Morgunblaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987 \ I Sighvatur Björgvinsson formaður fjárveitinganefndar: Tveggja mílljarða króna nettó- tekjuaukning' ríkissjóðs 1988 Hallarekstur ríkissjóðs ekki verjandi við ríkjandi aðstæður Áætlaðar skatttekjur ríkis- sjóðs 1988 sem hlutfall af landsframleiðslu verða 24,2%, eða hinar sömu og árin 1979 og 1981 en nokkru lægri en 1985 (24,5%), sagði Sighvatur Björg- vinsson, formaður fjárveitinga- nefndar Alþingis, við aðra umræðu fjárlagafrumvarps í gær. Lægst var þetta hlutfall árið 1985, 21,7%. Sighvatur sagði að umfangsmiklar breyt- ingar, sem stefnt væri að með stjómarfrumvörpum um sölu- gjald, tolla og vörugjald, leiddu til rúmlega tveggja milljarða króna nettótekjuaukningar rikissjóðs á komandi ári. Lækkun og hækkun tekjustofna Sighvatur Björgvinsson (A/Vf) , formaður fjárveitinga- nefndar, sagði tekjur ríkisins af innflutningi lækka um 1.430 m.kr. og í vörugjöldum um 1.400 m.kr. Á móti hækki tekjur ríkissjóðs af sölugjaldi um 4.880 m.kr. Þá væri talið að áhrif veltu- og verðbreyt- inga leiddu til hækkunar ríkissjóðs- tekna um nálægt 300 m.kr. „Samanlögð áhrif á heildartekjur ríkissjóðs af þessum breytingum’ og endurmatsspá á tekjustofnum er sú, að heildartekjur ríkissjóðs muni hækka um röska þijá millj- arða króna og niðurstöðutölur fjárlagafrumvarps tekjumegin því hækka úr 50.564 m.kr., eins og áformað var í Qárlagafrumvarpi, í 62.614 m.kr. Hagvaxtarskeið á enda Formaður ijárveitinganefndar sagði suma þætti, sem miklu ráði um framvindu mála í ríkisútgjöld- um, óljósa, og þá fyrst og fremst almenna launaþróun í landinu. Aðrir þættir væru skýrari. Líkur væru á að hagvaxtarskeiðið væri á enda runnið. Boðaður sé sam- dráttur í þorskveiðum. Lækkun Bandaríkjadals þýði lægri útflutn- ingstekjur, m.a. af sjávarvöru. Þannig myndi 40-50 þúsund tonna samdráttur í þorskafla þýða 4-5% samdrátt í vöruútflutningi og 1-2% samdrátt þjóðartekna. Fyrri spár um 4.500 m.kr. viðskiptahalla 1988 séu óraunhæfar. Sýnt sé að það stefni í miklu meiri viðskipta- halla. „Stefna ríkisstjóminnar um jafnvægi í þjóðarbúskap, viðnám gegn verðbólgu og fastgengi á vissulega í vök að veijast, vegna þess að horfur um ytrí skilyrði og aðstæður í rekstri þjóðarbúsins á næsta ári hafa fremur versnað en batnað,“ sagði Sighvatur Björg- vinsson. „Hallarekstur ríkissjóðs við þessar aðstæður væri mikið ábyrgðarleysi.“ Eins milljarðs króna útgjaldahækkun Formaður fjárveitinganefndar gerði loks grein fyrir breytingartil- lögum fjárveitinganefndar. Tillög- urnar fela í sér rúmlega eins milljarðs króna útgjaldaauka. Mest hækka útgjaldaliðir sem heyra undir landbúnaðarráðuneyti, eða um 303 m.kr, en sámgönguráðu- neyti og heilbrigðis- og trygginga- ráðuneyti hækka einnig nokkuð. Röskur helmingur ráðgerðs út- gjaldaauka er vegna stofn- og viðhaldskostnaðarverkefna. Nokkrir útgjaldapóstar bíða frekari umflöllunar við þriðju um- ræðu fjárlagafrumvarpsins. Efnahagsstefnan öll í uppnámi Margrét Frímannsdóttir (Abl/Sl) taldi það hafa háð starfi fjárveitinganefndar, hve litlar upp- lýsingar hafí fengist frá ríkisstjórn um fjárlagaforsendur. Hún gagn- rýndi að góðæri, með tilheyrandi hagvexti og hærri þjóðartekjum, hafi ekki skilað sér til almennings. Og þrátt fyrir það að ríkisútgjöld til félagslegrar starfsemi hvers- konar hafi verið skorin við nögl, hafi ríkissjóður verið rekinn með verulegum halla í góðærínu. AIÞIACI Þingmaðurinn gagnrýndi og fyr- irhugaða skattheimtu, einkum hækkun neyzluskatta, sem bitnuðu þyngst á þeim er sízt skyldi. Matar- skattar nemi 5.700 m.kr. og skattbyrði tekjuskatts aukisl um 25%. Fasteignagjöld hækki og og raungildi útsvara um 7-9%. At- vinnurekstur og hátekjufólk stæði hinsvegar til hlés í skattheim- tunni. Alþýðuflokkurinn breytti þvert á gagnrýni sína í stjómar- andstöðu, en stefnt væri að, þegar allt væri talið, um áttá þúsund milljóna tekjuaukningu ríkissjóðs 1988. Þingmaðurinn sagði undirstöðu- atvinnuveg þjóðarbúsins, sjávarút- veg, rekinn með halla. Samt áformaði ríkisstjórnin að leggja launaskatt á þessa atvinnugrein. Vextir væru hér hærri en víðast annars staðar. Kaupmáttur rýmaði með hækkandi verðlagi. Fastgeng- isstefnan væri í hættu. „Efnahags- stefnan er öll í uppnámi," sagði þingmaðurinn. Og samstarf stjórn- arliða, bæði innan og á milli þingflokka, ekki gæfulegt. Ef tryggja á óbreyttan kaup- mátt launa 1988 þarf að dómi forseta ASI að hækka kaup um 8%, nú um áramótin, og síðan á þriggja mánaða fresti um 7%. Fyrirvarar ekki til eftirbreytni Pálmi Jónsson (S/Ne) sagði meginmarkmið fjárlagafrumvarps- ins að reka ríkissjóð án halla á komandi ári, sem væri mikilvægt, með hliðsjón af þróun mála í þjóð- arbúskapnum og þjóðhagshorfum. Það fæst hins vegar ekki úr því skorið, hvort þetta markmið næst, fyrr en fjárlög hafa verið afgreidd. Pálmi sagði rangt hjá Margréti Frímannsdóttur að fjárveitinga- nefnd hafi fengið minni upplýsing- ar um ríkisbúskapardæmið en áður. Þvert á móti hafi legið fyrir meiri og betri upplýsingar en oft áður, auk þess sem samstarf fjár- veitinganefndar, bæði við Hag- sýslu og og Ríkisendurskoðun; hafi verið náið og gott. Þannig hafi upplýsingar varðandi tekjuhlið fjárlaga, svo sem varðandi áhrif fyrirhugaðrar skattkerfisbreyting- ar, verið nákvæmari og gefið meiri vísbendingar en oft hefði áður ver- ið við þessa umræðu. Pálmi sagði og að staðhæfingar um skattamál og tekjuauka ríkis- sjóðs, sem fram kæmu í minni- hlutaáliti fjárveitinganefndar, fengju ekki staðizt. Niðurstöður tekjuáætlunar, sem tæki mið af fyrirhugaðri skattheimtu 1988, sýni, að verulega sé ofsagt í stað- hæfingum stjórnarandstöðu um hækkun skatta, jafnvel svo nemi nokkrum milljörðum króna. Svo virðist sem skattalækkanir, vegna ívilnana í tekjuöflunarkerfinu, séu ekki dregnar frá skattahækkunum, vegna skattþyngjandi ákvæða. Pálmi sagði að þessi mál öll muni liggja mun betur fyrir þegar frum- varpið kemur til þriðju umræðu. Pálmi sagði fremur þrengt að framlögum til atvinnuvega og að fjárfestingarliðir frumvarpsins væru naumt skammtaðir. Hann sagði og að vegna aðhalds í ríkisút- gjöldum liðin ár hafi safnast saman nokkur framkvæmdavandi. Þetta ætti ekki sízt við um hafnimar. Þess vegna hafi verið talið nauð- synlegt að hækka framlag til Geir H. Haarde í fyrirspurn til utanríkisráðherra: Er afstaða fslands til skilyrð- islausrar afvopnunar breytt? GEIR H. Haarde (S/Rvík) hef- ur beint fyrirspurn til utanrík- isráðherra um afstöðu íslands til skilyrðislausrar fram- kvæmdar afvopnunartillagna. Fyrirspumin er svohljóðandi: Fól utanríkisráðherra sendinefnd íslands hjá Sameinuðu þjóðunum að greiða atkvæði með tillögu Tékka og Úkraínumanna um skil- yrðislausa framkvæmd allra afvopnunartillagna sem Allsheij- arþing Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt? Ef svo er, hver er skýringin á breyttri afstöðu íslands til þessa máls frá því á tíma ríkisstjómar Steingríms Hermannssonar og hvaða rök vom fyrir því að taka aðra afstöðu, en t.d. önnur ríki Atlantshafsbandalagsins og nor- rænu ríkin fjögur? Hefur þetta mál verið kynnt utanríkisnefnd? Frumvarp til fjárlaga 1988 hafnarframkvæmda nú, sem og til vegamála. Þingmaðurinn gagnrýndi og sagði „óvenjulegt og ekki til eftir- breytni", að útgjaldaliðum á vegum einstaks ráðuneytis (landbúnaðar- ráðuneytis) hafi verið vísað til Alþingis með þeim hætti, að við- komandi ráðherra hefði fyrirvara á afgreiðslu mála. Ef þetta vinnu- lag ætti að ráða um önnur ráðu- neyti myndi það án efa torvelda og þyngja fjárlagavinnuna hjá þinginu. Frestun á tilfærslu tónlistarf ræðslu Alexander Stefánsson (F/Vl), lét svo um mælt í ræðu sinni, að ljóst væri að veruleg óvissa ríkti um tekjuáætlun fjárlaga nú. Kæmi þar margt til: Kjarasamningar væm ekki í sjónmáli og viðskipta- kjör hefðu versnað síðustu mánuði, með lækkun dollars, lækkun ál- verðs, óvissu á erlendum fiskmörk- uðum og samdrætti í þorskafla. Alexander benti og á vaxandi við- skiptahalla og versnandi afkomu útflutningsatvinnuveganna. Um fyrirvara landbúnaðarráð- herra og þingflokks Framsóknar- flokksins í landbúnaðarmálum sagði Alexander að nauðsynlegt væri að staðið væri við samninga við bændur, sem væm undirstaða búháttabreytinga og að hann teldi að með breytingartillögu meiri- hluta fjárveitinganefndar hafi þetta nú tekist. Tilfærsla verkefna frá ríki til sveitarfélaga er að mati Alexand- ers stórmál og verður sá tilflutn- ingur að mati hans og fjárhagsleg- ur frágangur í því sambandi að vera sannfærandi. Um efasemdir varðandi íþróttasjóð og tilflutning tónlistarfræðslu, sagði Alexander, að sjálfsagt væri að skoða þau atriði. „Iþróttasjóður starfi áfram til styrktar mannvirkjagerð í landinu. Sjálfsagt má fresta gildi- stöku breytinga um tónlistar- fræðslu og mun ég leggja það til við félagsmálanefnd neðri deildar." Mikilvægasta verkefnið varðandi verkefnatilfærsluna taldi Alexand- er að lögin um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga tryggi öryggi um raunverulegan jöfnuð aðstöðumun- ar í landinu. Alexander taldi vel hafa til tek- ist í veigámiklum framkvæmdalið- um í meðferð fjárveitinganefndar. Nefndi hann 150 milljóna kr. hækkun til hafnarframkvæmda og 135 milljóna kr. hækkun til skóla- mála. Hann taldi þörf á því að bæta stöðu ríkisins gagnvart stærstu sveitarfélögunum, veita auknu fjármagni til íþróttamann- virkja og í uppbyggingu heilbrigði- skerfisins. En til þess vantaði aukið fjármagn. Taldi hann það sérstakt áhyggjuefni hversu hægt gengi að byggja upp fullnægjandi aðstöðu við Ríkisspítalana í Reykjavík. Skattaholskeflan ríður yf ir Óli Þ. Guðbjartsson (B/Sl) bar saman þau markmið sem kynnt hefðu verið í stefnuáætlun ríkis- stjómarinnar um jöfnuð í ríkis- fjármálum á þremur árum og þeirri stefnu, sem uppi væri í þessum fjárlögum um hallalausan ríkissjóð. Taldi hann slíkt ósamræmi ekki vera til þess að fallið að auka traust almennings á Alþingi. Óli gagnrýndi og harðlega fyrirhugað- an verkefnaflutning ríkisins til sveitarfélaga; margt væri óvissu undirorpið og annað hreinlega van- hugsað. Benti hann á í því samhengi að framlag í Jöfnunar- sjóð sveitarfélaga væri tæplega 200 milljónum kr. lægra en lqg um sjóðinn gerðu gerðu ráð fyrir. ÓIi tók til sérlegrar umfjöllunar svokallaða „bandorma“ og benti á að samkvæmt fjárlagafrumvarpinu væri gert ráð fyrir 744,4 milljarða kr. lægri fjárveitingu en lög um hina ýmsu sjóði gerðu ráð fyrir; sjóði eins Framkvæmdasjóð fatl- aðra, Iðnlánasjóð, Bjargráðasjóð og fleiri. Taldi Óli varla eðlilegt að fjárlögum væri beitt til skerð- ingar annarra laga. Óli kynnti síðan ýmsar breyting- artillögur Borgaraflokksins við gjaldahlið fjárlagafrumvarpsins, sem hann taldi hóflegar og vel rúmast miðað við þá miklu sköttun sem ríkisstjórnin hefði leitt yfir landsmenn. „Þegar skattahol- skefla Sjálfstæðisflokksins ríður yfir ættu kjósendur Sjálfstæðis- flokksins ekki lengur að þurfa að velkjast í vafa um það hver skatta- stefna þess flokks er,“ sagði Óli Þ. Guðbjartsson, fulltrúi Borgara- flokksins í fjárveitinganefnd. Vilji er allt sem þarf Málmfríður Sigurðardóttir (K/Ne) minnti á þá spá Kvennalist- ans, þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram, að forsendur þess stæð- ust ekki. Það hefði sannast með breytingum ríkisstjórnarinnar á tekjuhliðinni og enn mætti búast við því að forsendurnar breyttust, enda væru núverandi forsendur byggðar á óbreyttum viðskipta- kjörum. Málmfríður taldi flestar aðgerðir stjómarinnar myndu leiða til nýrr- ar verðbólguholskeflu og sagði hún Kvennalistakonur vilja fara aðra leið, þ.e.a.s. að ná inn tekjum fyr- ir ríkið þar sem tekjur væru fyrir; vaxtatekjur, háar launatekjur og tekjur af eignum stóreignastétta. Um einstaka liði gjaldahliðar- innar sagði Málmfríður að stórátak þyrfti að gera við hafnarfram- kvæmdir, þar sem mið væri tekið af áætlun Hafnamálastjómar. Einnig taldi hún að stórauka þyrfti framlög til Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, þar sem þar væri á ferðinni lífsnauðsyn og forgangs- verkefni. Aukin framlög, sem meirihluti fjárveitinganefndar hefði lagt til í skólamálum, kvað Málmfríður vera mjög til betri veg- ar. Málmfríður mótmælti sérlega kynningu ríkisstjórnarinnar á til- lögum sínum varðandi gjaldahlið- ina í fjölmiðlum, sem komið hefðu nefndarmönnum algerlega í opna skjöldu. Taldi hún þetta.fádæma virðingarleysi við Alþingi. Hún boðaði síðan breytingartil- lögur Kvennalistans við ýmsa liði fjárlaganna. Þær væru fáar; aðeins væru lagðar til breytingar, þar sem þeim þætti mestu varða. „Pólitík snýst um það að vilja, eins og hæstvirtur fjármálaráðherra segir sjálfur, og ef menn vilja, þá er hægt að ná inn tekjum fyrir þessu,“ sagði Málmfríður Sigurð- ardóttir, fulltrúi Kvennalistans í fjárveitinganefnd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.