Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 GOODYEAR WRANGLER JEPPADEKK Þér eru allar leiðir færar á Wrangler jeppadekkjum. Dekk sem eru byggð til að endast. Morgunblaðið/Bjami Irene Arell, forstöðumaður Möbelinstitutet í Svíþjóð við eitt prófunar- tækja trétæknideildar Iðntæknistofnunar. Á bak við hana eru Eiríkur Þorsteinsson, deildarstjóri trétæknideildar, Guðni Jónsson frá Stál- húsgagnagerðinni Steinar hf., Tómas Sigurbjörnsson og Erlendur Hjaltason frá Kristjáni Siggeirssyni hf. Iðntæknistofnun íslands: Kynning á hús- gagnaprófunum TRÉTÆKNIDEILD Iðntæknistofnunar stendur um þessar mundir fyrir könnun á vilja framleiðenda og neytenda á því hvort halda eigi áfram að byggja upp hér á Iandi starfhæft gæðaeftirlit með húsgögnum, samskonar og á hinum Norður- löndunum. í þvi skyni hefur deildin meðal annars boðið Irene Arell, forstöðumanni þeirrar stofnunar í Svíþjóð sem fæst við prófun og gæðaeftirlit húsgagna, Möbelinstitutet, hingað til lands til að kynna húsgagnaprófanir í Svíþjóð. Jafnframt vill trétæknideildin kynna þá prófunaraðstöðu sem hún hefur komið sér upp í húsakynnum sínum að Keldnaholti. Tveir starfsmenn Iðntæknistofn- unar fóru til Svíþjóðar haustið 1984 til að kynna sér framkvæmd hús- gagnaprófana þar í landi. Síðan hefur verið unnið að uppbyggingu á prófunaraðstöðu í húsakynnum Iðntæknistofnunar að Keldnaholti þar sem stofnunin hefur komið sér AfiCfNS (9jj40 691141 Með einu símtali er hæqt að breyta innheimtuaðferðinni. Eftir það verða áskriftargjöld in skuldfærð á viðkomandi ____ VERIÐ VELKOMINI .-- ”5* I GREIÐSLUKORTA- I VIÐSKIPTI. upp nauðsynlegum tækjabúnaði fyrir húsgagnaprófanir. Trétækni- deild stendur nú að kynningu á húsgagnaprófunum meðal fram- leiðenda, opinberra stofnana og hagsmunasamtaka. I því skyni var Irene Arell, forstöðumanni Möbel- institutet, sem fæst við húsgagna- prófanir í Svíþjóð, boðið hingað til lands til að kynna hvemig hús- gagnaprófanir fari fram í Svíþjóð. Hún kynnir meðal annars gæða- merkið „möbelfakta", sem sett er á þær vörur sem standast kröfur stofnunarinnar og gefur neytand- anum upplýsingar um notagildi þeirra, stærð, styrkleika, öryggi og handbragð. í kynningu trétæknideildarinnar kemur fram að húsgagnaprófun sé viðurkennd aðferð til að leiðbeina kaupanda, seljanda og framleið- anda við að meta vömna. Tilgangur prófunaraðstöðunnar í Keldnaholti sé að gera framleiðendum auðveld- ara fyrir að framleiða húsgögn og innréttingar í ákveðnum gæða- flokki, aðstoða þá við vömþróun og veita neytendum og þeim sem sjá um innkaup stofnana og fyrirtækja upplýsingar um þol og styrk vara. Neytandinn fái þannig upplýsingar um gæði vömnnar, sölumaðurinn geti verið ömggur með að varan standist þær kröfur sem hann bjóði, og framleiðandinn fái hlutlausar upplýsingar um vömna sem hann er að framleiða og aðstoð við að laga það sem miður fer. Iðntæknistofnun gerir ráð fyrir að framleiðendur greiði að minnsta kosti helming af kostnaði hús- gagnaprófana, sem er áætlaður um 2 milljónir króna á ári. Ennfremur er gert ráð fyrir að tíu fynrtæki taki þátt í þessum kostnaði. í máli Guðna Jónssonar hjá Stálhús- gagnagerð Steinars á blaðamanna- fundi kom meðal annars fram að húsgagnaprófanir hér á landi væm spor í rétta átt. Þær hjálpi framleið- andanum að hanna vömr og það væri dýrt spaug að senda vömr á markaðinn sem ekki standist kröf- ur. Þá ættu þessar prófanir að efla gæðavitund íslendinga og færa þeim sanninn um að verð sé aðeins einn þáttur í húsgagnaviðskiptum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.