Morgunblaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987 47 Franskur leyniþj ónustumaður sendur heim vegna magakveisu Nýsjálendingar ævareiðir Parfs, Reuter. FRANSKUR leyniþjónustumaður sem dæmdur var til þriggja ára vistar á kóraleyju í Suður-Kyrra- hafi fyrir þátt sinn í að sökkva Rainbow Warrior, skipi Greenpe- ace-samtakanna, í höfn í Welling- ton árið 1985 kom til Parisar í gær til að fá læknisaðstoð. Stjórn Nýja-Sjálands hefur mótmælt þessu harðlega og segir þetta vera brot á samkomulagi sem franska og nýsjálenska stjórnin gerðu fyrir milligöngu Peresar de Quellars framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Að sögn franska utanríkisráðu- neytisins var flogið með Alain Mafart á hersjúkrahús í París vegna þess að hann kvartaði undan verkj- um í maga. Að sögn var heilsa hans svo bág að strax þurfti að fara með hann á spítala. David Lange, forsætisráðherra Nýja-Sjá- lands, segir að „þetta uppátæki Frakka" sé „ósvífíð og svívirðilegt brot á samkomulaginu frá árinu 1986“ sem kvað á um að Mafart og annar leyniþjónustumaður hefð- ust í þrjú ár við á herstöð Frakka á eyjunni Hao. Nýsjálendingar buð- ust til að senda lækni með herflug- vél til Hao til að veita Mafart aðhljmningu. Því höfnuðu Frakkar eftir 16 klukkustunda umhugsun vegna þess að herflugvélum ann- arra ríkja væri óheimilt að lenda á frönskum herstöðvum. Lange segist draga í efa að Ma- fart sé alvarlega veikur og ætlar nýsjálenskur læknir að fljúga frá London til Parísar að líta á hann. Frakkar hafa fallist á þessa ráðstöf- un. Lange sem áður starfaði sem málflutningsmaður segir að fangar kvarti oft undan magakveisu sem læknist ótrúlega fljótt þegar frelsið er fengið. Mafart var á sínum tíma dæmdur í tíu ára fangelsi á Nýja-Sjálandi. Samkomulag milli landanna kvað á hinn bóginn á um þriggja ára vist á Hao-eyju auk þess sem Frakkar greiddu Nýsjálendingum sjö millj- ónir Bandaríkjadala í skaðabætur. Reuter Þessi mynd var tekin árið 1985 af franska leyniþjónustumannin- um Alain Mafart. Hann hefur undanfarið afplánað þriggja ára fangavist á kóralrifi í Suður- höfum. I gær var hann sendur á sjúkrahús i París án samþykkis nýsjálenskra yfirvalda. OPEC, Samtök olíuúf lutningsríkja: Beðið eftir samþykki Irana við óbreyttu olíuverði Ýmsir spá því þó, að olíuverðið lækki vegna offramleiðslu Deman tshringar Draumaskart Gull og demantar Kjartan Ásmundsson, gullsmiður, Aðalstræti 7. Sími 11290. Vín. Reuter. Olíumálaráðherrar OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, eru reiðubúnir til að undirrita nýjan samning um olíuverð og framleiðslu fyrir næsta misseri en bíða þó enn eftir formlegu samþykki írana. Olíumálaráð- herra þeirra er nú í Teheran til skrafs og ráðagerða við stjórn sína. Dyrfhmast á Berlínar múrnum Austur-þýskur landamæra- vörður stendur bak við opnar dyr á Berlínarmúm- um. Dymar, sem ekki var vitað um þar til í gær, gerir austur-þýskum landamæra- vörðum kleift að fara gegnum Berlinarmúrinn fyrir framan Brandenburg- arhliðið. Gholamreza Agazadeh, íranski olíumálaráðherrann, sagði við fréttamenn áður en hann fór til Teherans, að samkomulagið gerði ráð fyrir núverandi framleiðslutak- mörkunum næstu sex mánuði og verðið yrði áfram 18 dollarar fyrir olíufatið. íranir vilja hækka verðið um tvo dollara en Saudi-Arabar leggja áherslu á, að OPEC-ríkin haldi því óbreyttu til að missa ekki viðskiptavinina til annarra olíu- framleiðsluríkja. íranir halda því aftur fram, að 18 dollarar á fatið nú séu ekki nema á við 15,70 doll- ara þegar verðið var ákveðið fyrst, svo sé fyrir að þakka gengisfalli dollarans. Ekki er vitað hvenær Agazadeh kemur aftur til Vínar eða hvort íranska stjórnin muni fallast opin- berlega á það samkomulag, sem Reuter Gholamreza Agazadeh, olíumálaráðherra írans, á Vínarflugvelli áður en hann fór til Teherans. nú liggur fyrir. Næsta misserið verður fram- leiðsla OPEC-ríkjanna samkvæmt samkomulaginu 15,06 milljónir olíufata á dag en offramleiðsla og undirboð hafa hins vegar dregið mjög úr styrk samtakanna. Olíu- málasérfræðingum finnst líklegast, að offramleiðslan haldi áfram hvað sem samkomulaginu líður og spá því, að verðið eigi eftir að falla á næstunni. Reuter First Aiert REYK- 0G ELDSKYNJARI 1.295kr First Alert reyk- og eldskynjarinn eröryggi sem ekkert heimili geturverið án. Hann kostar aðeins 1.295,- krónur og rafhlaðan fylgir. Öruggt heimili — þitt ervalið. B.B. BYGGINGAVÖKUR HE Suðurlandsbraut 4 - Nethyl 2, Ártúnsholti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.