Morgunblaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987 V eðratími Békmenntir Jóhann Hjálmarsson Steinunn Sigurðardóttir: KARTÖFLUPRINSESSAN. Iðunn 1987. Kartöfluprinsessan eftir Stein- unni Sigurðardóttur er að því leyti ólík fyrri ljóðabókum hennar að nú er meira ort um náttúruna en áður, landslagið gerist áleitið við ljóð- myndina. Fyrstu ljóðabækur Stein- unnar beindust einkum að manninum og mannlegum við- brögðum, en í Verksummerkjum (1979) fór náttúran að láta til sín taka, að minnsta kosti sem baksvið þankanna. Á suðurleið með myndasmið og stelpu heitir ljóðaflokkur í Kartöflu- prinsessunni. Flokkurinn lýsir bílferð yfir Hellisheiði og öllum þeim undrum landsins sem taka við eftir að Kömbum sleppir: Fjöllin í hringjum og jöklar í bungum marsera hálfköruð ffarn i sjóndeildarhring og eitt tekur við þar sem annað endar. Það sem ekki sést það er ekki til. Ljóðaflokkurinn sem er í eðli sínu gáskafullur og dálítið kæringarlaus þrátt fyrir upphafninguna sem landið kallar fram fær skáldið til að gefa yfirlýsingar, báðar við hæfí. Hin fyrri hljóðar svo: „Ég þarf ekki að elska mitt land/ en ég geri það samt." Og hin síðari er svona: „Ég vil ekki. sjá að elska mitt land/ en því ekki það.“ Á suðurleið með myndasmið og stelpu dregur upp mynd þeirrar hátíðar og helgi sem landið þrátt fyrir allt er, en með aðferðum hins dæmigerða hversdagsljóðs og tal- aða ljóðs. Þetta er ljóðstíll sem Steinunn Sigurðardóttir hefur á valdi sínu og hefur oftar en einu sinni gripið til með góðum árangri. En það eru fleiri ljóð í Kartöflu- prinsessunni og ekki öll með sama sniði. í fyrsta hltfta bókarinnar, Tvöþúsund steinum, er ort um ást- ina í senn á ljúfsáran og kald- hæðnislegan hátt. I einu ljóðanna er hann ávarpaður sem tengist út- máðu landslagi æskunnar, þeirri klöpp sem eftir að hún var sprengd er orðin tvöþúsund steinar dreifðir um ókunnug holt. „Mér endist ekki ævin til að syrgja þig að verðleik- um“ er dómur hennar og upp er stunið í lok ljóðs: „Ó að ég mætti endurfæðast/ til þess eins að gráta þig.“ Þetta ljóð og fleiri í fyrrnefndum hluta minnir á ljóðin í Tímaþjófín- um, skáldsögu Steinunnar sem er að stórum hluta í ljóðum. Veðr- atími, annar hluti bókarinnar, er aftur á móti dæmigerðastur fyrir þá stefnu sem ljóð Steinunnar hafa tekið að undanförnu, þ.e.a.s. fjalla meira um sveit en borgarumhverfí. Hæðir, hólar og dalur verða ágeng- ari en malbik og götuljós. Og það er mikið ort um árstíðir og veður. En það er síður en svo að Steinunn gleymi hinni mannlegu hlið þar sem hún hvílir í faðmi náttúrunnar. Haustverk hefst til dæmis á þessum orðum: „Haustin eru tími litanna sem varpa sér yfír landið en gleym- um ekki að það er líka á haustin sem menn drepa kærustur sínar." Áður er getið þriðja hluta, Ijóða- flokksins Á suðurleið með mynda- smið og stelpu. Fjórði hluti og hinn síðasti er samnefndur bókinni. I lokaljóðinu hefur kartöfluprinsess- an sjálf orðið: „Ormar mega allt, svona kaldir og blautir." Ljóð henn- ar verður að teljast einkennilegt, í því er svartari húmor en yfírleitt í ljóðum Steinunnar, kátína Ijóðsins og háð beiskara en við eigum að venjast. En óneitanlega er vel ort. Steinunn Sigurðardóttir Kartöfluprinsessan er í heild sinni til marks um að ýmsir vindar blása í ljóðagerð Steinunnar Sigurð- ardóttur. Þar eiga sér stað átök og þar er stundum jafnvægi. Það er við hæfi að taka undir með Stein- unni í Heilsárs morgunljóði: Morgunninn lofar góðu án þess að láta nokkuð uppi um daginn sem fer í hönd. Það er mannlegt að binda vonir við hnöttinn rauða þegar hann gægist framundan fjallstindi. Kolringlaður af syfju, glóandi af áhuga um leið. Það er í eðli okkar að undrast áframhald skýhnoðranna á óskipulegri ferð milli höfuðátta þvers og kruss. Á hvaða leið þeir eru. Ónýt spuming. Við fylgjum þeim eftir. I faðmi fjallanna Bókmenntir Jenna Jensdóttir Ingebrigt Davik. Sumar á Brattási. Myndir: Oddbjörn Monsen. Þýðandi: Kristján frá Djúpalæk. Bókaútgáfan Skjaldborg 1987. Hún er handa öllum sagan um norska drenginn Tómas, sem fer með móður sinni úr ys og þys borg- arinnar til afa og ömmu á Brattási í Fjarðarbyggð. Þar eyðir hann sumrinu í faðmi stórbrotinnar nátt- úru. Fræðist um gamla tímann og búskaparhætti og kemst í náin kynni við öH venjuleg húsdýr, auk þess geitur, svín, gæsir og kanínur, svo eitthvað sé nefnt. 011 sveitastörfin sem unnin eru við örðugar aðstæður í hrikalegu umhverfí gróðursælla fyalla eru Tómasi í senn undrunar- og áhuga- efni. Af lífi og sál fylgist hann með öllu sem gerist og verður góður vinur margra dýranna, þótt kynni yið sum þeirra séu ótta blandin í fyrstu. í beijaferð fínnur Tómas mauraþúfu og horfír á innbyrðis áflog mauranna. Sykurmoli sem hann hendir til þeirra sortnar og eyðist. Nánust verða kynni hans af geitunum. Ein þeirra borða hrútaber úr lófa hans er hann býð- ur henni þau. Geitin Dokka verður besti félagi hans og gengur við hlið hans er hann rekur hópinn heim í kofa. Sumardvölinni lýkur. Það er erfitt að kveðja, einkum Dokku. Bók þessi hefur aðdráttarafl. Þar ber ýmislegt til. Einstaklega skemmtilegar Ijósinyndir prýða heilu síðumar og gera lesanda sam- ferðamann Tómasar í óeiginlegri merkingu. Frásögnin af kynnum Tómasar við dýr og menn og um- hverfí einangraðrar fjallabyggðar er lífleg og áhugavekjandi. Hvers- Kristján frá Djúpalæk dagsleikinn birtist á vönduðu og kjamgóðu máli. Letrið er stærra en almennt í bamabókum. Aftast í bókinni eru þijú ljóð og nótur með. Fyrsta ljóðið Kibba er eftir höf- und sögunnar og lagið einnig. Móðir Tómasar syngur það fyrir hann á kvöldin á Brattási. Ljóðin Búkolla og Folaldið mitt eru eftir þýðanda sögunnar, Kristján frá Djúpalæk og lögin eru eftir Magnús Pétursson og Heiðdísi Norðfyörð. Skoðanir geta verið skiptar um það hvort bæta eigi við ritverk ann- arra eins og hér er gert, hvað sem því líður sóma ljóð Kristjáns sér vel og hæfa öðru efni. Bókin er sérlega falleg og vönduð í útgáfu. Láttu brimlöðrið ýfa á þér fiðrið! myrkrið skellur Stuttar sögur Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson ísak Harðarson: ÚTGANGA UM AUGAÐ LÆST. Svart á hvítu 1987. Ljóð ísaks Harðarsonar em mótuð af stefnu sem orðið hefur áhrifamikil í íslenskum samtíma- bókmenntum og einkennist af orðaleikjum og gálgahúmor. Um- fram allt má hátíðleikinn ekki taka völdin. Betra er að vera kaldrifjað- ur og ekki síst fyndinn. ísak er líka meðal þeirra fáu skálda sem iðka konkretisma, en sú stefna er fólgin í því hjá ljóð- skáldum að setja texta upp líkt og mynd, láta uppsetninguna sjálfa spegla það sem skáldinu er efst í huga. Dæmi um þetta í Út- göngu um augað læst er hinn eilífí vikivaki þar sem setningin „get ekki að því gert hvemig líf mitt streymir" flæðir um alla síðu 71. Útganga um augað læst er fímmta ljóðabók ísaks Harðarson- ar, hinar eru Þriggja orða nafn (1982), Ræflatestamentið (1984), Slý (1985) og Veggfóðraður óend- anleiki (1986). Nýjungagimi og fersk skynjun teljast meðal kosta ísaks Harðarsonar. En nokkuð ber á því að hann yrki íþróttarinnar vegna, hafí í rauninni ekki frá svo mörgu markverðu að segja. í síðari . hluta bókarinnar, Tvíbýlið augað. er ljóðaflokkurinn Dagsetningar. í honum er 16.00: myrkrið skellur á myrkrið skellur á mig! Þetta fer ekki illa í því sam- hengi þar sem það stendur, en er ósköp rýrt. Svo er því miður um fleira í Útgöngu um augað læst. En ísak Harðarson ber að lofa fyrir að hann tileinkar sér vönduð vinnubrögð, fágar ljóð sín og sverfur. Fyrri hluti bókarinnar nefnist Bók úndúlatans. Orðaleikir og út- úrsnúningar em víða kennimark þessara ljóða, en stundum rekst lesandinn á ljóð sem miðla ákveð- inni reynslu og em um leið eins konar stefnumörkun skáldsins í samtíð sem það metur varla mik- ils. Eitt þessara ljóða er Inni: ekkert: oið án gráðugs tilgangs sleppa fá ósködduð gegnum rifjám þeirra þessa yfirlýstu kvöldstund allt er upp lýst án skugga gott að eiga tré í sjávarþorpi fljúga út á klappimar síðia kvölds finna grenjandi storminn og brimlöðrið ýfa á sér fiðrið síðan heim aftur kveikja á sjö kertum gegnt logandi arninum og bera ekki ábyrgð á neinu nema sálu sinni ísak Harðarson ekkert: þeir auglýsa námskeið í fullkominni hegðan boða stöðluð vængjatök og höfuð læst eintómri þekkingu —ég ætla ekki að fara í þessu ljóði em viðbrögð skálds við heimtufrekri og ómannúðlegri samtíð, hinu innihaldslausa og staðlaða í lífi margra. Þegar ísak hefur eitthvað að segja, á brýnt erindi við lesandann, nær hann eftirminnilegum árangri. Þetta gerist einkum í lengri ljóðunum sem em eilítið frásagnarleg. Fyrr- greint ljóð er til vitnis um það og líka hvíslarinn sem á óvenjulegan hátt dregur upp mynd fjölskyldu- foður, „heiðskíra pabba“. ísak Harðarson er nú þar stadd- ur í ljóðagerð sinni að hann hefur margt lært, en þarf að hu'gsa vel sinn gang hvað framhaldið varðar. Bókmenntir Erlendur Jónsson Haraldur Magnússon: ÖSPIN OG ÝLUSTRÁIÐ. Smásögur. 168 bls. Skuggsjá. 1987. Þijátíu og þijár em sögurnar í þessari bók. Því er hver saga aðeins tæpar fimm síður að meðaltali. Sum- ar em lengri, aðrar skemmri, allt niður í tvær síður. Vandasamt er að semja svo stuttar smásögur ef hver um sig á að innihalda raun- vemlega sögu'. Allt er þó hægt. En fleira vakir fyrir höfundi en að segja sögu. Stundum er hann t.d., virðist mér, að koma á framfæri sannindum sem honum em hugleik- in; áliti, skoðunum, viðhorfum. Þannig fær skólakerfið sinn skammt í fyrstu sögunni. Tveir heimar heitir hún. »Margt þeirra ungmenna, sem lenda í slíkri hringiðu, fara ófarir, missa kjarkinn í lífsbaráttunni og verða aldrei að þeim mönnum, sem þau annars hefðu orðið, hefðu þau fengið eðlilega meðhöndlun í fram- haldsskólunum.« Gæti þetta ekki eins sómt sér í ritgerð? Næsta saga heitir Gauksunginn. Hana hygg ég eigi að skilja sem dæmisögu. Og svo gr um fleiri. Víðar er bent á hliðstæður í dýraríkinu. Tófan og veiðimaðurinn sýnir fram á hringrásina í náttúmnni: hvernig einn lifír á öðmm. Síðasta sagan, Litla jólatréð, sem er ekki beint jóla- saga, tekur dæmi af tijánum í skóginum. Að öðm leyti er það saga af ríka, vonda manninum sem tekur sinnaskiptum og verður góður og gjafmildur. Upplýst er í kápuauglýsingu að höfundurinn sé hálfsextugur, Norð- lendingur að uppmna. Hann kann að hafa sinnt ritstörfum lengi þó hljótt hafí farið og telst þá varla til Haraldur Magnússon byijenda. En sá er háttur fullorðinna og ráðsettra að fara varlega af stað fremur en geyst. Og svo er um höf- und þessara sagna. Hann slær ekki um sig til að vekja á sér athygli. Sýnilega hefur hann íhugað gaum- gæfilega efni hverrar sögu. Minna fer fyrir tilþrifum. Sem heild þykir mér bókin vera of dauf. Mörg sagan er eins og rammi utan um lífssannindi sem höfundur er að velta fyrir sér. Og það kunna allt eins að vera gömul og viðurkennd sannindi sem vekja þá ekki lengur spumingar; hræra ekki upp í huga neins. I stuttu máli: sögumar hafa laglega áferð og búa yfír góðum hugmyndum en skortir lit og líf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.