Morgunblaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 89

Morgunblaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 89
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987 89 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Bjórfrumvarpið: Hlustum á álit læknanna Til Velvakanda. Það má ekki minna vera en koma á framfæri þakklæti til þeirra 16 prófessora læknavísindanna hér á landi fyrir innlegg sitt til batnandi og blessunarríkis þjóðfélags, sem ég veit að allir þeir sem vinna að hollari lífsháttum hljóta að taka undir. Það var virkilega gott og gagnlegt að fá þeirra álit á bjórnum og hvað hann myndi valda miklum vandræðum hér og þá ekki síst greinargerðin sem fylgdi undir- skrift þessara þrautreyndu manna, sem að æfistarfi hafa kjörið sér að lækna og líkna. Hvað gera þing- menn nú, þeir sem á æðsta tróni landsins hafa verið kjörnir til og heitið að vinna þeim málum gagn sem þjóðinni væri fyrir bestu. Þessi dómur læknanna er okkur sem vilja Til Velvakanda. Alltaf er gaman að hlusta á umræðuþætti Bylgjunnar um há- degi á sunnudögum en þar kemur fram margt sem gaman væri að gera frekari skil, t.d. að hafa ráð- hús niður við höfn. Það finnst mér aldrei geta komið til greina vegna þess að athafnasvæði hafnarinnar má ekki skerða. Hvar ættu bíla- stæði að vera fyrir starfsfólkið? Mjög vel var að orði komist hjá „Andavini" sem skrifaði í Velvak- anda þann 20. nóvember um andófsáhrif og tilgang smáhópa meðal okkar og allt sem hann hafði að segja er sannleikanum sam- kvæmt. Nú kemur tillaga mín. Ekki vegna þess að ráðhúsið megi ekki vera við Tjörnina, heldur vegna þess að mér fínnst Miðbærinn vera eyðilagður með kumböldum í brekk- unni fyrir ofan Lækjargötuna. Flytjið þá alla burt uppá Árbæjar- tún og byggið ráðhús í staðinn. Það er auðvelt að grafa fyrir bíla- geymslu inní brekkuna og mikið ódýrara en bygging við Tjörnina. batnandi þjóð og betra þjóðfélag, ekki framandi. Við höfum séð þróun þjóðfélagsins fara niður á við og erum alltaf að uppskera meira af því sem miður fer og ég verð að segja það að ég er oft undrandi yfir því hversu blindir menn eru í áfengis og vímumálum, viðurkenn- andi blóðspor Bakkusar á hverju leiti, tala um áfengisböl og þess háttar unglingavandamál um leið og þeir gleyma að unglingavanda- málið sprettur á akri þess fullorðna. Eða eins og skáldið segir: Þú horfir á böl þinna bræðra og bætir við. Nú er tækifæri fyrir alþingis- menn að afnema allar þessar undanþágur á innflutningi bjórs, og eins og einn bjórmaðurinn sagði, hætta hálfvelgju og hræsni. Þar Hugmynd kom fram um það að láta ganga fyrir ráðhúsbyggingunni stórt og mikið íbúðahúsnæði fyrir aldrað fólk sem á í mestum erfið- leikum með að fá hentugt húsnæði. Þá myndi um leið losna samsvar- andi húsnæði fyrir fólk sem vill stofna heimili. ískyggileg frétt barst okkur nýlega um að það kæmi æ oftar fyrir að aldraðir einbúar fyndust látnir í íbúðum sínum vegna þess að þeir eiga enga að sem líta til þeirra. Þetta verður að útiloka. Einn viðmælandi minn sagði, að ef byggt væri skýli fyrir þá sem vilja færa öndunum eitthvað að borða, annað hvort undir hlið ráðhússins sem veit að Tjörninni eða framan við það, þá myndi hann vera sam- þykkur byggingu ráðhúss við Tjörnina. Ef ekki verður byggt ráðhús þar sem nú er fyrirhugað, mun það kosta okkur borgarbúa nýja hönnun á ráðhúsi, því hvergi getur nýgerð hönnun verið nothæf annars staðar í borginni. Þorleifur Kr. Guðlaugsson með væri hætt að mismuna fólki, og það er lélegur íslendingur sem ekki getur látið á móti sér slíka óminniselfu þegar bróðir hans er í hættu. Um bjórinn segir Einar Bene- diktsson: I gleði og sút hef ég gildi tvenn. Til gagns menn mig elta. Til skaða mín njóta . . . Þetta eru sannindi og aldrei er góð vísa of oft kveðin. Og þökk sé þessum ágætu lækn- um. Þeir eiga lof þjóðarinnar. Árni Helgason Spilið jólalögin Til Velvakanda Ég er ekki sammála Birni sem hafði samband við Velvakanda fyrir nokkru og vildi ekki láta spila jóla- lögin nema yfír jóladagana. Þá er lítill tími til að h|usta á útvarp, fólk er í boðum og upptekið við veislu- höld. Ég hef heyrt fullorðið fólk segjast hlakka til að heyra jólalögin á rásunum. Það léttir og gleður við jólaundirbúninginn. Og hvað krökk- unum fínnst mikil hátíð að heyra lögin. J.H. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisfong verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér [ dálkunum. Um ráðhúsið og málefni aldraðra ! Bréf til íslenskra karlmanna — sérstaklega á aldrinum 20 til 30 ára Til Velvakanda. Halló! Hér sit ég, 23ja ára stúlka, myndarleg er mér tjáð og á lausu. Af hveiju? spyija margir. Ymsar ástæður eru fyrir því, svara ég, en engin stór. Kannski er líkt á komið með mér og mörgum öðrum í þessu þjóðfélagi. Því skrifa ég þetta bréf til íslenskra karlmanna. Ég hef þó nokkurn áhuga á að kynnast karlmanni og búa með honum í framtíðinni. Karlmenn lað- ast að mér og sýna mér áhuga en... því miður, á svo óaðlaðandi hátt að mig langar mest að fara eitthvað langt burt. Ég fer kannski með vinkonu eða nokkrum vinum á ball og hvað ger- ist? Einungis drukknir, jafnvel blindfullir karlmenn koma að tala við mig, sérstaklega rétt fyrir klukkan þijú. — Ólíkt mörgum öðr- um kynsystrum mínum hér á landi tek ég aldrei „sjensinn" og dríf mig heim með einum sem ég hitti sama kvöldið. Nei, takk! Hvað er til ráða? Passa ég ekki inn í þetta þjóðfélag eða hvað? Mig langar samt til að koma með tillögu til ykkar elsku íslensku karlmenn. Mig langar að byija með að segja að þið gætið verið ánægðir (flestir) með útlit ykkar, þið eruð yfírleitt mjög myndarlegir. Næst þegar þið farið á skemmti- stað og sjáið stelpu sem ykkur líst vel á, verið óhræddir að fara til hennar. Tala smávegis, enga rosa- stæla. Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað við kvenfólkið erum oft hrifn- ar af karlmönnum sem geta verið EÐLILEGIR. Ef þið eruð á dansstað, bjóðið henni upp. Ef hún segir ákveðið nei, takið því og farið. Ef þið eruð ofsahrifnir reynið að tala smávegis en í guðanna bænum ekki spyija aftur og aftur: Af hveiju viltu ekki dansa? Gerðu það komdu að dansa. Láttu ekki svona, komdu! Það er líka alveg út í hött að verða fúll, þetta þarf ekki endilega að vera persónuleg móðgun. Gangið heldur í burt og reynið kurteisislega aftur seinna, ef áhugi er fyrir hendi. Ég er kannski voða gamaldags eða ægilega varkár. Ég veit það ekki. En ég verð ægilega móðguð og sár þegar gæinn sem er búinn að vera með mér allt ballið muldrar í eyrað á mér klukkan þijú: „Eigum við að fara heim til þín eða mín?“ Síðan verður hann fúll og jafnvel reiður af því að ég vil fara heim ein. Ætli ég Hti út fyrir að vera „þannig"? Þó er stundum skipst á símanúmerum en oft heyrist ekkert frá vininum. Hann er nefnilega svo feiminn þegar hann er edrú. Elsku strákar mínir, herðið ykkur nú upp! Það er mjög líklegt að stelp- an sem gaf ykkur símanúmerið sitt hreinlega bíði eftir símhringingu. Af hveiju lét hún þig fá símanúmer- ið? Ef þið reynið ekki að rifja upp smá kurteisi (þið hljótið að kunna eitthvað) og sýna ósvikinn áhuga á íslensku kvenfólki, án þess að hanga dauðadrukknir á öxlunum á okkur, þá endar með því að við kvenfólkið förum að flytja inn karl- menn frá einhveiju fátæktar- landinu. Hvemig litist ykkur á það? Mér litist sjálfri illa á það. í von um batnandi líf. P.s. Það væri gaman að heyra frá öðmm, konum sem körlum, vegna þessa. Trína rGEGN STAÐGREIÐSLUn VÍRZLUNflRBflNKI ISIANDS HF Kaupum og seljum hlutabréf Verslunarbanka íslands gegn staðgreiðslu. Kaupverð nú er kr. 1.270,- fyrir hverjar 1.000,-kr. nafnverðs. sími lHulabréfamarkaóurinn hf. 21677 Skólavörðustíg 12, 3.h., 101 Reykjavík. JÁTVARÐUR JÖKULL JÚLÍUSSON áritar bók sína HEFUR LIÐUGT TUNGUTAK í verslun okkar í dag kl. 16-18. Sendum áritaóar bækur í póstkrufu. FRÁBÆRT ÚRVAL rAF DÚKKUM EYMUNDSSON Austurstræti 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.