímabilið og ætl- ast til, að það skarð verð fyllt af öðrum námsgreinum. Kveðst hann telja, að hver sá, er þessa bók nemi til fullnustu, þurfi ekki að fyrirverða sig í hópi guðfræðinga, og hafi sæmilegan grundvöll til þess að reisa á frekara nám. Mun enginn guð- fræðingur, sem bókina þekkir, efast um að það sé rétt hermt. Sex árum síðar sendir Magnús frá sér mikið og vandað ritverk í tveim vænum bindum um sálmaskáldið séra Hallgrím Péturs- son, ævi hans og starf. Hann dregur upp lifandi og sterka mynd af þessu einstæða bami sautjándu aldar, sem hann segir að hafi ekki verið „bam sinnar tíðar“ nema í hófi. „Hann virðist hafa verið einkennilega ósnortinn af almennum áhuga- málum og tekið lítinn þátt í kapphlaupi samtíðarmanna sinna. Hann hefur horft á öldina og amstur hennar ofan af sínum eigin sjónarhól. Hann er að nokkru leyti öld út af fyrir sig.“ Og Magnús Jónsson á flestum auðveldara með að skilja þenn- an listamann og af glöggskyggni myndlistarmannsins dregur hann upp baksvið og umhverfi skáldsins, með þeim hætti að sannfærandi mynd séra Hallgríms verður ennþá skýrari og áhrifameiri. Nokkurri gagnrýni sætti þetta verk Magnúsar, ekki síst umfjöllun hans um skáldskap Hallgríms. Að því víkur Sigurður Nordal í bók sinni, Hallgrímur Pétursson og Passíu- sálmamir, og telur Magnús ekki rökstyðja nógu vel kenningu sína um tilefni Passíusálmanna. Enn sem fyrr lokar Magnús ekki fyrir frekari rannsókn, heldur leggur sig fram um að vekja menn til umhugsunar og rannsókna á list Hallgríms. En hann efast ekki um gerð mannsins, Hallgríms Pétursson- ar: „Hann vill vera þræll Krists, af því að það er hin æðsta herratign. Allar gjafir vill hann af Guði og Kristi þiggja, af því að þeir eru hinir miklu konungar, rétt eins og skáldin fomu, er þótti hin mesta sæmd í að þiggja gjafir konunga. Hvergi bregður fyrir skriðdýrseðli. Mesta skömmin er að vera mikið gefíð, en svíkjast um. Réttarmeðvitund Hallgríms er næm eins og hjá bami. Lítilsvirðing hans á öllum hégóma og tildri stafar frá auðlegð hans hið innra. ísland hefír aldrei alið fijálsbomari mann en Hallgrím Pétursgon. En umfram allt annað var hann skáld, hvað sem það er, þetta dularfulla og óræða, sem táknað er með því nafni. Og um fáa verður það sagt með öruggari vissu, að ekki sé orð- gjálfur eitt: Hann var skáld af Guðs náð.“ Á þessum orðum lýkur Magnús Jónsson miklu og áhuga- verðu verki. Fjölmörg fleiri rit hafa komið út eftir Magnús, m.a. Um Landshöfðingjatímabilið í Sögu íslands IX, bók um Alþingishátíðina 1930, og ritgerð um Alþingi og kirkjumálin í Alþingissögu 1947. Þá ritaði Magnús sögu Sjálfstæðisflokks- ins fyrstu 15 árin, sem út kom árið 1957. Einnig var hann ritstjóri ýmissa tímarita í áranna rás; m.a. Eimreiðarinnar, fyrst eftir að hún var flutt heim frá Kaup- mannahöfn, árg. 24—29; Iðunnar 7—8, Stefnis 1—5 og Kirkjuritsins 6—14. VIII Magnús Jónsson hafði ekki verið mörg ár í Reykjavík, þeg- ar til hans var leitað um framboð til Alþingis. Hann var síðan þingmaður höfuðborgarinnar í aldarQórðung 1921—46. Ráð- herra var hann í ráðuneyti Ólafs Thors árið 1942 og komu í hans hlut atvinnumál, viðskiptamál, kirkju- og kennslumál. Ólafur Thors mat Magnús Jónsson mjög mikils og minntist hans á þessa leið: „Hæfíleikar Magnúsar Jónssonar mundu án efa hafa skipað honum nærri öndveginu í íslensku þjóðlífi hvenær sem hann hefði verið uppi. En hvorki held ég að frami hans hefði orðið meiri né gleði jöfn á öðru tímabili í sögu íslands, en einmitt á þessari annarri landnámsöld íslendinga, sem hófst í lok síðustu aldar og hélt síðan áfram stórum skref- um og raunar oft stökkum allt fram á þessa öld. Þessi bráðgáfaði draumaprins úr Norðurárdalnum, sem var upp alinn í einni allra fegurstu byggð íslands, Skagafirðinum, á miklu menningar- og rausnarheimili mikilhæfra foreldra, sá strax í æsku fyrir hugskotssjónum sínum enn fleiri og stærri sýnir en fyrir auga bar.“ ólafur Thors hafði fylgst vel með og gert sér grein fyrir gleði Magnúsar yfir því, að hafa fengið tækifæri til þess að vinna að framförum á ýmsum sviðum þjóðlífsins í andlegum og veraldlegum efnum. Hann bar hag Háskólans mjög fyrir bijósti og átti fyrstur hugmyndina um Happdrætti Háskólans og ræddi hana við vini sína í stjóm skólans. Síðar átti hann þess kost að veita þessari mikilvægu fjáröflunarleið brautar- gengi á Alþingi. Með ráðum og dáð studdi hann Ríkisútvarpið á fyrstu árum þess. Sat hann í útvarpsráði á annan áratug, var formaður þess 1943—46 og aftur 1953—56. Þá var hann I bankaráði Landsbanka íslands um fjölda ára og lengi for- maður þess. Að sjálfsögðu var hann síðan kjörinn eða skipaður í fjölda nefnda innan þings og utan og miklu oftar valinn formaður þeirra. Þegar Magnús Jónsson lét af þingmennsku vonuðu nemendur og kennarar guðfræðideildar, að hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.