Morgunblaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 84
84
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987
fclk í
fréttum
Meg náði í Dennis sinn að lokum.
Feríllinn er rétt að
hefjast hjá hinni 26
ára gömlu Meg.
Allskyns bjánalegar uppákomur eru í „Undraferð-
inni“, hér veit Martin Short hreint ekki í hvorn fótinn
hann á að stiga.
MEG RYAN
A ÞROSKULDI
FRÆGÐARINNAR
Meg Ryan er ekki svo ýkja
þekkt nafn og andlitið er ef
til vill ekki nema miðlungi kunnu-
legt. En Meg stendur á þröskuldi
frægðarinnar, hún vakti fyrst at-
hygli í myndinni „Top Gun“ og
hefur styrkt stöðu sína með því að
leika aðalhlutverk í Spielbergmynd-
inni „Undraferðinni" (Innerspace)
sem verður sýnd nú um jólin. Þar
segir frá fómarlambi vísindamanna
sem er gerður agnarsmár og
sprautað inn í taugaveiklaðan af-
greiðslumann. í „Undraferðinni"
leikur Meg kynþokkafullan blaða-
mann sem beitir töfrum sínum á
þann sem er smækkaður, Dennis
Quaid (hvemig sem hún fer nú að
því). Og til að kóróna það, nældi
hún í Dennis þegar tökum á mynd-
inni lauk og hefur leikið á móti
honum í mynd sem ber nafnið D.O.
A.
Auk hennar hefur hún leikið í
tveimur myndum síðan Undraferð-
inni lauk, í annari á móti Sean
Connery. „Síðastliðið ár hefur verið
alger bilun,“ segir Meg, „en ég hef
notið þess. Ég verð að vinna mikið
svo mér líði vel.“ Hún er þekkt án
þess að fólk þekki hana á götu og
reynir að láta sem minnst á sér
bera og forðast veislur þar sem ljós-
myndarar verða til staðar eins og
heitan eldinn.
Meg á nokkrum einingum ólokið
til að ljúka blaðamannaprófí frá
háskólanum í New York en hefur
lagt það nám á hilluna í bili. En
hvað hefur næstum-blaðamaðurinn
um eigin frægð að segja? „Ég hef
ekki þurft að hafa áhyggjur af
áhorfendum, þar sem ég er ekki
sviðsvön. Peningar eða frægð hafa
aldrei haft áhrif á mig, ég hugsa
um að leika í einhverri tiltekinni
kvikmynd, allt annað fínnst mér
óraunverulegt. Ég veit ekki hvernig
fer, ég hef ekki enn öðlast þekkingu
á takmörkunum frægðarinnár. En
nú heillar hún mig.ég hef oft hugs-
að um það hvemig það sé að vera
prímadonna. Ég vona bara að ég
breytist sem minnst."
Martin Short, Dennis Quaid og
Meg sjá fram á farsæl endalok
furðuferðarinnar.
RONNIE BIGGS
Vertu
velkominn heim
Lestarræninginn og pönk-
söngvarinn Ronnie Biggs
sem tók þátt í „lestar ráninu
mikla" og komst undan með fjár-
munina, lifir ennþá sældarlífi í
Brasilíu. Nýlega sótti hann um
innflytjendaleyfi til heimalands
síns, Bretlands og fékk það snar-
lega ásamt skilaboðum um að
ef hann stigi fæti á enska foldu,
yrði hann tekinn höndum og sett-
ur í fangelsi. Þar myndi hann
dúsa það sem eftir væri ævinnar.
Ronnie lifir sældarlifi i Brasilíu
en vill nú heim.