Morgunblaðið - 29.11.1987, Page 53

Morgunblaðið - 29.11.1987, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 C 53 Ráðhúsið: Stjórnendur verða að sjá gegn um moldviðrið Til Velvakanda. Ólafur M. Jóhannesson skrifaði í Morgunblaðið 20. nóvember um sjónvarpsviðureign þeirra Davíðs Oddssonar og Flosa Ólafssonar 18. nóvember undir fyrirsögninni 3 spurningar. Neðanmálsgreinar Ól- afs M. í Mogganum eru jafnan athyglisverðar og vel skrifaðar — en mönnum getur skotist þótt skýr- ir séu. Ein spurning hans var: Svana- söngur? Um leið og ég leit á fyrir- sögnina sá ég nöfn þeirra Davíðs og Flosa, einnig nafn Helga Péturs- sonar, stjómanda þáttarins. Um huga minn leið umræddur sjón- varpsþáttur og er ég hóf lesturinn hugsaði ég — þetta hlýtur að vera „svanasöngur“ Helga Péturssonar í slíkum umræðuþáttum, svo frek- lega hlutdrægur sem mér fannst hann vera þama. Og ég las og var sammála Olafi M. að í góðum fé- lagsskap á söngpalli er Helgi þokkalegur, hlýr og kátur en í slíkum umræðuþáttum verður hanp_ að beita algem hlutleysi. En þegar nánar var að gáð var Ólafur M. að smeygja inn skoðun sinni á ráð- húsmálinu og svanasöngur hans var í annarri tóntegund en ég hafði ætlað. Hann er sem sé í skiprúmi Til Velvakanda. Margt hefur verið rætt og ritað um fyrirhugað ráðhús. Ég hef fylgst með röksemdum með og móti. Hér ætla ég að skýra frá skoðun minni á þessu máli. Ég er algerlega á móti allri skerðingu Tjarnarinnar frá því sem orðið er. Ég álít að friða eigi umhverfí hennar sem mest og best. Öllum byggingaframkvæmd- um, þótt smærri séu í sniðum en þama stendur til, fylgja geysileg umbrot og gauragangur, stórtækja- akstur og upphrúgun á drasli. Ég óttast að ýmis skaðleg efni myndu lenda í vatninu til óbætanlegs tjóns. Ég er hrædd um að eftir að tekið er til við þessar framkvæmdir geti borgarstjórinn ekki lengur gamnað sér við að gefa fuglum Tíarnarinnar sitjandi á hækjum sér. Þeir verða þar ekki lengur. Mér vitanlega er hér á landi lítil reynsla í því að byggja hús í sjó eða stöðuvötnum. Við íslendingar höfum til þessa haft nægilegt þurr- lendi til að byggja á. Eg vil beina þeirri spumingu til sérfróðra manna, hvort ekki sé mun dýrara að byggja svona úti í vatni en á góðri undirstöðu á þurm landi. Borgin er ef til vill nógu rík til að byggja dýrt ráðhús, þótt hún hafi ekki efni á að borga sæmileg laun hjá Helga og talar um léttar bámr. Um staðsetningu ráðhússins em eðlilega margar skoðanir. Sann- gjöm umræða og tillögur sem berast forráðamönnum í tæka tíð geta leitt til betri niðurstöðu. Kröfu- gerð og hótanir em hins vegar ekki við hæfi. í lýðræðisþjóðfélagi kjós- um við okkur forystu sem ber að gera það sem hún telur best og farsælast svo að syndir feðranna komi ekki niður á bömunum. Forystan verður oft að sjá í gegn- um moldviðrið sem blásið er upp, ýmist af óheilindum eða augnabliks geðhrifum, sem varla eiga eðlilegar forsendur. Kannski var það vegna þess að Ólafur M. talar um léttar bámr að upp riíjaðist fyrir mér hálfrar aldar minning — atvik sem staðfesti að skynsamlegt er að láta stjómanda ráða, þótt syrti í álinn. Ég var þá sjómaður á trillu. Við vomm flórir á bátnum. Við höfðum nýlokið við að draga línuna og aflað vel. Vonsku veður var skollið á, en bót í máli að við gátum haldið nær beinu undan veðrinu. Báran var brött og kvik og það gaf á bátinn. Auk seinvirkrar handdælu var ausið með blikkfötu. Svo óheppilega vildi til að sá sem jós með fötunni tap- aði jafnvægi er slæm kvika lenti á þeim sem sinna sjúkum, gamal- mennum og bömum. Borgarstjór- inn sagði reyndar einu sinni að hærri laun leystu ekki vandann þegar skortur væri á fólki til slíkra starfa. En þótt hann af hógværð láti sér nægja sín lágu laun, þá em ekki allir með því marki brenndir. Ég er ekkert að vantreysta þeim, sem teiknuðu ráðhúsið. MistÖk af ýmsu tagi geta alltaf átt sér stað og þama mundu þau valda meiri skaða en annars staðar. Getur slíkt gerst þótt í smáum stíl sé byggt.. Mér dettur í hug skápurinn við Lækjargötuna, sem rúmar fimm gamalmenni bíðandi eftir strætis- vagni. í skáp þessum er bil milli gólfs og veggja, svo vetramæðing- urinn getur leikið lausum hala um fætur þeirra heppnu sem þar ná í sæti. Býst ég ekki við að þetta hafi verið af illvilja gert, heldur skorti á heilbrigðri skynsemi. Getur slíkt síðar komið fram. Ætli næsta stig Tjarnarmála verði ekki að breikka Fíkirkjuveg- inn út í Tjömina til að auðvelda umferð þeim bílum, sem ætluð er geymsla í tjamarhólfinu? Ég teldi nær að friða miðbæinn fyrir bílaum- ferð, þá gæfíst mönnum kostur á að nota þar fætur sína, sem kvað vera mjög hollt öðm hverju. Þórunn Guðmundsdóttir bátnum og tapaði þá fötunni fýrir borð. En svo einkennilega vildi til að fatan flaut. Formaðurinn kúplaði frá, hugðist beita uppí og freista þess að ná fötunni. Það var þó ekki fýsilegt að leggja bátnum flötum í slíkum sjógangi. Við hásetamir töldum þetta óráð og við fómm ekki leynt með þá skoðun okkar að vonlaust væri að ná fötunni. Útsjónarsamur formaðurinn sá lengra en aðeins þá stundar áhættu er við blasti. Hann beið lags, sneri bátnum gegn öldunni og tókst að leggja að fötunni, sem við gripum fegins hendi. Það er ekki að orð- lengja að landsiglingin varð áfalla- söm, enda versnaði veðrið til muna. Margoft gaf á bátinn og má telja víst að ég væri ekki hér til að segja þessa sögu ef formaðurinn hefði farið að ráðum okkar hásetanna. Og þegar á allt er litið viljum við hafa við stjóm menn, sem sjá lengra en almúginn, menn, sem hafa þrek og kjark til að taka þær ákvarðan- ir sem þeir telja réttar. Aðkomumaður Það er gott að koma í Kringluna Til Velvakan3a. Mikið er ég þakklát þeim mönn- um, sem létu sér detta í hug að byggja Kringluna og hanna þessa stórbyggingu. Þvílík undur og stór- merki hér á hjara veraldar, eins og menn segja, þó að varla sé hægt að taka svo til orða í dag, í þeésu samgöngunnar ríki og veðurblíðu upp á síðkastið. En í rúm 50 ár, og auðvitað miklu lengur, hafa ís- lendingar strítt í veðmm og vindum til að afla sér lífsviðurværis. Þvflík framför að geta farið í fína bílinn sinn, upphitaðan, frá vinnu og inn í Kringlu til að versla, þar sem allt er upphitað og hreint, og engin hætta á að fólk fótbrotni í hálku eða öðrum torfæmm. Mér fínnst Kringlan vera að skapa nýtt menn- ingarlíf hér á Fróni vom. Þessi þjónustubygging gæti orðið ný menningarmiðstöð hér á landi, rétt eins og torgin frægu á Ítalíu, þar sem fjölskyldumar koma saman á kvöldin og lifa lífínu saman eftir eril dagsins. Ég hélt ekki að við íslendingar fengjum að lifa upp þá menningu í okkar kalda norðri, en nú er sá draumur að rætast. Það er búið að útiloka myrkur og vol- æði fyrri tíma á Fróni vom, þökk sé vel gefnu fólki og þrautseigju landans að taka á móti nýjungum. Mikið er ég þakklát fyrir að fá að lifa upp þessa tíma. Þetta gefur manni trú á nýtt og betra líf. Mín kynslóð, sem hefur orðið að vaða elginn í tímanna rás, með grátandi böm okkur við hlið, kunnum að meta þetta framlag til aukinna þæginda. Eg vil þakka þeim öllum, konum og körlum, sem hafa lagt hönd á plóginn til þess að Kringlan gæti orðið að veruleika. Og þar er vöm- verð ekkert hærra en gerist og gengur í öðmm verslunum, nema ef vera kynni í kaupfélögum lands- ins. Það er gott að vera til i dag. Það er gott að koma í Kringluna. Þökk öllum kaupmönnunum í Kringlunni. Þökk sé Pálma í Hagkaup. Björg Ivarsdóttir Jökuls hf.: Niðurstaða liggur fyrir SKÚLI AlexJuider«K>n. alþingi* maður og framkv»mda»tj6n JökuU hf & Hellimandi, hefur ritað sjávarútvef»ráðuneytuiu bréf. Þar segir hann að ij6«t *é að 6hæfilegur dráttur hafi orðið á aftrrciðslu kærumál» ráðuneyt- isins á hendur honuni vegna meints kvótan.i.ferli. og að6„eiUnleí»l*f>U*^«^?ð Vísa vikunnar Afþakkar pólitísk erfíðislaun Alþýðubandalagsmaður. Þegar að kynnist hann „ráðstjórn" í raun reynist hann kargur og staður. Hákur Mistök að byggja ráðhúsið í Tjöminni „'ég he-f látab alLs stoÁcor. Ég -finrv ek.ki gle-raugun þírt." Manstu hvílík martröð það var að fara í sjóinn, áður en við komum þessari laug upp! Með morgunkaffinu Kuflinum týndu þeir í hreinsuninni... HÖGNI HREKKVlSI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.