Morgunblaðið - 15.12.1987, Side 82

Morgunblaðið - 15.12.1987, Side 82
82 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987 Sigurborg Karls- dóttir — Minning Fædd 26. október 1909 Dáin 7. desember 1987 Það er erfitt að átta sig á því að hún amma okkar er dáin. Sigurborg Karlsdóttir var fædd 26. október 1909 í Hlíð í Kolla- fírði. Foreldrar hennar voru Karl Þórðarson og Guðbjörg Þorsteins- dóttir. Þegar amma var 5 ára gömul fluttist hún að Búðardal á Skarðs- strönd. Árið 1937 giftist hún afa okkar, Hákoni Jónassyni og eignuðust þau 9 böm. Öll eru þau flutt að heiman nema tveir yngstu synimir. Bama- bömin eru orðin 20 að tölu og eitt bamabamabam. Amma okkar og afí áttu fallegt heimili á Skarphéðinsgötu 12 hér í Reykjavík þar sem öllúm var vel tekið. Alltaf var nægur tími til að spjalla. Þau áttu einnig sumarbú- stað við Elliðavatn og dvöldu þar eins mikið og þau gátu. Þar var mikið ræktað af grænmeti og blóm- um. Árið 1981 dó afí okkar, en amma hélt áfram af miklum dugnaði þar sem frá var horfíð. Hún fór að starfa með kvenfélagi Hallgrímskirkju og fann hún sig í því. Allt sem hún gerði var fallega unnið og frekar lét hún hlutina ógerða heldur en að gera þá illa. Amma okkar vildi aldrei bíða til morguns með það sem hún gat gert í dag. Hún skipulagði hlutina og tók þá svo í réttri röð. Hún vildi alltaf vera tímanleg og það var hægt að treysta því sem hún sagði. Á sumrin dvaldi hún alltaf í sum- arbústaðnum sínum og var það hennar líf og yndi. Strax upp úr áramótum, þegar daginn var farið að lengja á ný, var hún farin að tala um sumarið. Það verða því erfíð spor þeg'ar við komum upp í Sumó, eins og við t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞORBJÖRG GUÐLAUG BJÖRNSDÓTTIR til heimilis í Hvassaleiti 38, Reykjavik, andaðist í Borgarspítalanum föstudaginn 11. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðrún Einarsdóttir, Jóhann E. Ólafsson, Birna Einarsdóttir, Þórir Sigursteinsson, Auður Inga Einarsdóttir, Guðmundur Ö. Guðmundsson og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN Ó. GUÐMUNDSSON húsgagnasmiðameistari, sem andaðist í Borgarspítalanum 7. desember, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju i dag þriöjudaginn 1 5. desember kl. 1 3.30. Margrét Jónasdóttir, Hrönn Þórðardóttir, Jónas Karlsson, Emilía Guðjónsdóttir, Ögmundur Guðmundsson, Hilmar Guðjónsson, Sigrún Jensdóttir, Rúnar Guðjónsson, Guðmunda Jóhannsdóttir, Guðlaugur Guðjónsson, Þorbjörg Auðunsdóttir. t Faðir og fósturfaðir, EMIL B. JÓNASSON fyrrv. umdæmisstjóri Pósts og síma, frá Seyðisfirði, andaðist í Landakotsspítala 11. desember. Hann verður jarðsettur föstudaginn 18. desember frá Fossvogs- kirkju kl. 13.30. Anna Katrín Emilsdóttir, Halldóra Jóna Stefánsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafáðir og afi, GUÐBERGUR S. GUÐJÓNSSON frá Ásgarði i Grímsnesi, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju i dag, þriðjudaginn 15. des- ember, kl. 13.30. Ingveldur Stefánsdóttir, Guðjón Stefán Guðbergsson, Sigriður Hjartar, Hjörtur Stefánsson, Bergur Stefánsson, Hlynur Stefánsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN RAGNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Lindarbraut 2, Seltjarnarnesi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. desember kl. 15.00. Guðmundur S. Másson, Árni Steinsson, Theódór Þór Steinsson, Jónína M. Árnadóttir, Zelda Steinsson og barnabörn. kölluðum sumarbústaðinn, þar sem amma var vön að hita kakó fyrir okkur. Allt er svo breytt og mikið vantar. Amma fylgdist alltaf vel með öllu sem við gerðum og stundum fannst okkur kannski nóg um, en hún vildi okkur vel og var stolt af okkur öllum. Húri var ánægð þegar við stóðum okkur vel og talaði óspart um bamabömin sín. Ekki er nema eitt ár síðan hún eignaðist sitt fyrsta barnabamabam og hafði hún nú gaman af Bigga litla eins og hún kallaði hann. Aldrei kveinkaði amma sér eða kvartaði þótt hún fyndi til og þegar uppgötvaðist um þann sjúkdóm sem tók hana frá okkur hafði hún legið heima í þó nokkum tíma. Talaði hún um verki í bakinu og var það ekki fyrr en síðar að annað og meira kom í ljós. Tvær síðustu vik- umar lá amma okkar á Landakots- spítalanum þar sem allt var gert sem hægt var. Viljum við þakka frábæm starfsfólki Landakotsspít- ala fyrir alla þá hjálp og þann stuðning sem það veitti. Það er svo erfítt að setjast niður og skrifa um einhvem sem manni þykir svo vænt um, en með þessum fátæklegu orðum viljum við kveðja ömmu okkar og þakka henni fyrir allt sem hún veitti okkur með góð- vild sinni. Við bemm harm okkar í hljóði og tökum hana okkur til fyrirmynd- ar. Kveikt er Ijós við ljós burt er sortans svið. Angar rós við rós opnast himins hlið. Niður stjömum stráð engill fram hjá fer. Drottins nægð og náð boðin alþjóð er. (Stefán frá Hvítadal) Bamabörn og barnabarnabarn. Nú er elsku amma á Skarp kom- in til Guðs eftir stutt en mikil veikindi, — þegar mamma sagði mér að amma væri mikið veik bað ég fyrir henni á hveiju kvöldi, en það er guð einn sem ræður og ég veit að nú líður henni vel hjá afa. Margar góðar minningar á ég um ömmu því hún var alltaf svo góð við mig. Ég kom oft á Skarp til hennar eftir skóla og hjálpaði hún mér þá stundum að læra, sér- staklega hafði hún gaman af því að lesa kvæðin með mér. Hún minnti mig oft á að vera stundvís í skólann því hún vildi alltaf hafa reglu á öllum hlutum. Ég vil þakka ömmu fyrir þær stundir sem ég átti með henni hvort sem var í sumó eða á Skarp. Ég mun líka alltaf muna þá Stund er ég átti með henni er ég gisti hjá henni einn í sumar og spjölluðum við þá mikið saman. Það verður tómlegt að koma upp í sumó næsta sumar, — en það var alltaf hennar annað heimili á sumr- in. En nú er amma mín farin og ég mun minnast hennar í bænum mínum. Ég vil votta systkinunum samúð mína þó sérstaklega elsku Steina mínum sem misst hefur svo mikið, — svo og öðrum aðstandendum. Blessuð sé minning hennar. t Maðurinn minn, GUÐVARÐUR PÉTURSSON, Hrafnagilsstræti 31, Akureyri, lést 11. desember. Útför hans fer fram frá Barði í Fljótum laugar- daginn 19. desember kl. 14.00. Maria Ásgrímsdóttir. t Útför eiginkonu minnar, ÓLU ÓLADÓTTUR, Bústaðavegi 63, fer fram frá Fríkirkjunni miðvikudaginn 16. desember kl. 13.30. Gunnar Ragnarsson og vandamenn. t Konan mín, móðir okkar, tengdamóöir og amma, KLARA MAGNÚSDÓTTIR, Barmahlíð 44, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 16. desem- ber kl. 1 5.00. Hákon Hafliðason, Guðrún Birta Hákonardóttir, Trausti Valsson, Magnús Óskar Hákonarson, Jórunn Ella Þórðardóttir, Gíslína Hákonardóttir, Ólafur Þór Erlendsson, Guðfinna Hákonardóttir og barnabörn. t Móðir okkar og tengdamóðir, INGIBJÖRG THORARENSEN, andaðist í hjúkrunardeild Hrafnistu laugardaginn 12. desember. Jarðsett verður frá Fossvogskapellu föstudaginn 18. desember kl. 15.00. Ebba Thorarensen, Ebenezer Þ. Ásgeirsson, Pótur Hamar Thorarensen, Sigrún Thorarensen, Anna Ragnheiður Thorarensen, Sigurður Hallgrimsson, Bjarni Páll Thorarensen. „Deyr fé, deyja frændr deyr sjálfr it sama. En orðstírr deyr aldregi hveims sér góðan getr.“ (Hávamál) Gummi Tengdamóðir okkar andaðist þann 7. des. á Landakotsspítala eftir stutta en stranga sjúkdóms- legu. Það hafði ekki farið fram hjá neinum að hún var veik, en hversu alvarleg veikindin voru uppgötvað- ist ekki fyrr en hálfum mánuði fyrir andlátið. Það kom því eins og reið- arslag. Skarðið er stórt og vandfyllt eins og alltaf þegar húsmóðir í stórri fjölskyldu fellur frá. Sigurborg fæddist í Hlíð í Kolla- fírði, Strandasýslu, en fluttist bamung með foreldrum sínum og systkinum í Búðardal á Skarðs- strönd og ólst þar upp. Hún giftist árið 1937 Hákoni Jónassyni frá Borg í Reykhólasveit en hann lézt fyrir tæplega 7 árum. Þau komu sér upp húsi á Skarphéðinsgötu 12 í Reykjavík af fádæma dugnaði en það þótti stórt í ráðist á þeim árum. Þar fæddust þeim bömin sem urðu hvorki fleiri né færri en 9 talsins, öll uppkomin og búsett hér í borg. Þau hjón létu ekki þar við sitja að byggðu á Skarphéðirisgötunni én reistu sér myndarlegan sumarbú- stað í Vatnsendalandi, sem var þeirra aðalheimili á sumrin. Sigur- borg naut þess að vera í sumarbú- staðnum, fyrst með bömin sín ung og síðan bamabömin. Það var hennar hjartans mál að halda sum- arbústaðnum við og er hann nú hinn vistlegasti, sem er ekki síst hennar framkvæmdasemi að þakka. Margan góðan kakósopann höfum við og hinir fjölmörgu gestir, sem sótt hafa sumarbústaðinn heim, þegið þar. Sigurborg var mikil dugnaðar- og myndarkona. Hennar einkunnar- orð voru: Geymdu ekki til morguns það sem þú getur gert í dag og morgunstund gefur gull í mund. Hún var gædd einstakri skipulags- gáfu sem naut sín vel á svo stóm heimili. Þar var allt í röð og reglu og aldrei verið á síðustu stundu með hlutina. Ekki má hlutur Há- konar vera fyrir borð borinn en hann var sérlega natinn og um- hyggjusamur heimilisfaðir. Þrátt fyrir annasama ævi gaf Sigurborg sér tíma fyrir hugðarefni sín, en hún hafði yndi af lestri góðra bóka og var ljóðelsk mjög. Hafði hún ávallt á takteinum tilvitnanir í hin ýmsu spakmæli, bæði í bundnu og óbundnu máli. Við viljum að lokum þakka sam- fylgdina og vottum bömum og aðstandendum innilega samúð. Tengdaböm Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.