Morgunblaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 74
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987 74 Litid til baka eftirSkapta Askelsson í viðtali við dagblaðið Dag 31. júlí í sumar segir Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar hf. á Akureyri, að þegar smíði strand- ferðaskipanna tveggja, Esju og Heklu, lauk, „blasti »rétta myndin við hvað Qárhagjnn (þ.e. fjárhag Slippstöðvarinnar) varðaði“. Hann segist einnig hafa komið „inn í fyrir- tækið áður en menn höfðu áttað sig á hvemig komið var. Það hafði > ekki verið tekið á hlutunum", vandamálin ekki krufín til mergjar og smáskammtalaekningar hafi ekki dugað til. í Morgunblaðinu 26. ágúst í sumar segir, og ekki er annað að sjá en það sé skv. upplýs- ingum forstjórans, að Slippstöðin sé með stærstu atvinnufyrirtækjum á Akureyri, „en frá því um og upp úr 1970 má segja að þáttur hennar f atvinnulífí bæjarfélagsins hafí vaxið verulega," segir blaðið. Samningur Slippstöðvarinnar hf. og ríkisins um smíði strandferða- skipanna var undirritaður 3. marz 1968. Heklu var hleypt af stokkun- um 20. júní 1969, hún afhent 17. janúar 1970. Gunnar Ragnars var I ráðjnn forsljóri 1. marz 1970. Átti það ekki að vera öllum ljóst, sem hugleiddu málin, að þegar búið var að veita fé í Slippstöðina, og aðstaða komin til nýsmíða, viðhalds og breytinga á skipum, með tilkomu nýju dráttarbrautarinnar, viðlegu- kants og góðu bryggjurými, auk smfðahúss, trésmiðju, véla- og plötusmiðju, að á reið að taka ákvörðun um rétt hlutfall milli við- gerða og nýsmíða? Svo var ekki gert. Mál voru ekki könnuð til Knergjar, viðgerðarvinnan reyndist of freistandi. Það kom í hlut nýrra stjómenda Slippstöðvarinnar að annast smíði Esjunnar að meirihluta. Smíðatími strandferðaskipanna varð allt of langur, sér í lagi Esjunnar. Öll stjómun var í molum fýrsta sprett- inn hjá hinni nýju stjóm Slippstöðv- arinnar. Ég er innilega glaður yfír því að Slippstöðin er eins traustur og stór atvinnuveitandi í Akureyrarbæ og hún er, enda var það hugsun mín að svo yrði þegar ég byggði stöðina upp á sínum tíma. Slippstöðin var ekki stór í upphafi, aðeins sex menn mættu til verks þar í fyrstu, en hún í óx mjög hratt og ég vil meina að stöðin hafí verið sterkur atvinnu- veitandi frá fyrstu tíð. Sem dæmi má nefna að eitt árið voru tekin 199 skip af stærð og gerð þess tíma, 500 þungatonn og minni, upp í dráttarbrautimar, og auk þess var fjöldi smábáta dreginnjil hlunns á Qörukambana. Allt þetta, smátt og stórt, þurfti sína þjónustu og skap- aði mikla vinnu. Þá má ekki gleyma byggingu flugstöðvar og flugskýlis á Akureyri, uppsetningu dráttar- brauta og gerð hafnarmannvirkja á athafnasvæði Slippstöðvarinnar, og byggingu sendistöðvar á Vaðla- heiði. Einnig leyfí ég mér að benda á að nýsmíði báta í Slippstöðinni var ekki að byrja á árunum fyrir 1970, enda voru strandferðaskipin nýsmíðar númer 32 og 33 hjá fyrir- tækinu. Þá er vert að geta þess að 280 manns störfuðu í stöðinni und- ir minni stjóm, þegar flest var, sem er ívið meira en í dag. Hvað fjárhagsstöðu fyrirtækisins varðar þá leyfí ég mér að vitna í bókina Skapti í Slippnum, sem út kom hjá Skjaldborg 1985. Um smíði strandferðaskipanna segir þar: „Ekki hafði fengist að semja um smíðakostnaðinn í erlendum gjald- eyri, svo að vegna hinna miklu gengislækkana krónunnar varð að gera umtalsverða bakreikninga, sem ekki lá á borði hvort og þá hvemig greiddust. Byggingamefnd skipanna, skipuð 5 mönnum, var ekki alltaf samstiga né þá úrskurð- arrösk viðskipts. Olli þetta töfum. Fengist það bætt? Seinna atriðið skipti ekki sköp- um, en var til leiðinda. Fyrra atriðið olli miklu. Skapti telur að það hafí valdið verulegum hluta fjármagns- þrengsla Slippstöðvarinnar, því auðvitað var rýmun krónunnar allt- af langt á undan þeim greiðslum, sem ríkið innti af hendi. Hann vek- ur athygli á, að hefði ríkið samið við erlenda skipasmíðastöð um smíði skipanna, hefði það auðvitað orðið áð semja á grundvelli erlends gjaldeyris og greiða jafnóðum smíðakostnað í þeim gjaldeyri, en ekki með fallinni krónu, sem væri svo bætt upp síðar að hluta í besta falli. Erlend skipasmíðastöð hefði ekki verið neydd til eins konar út- lánastarfsemi í bráð eða lengd eins og Slippstöðin varð að sæta. Hver fjárhagsvandi Slippstöðinni var af þessu virtjst bankavaldið né ríkisvaldið ekki skilja eða vilja skilja. Hugtakið verðtrygging nán- ast bannhugtak um þessar mundir." (Bls. 179-180.) Það erlent tilboð, sem þótti hag- stæðast í skipin, var frá Hollandi. Gert var ráð fyrir að skip frá inn- lendri stöð mætti vera 10% dýrara en erlent til að réttlætanlegt væri að smíða það innanlands. Þegar allt var talið (samningur, gengis- fall, aukavinna og -efni og fyrr- nefnd 10%) virtist sem Slippstöðin hefði, undir smíðalok, mátt krefjast 209 milljóna króna fyrir allt verkið, en bygginganefnd skipanna hafði greitt 176 milljónir inn á samning- inn. Mismunurinn er því 33 milljónir króna. Þetta varð að skoða í ljósi þeirra staðreynda að aðalgalli smíðasamningsins var sá að gengis- fellingar fengust ekki bættar sem skyldi. Það er skoðun mín að hefðum við, gömlu stjómendur Slippstöðv- arinnar, fengið þá fyrirgreiðslu og það fé, sem veitt var inn í fyrirtæk- ið strax og búið var að vísa okkur á dyr, hefði verið hægt að sleppa með allt að 20% færri vinnustundir í seinna strandferðaskipið og rökstyð ég það meðal annars með því að benda á að okkur tókst, er við smíðuðum fyrstu stálskipin, Sig- urbjörgu og Eldborgu, að ná verulegum árangri í spamaði tíma. Notaðar voru álíka margar vinnu- stundir í þau skip, þó var Eldborg, sem smíðuð var á eftir, 550 tonn, en Sigurbjörg 335 tonn. Raunin varð hins vegar sú að notaðar voru fleiri vinnustundir í seinna strand- ferðaskipið en það fyrra og verður það að teljast mjög óeðlilegt þar sem um skip sömu gerðar var að ræða. Þó ekki hafí tekist betur til með samninga og tímaáætlun við smíði strandferðaskipanna en raun varð á, var það alltaf skoðun mín, og er enn, að sú ákvörðun ríkisstjóm- arinnar að láta smíða skipin innanlands, hafi verið íslenskum iðnaði mikils virði, þjóðinni sönnun þess hvers íslendingar voru megn- ugir, og því nauðsyn. Ef íslendingar Skapti Áskelsson „Þó ekki hafi tekist betur til með samning-a o g tímaáætlun við smíði strandferðaskipanna en raun varð á, var það alltaf skoðun mín, og er enn, að sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að láta smíða skipin innan- lands, hafi verið íslenskum iðnaði mikils virði.“ gætu ekki smíðað sín skip sjálfír, og haldið þeim við, vantaði stórkost- lega á að þeir hefðu vald á eigin sjálfstæði. Ég hef stundum leitt hugann að því hver munur var á þegar fyrstu starfsmenn Slippstöðvarinnar komu í fjöruna við gömlu dráttarbrautina Athafnasvæði Slippstöðvarinnar hf. á Akureyri um 1970, er Skapti hætti störfum lyá fyrirtækinu. f SJjörnubíó sýnir „I ferlegri klípu“ STJÖRNUBÍÓ hefur hafið sýn- ingar á grín- og spennumynd sem nefnist „í ferlegri klípu" með Michael Keaton, Rae Dawn Chong og Meat Loaf í aðalhlut- verkum. Leikstjóri myndarinnar er Roger Young. Myndin fjallar um Harry Berg Michael Keaton, Rae Dawn Chong og Meat Loaf í hlutverk: um sínum i mynd Stjörnubíós „I ferlegri klípu“. sem er blankur, skuldugur og frá- skilinn. Þegar fyrrverandi eigin- kona hans, Hilda, biður hann að sækja pakka heim til sín grunar hann- að hún hafí ekkert gott í hyggju enda þegar Harry kemur þangað finnur hann auk pakkans afskorinn fingur á eldhúsborðinu og lík í kústaskápnum. Innihald pakkans er dýrmætt og það eru margir sem vilja komast yfír það, en þá reynir á útsjónarsemi Harrys að komast undan, segir í frétt frá kvikmyndahúsinu. í maí 1952, ráku niður tréhæla í malarkambinn, slógu saman búkka, stilltu planka á — og þar var kom- in vinnuaðstaða og verkstæði, verkfærakistan staðsett þannig að til hennar næðist. Við slíkar að- stæður, og oft andstæður, hefði ekki náðst að byggja Slippstöðina til þeirra möguleika og getu sem þar er fyrir hendi í dag, ef hugs- uðir eða hugsjónamenn hefðu ekki staðið þar að verki. Nú er það svo að þeir, sem hafa frumkvæðið, og stíga fyrstu skrefín fram á við, gera stundum mistök, hinir sem ekkert gera, sleppa. Það kemur sjálfkrafa. Kannski er það táknrænt að það voru einstaklingar sem höfðu fyrstu hugmyndir um stofnun Útgerðarfé- lags Akureyringa. Þeir Tryggvi Helgason, sjómaður hér í bæ, og Steingrímur Aðalsteinsson, verka- lýðsleiðtogi og þingmaður Akur- eyringa. í fyrstu fengu tillögur þeirra félaga ekki hljómgrunn hjá ráðamönnum bæjarins. Enda báðir mennimir sagðir kommúnistar! Ýmsu var borið við. Ekki var talið hentugt að gera togara út frá Akur- eyri vegna Qarlægðar á góð físki- mið, ekki væru til brúklegir sjómenn, enginn kynni að stinga vír. Ég man að Tryggvi sagði einu sinni: „Það rak hval í dag. Helgi Pálsson tók sig út úr röðum sjálf- stæðismanna og ætlar að leggjast á sveif með okkur." Sem hann og gerði og varð hvað harðastur í sókn. Það rann í gegnum hug minn þegar ég sá Sléttbak sigla frá bryggju Slippstöðvarinnar fyrir skömmu, eftir að honum var breytt, að gaman hefði verið ef þeir þre- menningar, Tryggvi, Steingrímur og Helgi, hefðu verið komnir og séð hið fríða skip. Þeirra var_ fyrsta hugsun og visir að stofnun Útgerð- arfélags Akureyringa, og þá um leið tilkoma þessa glæsilega far- kosts. Fart og fasón eins og best verður á kosið eftir lengingu. Steingrímur og Tryggvi fylgjast með fréttum og sjá myndir, sem alltaf flytja sannar fréttir. Kannski horfír Helgi á úr §arska. Að hægt var að framkvæma jafn flóknar og margslungnar breyting- ar á Sléttbak í Slippstöðinni er að þakka minni hlutdeild að uppbygg- ingu hennar. Eftir að Útgerðarfélaginu hafði verið úthlutað öðrum togara á sínum tíma, var ákveðið, að Guð-, mundur Jörundsson, þá búsettur á Akureyri, fengi togara. Þá taldi Ólafur Thors, forsætisráðherra, ekki ástæðu til að Akureyringar fengju annan togara. Vildi hann því hætta við að láta Útgerðarfélagið hafa skip númer 2. Þá fór Steingrímur Aðalsteinsson ásamt Tryggva Helgasyni á fund Ólafs og krafðist að staðið yrði við og staðfest úthlutun á skipi 2, sem var Svalbakur. Kaldbakur kominn áður. Það var sérstakt lán sem fylgdi Útgerðarfélaginu strax við stofnun þess. Mesta lánið var ráðning fyrsta skipstjórans, Sæmundar Auðuns- sonar, sem þjálfaði mannskap, kenndi allt verklegt, bæði til lands og sjávar, frábær og farsæll í öllu starfí. Hann ýtti úr vör með dug og djörfung. Árin 1955 og 1956 gekk illa með rekstur félagsins, svo illa að það þótti álitamál í bænum hvort halda skildi rekstrinum áfram eða leggja upp laupana. En sem betur fer var ákveðið að halda áfram, og stærst- an hlut í þeirri ákvörðun tel ég að hafi átt Jakob r'.fmannsson, kaup- félagsstjóri. Kannski var það stærsti hluturinn sem hatii. gerði til góðs að lána Gísla Konráðssur starfsmann KEA, til Útgerðarfé- lagsins um óákveðinn tíma — en Gísla hefur enn ekki verið skilað. Mörgum finnst það óviturleg fjárfesting af hálfu bæjarins að taka þátt í endurreisn ÚA. Það sama var upp á teningnum er Akur- eyrarbær lagði hlutafé í Slippstöð- ina. Hvernig væri atvinnuástandið í bænum án þessara fyrirtækja í dag? Höfundur vareinn stofnenda Slippstöðvarinnar hf. & Akureyri og frarnk væmdastjóri itennar frá upphafi til 1970.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.