Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 1
 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 BLAD FERÐAFÉLAG ÍSLANDS 60 ÁRA: Islendinga á landi sinu Rætt við Höskuld Jónsson forseta félagsins í SEXTÍU ÁR hefur Ferðafélag íslands staðið fyrir starfsemi sem miðar að því að hvetja íslendinga til að ferðast um eigið land og fræðast um það. Félagið hefur gert það með því að standa fyrir ferðum, útgáfu korta og 59 árbækur félagsins eru hafsjór af fróðleik um landið og náttúru þess. Þá má nefna sæluhúsin sem reist hafa verið á vegum félagsins og göngubrýr sem lagðar hafa verið yfir torsóttar ár - allt eru þetta liðir í því markmiði félagsins að kenna okkur sambýli við landið. Félagsmenn eru nú orðnir yfir 8 þúsund víðs vegar um landið og þeir hafa unnið mörg handtökin í starfínu gegnum árin. Forseti Ferðafélags íslands er Höskuldur Jónsson o g við förum í smiðju til hans og sækjum fróðleiksmola um starfsemina. Göngubrúin yfir Krossá vigð lS.júní 1986. (Ijósm. Tryggvi Halldórsson). Félagið er stofnað hinn 27. nóvember árið 1927, segir Höskuldur. -Bjöm Ólafsson stór- kaupmaður tók að sér að annast stofnun þess fyrir hvatningarorð Sveins Bjömssonar sem þá var sendiherra í Kaup- mannahöfn. Björn var mikill ferða- maður og áhugamaður um óbyggðir Islands og safnaði hann nokkru liði til að undirbúa stofnfundinn. í ávarpi sem kynnt var fyrir fundinn sögðu þeir að mönnum hefði „fyrir löngu orðið ljóst að fáfræði erlendra þjóða um hagi vora er oss til hinn- ar mestu óþurftar á ýmsan hátt...“ Stofnfélagar töldust vera 63 og hefur félagaíjöldinn aukist talsvert því nú er hann kringum 8.400 manns. Að vekja áhuga -Markmið félagsins em í dag þau sömu og sett vom í upphafi en Ferðafélagið hefur fyrst og fremst beint kröftum sinum að því að vekja áhuga íslendinga á landi sínu, nátt- úm þess og sögu, hvetja þá til ferðalaga um landið og efla vitund þeirra um nauðsyn varfærni í sam- býli við þetta land. Félagið hefur þó ekki starfað mikið að land- kynningu þar sem aðrir aðilar tóku fljótlega að sér þann þátt en þó berst ótrúlega mikið af fyrirspum- um sem svara þarf. Hvernig starfar það einkum að markmiðum sínum? -Starfsemi Ferðafélagsins bygg- ist einkum á fjórum atriðum: Ferðum, rekstri sæluhúsanna, kor- taútgáfu og bókaútgáfu. Þetta hafa verið aðalþættimir í starfinu frá upphafí og þeir hafa í raun breyst ótrúlega lítið. Fyrsta ferð félagsins var farin árið 1929 með 31 þátttakanda. Nú em farnar kringum 220 ferðir á ári hveiju og alls munu um 6 þús- und manns ferðast með félaginu á þessu ári. Fyrsta sæluhúsið var reist í Hvítámesi árið 1930 og var það stórátak. Nú rekur félagið 27 skála víðsvegar um-landið og standa þeir opnir allt árið og er öllum ferðalöng- um fijálst að nota þá. Þá má nefna árbækur Ferðafé- lagsins. Þær em nú orðnar alls 59 en í þeim er samankomin ein viða- mesta Islandslýsing sem gefin hefur verið út. Nú er verið að gefa út efni um suma staðina í annað sinn og þá' er tækifæri til að nálgast þá frá öðm sjónarhomi en í fyrri bók- um. Enn má nefna útgáfu korta, ferðakorta og sérkorts um Þórs- mörk, rit um gönguleiðir og bók um fjörulíf. Verið er að undirbúa bók um íslenska steina sem koma á út árið 1989. Af þessari upptaln- ingu má sjá að starfíð er viðamikið og hefur stöðugt farið vaxandi. Sjá bls. 26C og 27C.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.