Morgunblaðið - 15.12.1987, Page 35

Morgunblaðið - 15.12.1987, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987 35 kerfisins, íslendingar þriðjung, en vísindasjóðir hinna Norðurlandanna það sem á vantar. Menn sem tengj- ast verkefninu í hverju Norðurland- anna fyrir sig sækja síðan um framlag til vísindasjóða hver í sínu landi og það kom þannig í min hlut að sækja um til Sænska vísinda- sjóðsins sem brást bæði fljótt og vel við þrátt fyrir að nokkuð seint væri sótt um. — Þetta flókna verkefni krefst samstarfs margra aðila. Hverjir eru þeir og hvernig gengur verk- ið? — Verk sem þetta verður að undirbúa og skipuleggja til hins ítrasta. Þeir sem skipuleggja, hanna og setja upp kerfið eru jarðskjálfta- deild Veðurstofunnar, Raunvísinda- stofnun Háskólans og Orkustofnun kemur einnig við sögu. Undanfarið hefur verið unnið við tæknilega hönnun kerfisins. Þeir menn sem mest koma við sögu þar eru Ragn- ar Stefánsson á Veðurstofunni og Páll Einarsson á Raunvísindastofn- un. Síðan koma við sögu tveir fulltrúar frá Svíþjóð og er ég annar þeirra og starfa á vegum Uppsala- háskóla. Hinn sænski fulltrúinn starfar á vegum Rannsóknastofn- unar sænska hersins og nú spyrðu sjálfsagt hversvegna hersins? Sænski herinn hefur langa reynslu í gerð kerfa sem þessara þar sem rannsóknastofa hans hefur um langt skeið fylgst með, fyrir Sameinuðu þjóðirnar, kjarnorku- sprengjutilraunum kjarnorkuver- anna og nýtist okkur þekking þeirra vel. Þá eru tveir fulltrúar frá Nor- egi, einn frá Danmörku og einn frá Finnlandi. — Hvenær getum við átt von á nýjum Suðurlandsskjálfta og hversu öflugur gæti hann orðið? — Það hlýtur að fara nokkuð eftir því hversu langur tími líður hversu öflugur næsti skjálfti verð- ur, en um þetta er næsta lítið hægt að fullyrða. Það er þó nokkurn veg- inn víst að hann kemur, en hvort hann kemur á morgun eða eftir nokkur ár eða áratugi, um það er ekkert hægt að segja. Hins vegar er það skylda okkar gagnvart kom- andi kynslóðum að setja þetta kerfi upp til að vera viðbúin að safna gögnum um skjálftann þegar hann kemur. Ég er ekkert sérlega bjart- sýnn á að þetta tiltekna kerfi eigi eftir að geta séð fyrir Suðurlands- skálftann með öruggri vissu, en sú jarðeðlisfræðilega þekking se'm það á eftir að færa okkur getur örugg- lega fært menn nær því að geta- það með tíð og tíma auk þess sem skilningur á því hvernig jörðin varð til mun aukast. Við erum í raun að vinna verk sem á hugsanlega eftir að nýtast komandi kynslóðum betur en okkur sjálfum, sem nú byggjum jörðina — sagði Reynir Böðvarsson að lokum. Höfundur er blaðamaður í Reykjavík. Viðtal: Stefán Ásgríinsson Frímerkja- hefti gefið út PÓST- OG símamálstofnunin hefur nýlega gefið út hefti með 12 frímerkjum að verðgildi 13 krónur hvert, en það er almennt burðargjald innanlands og til Norðurlanda. Þessi útgáfa er nýjung í frímerkjaútgáfu stofnunarinnar. Myndefni frímerkjanna sem prýða heftið eru landvættir í skjaldar- merki íslands: dreki, gammur, griðungur og bergrisi. Á næsta ári er ráðgert að gefa út nýtt frímerkjahefti. Vökudeild Baraaspítaia Hringsins færðar gjafir KVENFÉLAGIÐ Hringurinn færði vökudeild Barnaspitala Hringsins tækjabúnað að gjöf fyrir skömmu í tilefni af 10 ára afmæli vökudeildarinnar. Kvenfélagið hefur undanfarin ár fært vökudeildinni margvíslegan tækjabúnað. í tilefni af 10 ára af- mæli vökudeildarinnar og stækkun hennar færðu kvenfélagskonur enn á ný deildinni tækjabúnað að gjöf. Tækin sem þær gáfu eru fullkomið aðgerðarborð, öndunarvél, monitor- tæki til að fylgjast með hjartslætti, öndun og blóðþrýstingi hjá börnun- um, tölvuvigtar og lengdarmælar. Frá afhendingu gjafanna. Talið frá vinstri: Ragnheiður Einarsdótt- ir, Áslaug Björnsdóttir, Ragnheiður Viggósdóttir, Sigríður Johnsen, Þórunn Haraldsdóttir og Hrönn Jónsdóttir. Þær eru allar í sljórn Kvenfélagsins Hringsins. Fékk milljón króna bíl í happdrætti DAS VIÐ útdrátt í 8. flokki happdrættis DAS 3. desember var dreg- inn út aukavinningur, Mitsubishi-Pajero Turbo-Diesel bifreið að verðmæti 1.070 þúsund. Vinningur þessi féll á miða nr. 4051 í umboðinu á Hvammstanga. Eigandi miðans, Eyrún Ingadóttir, sést hér taka við lyklum að bilnum úr hendi framkvæmdastjóra happdrættisins, Baldvins Jónssonar og er faðir Eyrúnar, Ingi Bjarnason, mjólkurfræðingur með á myndinni. Umboðsmaður happdrættis DAS á Hvammstanga er Eggert Levý. íkosta) V______J íboda) V____ J Bankastræti 10 - Sími 13122 — Kringlunni — Sími 689122 Jól í Kosta Boda Gjafír sem H9I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.