Morgunblaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987
57
Eurovision og
niorfín-inúsíkin
eftir Hallgrím
Helgason
Söngvakeppnin í Briiselles,
Evrovision, var góð tíðaranda-
upplýsing: svo margar þjóðir, svo
lítil tilbreyting, sama hugsun (eða
hugsanaskortur), sama eða nauð-
alík tilfinningatiltekt hjá öllum.
Reyndar hefði ég í dómnefnd gef-
ið íslenzku, frönsku og þýzku
lögunum miklu fleiri stig en raun
varð á. Mælisnúra niðurstöðu virð-
ist hafa verið flatbotna formúla
popp-iðnaðar, sem hvorki tekur
tillit til góðrar lagmyndunar,
hljómsetningar né hljóðfallstil-
breytni.
Arangur af allri fyrirhöfninni
með hundruð milljóna tilkostnaði
verður svo sá, að ekkert laganna
á eftir að lifa (verða evergreen),
nema máske það íslenzka; en það
fór ekki troðnar slóðir hins al-
heimsspannandi popps (var í
rauninni sönglega lýrískt).
Einnig texti íslenzka lagsins
skar sig úr. Þar var skírskotað til
hljóðleika, hófstillingar, kyrrðar,
ekki rokið upp með brauki og
bramli, harki og háreysti, eins og
yfirleitt rokk-músík gefur tilefni
til. Að þessu leyti var íslenzka lag-
ið í sérflokki.
Okkar samtíð hneigist of mikið
af hávaða-framleiðslu, einnig á
músík-sviði. Með rafmögnun eru
engin takmörk fyrir því, hve sterk
getur orðið glymjandi í rokk-
músík-hópi. Við skynjun yfir-
„Fjölmiðlar hafa gert
sig seka um að ota þess-
ari deyfilyfja-músík of
ákaft að hlustendum og
lesendum og kenna
hana jafnvel við LIST,
en það er líkast því að
nefna guðsorð í
helvíti.“
spennts styrkleika verður hún
sársauka-valdur, en þá er skyn-
færi háski búinn. Dæmi hérlendis
sýnir, að hljóðhimna getur sprung-
ið, svo að blóð seitlar niður vanga.
Þetta er þó aðeins ytra hættu-
merki gagnvart líffærakerfi.
Iskyggilegri er hinsvegar sú
hlið, sem að taugabyggingu snýr.
Hljóðrænt offlæði áreitis veldur
sljóvgun. Það leiðir ekki aðeins til
minnkunar á virkni skynfæris,
heldur einnig til skaðsemdar gjör-
völlu taugakerfi og þarmeð allri
verund mannsins. Afleiðingin er
eitt af furðulegustu hrörnunarein-
kennum mannsins: sívaxandi
rénum á heymarskynjun hans.
Þessvegna er nú farið að tala
um líflát skilningarvitanna og
vitna í rokk-músík-forsprakkann
Jimi Hendrix: „Gott fólk, veröldin
er að niðurlotum komin. Ef við
bara getum spilað nógu hátt,
máske getum við alveg eytt
henni.“ Eitt sterkasta eyðingarafl
mannsins er árásargirndin. Sál-
fræðin þekkir tengsl milli háreysti
^ Danskt ^
eðalpostulín!
Handmálað. lagt ekta gullí.
Verð frá:
Lampar með skermi 3.580,-
Skálar 1.475,- og 2.165,-
Borðveikjari 2.060,- og 2.290
Blómavasar 1.175,- 1.466,-
Blómavasar stórir 2.640,-
Takmarkað
upplag!
Póstsendum
um allt land.
RAMMAGERÐIN
KRISTALL& POSTULÍN
HAFNARSTRÆTI19 Sími 11081
Hallgrímur Helgason
og árásargimi: háreysti egnir fram
árásargirni; árásargirni elur á há-
reysti. Ótal dæmi úr rokk-heimin-
um sanna þetta (löngunin til að
bijóta og bramla hvað sem fyrir
er og jafnvel valda likamsmeiðing-
um: eyðileggingarhvötin).
Svo ótrúlegt sem það kann að
virðast hafa nýjustu' vísindarann-
sóknir leitt í ljós, að rokk-músík
verður til þess að í mannslíkaman-
um myndast efni sem likist
morfíni. Morfín verkar sársauka-
deyfandi og örvar stemmningu.
Alkunna er, að við mikið líkams-
álag, og þá líka við sterkan
hávaða, vérða til í líffærakerfinu
verkjastillandi eggjahvítuefni, sem
verka líkt og morfín.
Félagar og liðsmenn í „Heavy-
Metal-Rock“-grúppu hafa í eina
viku í einangrun verið sviptir eftir-
lætis-músík sinni, og að þeim tíma
loknum komu eftirfarandi ein-
kenni í ljós: titrandi hendur, aukin
áreiting og óreglulegur hjartslátt-
ur. Samhliða-athugun í vélaverk-
smiðju sýndi ennfremur, að afköst
höfðu minnkað um fimmtíu pró-
sent hjá því unga starfsfólki, sem
reglulega sótti samkomur hjá „He-
avy-Metal-Rock“.
Allar þessar vísindalegu stað-
reyndir færa okkur heim sanninn
um það hvílík hætta manninum
og um leið öllu samfélaginu getur
stafað af músík-ástundun þessarar
tegundar, hve neyzla hennar getur
orðið skaðsamleg. Fjölmiðlar hafa
gert sig seka um að ota þessari
deyfilyfja-músík of ákaft að hlust-
endum og lesendum og kenna
hana jafnvel við LIST, en það er
líkast því að nefna guðsorð í
helvíti; en list í upprunalegum
skilningi felst í því að leiða fram
eitthvað það, sem með frábærri
fegurð grípur hjarta mannsins,
upplyftir því, göfgar það og mild-
ar, beinir því til hins góða, til helgi
og guðdómsdýrkunar. Svolítið
spor í þessa átt var íslenzka lagið
„Hægt og hljótt“ í Eurovision-
söngvakeppninni í Brussel. Þeirri
stefnubreytingu ber að fagna og
bera fram réttmætar þakkir.
Höfundur er tónskáld.
ASEA Cylinda
uppþvottavélar ★ sænskar og sérstakar
Taka 14 manna borðbúnað og fá hæstu
neytendaeinkunnir fyrir þvott, þurrkun, hljóð-
leika og orkusparnað. Efnisgæði og öryggi
einkenna ASEA. Þú færð ekki betri vélar!
3 /FOniX
HÁTUNI 6A SlMI (91)24420
Vegna mikillar eftirspurnar höfum við fengið aðra sendingu af
1985 og 1986 árgerðum af Opel Ascona, 4ra dyra, LS. Bílarnir
eru allir í mjög góðu ásigkomulagi með 1,61. vél, sjálfskiptingu
og útvarpi m/segulbandi.
Verð frá kr. 465.000 með ryðvörn.
BíLVANGURsf?
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300
VELDU
®TDK
EGAR ÞÚVILT
HAFA ALLT Á
HREINU
VATNSVIRKJANS
15—25% AFSLÁTTUR
Á BLÖNDUNAR- OG HREINLÆTISTÆKJUM
FRAM TIL JÓLA
S> VATNSVIRKINN HF.
ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966
LYNGHÁLSt 3 SÍMAR 673415 - 673416