Morgunblaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987 35 kerfisins, íslendingar þriðjung, en vísindasjóðir hinna Norðurlandanna það sem á vantar. Menn sem tengj- ast verkefninu í hverju Norðurland- anna fyrir sig sækja síðan um framlag til vísindasjóða hver í sínu landi og það kom þannig í min hlut að sækja um til Sænska vísinda- sjóðsins sem brást bæði fljótt og vel við þrátt fyrir að nokkuð seint væri sótt um. — Þetta flókna verkefni krefst samstarfs margra aðila. Hverjir eru þeir og hvernig gengur verk- ið? — Verk sem þetta verður að undirbúa og skipuleggja til hins ítrasta. Þeir sem skipuleggja, hanna og setja upp kerfið eru jarðskjálfta- deild Veðurstofunnar, Raunvísinda- stofnun Háskólans og Orkustofnun kemur einnig við sögu. Undanfarið hefur verið unnið við tæknilega hönnun kerfisins. Þeir menn sem mest koma við sögu þar eru Ragn- ar Stefánsson á Veðurstofunni og Páll Einarsson á Raunvísindastofn- un. Síðan koma við sögu tveir fulltrúar frá Svíþjóð og er ég annar þeirra og starfa á vegum Uppsala- háskóla. Hinn sænski fulltrúinn starfar á vegum Rannsóknastofn- unar sænska hersins og nú spyrðu sjálfsagt hversvegna hersins? Sænski herinn hefur langa reynslu í gerð kerfa sem þessara þar sem rannsóknastofa hans hefur um langt skeið fylgst með, fyrir Sameinuðu þjóðirnar, kjarnorku- sprengjutilraunum kjarnorkuver- anna og nýtist okkur þekking þeirra vel. Þá eru tveir fulltrúar frá Nor- egi, einn frá Danmörku og einn frá Finnlandi. — Hvenær getum við átt von á nýjum Suðurlandsskjálfta og hversu öflugur gæti hann orðið? — Það hlýtur að fara nokkuð eftir því hversu langur tími líður hversu öflugur næsti skjálfti verð- ur, en um þetta er næsta lítið hægt að fullyrða. Það er þó nokkurn veg- inn víst að hann kemur, en hvort hann kemur á morgun eða eftir nokkur ár eða áratugi, um það er ekkert hægt að segja. Hins vegar er það skylda okkar gagnvart kom- andi kynslóðum að setja þetta kerfi upp til að vera viðbúin að safna gögnum um skjálftann þegar hann kemur. Ég er ekkert sérlega bjart- sýnn á að þetta tiltekna kerfi eigi eftir að geta séð fyrir Suðurlands- skálftann með öruggri vissu, en sú jarðeðlisfræðilega þekking se'm það á eftir að færa okkur getur örugg- lega fært menn nær því að geta- það með tíð og tíma auk þess sem skilningur á því hvernig jörðin varð til mun aukast. Við erum í raun að vinna verk sem á hugsanlega eftir að nýtast komandi kynslóðum betur en okkur sjálfum, sem nú byggjum jörðina — sagði Reynir Böðvarsson að lokum. Höfundur er blaðamaður í Reykjavík. Viðtal: Stefán Ásgríinsson Frímerkja- hefti gefið út PÓST- OG símamálstofnunin hefur nýlega gefið út hefti með 12 frímerkjum að verðgildi 13 krónur hvert, en það er almennt burðargjald innanlands og til Norðurlanda. Þessi útgáfa er nýjung í frímerkjaútgáfu stofnunarinnar. Myndefni frímerkjanna sem prýða heftið eru landvættir í skjaldar- merki íslands: dreki, gammur, griðungur og bergrisi. Á næsta ári er ráðgert að gefa út nýtt frímerkjahefti. Vökudeild Baraaspítaia Hringsins færðar gjafir KVENFÉLAGIÐ Hringurinn færði vökudeild Barnaspitala Hringsins tækjabúnað að gjöf fyrir skömmu í tilefni af 10 ára afmæli vökudeildarinnar. Kvenfélagið hefur undanfarin ár fært vökudeildinni margvíslegan tækjabúnað. í tilefni af 10 ára af- mæli vökudeildarinnar og stækkun hennar færðu kvenfélagskonur enn á ný deildinni tækjabúnað að gjöf. Tækin sem þær gáfu eru fullkomið aðgerðarborð, öndunarvél, monitor- tæki til að fylgjast með hjartslætti, öndun og blóðþrýstingi hjá börnun- um, tölvuvigtar og lengdarmælar. Frá afhendingu gjafanna. Talið frá vinstri: Ragnheiður Einarsdótt- ir, Áslaug Björnsdóttir, Ragnheiður Viggósdóttir, Sigríður Johnsen, Þórunn Haraldsdóttir og Hrönn Jónsdóttir. Þær eru allar í sljórn Kvenfélagsins Hringsins. Fékk milljón króna bíl í happdrætti DAS VIÐ útdrátt í 8. flokki happdrættis DAS 3. desember var dreg- inn út aukavinningur, Mitsubishi-Pajero Turbo-Diesel bifreið að verðmæti 1.070 þúsund. Vinningur þessi féll á miða nr. 4051 í umboðinu á Hvammstanga. Eigandi miðans, Eyrún Ingadóttir, sést hér taka við lyklum að bilnum úr hendi framkvæmdastjóra happdrættisins, Baldvins Jónssonar og er faðir Eyrúnar, Ingi Bjarnason, mjólkurfræðingur með á myndinni. Umboðsmaður happdrættis DAS á Hvammstanga er Eggert Levý. íkosta) V______J íboda) V____ J Bankastræti 10 - Sími 13122 — Kringlunni — Sími 689122 Jól í Kosta Boda Gjafír sem H9I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.