Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 C 13 myndi fórna starfskröftum sínum þar við fræðistörf og kennslu. En þá var hann gerður að formanni Fjárhagsráðs og gegndi því valdamikla, erilsama og vanþakkláta starfi næstu sex árin, 1947—53. IX Eftir þessa miklu upptalningu er ekki fráleitt að bera fram spumingu: Hvenær gafst þessum eljumanni tími til þess að sinna myndlist? Eins og fram hefur komið í upphafi þessarar greinar, þá hafði hann jafnan með sér liti og pappír á ferðum sínum. Síðar hefur hann sennilega unnið stærri verk eftir sumum þeirra frumdraga er þannig urðu til, en Qöldi skemmti- legra smámynda munu geymdar. Þá málaði hann nokkrar altaristöflur, sem bera þess órækt vitni, að málarinn þekkti til staðhátta og litbrigða og birtu í Landinu helga. Meðal annarra málaði hann mikla Fjallræðumynd á kórgafl Mæli- fellskirkju og í Svalbarðskirkju í Laufássprestakalli er stór altaristafla, olíumálverk, sem sýnir Krist á tali við konuna við Jakobsbrunn. Er ljóst af frásögn Ásmundar Guðmundsson- ar í bókinni Jórsalaför, að stuttur stans þeirra Magnúsar við Jakobsbrunn hefur haft sterk áhrif á þá. Að brunninum fylgdi þeim kona mikil vexti og sköruleg og ekki óáþekk því, sem þeir hugsuðu sér kanversku konuna, er tók lifandi vatnið i Jakobsbrunninum svo langt fram yfír vatnsbólin í Síkar. Og konan sökkti fötu af vindu ofan í brunninn og gaf þessum íslensku pílagrímum að drekka — lifandi vatn. Til þessa verð- ur mér oft hugsað, þegar ég stend frammi fyrir altarismynd Magnúsar í Svalbarðskirkju af Kristi við Jakobsbrunn. Hún er svo náttúruleg og sannfærandi í helgri kyrrð og tignu til- gerðarleysi. I viðtali á sjötugsafmæli sínu segir Magnús m.a.: „Ég átti nefnileg svolítinn sumarkofa auk hinna húsanna. Ég var þar sjaldan, en hann gaf mér mikla nautn. Ég á við föndrið, málaraföndrið. Ég hætti því aldrei alveg. Og nú er það að verða að breiðari og breiðari straumi. En við skulum ekki tala meira um það.“ Ásmundur Guðmundsson kvaðst stöku sinnum hafa fundið sig kenna nokkurs sársauka hjá Magnúsi Jónssyni yfír því, að listgáfa hans skyldi ekki hafa náð meiri þroska, svo í hug hans komu orð Esajasar Tegnérs: „Och tidens hittebam, her sett i skolen, fár kanske se sin fader bort i solen.“ En ljóst er, að trú Magnúsar og list stóðu í nánum tengsl- um hvor við aðra. í morgunsálmi, sem hann orti, líkir hann Guði við málara: „Ó Drottinn, hvað þín dýrð er stór og fógur, er dregur þú um loft og jörð og ögur með ljóssins vendi morguns töframyndir þá megindýrð, sem skuggavöldum hringir." X „Mesta skömmin er að vera mikið gefið, en svíkjast um.“ Þessi orð úr lokahugleiðingu Magnúsar Jónssonar um trúarskáldið í Saurbæ virðast hafa verið honum sjálfum leiðar- ljós til æviloka. Hann sló aldrei slöku við eins og fram kemur í þessari lifandi lýsingu Bjöms Th. Bjömssonar þar sem hann leiðir lesandann frá daglegum starfsvettvangi Magnúsar á staðinn þar sem hann gefur sig listinni á vald: „Prófessor í guðfræði og formaður Landsbankaráðs, at- vinnumálaráðherra og formaður útvaipsráðs, rithöfundur um sagnfræðileg og kirkjuleg efni og formaður Fjárhagsráðs, stjómmálaritstjóri, útgefandi, formaður Listvinafélagsins, formaður skólaráðs Tónlistarskólans ... Sá, sem ekki þekkti manninn mætti ætla að hann hafi ekki verið einhamur. En það var einmitt það sem hann var. Hvað eina var hluti af öðm, og listin var einn þátturinn í þessum lífsþorsta og af þessu lífsþreki. Eftir viðtalsönn á skrifstofu og eftir funda- höld, eftir ritun stjómmálaleiðara eða dágóða rispu um Hallgrím Pétursson eða Pál einkavin sinn frá Tarsus, átti hann það til að fleygja málaradóti sínu út í bíl og þeysast upp á Kjalames. Þar reisti hann trönur sínar, vísast syngjandi, og gaf sig nú einnig þessum leik á vald. — Gaman er að heyra hann sjálfan segja frá því sem síðan gerist: „Þegar ég hef valið mér verkefni og á mér einskis ills von fer ég að magnast — að mér finnst frá jörðinni sem ég stend á. Ég fer að sjá öðmvísi en áður. Alit annað lokast, en mynd- in fer að verða til. Það fer í mig einhver demón eða ári, — Ég þrælast áfram, mála og mála, smyr og smyr, þangað til af mér rennur — aldrei seinna en eftir 2—3 tíma. Og þá er ég með frummynd hrottalega kámaða. Ég fer í gott skotfæri við hana og stari á hana hugfanginn, þreyttur og sæll — eins og ég get hugsað mér móður með nýfætt bam — fallegasta bam veraldarinnar. Með þennan dýrgrip fer ég svo heim og læt ljómann dvína. — Þá þykir mér best að fara með myndina á sama stað, helst hvað eftir annað, og „byggja hana upp“, hlaða hana upp. Hún verður klunnaleg skorin í tré, oft býsna litkius, en — að mér finnst — sterk og ákveðin. Bamið fagra deyr í höndunum á mér, en að vísu í sælli upprisuvon. Því að svo, eftir góða bið, vil ég taka myndinni ærlegt tak. Á hana eru nú komnir sæmilega þykkir litir, notalegir og mjúk- ir fyrir pensilinn. Og nú vil ég koma með alveg nýja og hreina litiu á spjaldinu og allt í besta lagi, rólegur og fullur af ástúð og blíðu, en jafnframt sniðugur og klókur. Því nú á myndin að rísa upp í öllu sínu skarti, tútna út, blómstra verða að málverki." Magnús Jónsson andaðist 2. apríl 1958, sjötugur að aldri. Bennie kona hans hafði látist rúmum þrem mánuðum fyrr / eða þann 14. desember 1857. Þau höfðu verið mjög samrýmd hjón og hennar var minnst sem hógværrar, hlédrægrar konu, sem var manni sínum blessaður lífsförunautur í fómfysi sinni, órofatryggð og heimilisrækt. Þau hjón eignuðust fjögur böm, þijár dætur og einn son. Magnús Jónsson vissi að hveiju stefndi, þegar hann hafði fylgt konu sinni til grafar. Hann var þrotinn að heilsu og honum var ekkert að vanbúnaði að kveðja jarðlífið. Hann mætti þeim umskiptum með eftirvæntingu eins og hann væri að fara í langa ferð inn í æðri og bjartari veröld. Honum hafði verið hugleiknast að mála sigur ljóssins yfir myrkrinu, lífsins yfir dauðanum — forgarða Guðsríkis. Nú opnuðust honum nýjar dyr og háar. BUXUR ÚLPUR SKYRTUR FRAKKAR í flestum bestu herra- fatabúðum landsins. Þarftuaðkomavörumtillandsms frá Bandaríkjunum fyrir jol? Ef svo er þá lestar M.S. HOFSJÖKULL vörur í Boston 1.-3. desember nk og losar í Hafnarfirði 10. desember nk. Með þessum hætti faerðu vöruna t'manlega fyrir jólin. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu okkar í síma (91) 2-14-20. ■ ■ JOKLAR HF.tAða!stræti 6, sáni (91) 2-14-20.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.