Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 54
54 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987
Þröngt
búi hjá
SÞ
Þ’etta hefur komið illa við kaun-
in á þingfulltrúum, sem leggja
að öllu jöfnu áherslu á að aðild-
arríkjum sé gert jafn hátt undir
höfði í stöðuveitingum á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna. Af þessu
tilefni sat aðstoðarupplýsinga-
stjórinn fyrir svörum hjá blaða-
mönnum og var hún meðal annars
að því spurð hvers vegna fólki frá
Afríku og Asíu hefði ekki verið
úthlutað einhveijum af þessum
ráðgjafarstöðum.
Við þetta bættist að einn
þeirra, sem lagði á ráðin um
bætta ímynd Sameinuðu þjóð-
anna, fékk 200 þúsund dollara
fyrir að vinna í einn dag að verk-
efninu. Maður þessi hefur mikla
reynslu í að leiðbeina væntanleg-
um forsetaframbjóðendum, svo
sem hvemig þeir eigi að sitja og
hvaða spumingum þeir eigi að
láta ósvarað þegar rætt er við þá
í sjónvarpi.
Perez du Cuellar, aðalritari
Sameinuðu þjóðanna, þykir ekki
slá keilur þegar hann kemur fram
í sjónvarpi og finnst því sumum
kyndugt að hann skyldi ekki fá
að njóta góðs af framtaki hins
nýja aðstoðarstjóra. „Ef einhver
þarf að hressa upp í ímynd sína,
er það einmitt hann,“ segir
ónefndur sendifulltrúi.
Ýmsir fulltrúar Afríkuríkjanna
urðu ævareiðir þegar uppvíst varð
hvemig SÞ hafa varið miklum
ijármunum til fyrrgreinds verks
og fullyrða að Sevigny taki ekk-
ert tillit til þess landfræðilega
kvótakerfis, sem við lýði sé hjá
stofnuninni, og hugsi um það eitt
að ívilna Kanadamönnum.
Þau eiga við alvarlegan fjár-
skort að stríða, einkum vegna
þess að Bandaríkjamenn, sem
hafa lagt fram mest fé til starf-
seminnar, hafa dregið að leggja
fram sinn skerf, svo að hann er
fallinn í gjalddaga. Tölur frá Sam-
einuðu þjóðunum sýna að stjómin
í Washington, sem greiða á um
fjórðung af fjárlögum samtak-
anna, skuldar nú rúma tólf millj-
arða króna. Perez de Cuellar,
aðalritari, upplýsti og fyrir
skömmu, að SÞ hefðu aðeins
fengið sautján milljarða króna af
þeim þijátíu sem aðildarríkjunum
bæri að greiða.
Aðalritarinn segir, að bæti
Bandaríkjamenn ekki ráð sitt og
greiði skuld sína geti svo farið
að starfsménn stofnunarinnar fái
engjn laun.
Er markmið
með skríls-
látunum?
tuðningsmenn breskra
knattspymufélaga eiga þátt í
að skipuleggja uppþot og of-
beldisverk á knattspymuleikj-
um Evrópu. Kemur þetta fram
í trúnaðarskýrslu, sem lögð
hefur verið fyrir belgísku
stjómina.
í skýrslunni segir, að tengsl séu
á milli óeirðarseggjanna og hægri-
sinnaðra öfgasamtaka og í henni
segir einnig, að margt bendi til,
að óaldarlýðurinn hafi verið með
eins konar „námskeið" í Belgíu.
Eru uppþotin, sem orðið hafa á
knattspymuleikjum í Bretlandi,
Belgíu og Hollandi, að nokkru rak-
in til nýnasistasamtaka í þessum
löndum.
í belgíska eða flæmska blaðinu
Gazet van Antwerpen sagði, að á
árlegri samkomu nýnasista í Vest-
ur-Belgíu hefðu stuðningsmenn
knattspymuliðsins í borginni lagt
á ráðin um ofbeldisverk í samráði
við hægri öfgamenn frá Bretlandi.
Það var rannsóknarhópur við
háskólann í Louvain, sem vann
skýrsluna fyrir belgíska innanríkis-
ráðuneytið, og sagt er, að einn
rannsóknarmannanna, Chris van
Limbergen, hafi undir höndum
ljósmyndir, bréf og framburð ein-
stakra manna, sem staðfesti, að
óeirðaseggir í ýmsum borgum Evr-
ópu hafi samband sín á milli auk
námskeiðanna, sem fyrr er minnst
á, en á þeim er kennt hvernig best
er að hleypa upp knattspymuleikj-
um.
Frásagnir fjölmiðlanna af inni-
haldi skýrslunnar hafa komið
UPPUOSTRANIR
Sovéskir
„geðsjúkl-
ingar“ fá
ánægður starfsmaður í aðalbækistöðvum Sameinuðu þjóð-
anna í New York skildi eftir bunka af prentuðum skjölum
framan við kaffistofu byggingarinnar. Skjölin þyrluðust eins
og laufblöð um hina gríðarstóru gler- og steinsteypuhöll og
friðurinn var úti.
í skjölunum kom fram að nýskipaður aðstoðarupplýsinga-
stjóri Sameinuðu þjóðanna, Terese Pequet-Sevigny frá Kanada,
hefði varið stórfé til þess að reyna að hressa upp á ímynd sam-
takanna. En það sem meira var: 60% ráðgjafa hennar í herferð-
inni reyndust vera Kanadamenn.
loks áheyrn
Skjalið sem olli uppþotinu sýn-
ir að 1,2 milljörðum króna hefur
verið varið til fyrmefnds verkefn-
is og ýmsir spyija nú hvers vegna
gengið hafí verið framhjá þeim
starfsmönnum SÞ sem þiggja ein-
mitt laun fyrir að sinna nákvæm-
lega samskonar störfum. Hafa
margir kvartað yfír bmðli. Nú
stendur til að setja herferð í gang
sem beinist að því að fínna söku-
dólginn sem „lak“ hinum leyni-
legu upplýsingum. Vafalítið
verður bæði miklum peningum
og miklum pappír varið til þeirrar
leitar. Og allt gerist þetta á frem-
ur óhentugum tíma fyrir alþjóða-
samtökin.
Hin bannhelgu vé sovétkom-
múnismans éru rofin hvert á
fætur öðm og nú síðast með grein
í sovésku blaði um misnotkun geð-
lækninga. Þar vom geðlæknar og
viðkomandi yfírvöld sökuð um að
hafa tekið höndum saman við lög-
regluna við að loka heilbrigt fólk
inni á geðsjúkrahúsum.
Blaðamenn við Komsomolskaya
Pravda, opinbert málgagn æsku-
lýðssamtakanna, skýrðu frá því
hvemig þeim hefði verið kastað út
úr einu geðveikrahælinu og heimild-
armaður þeirra, sovéskur læknir,
verið rekinn fyrir lausmælgina.
Frásögnin var öll í anda góðrar
rannsóknarblaðamennsku og glasn-
ost-stefnu Gorbachevs. Undir fyrir-
sögninni „Forboðið umræðuefni"
var sagt, að „geðlækningum og
þeim starfsaðferðum, sem þar
tíðkuðust, hefði verið haldið utan
við hina opnu umræðu ámm saman
en á bak við rimlana ræður lögleys-
an ríkjum".
I greininni var ekki farið bemm
orðum um þá alræmdu aðferð að
loka pólitíska andófsmenn inni á
geðsjúkrahúsum, en ljóst var af
fyrsta dæminu, sem var rakið, að
menn em stundum úrskurðaðir
kleyfhuga vegna skoðana sinna.
„Marina Pristavka, tvítug að
aldri, starfaði við gleraugna^erk-
smiðju í Leníngrad og fljótlega var
farið að líta á hana sem geðvéika.
I þriðju tilraun tókst verksmiðju-
stjómnum að koma henni á geð-
sjúkrahús, en þá vom þeir búnir
að fara með hana tvisvar sinnum í
viðtal á geðsjúkrahús í Leníngrad,"
sagði í greininni.
„Stúlkur á þínum aldri em vanar
að hugsa um ástina, ekki um rétt-
læti. Hvað gengur að þér?“ spurði
geðlæknirinn. „Mér líður illa á sál-
inni. Ég á erfitt með að sætta mig
við allt óréttlætið," svaraði hún.
„Við skulum sinna sálinni," sagði
læknirinn og vitnisburður verk-
smiðjustjórans var á þessa leið:
„Hún var veik, það var öllum aug-
ljóst. Hún hagaði sér undarlega, var
alltaf að leita að sannleikanum og
veigraði sér ekki við að standa uppi
í hárinu á yfirmönnum sínum. Sam-
starfsmenn hennar kvarta undan
því, að hún lesi mikið af verkum
Marx og Leníns og ráði ekki við
vinnuna.“
Yfírmenn geðdeildarinnar vom
síðar reknir fyrir „fjármálamisferli
og forkastanleg vinubrögð", en
„sjúkdómslýsing“ Marinu er enn á
vinnuskýrslu hennar.
í greininni var því síðan háldið
fram, að sérstök deild í innranríkis-
ráðuneytinu hefði síðastliðin tvö ár
verið að rannsaka mútumál innan
geðlæknastéttarinnar og ennfrem-
ur, að 20 mál hefðu verið höfðuð
gegn háttsettum læknum og yfir-
manni fræðsludeildar heilbrigðis-
ráðuneytisins.
DAVID JULIUS
HELFARARSLOÐIR
Morðinginn sem
einskis iðrast
v~ egar Barbie-málið, Wald-
heim-málið og réttarhöldin yfir
„ívani grimma" eru að baki
ætla nasistaveiðaramir að ein-
beita sér að nýrri bráð. Er þar
um að ræða Alois Brunner,
sem Heimsráð gyðinga kallar
„alræmdasta stríðsglæpa-
mann nasista, sem enn er á
lífí“.
Bmnner, sem er hálfáttræður
og starfar sem öryggisráðgjafi fyr-
ir sýrlensku stjómina í Damaskus,
var aðstoðarmaður Adolfs Eich-
manns og er talinn bera ábyrð á
nauðungarflutningi 128.000 gyð-
inga í útrýmingarbúðir. Frakkar
dæmdu hann til dauða árið 1954
að honum fjarstöddum og hann er
einnig eftirlýstur í Tékkóslóvakíu,
Grikklandi og Israel.
Fyrri tilraunir til að fá Bmnner
framseldan hafa alltaf strandað á
þeirri yfírlýsingu Sýrlendinga, að
hann hafi ekki gerst sekur um
neinn „refsiverðan glæp“, en nú
hafa Vestur-Þjóðveijar ákveðið að
reyna enn einu sinni að telja Sýr-
lendingum hughvarf. Það þótti
hins vegar dálítið kaldhæðnislegt
þegar utanríkisráðuneytið í Vín
staðfesti að Austurríkisforseti,
Kurt Waldheim, vildi leggja sitt
af mörkunum til að tilraunin
tækist.
Sagt er, að þeir báðir, Bmnner
og Waldheim, hafí látið að sér
kveða í Saloniki í Grikklandi í
síðari heimsstyijöld þótt ekki sé
vitað til, að þeir hafí starfað sam-
an. Það er aftur á móti vitað, að
Branner hafði þar til umráða stórt
hús með pyntingaklefum í kjallar-
anum. „Hann strýkti fanga með
hestasvipu, sem var þannig, að
stálvír hafði verið þræddur í leður-
ólamar. Síðan hræddi hann þá með
skammbyssu, sem hann beindi að
hálsi þeirra, enni eða gagnauga,“
er haft eftir vitni, sem sagði um
Bmnner við réttarhöldin í Núm-
berg, að hann hefði verið „kaldrifj-
aðasti morðinginn í flokki
Eichmanns" og við Eichmann-
réttarhöldin í Jerúsalem lýsti hann
honum sem „sérfræðingi í að nið-
urlægja fólk áður en hann drap
það“.
Sagt er, að Branner hafi lagt
ofuráherslu á að drepa gyðinga-
böm og konur á barneignaraldri
til að koma í veg fyrir hefndir
síðar. Var hánn yfirmaður SS í
Vín og þegar kom fram á árið
1943 hafi hann séð um nauðungar-
flutninga 48.000 austurrískra
gyðinga til Póllands. Er það haft
fyrir satt, að hann hafi fengið leið-
toga gyðinga til samstarfs við sig
með því að heita þeim griðum og
gömlu fólki og uppgjafahermönn-
um af gyðingaættum.
Sumar sögur segja, að Bmnner
háfí sloppið til Egyptalands eftir
stríð og farið þaðan til Damaskus