Morgunblaðið - 15.12.1987, Side 19

Morgunblaðið - 15.12.1987, Side 19
vsfit ?.r 3noAaui.cnfl<í mcrA,rawuoflOM Bí MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987 7.9 valsstaða, sem stendur til 13. desember. Hann sýnir þar 111 myndverk í olíu, akryl, vatnslit og pastel — að langmestu leyti landslagsminni, sem hann hefur fest á ljósmyndafilmu á ferðum sínum. Hér virðist það skipta öllu máli fyrir gerandanum að gera hlutinn vel, koma honum í fagran búning og beita í einu og öllu sem vand- virknislegustum vinnubrögðum. Hér skiptir það einnegin sköpum að finna og túlka viðfangsefnin á sem sannverðugastan hátt. Þetta tekst Hauki Clausen með sóma, þótt engan veginn jafnist hann á við meistara sinn, Asgrím Jónsson, sem hann dáir allra íslenzkra málara mest. Eðlismunurinn á Hauki og Ás- grími er sá, að Ásgrímur var at- vinnumálari með mjög þroskaða skynjun fyrir viðfangsefnum sínum og innri lífæðum þeirra — fyrir hon- um var hver einstök mynd innri lifun og samkennd með náttúrunni. En Haukur er leikmaður, em öðru frem- ur lætur heillast af ytri byrði landslagsins í björtu og fögru veðri og nær hér snotrum og virðingar- verðum árangri þegar best lætur. Einkum er hann vinnur hreint og einfalt eins og í myndunum „Kvöld- sól á Lómagnúp" (11), „f Gilinu" (32), „í Gjánni" (61), „í Laugardal" (71) og „Kvöldsól á Lómagnúp" (101). PV-O^ÖSP ÖÖ PIOIMEER HUÓMTÆKI Lítið skýjafar Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Jóhannes R.Snorrason: Skrifað í skýin. Minningar III. Útg. Snæljós sf.1987 Það er kunnara en frá þurfí að segja, að við íslendingar erum mik- ið gefnir fyrir að rifya upp endur- minningar okkar og gefa þær út. Eins og ég hef margsinnis Vikið að áður, slíkar ævisögur á ekki að taka alltof bókstaflega. Því að minnið er brigðult og'við sjáum atburði í öðru ljósi, að þeim löngu liðnum, en meðan þeir eru að gerast. Margar af þeim ævisögum, sem eru gefnar út eru góð bókmennta- verk og fullar af fróðleik og skemmtilegum lýsingum, sem er gagn og gaman að lesa. Sá sem ákveður að skrifa ævisögu sína verður án efa að glíma við ýmsar hugsanir, bæði áður en verkið er hafið, eftir á og kannski ekki sízt eftir að það_hefur komið fyrir al- menningssjónir á bók og hlotið umfjöllun, sem getur verið svona upp og ofan. En ákveði menn að skrifa um sjálfan sig, verður lesandinn líka að fá að gera ákveðnar kröfur til ritara um einlægni og hreinskilni. Ég á ekki við, að það sé nauðsyn- legt að segja allt. En það verður að gefa af sjálfum sér. Ella verður þetta þurr frásögn. Skýrsla, sagði ég víst um annað bindi Jóhannesar Snorrasonar, flugstjóra. Og skýrsla er hér á ferð, þó að hún sé snöggt- um læsilegri en næsta bindi á undan. Jóhannes Snorrason er samt of varfærinn og frásögn hans er hrein- lega of ópersónuleg og stirð til að vekja verulegan áhuga. Það er frá ýmsu sagt, ótal flugferðum, þar sem gengið hefur á ýmsu. En vekur einhvern veginn ekki áhuga. Jóhannes Snorrason Kannski gætu einhvetjir .fært þetta í snjallari og litríkari búning, þetta verður meira eins og upptalning. Ágætar landslagslýsingar eru eins og í bindi tvö, nokkuð fyrirferðar- miklar og töluvert um laxveiðifrá- sagnir. Jóhannes Snorrason verður án efa í hópi þeirra sem verða taldir miklir afreksmenn,framsýnir og snjallir, þegar úttekt verður gerð á flugmálum hjá okkur á faglegan máta. Hann var óvenjulega farsæll og dáður í starfí og áreiðanlega að verðleikum. Æviminningar slíks manns ættu að vera forvitnilegar að mörgu leyti, en hér hefur Jóhannes ekki gert sömu kröfur og í flugstjóm- inni. Hann hefur ekki gefíð nóg af sjálfum sér. Og hann teygir lopann um of. Mér fínnst ástæða til að nefna að kaflinn um það er Jóhannes og félagar hans flugu gamla Gullfaxa til Suður Afríku var þekkilegur af- lestrar, að mínu viti. KENWOOD ÞAÐ VERÐUR ENGiNN FYRIR VONBRIGÐUM MEÐ KENWOOD HEIMILISTÆKIN Rafmagns- og steikarpannan frá KENWOOD er naudsynleg í hverju eldhúsi Heimihs- og raftækjadeild Fullkomin viðgeröa- og varahlutaþjónusta E TIL JÓLAGJAFA Pennasett • Pennastatíf • Töfl • Servíettur • Leikspil • Allar jólabœkurnar • Hnattlíkön • Jólakort • Vönduö tréleikföng • Tölvuspil • Kerti • Skrifborösmottur • Jólapappír • Spil • Jólaskraut • Slaufur og boröar • Merkimiöar • Kertagíös • Skjalatöskur • Óróar • O.m.m. fl. Meö nyjungarnar og nœg bilastœöi Síöumúla 35 — Sími 36811 GJOFIN SEM KEMUR EIGINMANNINUM ÁÓVART NILFISK DÖNSK GÆÐI Framtíðarryksugan sem þoiir allan samanburð. Síung og spræk, löngu eftir að aðrar hafa gefist upp. Góó kjör-GreióslukDrtaþjónusta NILFISK GS 90 >FQniX engin venjuleg ryksugH hatuni6a simm9U2442o

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.