Morgunblaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987 Sigurður Nordal um 1918. samt fundizt eitthvað skorta á, að tilgangi lífsins væri náð. Eftir því sem eg hef vitkazt, hef eg fund- ið betur og betur, að eg vissi ekki neitt og hefði nauðalítil skilyrði til þess að vita neitt með vissu um upphaf, eðli og stefnu þeirrar tilveru, sem mitt litla líf er runnið upp úr og partur af. Allt í tilverunni er okkur gáta, frá smæsta duftkorni til sjálfrar Vetrar- brautarinnar, efnið jafnt og andinn, hið dauða sem hið lifanda. Engar skýringar vísindanna ná til kjarna þess viðfangsefnis. Þær eru ekki nema fitl við að þekkja hism- ið. Síðan taka meira óg minna þokukenndar getgátur við. Það er ekki víst, að við kunn- um aimennilega að spyija, hvað þá að svara. Og hvernig ætti þá hver einstök mannvera að geta gert sér ljóst, hvers vegna hún er orðin til, hvert er hlutverk hennar í þessari óskiljanlegu heild, hvað hún er fyrir tilver- una og á að vera fyrir sjálfa sig og aðra? Og samt er það svo undarlegt, að einhver eðlisnauðsyn virðist knýja okkur til að glíma við þessa óræðu gátu tilverunnar eða að minnsta kosti gátu okkar eigin tilveru. Það þykist eg sjálfur hafa reynt. Ef eg löngum tímum saman hef iátið annríki, ónæði og þreytu fenna svo yfir mig, að eg hef misst meðvitundina um hið furðulega ævintýri lífsins, hefur mér fundizt eg týna sjálfum mér. Það eitt út af fyrir sig að spyrja og undrast virðist eiga tilgang og laun í sjálfu sér, þótt ekkert svar né skilningur sé í aðra hönd. Gakktu út að kvöldi til, sökktu sjón og huga andartak í djúp næturblámans og glitrandi stjörnugrúann, og finndu til smæð- ar þinnar. Horfðu inn í augu barns á fyrsta ári, þegar það fellur í stafi yfir einhveiju, sem þér er fyrir löngu farið að þykja hvers- dagslegt, og minnstu, hvað þrátt fyrir alla smæð þína er merkilegt að vera manneskja og ekki stokkur eða steinn. Líttu í kringum þig, á sólskin á hvítum snjó eða dögg á grænu grasi, á skýin og fjöllin eða jafnvel á sölnaða móa í haustrigningu, og hugsaðu þér, að á morgun ættirðu að deyja og ljós augna þinna að slokkna fyrir fullt og allt. Mun þér þá ekki finnast sem þú hafir hing- að til gengið blindandi um þessa dásamlegu jörð? Þú ert að vísu engu fróðari né meiri spekingur eftir svona augnablik. En er það samt ekki eins og þú hafir dregið að þér hreint fjallaloft eftir að hafa lengi verð byrgður inni í dimmum og loftlausum fanga- klefa? (úr „Líf og dauði“) Tími og peningar Eg kann ekki að telja allar þær höfuð- syndir, sem drýgðar eru hér í bæ, hvort þær eru sjö eða enn fleiri. En tvær vil eg nefna, einmitt þær tvær, sem smáþjóð má einna sízt drýgja: illa meðferð á fé og tíma. Þess- ar tvær syndir eru að sumu leyti hliðstæðar, og að sumu leyti býður hvor annarri heim. Þær má báðar að miklu leyti rekja til hins sama: að íslendingar kunna enn ekki að lifa borgarlífi, þeir eru hálfgerðir sveitamenn, sem fluttir hafa verið úr því umhverfi, sem sveitavenjur eiga við. íslendingar hafa alla tíma verið óvenju- lega eyðslusöm þjóð í hlutfalli við efni sín. Það hefur ekki komið fram í því, að þeir eyddu meira en aðrar þjóðir, því að til þess hafa þeir ekki haft nóg handa á milli, heldur í hirðuleysi um verðmæti þess, sem þeir fái fyrir féð. Þessu veldur m.a. það ímyndunar- leysi, sem er fábreyttu umhverfi að kenna. I stórborg er um svo margt að velja, hægt að veita sér svo margt fyrir peninga, að það gerir menn aðgætna. Ef Reykvíkingar stýra peningum, hættir þeim við að hugsa eins og Gröndal iætur Þórð í Hattardal segja, þegar þeir Eggert senda Odd í Félagsgarði með gullpeninginn sinn í bæinn: „Kauptu bara eitthvað! Kauptu einhvern andsko- tann!“ Það er oft engu líkara en fólki liggi svo lífið á að eyða og spenna, undir eins og það kemst í álnir, að það fari með pen- inga eins og drukkinn sjómaður, sem kemur í höfn eftir útivist á Kyrrahafi. Það spillir með því ekki aðeins fénu, heldur heilsu sinni og tíma, viti og sóma, fórnar framtíð barna sinna með því að ýta und'r hegómaskap þeirra og láta eftir hvetjum heimskuduttl- ungi. Hvergi á byggðu bóli held eg það sé tíðara, að hlægilega lítill auður verði að hörmulega stórum meinum. Sama ímyndunarleysið og skammsýnin kemur frma í meðferð tímans. í erlendum stórbæjum hafa starfandi menn lært margt af langri reynslu borgarakynslóða: sam- keppnin er hörð, nógu að sinna, morgunn kemur eftir hvert kvöld, tími og starfsorka eru dýrmæt, nágrannarnir eru margir, og lítinn tíma tekur að sjá þá snöggvast. Þess vegna er til dæmis talað um „franskar heim- sóknir", að Frakkar með sína fornu stór- borgarmenningu hafa lært að gera lítil erindi að stuttum heimsóknum. Og áreiðanlegt er, að tímans er að jafnaði því betur gætt sem þjóðir eru stærri, mun miður á Norðurlönd- 63 um en.í Ameríku, Bretlandi og Þýzkalandi. Gestrisni íslendinga er við brugðið frá fornu fari; hún er alltaf falleg, og hún er og var sérstaklega áður fyrr í sveitinni eitt af lífsskilyrðum þjóðar í stijálbyggðu landi. Þar var eðlilegt, að menn þyrftu mat og drykk og oft gistingu eftir langt ferðalag, einatt fágæt tilbreyting að fagna gesti. En of mikið má gera af gestrisninni, t.d. ef maður skýzt til kunningja síns fáár hús- lengdir og sezt þar upp eða er haldið í hann, eins og hann hefði farið heila þingmanna- leið til samfundanna, og borinn er á borð fyrir hann álíka forði og hann kæmi lang- soltinn ofan af Kaldadal. Reykvíkingar hafa sjaldnast húsakynni til þess að láta vinum sínum úr næstu húsum í té uppbúin rúm í gestaherbergjum. En þeir hafa fundið það þjóðráð til að halda gömlum sveitasið nætur- gistinganna að sitja uppi með þeim fram á morgun í staðinn. I öðrum löndum er auð- velt að taka þátt í miklu samkvæmislífi og halda eðlilegum háttum. I Bandarikjunum má heita fastur siður, að menn fari heim úr kvöldboðum á ellefta tímanum. Hér í Reykjavík veit hver maður, sem er morgunn- inn, sjálfsagðasti vinnutími hveijum heil- brigðum manni, nokkurs virði, að hætti hann sér út að kvöldi til, er það sama sem að kasta unganum úr næsta starfsdegi á glæ. Þaulsætni gesta og fastheldni hús- ráðenda er úthverfa hinnar fomu sveita- gestrisni, átakanleg og gerð í góðu skyni eða sakleysi, en vandræðaleg, oft eyðileg og tómleg, því að vel mætti skemmta sér eins vel saman og skrafa allt, sem efni eru til, með því að vera styttra að og leggja sig meir fram. Við birtingu þessa efnis í sunnu- dagsblaði Morgunbiaðsins urðu mistök við uppsetningu tii þess, að nauðsynlegt er að endurbirta efnið hér. Morgunblaðið biður hlutaðeigendur velvirðingar á þessu. J OSS næst þ e g a r þ ú hugsar um skó !!! JOSS \ LAUGAVEGI 101 SÍMI17419 Los Angeles úlpur Litir: Hvítt/svart, hvítt/blátt, hvítt/rautt Verð kr. 5.910,- TOKYO Léttir og liprir skór. Efni nylon/rúskinn. Stærðir 2-1 1. Verðkr. 1.647,- Póstsendum Iþróttahús - íþróttafélög Blakboltar, fótboltar, handboltar, körfuboltar Allar stærðir fyrirliggjandi. Ensku minjagrip- irmrkomniraftur klukkur bangsar konnur [ Klapparstíg 40. Á HORNIKLAPPARST/GS OG GRETTISGÖTU S:11783 JNGOLFS ÓSKARSSONAR HAFÐUALLTÁ HREINU FÁÐU ÞÉR OTDK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.