Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 16
WIKA MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 Þrýstimælar Ailar stæröir og gerðir JmlLL j)fe(rD»»®in) <£t Vasturgötu .16, sími 13280 Iðnaðarhúsinu, Hallveigarstíg 1, sími 11845. Glœsilegur henfatnaÖur viÖ öll tœkifœri. Nýsending. ELDHÚ SKRÓKURINN Fróðleiksmolar - og ein girnileg uppskrift • ói nrænmetiskvom, hrænvél, 9r0T Fjölhætm hakkavél og takmörk Philips Maxim eru lrtH sett. seu- ^ spaði. HeinfiniöiöciDÍ Það er alltaf nauðsynlegt að sjá líkamanum fyrir nægum vítamínum, en sérstaklega á þetta við í skammdeginu. Þótt stutt sé S það að sól fari að hækka á lofti á ný er enn nóg framboð af vítamínríku grænmeti og garðávöxtum, sem sjálfsagt er að notfæra sér við matreiðsluna. Hér verða aðeins nefnd þrjú dæmi. Gulrætur í gulrótum er mjög mikið af litar- efni er nefnist karótín, en úr því vinnur líkaminn A-vítamín sem meðal annars er mjög bætandi fyr- ir sjónina og fyrir slímhimnur likamans. Sagt er að í síðari heims- styijöldinni hafi brezki flugherinn fyrirskipað flugmönnum sínum að neyta gulrótarsafa í miklum mæli til að bæta sjón þeirra, ekki sízt að næturlagi. Bar þetta tilætlaðan árangur, að sögn, í orustunni um Bretland þegar fámennum flugher Breta tókst að stöðva loftárásir mun fjölmennari flughers Þjóð- verja. Mest af A-vítamíni fæst úr hráum gulrótum og gulrótarsafa. Vel þroskaðar og vel rauðar gul- rætur eru vítamínríkari en þær ljósari. í hverjum 100 grömmum af gulrótum eru um 43 hitaeining- ar (kaloríur) og um 9,2 grömm af kolvetni. Tómatar Tómatar eiga uppruna' sinn að rekja til vesturstrandar Suður Ameríku þar sem þeir í upphafi uxu villtir í Perú, Ekvador og Bólivíu. Áður en Kólumbus kom til Ameríku var farið að rækta tómata víðar, meðal annars í Mexíkó og Mið-Ámeríku, og þaðan er talið að Kólumbus hafi flutt fyrstu tómat- ana til Evrópu. Fyrstu heimildir um tómata í Evrópu eru ítalskar frá árinu 1554, og þar eru þeir nefndir pomi d’oro, eða gullepli. Hefur þar trúlega verið um gulleit afbrigði að ræða. Þótt Bandaríkjamenn séu frægir fyrir notkun tómatsósu í flest mál var það ekki fyrr en löngu seinna sem tómatar bárust þangað. Talið er að Thomas Jefferson, þriðji for- seti Bandaríkjanna, hafi fyrstur ræktað tómata þar í landi árið 1781, en fram að lokum 19. aldar var víða í Bandaríkjunum álitið að tómatar væru eitraðir. Þótt tómatar séu ávextir eru þeir venjulega flokkaðir undir grænmeti. Þeir eru ríkir af stein- efnum og A- og C- vítamínum. í hveijum 100 grömmum eru 21 kaloría og um 3,7 grömm af kol- vetni. Hvitkál Hvítkál er mest snædda kálteg- undin. Kálið er tiltölulega ódýrt, en ríkt af steinefnum og vítamin- um, sérstaklega C-vítípnini. Það er góður siður að bera fram hrásal- at með hvítkáli með aðalmáltíð dagsins eins oft og því verður við komið í skammdeginu. Fom-rómveijar notuðu hvítkáls- blöð útvortis til að veijast sótt- kveikjum, og enn nota sumir kálið til lækninga, til dæmis til að græða legusár. í lOOgrömmum af hvítkáli eru 28 hitaeiningar og um 5,2 grömm af kolvetni. Og þá er það uppskriftin: Ostafylltir tómatar í þennan rétt fara: 4 stórir eða 8 litlir tómatar, 50 gr. ijómaostur, 11/2 matsk. mjólk, 125 gr. smátt- saxaðir sveppir, 3-4 fíntskomir seljustönglar, 1 búnt fíntskorinn graslaukur, salt,.pipar og salatblöð. Skerið „lok“ af tómötunum og takið innan úr þeim með skeið. Pressið innvolsið gegnum síu og hrærið því saman við ijómaostinn og mjólkina. Blandið sveppum, selju og graslauk út í. Kryddið með salti og pipar eftir smekk, og fyllið svo tómatana með hræmnni. Tóm- atamir eru síðan bomir fram á salatblaði og gjaman með brauði. í næstu Dyngju verður svo síðasta gæludýrið að sinni, br- skemmtileg mús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.