Morgunblaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987 Frá Viðarklínikunni. Til vinstri sést „hételið" sem byggt hefur verið fyrir sjúklinga sem ekki þurfa að leggjast inn. Hitt eru bústaðir lækna og annars starfsfólks. Af „mannvitr- ingnm“ í Jama Viðarklínikin er byggð utan um fallegan garð. Úr honum er stutt að fara á „kaffiteríuna" sem opin er öllum almenningi daglega. Frá Skillebyholm. Þar er bíó-dýnamíska brautin í sínu hagnýta námi. Það eru þó ekki nemendur á henni sem þarna eru á myndinni. í óvæntu frostunum og snjókomunni í byijun nóvember var kallað á hjálp til að bjarga uppskeru sem ennþá var í jörðu. Síðari hluti Hér birtist síðari hluti greinar um starfsemi antrópósófa í Járna. Að Ötjan-skólanum liggur Við- arklínikin. Áður en komið er að aðalbyggingunni er komið að minni læknabústöðum og „hóteli" fyrir 10 sjúklinga sem ekki þurfa að leggjast- inn á sjáifa klínikuna. Viðarklínikin er mikið hús upp á tvær hæðir, en það er byggt á þann hátt að það er nánast sama hvar komið er að þvi, þá „leynir" stærð byggingarinnar á sér. „Nú, ein álma til/ verður manni að orði þegar kom- ið er fyrir hom. Viðarklínikin er máluð (laseruð) í mildum, fallegum bleikum tónum, klædd koparþaki þannig að húsið bókstaflega geislar frá sér. Og innan dyra er sama lit- afegurðin og einkennir aðrar bygg- ingar antrópósófanna. Anddyri og stigar eru lögð marglitum marmara sem gefa allri byggingunni enn meiri kraft og hlýju. Og öll byggingin umlykur svo lítinn garð. Viðarklínikin var vígð fyrir rúmu ári og mun þegar hún er fullgerð á næsta ári taka 74 sjúklinga í rúm. í rauninni er aðeins eitt orð til að lýsa þessari byggingu: listaverk. Ekkert sjúkraherbergi er eins, hvert hefur sinn sérstaka blæ: í lit, lögun, stærð og staðsetningu glugga o.s. frv. Borðin og ljósalampamir eru líka sérhönnuð. Hér er allt „sérhannað". Og eldhúsið. Þar er allt kynt með gasi, þar sem gæði varmans sem gasið gefur er allt annar og meiri en sá sem rafmagnshellan veitir. Það þekkja allir sem sannreynt hafa muninn. Og útsýnið: Mikiíl himinn, haf, skógar, akrar og beitiland fyrir kýmar frá Nibble-gárd. Allt virðist stuðla að því að gera Viðarklínikina að frábærum stað þar sem allt miðar að því að maður endurheimti glataða heilsu. Fæðan skal hjálpa til í baráttunni við sjúkdóminn og nudd, böð og list- ræn tjáning ásamt auðvitað þeirri meðhöndlun og náttúrulyfjum sem antrópósófísku læknamir veita. Læknamir hafa allir gengið í gegn- um hefðbundna læknismenntun en sérmenntað sig í antrópósófískum náttúrulækningum. í þeirra höndum fjallar meðhöndlunin ekki um einstök líffæri líkamans. Hún nær til allrar manneskjunnar. Það er öll manneskj- an sem er sjúk en ekki bara lifrin eða maginn. Og manneskjan er ekki bara Ifkami, hún er auk þess gædd huga og anda. Ekkert þrífst án hins og sé meðhöndlunin ekki á öllum þessum þrem sviðum þá verður ekki um raunverulega bót meina. Þessi læknismeðferð gerir nátt- úrulega þá kröfu til sjúklingsins að hann upplifí sjálfan sig sem meira en líkama og huga. Hann verður einnig að skynja sig sem andlega veru eða að minnsta kosti að trúa því að hann sé andleg vera; að það sé hið andlega eðli sem vaki yfir líkama og hug og stuðli að stöðugu samræmi milli allra þeirra þátta sem manneskjan saman stendur af. Ras- kist einn þátturinn, raskast í rauninni allt. Því að það afl sem heldur mann- eskjunni við heila heilsu er veikt. Jafhvægið hefur raskast og það er læknisfræðinnar að koma á jafnvægi á nýjan leik. Sjúkdómseinkennin eru vegvísir læknisins hvað það er sem er að, en heildarsýnin á manninn má aldrei úr minni líða. Heildarsýn á manninn sem veru af andlegum uppruna sem verður að lifa í sam- ræmi við uppruna sinn og allt annað sem skapað hefur verið. Menn, dýr, jurtir og málmar er allt skapað og mótað eftir sömu grunn-„hugmynd“ og sömu kröftum í sameiginlegu þró- unarferli. Nibble-gárd Norðan og austan megin við Við- arklínikuna er Nibble-gárd; stærsta bíó-dýnamíska býlið hér um slóðir og sjálfsagt það stærsta í allri Svíþjóð: 100 hektarar af bíó-dýn- amísku ræktarlandi. Kjarninn í bíó-dýnamískri ræktun er virðing fyrir manninum og jörð- inni; að rækta eins góða og holla matvöru og kostur er án þess að það komi í nokkru niður á sjálfri jörð- inni. Því er eðlilega engum kemískum efnum beitt, hvorki tilbúnum áburði né eitri. Þess í stað er vandlega reynt að meðhöndla jörðina eftir hennar eigin þörfum; hvers kyns lífrænan áburð hún þarf og hvers konar rækt- un þrífst best á hverjum stað. Þá er eitt markmiðið í bíó-dýnamískri raektun að hver bær sé sjálfum sér nógur um allan þann áburð sem þarf til ræktunarinnar og framleiði allt það fóður sem dýrin þurfa. Þetta hefur leitt til þess að þar sem bíódýn- amískur landbúnaður er stundaður er fjölbreytileikinn ráðandi. Enda vilja þeir meina að eitt besta ráðið til að halda sjúkdómum og meindýr- um í skefjum sé einmitt §ölbreytileg og víxlverkandi ræktun. Einhliða ræktun ár eftir ár alltaf með sama áburðinum býður hættunni heim; jörðin glatar krafti sínum og plönt- urnar mótstöðuaflinu. Á Nibble-gárd eru um fjörutíu mjólkurkýr og álíka margir kálfar og ungdýr. Einnig er eitthvað um fé og hænsn. Á ræktunarlandinu er það fyrst og fremst fóður fyrir dýrin sem er ræktað, en einnig kom — hveiti og rúgur — og nokkuð er ræktað af baunum og kartöflum. Þá hafa verið stúkaðir af 3 hektarar þar. sem ræktaðir eru garðávextir bæði utan dyra og innan. í garðlandinu og gróð- urhúsunum eru ræktaðar ekki færri en 35 tegundir grænmetis og krydd- jurta. í tengslum við garðræktina hefur verið sett upp verslun, raunveruleg heilsubúð; þar eru engar pillur eða „Grunnur starfsins með þroskaheftu einstakl- ingana á Saltáer það sem kallast á sænsku „Lákepedagogik“, eða læknandi uppeldis- fræði. Læt ég að sinni nægja að segja að kjarninn í þeirri upp- eldisfræði er sá að hver einasti einstaklingur, hversu mikið sem hann annars virðist sjúkur eða bæklaður, hefur heilbrigða eigind innst • • íí mm. TEXTI: GUÐNIRÚNAR AGNARSSON LJÓSMYNDIR: VALA HARALDSDÓTTIR ný „undrameðul" á boðstólum, aðeins lifandi næring í formi matvöru sem meðhöndluð hefur verið af um- hyggju, með neytandann og jörðina jafn ofarlega í huga. Auk bíó-dýnamí- skrar matvöru úr eigin garðlandi er að fínna í Nibble Handelstradgárd, en svo heitir verslunin, baunir, mjöl, grjón, ávexti og annað sem þarf til að næra sig á hollan hátt, frá mörg- um heimsins homum. Enda koma viðskiptavinir til Nibble langt að, sumir alla leið frá Stokkhólmi, 50 kílómetra í burtu. Ver gengur að fá að selja mjólkina og sláturafurðir. Þar vill miðstýring landbúnaðarins að allt kjöt og mjólk skuli í mjólkur- búin og í sláturhúsin og dreifast þaðan til neytenda. Þessum reglum hefur í nokkru verið hægt að hliðra til og undanþágur veittar hvað mjólk- ina varðar. Flestum er orðið það skiljanlegt að þetta er mjólk af allt öðmm gæðum en sú mjólk sem kem- ur frá kúm sem kannski hafa verið bundnar við bás næstum allt sitt líf og með hjálp fúkalyfja og próteinríks kjamfóðurs verið breytt í „mjólkur- vélar“ sem framleiða 8—10 tonn af mjólk árlega; það er öðmvísi farið með dýrin á Nibble og mjólkin bragð- ast þar ólíkt betur en sú sem hér er. að hafa úti í búð. Sannkölluð forrétt- indi að fá að njóta hennar. Nibble-gárd er hluti af mun stærri heild bíó-dýnamískra bæja hér í Jáma. Samtals em hér um 300 hekt- arar af samfelldu bíó-dýnamísku ræktarlandi — stærsta samfellda svæðið í allri Evrópu. Því má segja að hér hafí menn komist lengst í langtíma markmiðum bíó-dýnamí- skrar ræktunar — að margir sam- liggjandi bæir rækti á þennan hátt. Saltá Annar helsti kjami í starfsemi antrópósófa í Jama er Saltá — ligg- ur 2—3 kílómetmm nær miðbæ Jáma en Rudolf Steiner Seminariet. Þar er kvömin, bakaríið, „Litla-Húsið", bíó-dýnamíska félagið, kapellan og síðast en ekki síst heimili og vinnu- stofur fyrir um 40 þroskahefta einstaklinga á aldrinum 15—60 ára. Starfsemin á Saltá hófst, líkt og framar getur, þegar nokkrir starfs- menn ásamt elstu nemendunum á Mikael-gárden (fyrsta antrópó- sófíska heimilinu í Jáma) fluttu að þessum gamla búgarði árið 1942. Nokkuð stórt garðland fylgdi einnig Saltá og var fljótlega farið að yrkja það, auðvitað á bíó-dýnamískan hátt. Útihúsin vom smám saman innréttuð sem verkstæði og vinnustofur. Vef- stofa, trésmíðaverkstæði, smiðja, keramikverkstæði og mörg önnur verkstæði hafa verið byggð eftir því sem árin hafa liðið til að mæta áhuga og getu nemendanna á Saltá. í dag búa nemendumir í níu húsum og er reynt að skapa hvert hús þannig að um raunvemleg heimili sé að ræða. Það gerir einnig miklar kröfur til starfsmanna; langir vinnudagar, auka- og næturvaktir umfram þessa venjulegu 40 tíma er ekki óalgengt á Salta — ekki frekar en á öðmm heimilum sem antrópósófar reka fyr- ir þroskahefta. Vinnuálagið er þó ekkert í líkingu við það sem fólk axlaði á uppbyggingarámnum í Jáma; frídagar heyrðu til undantekn- inga og laun vom eftir þörfum hvers og eins. Þetta fyrirkomulag um þurftarlaun er enn víða við líði með- al antrópósófanna, en annars staðar hafa opinber stéttarfélög beitt þrýst- ingi til að starfsmönnum sé greitt samkvæmt töxtum og vinnuálagi. Þykir mörgum þetta vera skref aftur á bak. Hugmynd antrópósófanna með launagreiðslum er í eðli sínu ekki að greiða mönnum pening fyrir vinnu sína — vinnu er ekki hægt að meta til fjár — heldur er greiðslan innt af hendi svo að starfsmaðurinn geti lifað sínu nægjusama lífí á eðli- legan og áhyggjulausan hátt. En svo vikið sé aftur að Saltá, þá hófst brauðbakstur þar í einhveijum' mæli fyrir 30 ámm. Einn starfsmað- ur hóf baksturinn ásamt nokkmm nemendum. Fyrst til að mæta eigin þörfum, en síðar þegar árangurinn barst út til að sinna vaxandi eftir- spum. Komið var bíó-dýnamískt og lítil kvöm var fengin sem stein- malaði komið, sem síðan var bakað í viðar-kyntum ofnum. í dag hefur verið byggt sérstakt hús yfír baka- ríið og þar em nú bökuð um 6 þúsund brauð vikulega og eitt tonn af tvíbök- um. Enn em það viðar-kyntir ofnar sem sjá um baksturinn og sjálfgefíð er að engum framandi efnum er blandað saman við náttúmleg há- gæða hráefnin. Enginn er að flýta sér; brauðið fær sinn tíma við gerjun- ina og ,öll önnur meðhöndlun þess er vandvirk og ígmnduð. Og enn hjálpa þeir til nemendumir frá Vinnuskólanum, fyrst og fremst við pökkun og lagerstörf. Árið 1980 var svo tekin í notkun Saltá-kvöm; „risa- bygging" sem gpnæfir yfír langt að. Þar em tæp 2 þúsund tonn af bfó- dýnamísku komi — mest frá Svíþjóð en einnig innflutt — möluð með stór- um náttúmsteinum sem höggnir vom til og fluttir frá Austurríki. Afkasta- geta kvamarinnar er þrisvar Sinnum meiri, en framboðið er enn sem kom- ið er einfaldlega ekki meira af bíó-dýnamísku komi. Áður en þessi nýja kvöm var byggð var komið malað í byggingu sem liggur þétt upp að bakaríinu. Þar er nú til húsa „Fárgbygge", Litla-húsið. í „Fárg- bygge" er búin til málning, eða öllu heldur „lasyr" (lasúr mun það kall- ast á íslensku). Það er innan- og utanhús málning sem er að öllu leyti unnin úr náttúmefnum; steinefnum, bývaxi, jurtum og málmum. Áferðin sem lasúrinn gefur er einkar falleg;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.