Morgunblaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 91

Morgunblaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 91
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987 91 KNATTSPYRNA / ENGLAND Liverpool missti niður tveggja marka torskot Liverpool tapaði tveimur stigum í Southampton, lék frábærlega framan af og komst í 2-0, en missti svo botninn úr öllu saman, heimalið- ið náði að jafna og á lokasekúndum leiksins hefði það knúið fram sigur ef heilladísimar hefðu verið liðinu hliðhollar. Mark Lawrenson bak- vörður Liverpool snéri á dísirnar er hann bjargaði á línu með ótrúlegum hætti. John Barnes var einnig hetja Liverpool, skoraði bæði mörk liðs- ins. Það fyrra með þrumuskoti á 11. mínútu eftir fyrigjöf frá John Aldridge og það síðara skömmu síðar, stöngin inn eftir sendingu frá Ray Houghton, en alls gekk boltinn mann frá manni með þátttöku sex leikmanna. Colin Clarke gaf leik- mönnum Southampton von er hann skoraði með skalla tveimur mínút- um fyrir leikhlé. Andy Townsend jafnaði svo á 71. mínútu, spymti viðstöðulaust frá vítateigslínu og Grobbi réði ekki við þrumuskotið. Eftir það sótti heimaliðið stíft og hafði nærri knúið. fram sigur, en allt kom fyrir ekki og Liverpool hefur því leikið 18 síðustu leiki sína án þess að bíða lægri hlut . Arsenal tókst ekki að færa sér stigatapa Liverpool í nyt, liðið náði aðeins markalausu jafntefli á High- field Road gegn Coventry og slapp vel, því tvívegis voru allir á því að dómaranum undanskildum að Cov- entry ætti að fá vítaspyrnu, er Tony Adams skellti Mick Gynn flötum innan teigs. Af toppliðunum unnu aðeins For- est, Everton og Manchester Utd. Nigel Clough skoraði þrennu er Forest rúllaði upp heillum horfnu liði QPR, fyrsta markið kom rétt eftir leikhlé og tvö á þremur mínút- um undir lokin, en Tommy Gaynor skoraði fyrsta markið á 40. mínútu. Everton áttti alls kostar við Derby. Jafnræði var nokkuð uns Ian Snod- in skoraði fyrir Everton með góðu skoti af löngu færi. Trevor Steven skoraði úr víti um miðjan seinni hálfleik og Adrian Heath setti punktinn yfir i-ið er hann bætti þriðja markinu við eftir hrikaleg mistök Peters Shilton í markinu. Gordon Strachan skoraði tvívegis er Manchester Utd. sigraði Oxford auðveldlega. Hann gerði bæði mörkin í fyrri hálfleik og Jesper Olsen skoraði þriðja markið í seinni hálfleik. Undir lokin skoraði svo Kevin Wilson eina mark Oxford sem hefur aðeins unnið tvívegis í tíu síðustu leikjum sínum. Óvænt úrslit urðu í leik Tottenham og Charlton, þar sem botnliðið gerði sér lítið fyrir og sigraði með eina marki leiksins. Tottenham hefur ekki sigrað í tíu leikjum í röð. Paul Williams skoraði sigurmark Charl- ton, en allir viðloðandi Tottenham voru óðir yfir að markið hafi fengið að telja. „Það var sparkað í andlitið á Tony Parks markverði, það foss- blæddi úr munni hans. Það átti að dæma aukaspyrnu og með því að gera það ekki bauð dómarinn upp á að sóknarmenn bijóti á vaxandi mæli á markvörðum," sagði Terry Venebles stjóri Tottenham. George Parris, bakvörður West Ham hafði næstum tryggt liði sínu öll stigin gegn Chelsea með marki sínu í fyrri hálfleik. Wilson tókst þó að jafna rétt við leikslok. England 1. deild CHELSEA - WESTHAM EVERTON - DERBY MAN.UTD. - OXFORD NEWCASTLE - PORTSMOUTH SHEFF.WED. - WIMBLEDON I : 1 3 : 0 3: 1 1 : 1 1 : 0 SOUTHAMPTON - LIVERPOOL 2:2 WATFORD - LUTON 0 : 1 COVENTRY - ARSENAL 0 : 0 NOTT. FOREST - QPR 4:0 TOTTENHAM - CHARLTON 0.: 1 HEIMALEIKIR UTILEIKIR SAMTALS Leikir U J T Mörk U J T Mörk Mörk Stig LIVERPOOL 18 8 1 0 25: 3 5 4 0 18: 8 43: 11 44 ARSENAL 19 7 0 2 21: 6 5 3 2 12: 8 33: 14 39 NOTT. FOREST 17 5 2 1 19: 4 5 2 2 17: 11 36: 15 34 EVERTON 19 7 2 1 20: 5 2 4 3 8: 7 28: 12 33 MAN. UTD. 18 5 4 0 16: 8 3 4 2 15: 11 31: 19 32 . QPR 19 5 3 1 12: 6 4 2 4 10: 16 22: 22 32 CHELSEA 19 6 3 0 17: 9 2 0 8 11: 21 28: 30 27 WIMBLEDON 19 3 5 1 14: 9 3 2 5 11: 14 25: 23 25 LUTON 18 4 3 3 15: 9 3 0 5 9: 12 24: 21 24 SOUTHAMPTON 19 3 3 3 13: 12 3 3 4 14: 16 27: 28 24 DERBY 18 3 3 3 8: 6 3 3 3 8: 13 16: 19 24 WESTHAM 19 3 4 3 11: 12 2 4 3 10: 12 21: 24 23 NEWCASTLE 18 2 3 4 8: 12 3 4 2 14: 15 22: 27 22 TOTTENHAM 19 5 1 4 13: 11 1 3 5 4: 11 17: 22 22 OXFORD 19 5 1 3 17: 14 1 3 6 5: 17 22: 31 22 COVENTRY 19 2 4 4 10: 17 3 2 4 9: 10 19: 27 21 SHEFF. WED. 19 4 1 5 12: 15 3 2 5 8: 18 20: 33 21 PORTSMOUTH 19 3 4 3 11: 12 1 3 5 5: 22 16: 34 19 WATFORD 19 3 2 4 7: 9 1 3 6 5: 15 12: 24 17 NORWICH 19 2 2 5 10: 14 2 1 7 4: 13 14: 27 15 CHARLTON 19 2 3 5 8: 13 1 2 6 9: 17 17: 30 14 KNATTSPYRNA Reuter RabahMadJerfagnarsigurmarkisínugegnPenarol. Fernando Gomes hampar heimsbikarnum í Tókýó. Portó heimsmeistari Portó sigraði Penarol frá Ur- uguay 2-1 í úrslitaleik lið- anna í heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu um helg- ina, en leikurinn fór fram í Tokyo. Staðan eftir venjulegan leiktíma var jöfn, 1-1 og þurfti framleng- ingu til að knýja fram sigur. Ferrando Gomez skoraði fyrst fyrir Porto á 41. mínútu og þeirri forystu hélt liðið allt þar til að aðeins tíu mínútur lifðu leiks, en þá tókst Ricardo Viera að jafna metin fyrir Penarol með glæsilegu marki. Þá var ekkert annað að gera en að framlengja og á 108. mínútu skoraði Rabah Madjher sigurmarkið. KNATTSPYRNA / ITALIA Rush varð laus tungan Velski miðherjinn lan Rush komst í klandur um helgina, er ýmsar yfirlýsingar birtust undir hans nafni í vikulegum dálki slúðurblaðsins The Sun. Voru það óvinsæmleg ummæli í garð ítatska félagsins Juvent- us sem Rush leikur með. Segir Rush í grein sinni, að hann muni hætta ef hann verði sett- ur út úr liði Juventus, en forráðamenn Juv brugðust ókvæðs við og sektuðu kap- pann um andvirði 6000 dollara. Veslings Rush hélt því fram, að blaðamenn The Sun hefðu bæði rangtúlkað orð sfn og háft rangt eftir sér , en forráðamenn Juv sögðu á móti að ef Rush gæti ekki stjómað því sem fram kæmi í þætti undir eigin nafni þá gerðu þeir þá kröfu að hann rifti samningi sínum við blaðið, eða tæki í staðinn afleið- ingunum. 2. deild C.PALACE - SHEFF.UTD. 2 : 1 MILLWALL - MAN.CITY 0: 1 BIRMINGHAM - ASTON VILLA 1 : 2 OLDHAM - LEICESTER 2 : 0 BRADFORD - BOURNEMOUTH '2 0 READING - LEEDS 0 : 1 HUDDERSFIELD - PLYMOUTH 2 : 1 SHREWSBURY - HULL 2 : 2 MIDDLESBROUGH - STOKE 2:0 WBA - BLACKBURN 0 : 1 HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR SAMTALS Leikir u j T Mörk u 1 T Mörk Mörk Stig MIDDLESBRO- UGH 23 9 2 1 23: 6 5 3 3 12: 8 35: 14 47 BRADFORD 23 9 1 2 26: 11 5 3 3 12: 14 38: 25 46 ASTON VILLA 23 3 5 3 13: 12 9 2 1 22: 9 35: 21 43 C. PALACE 22 9 1 1 27: 10 4 2 5 20: 20 47: 30 42 MAN. CITY 23 6 2 3 32: 14 5 4 3 17: 16 49: 30 39 IPSWICH 22 10 1 0 23: 4 1 5 5 9: 13 32: 17 39 MILLWALL 23 8 1 2 25: 10 4 2 6 12: 18 37: 28 39 HULL 23 7 5 0 19: 10 3 4 4 14: 14 33: 24 39 BLACKBURN 22 6 3 2 15: 9 4 4 3 13: 13 28: 22 37 BIRMINGHAM 23 5 5 2 14: 13 4 1 6 12: 21 26: 34 33 BARNSLEY 22 7 1 3 25: 15 2 4 5 7: 13 32: 28 32 LEEDS 23 7 2 2 18: 11 1 6 5 10: 20 28: 31 32 SWINDON 21 6 3 2 24: 11 3 1 6 16: 21 40: 32 31 PLYMOUTH 23 5 3 3 24: 15 2 3 7 11: 23 35: 38 27 STOKE 23 5 4 2 14: 9 2 2 8 7: 22 21: 31 27 LEICESTER 22 5 3 4 17: 11 1 2 7 12: 20 29: 31 23 SHEFF. UTD. 23 4 4 4 17: 16 2 1 8 9: 21 26: 37 23 WBA 23 5 3 4 19: 13 1 1 9 9: 26 28: 39 22 BOURNEMO- UTH 23 3 4 .5 18: 18 2 2 7 10: 22 28: 40 21 OLDHAM 22 4 3 4 12: 12 1 3 7 8: 20 20: 32 21 HUDDERSFIELD 23 3 4 4 11: 15 1 3 8 16: 39 27: 54 19 SHREWSBURY 23 2 4 5 12: 15 1 4 7 7: 20 19: 35 17 READING 22 2 2 6 10: 13 1 4 7 10: 27 20: 40 15 Þrenna Magnusson í Portúgal Sænski lapdsliðsmiðheijinn Mats Magnusson skoraði þrennu er Benfica sigraði Aca- demica 4-2 á útivelli í portugölsku deildarkeppninni um helgina. Portó lék ekki í deildinni, var að glíma við Penarol í heimsbikarkeppni austur í Tókýó á sama tíma, en lið- ið hefur samt þriggja stiga forystu og leik til góða. Boavista var í öðru sæti ásamt Benfice fyrir umferðina, en náði aðeins jafntefli gegn Rio Ave og seig því niður í 3. sæti. Mörk sín þij'skoraði Magnuson fyr- ir Benfica á átta minútna leikkafla. Hinn brasilíski Moser skoraði §órða mark Beiifíca. A Spáni vann Real Madrid einn sigurinn í deildarkeppninni. Það var Celta sem lenti í hvössum klónum að þessu sinni, 2-0 urðu lokatölurn- ar og var það aðeins frábærri markvörslu markvarðar Celta að þakka að talan var ekki hærri. Það var Miguel Tendillo sem skor- aði fyrra mark Real strax á 1. mínútu og Miehel Gonzales skoraði síðan annað markið eftir undirbúing Butragueno um miðjan seinni hálf- leik. Barcelona tapaði 1-4 fyrir Real Socieded og Sevilla og Atl. Bilbao skildu jöfn, 1-1. Efsta liðið í Frakklandi, Mónakó, gerði aðeins jafntefli, 1:1, við Toulo- use. Englendingarnir Hoddle og Hately léku hvorugur með Mónakó vegna meiðsla. Dominique Rochete- au kom Toulouse yfír en Marcel Div jafnaði. Racing París vann Nice 2:1 með mörkum Uruguay-búanna Enzo Francescoli og Diego Umpi- errez og Bordeaux vann Le Havre 1:0. Racing og Bordeaux hafa nú bæði 30 stig en Mónakó 33. PSV Eindhoven gefur ekkert eftir í Hollandi. Um helgina vann liðið sinn 16. sigur í röð, nú lá Haarlem 2:1. Wim Kieft skoraði bæði mörk PSV. Ajax tapaði, 1:3, fyrir VW Venlo. Markvörður Roma var nær dauða Franco Tancredi, markvörður Roma var næstum dáinn er hann varð fyrir þeirri reynslu í leik liðsins gegn AC Mílanó að áhorf- endur vörpuðu hvellhettum að^- honum. Komu hvellhettur í fætur hans og handlegg og missti hann meðvitund. Þegar að var komið, komust menn að því að hjarta hans var hætt að slá og þurfti að hnoða hann og blása súrefni í hann. Alls var Tancredi meðvitundarlaus í 45 mínútur, en fékk þá rænu og er talinn á batavegi. Hann var þó í hjólastól er hann yfírgaf sjúkrahú- sið, lamaður á fótum. Mflan vann leikinn 1-0, en næsta víst er að þeim úrslitum verður snúið við af aganefnd ítölsku deildarinnar. Það samræmist reglum og fordæmi liggja fyrir. Diego Maradona sá um að stigin féllu til Napólí um helgina, liðið. __ mætti Juventus í stórleik umferðar- innar. Þegar ein mínúta lifði af leiknum var staðan jöfn, 1-1, en þá fékk Napólí vítaspymu sem Maradona skoraði úr af öryggi. Það tryggði Napólí áttunda sigurinn í 11 umferðum og forysta liðsins í deildinni er nú þijú stig. BELGIA Tap hjá Anderlecht Anderlecht reið ekki feitum hesti frá Charleroi um helgina, heldur tapaði þar 0-1 og tafðist viðreisnin á þeim bæ lítillega við þær ófarir. Toppliðið Ant- werp vann hins vegar góðan útisigur á Kortrijk, 4-2. FC Brugge er í öðru sæti eftir 2-1 sigur á heimavelli gegn Ghent og Mechelen vann Cercle Brugge heima 3-2. Antwerpen er með 30 stig, FC Brugge er með 27 stig, Mechelen 26 stig og síðan koma Waregem og Anderlecht með 22 stig hvort félag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.