Morgunblaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987 TÖLUÐ LJÓÐ NotaAu símann þinn botur! Hringdu í Gulu línuna og fáðu ókeypls upplýsingar um vðrur og þjónustu. DÆMI: Arkitekt, arinhleðslu, antikvörur, áklæöi, álsmiði, baöherbergisvörur, baðtækni, barnavörur, bilavarahluti, bilaviðgeröir, bókhaldsþjónustu, blóm, borðbúnaðarleigu, bókbind- ara, bruggefni, byssuviðgerðir, byggingavörur, danshljómsveit, dráttarbeisli, dúkfagningamenn, dúkkuviðgerðir, eldhústæki, farsima, fatabreytingar, fiskvinnsluvélar, flisalagnir, frystihólf, förðun, föndur- vörur, gardinur, gardinuhreinsun, gámaþjónusta, gínur, gler, gluggaút- stillingar, gullsmið, gúmmibát, gúmmifóðrun, húsasmið, húsgagna- smið, hljóðfæraviðgerðir, hótelvör- ur, húsgagnasprautun, innanhúss- arkitekt, innheimtuþjónusta, innflutningsaðstoð, innrömmun, járnsmiði, kennslu, kúnststopp, leð- urhreinsun, lekaviðgerðir, Ijósmynd- un, loftræstikerfi, lögfræðing, markaðsráðgjöf. málverkaviðgerðir, mótorhjólakennslu, múrara, mynd- bandsþjónustu. orgelviðgerðir, oliuúðun, peningaskápa, píanóstill- ingar, pipulagningamenn, plexigler, prentþjónustu, raftækjaviögerðir, rafvirkja, reykskynjara, ritvinnslu, ryðvörn, ræstingu, samkomusal, saumakonu, silkiprent, sjónvarps- viðgerðir, sjónvörp, skallameðferð, skattaaðstoð, skemmtikraft, skjala- þýðanda, skrifstofuvélar, skrifstofu- húsgögn, skrifstofuþjónustu, skósmið, snjóbræðslukerfi, snyrt- ingu, sorplúguhróinsun, stálvaska- slipun, stiflulosun, svefnherbergis- húsgögn, skerpingar, teikningu, tiskuvörur, tollskýrslugerð, trésmið, tölvuskráningu, úrbeiningu, útgáfu- þjónustu, varahluti, vatnsrúm, veit- ingar, veitingahúsavörur, verka- menn, verkfæri, vélaþvott, vélritun, vélsmiðju, vinnugalla, þjófavarnar- kerfí, þúsundþjalasmið, þýðingar, ökukennara. GUIA 62 33 88 Békmenntir Jóhann Hjálmarsson Jacques Prévert: LJÓÐ í MÆLTU MÁLI. Sigurður Páls- son þýddi. Mál og menning 1987. Nú hefur Sigurður Pálsson þýtt Paroles eftir Jacques Prévert (1900-1977), rómuðustu ljóðabók þessa franska skálds sem var fyrst gefín út 1945, en hefur margoft verið endurprentuð síðan. Fleiri hafa þýtt ljóð úr Paroles, meðal þeirra Jón Oskár, en þess er hvergi getið í útgáfu Máls og menningar og ekki heldur sögð deili á Jacques Prévert. Það hefði að mnum dómi verið við hæfí því þrátt fyrir vin- sældir skáldsins í Frakklandi vita fáir um hann hér. Ljóð Jacques Prévert eru líkt og mælt af munni fram, ákaflega ein- fold og á skiljanlegu máli. Þess er gætt að hafa ljóðin ekki torræð um of, en engu að síður eru þau full af merkingum sem ekki liggja alltaf í augum uppi. Jacques Prévert orti helstu ljóð sín eftir að byltingartím- ar í ljóðlist voru um garð gengnir, uppreisn súrrealista, og naut góðs af tilraunum þeirra. Hans hlutverk var að sætta, gera hina flóknu myndveröld fyrirrennara sinna við alþýðu hæfí. Það fór líka svo að margir textar hans voru sungnir, hann varð eins konar þjóðskáld og um leið skáld sem höfðaði til atlra, innan Frakklands og utan. í ljóðum Sigurðar Pálssonar er nógu mikið af leik og íþrótt máls til þess að draga megi þá ályktun að hann sé einkar vel til þess fallinn að þýða Jacques Prévert. Sú ályktun er vissulega ekki út í hött því að margt gerir Sigurður vel í glímu sinni við Jacques. En því er ekki að neita að víða í þessum þýðingum er stirðleiki sem gerir það að verk- um að ljóðin verka þunglamaleg og uppskrúfuð þegar þau ættu að bera léttleikanum vitni. Sigurði ber fyrst og fremst að þakka það sem vel tekst, til dæmis eftirfarandi þýð- ingu: Fuglinn sem flýgur svona rólega Fuglinn rauði og hlýi eins og blóðið Fuglinn blíði fuglinn sposki Fuglinn sem verður hræddur allt í einu Fugiinn sem rekur sig á allt í einu Fuglinn sem reynir að flýja Fuglinn aleinn og skelfíngu lostinn Fuglinn sem vill lifa Fuglinn sem vill syngja Fuglinn sem vill æpa Fuglinn rauði og hlýi eins og blóðið Fuglinn sem flýgur svona rólega Það er hjarta þitt fallega stúlkubam Hjarta þitt sem brýst um svona dapurlega I stinnu og hvítu bijósti þínu Aftur á móti kann ég síður að meta þegar ljóð sem eru að öllu leyti óbrotin verða dæmi um átök sem kalla fram eitthvað allt annað en einfaldleik franska skáldsins. Þetta gildir um nokkur smáljóð- anna. Obrotið ljóð sem Sigurður nær að túlka eðlilega er Ég er bara eins og ég er, en i því eru þessar línur: „Ég er bara eins og ég er/ Ég er bara svona gerð/ Þegar mig langar að hlæja/ Þá skelli ég upp- úr/ Ég elska þann sem elskar mig/ Er það mér að kenna/ Þó það sé ekki sá sami/ Sem ég elska í hvert skipti." Hér er orðalagið óþvingað í anda Préverts, en ekíci bóklegt. Sigurður Pálsson Stundum heyrast raddir um að það sé nú munur að þýða verk skálds í heild eða heila bók með þeim í staðinn fyrir þá aukagetu sem lýsir sér í því að skáld þýða eitt og eitt ljóð. En mér er nær að halda að betur geti farið á slíku. Til þess að þýða ljóð þarf þýðandinn að hugsa sér áð hann sé að yrkja það sjálfur. En sé hann einhverra hluta vegna að þýða heilar bækur getur þýðingarstarf hans verið til marks um takmarkaðan áhuga og þá missir viðleitnin tíðum marks. ggg 1 Sr ^ S§ W m tSST ■ Æ f^m Fersk nýjxing frá ORA! Enn bætír ORA víð úrvalíð — nú eru komnar hvorkí meíra né mínna en sjö tegundír af frystu, ljúffengu grænmetí. Það á vel víð allan mat og er eínkar auðvelt í matreíðslu. Frysta grænmetið frá ORA fæst nú á kynningarverðí í öllum matvöruverslunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.