Morgunblaðið - 15.12.1987, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 15.12.1987, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987 Jólatré á hjólum í glampandi sól. „Father Christmas", faðir jólanna, veifar til fólksins áður en hann hverfur inn í hellinn til að undirbúa jólin. Matthildur Bjömsdóttir skrífar frá Ástralíu: „Brádum koma blessuð jólin“ Já, það er greinilegt að það eru að koma jól hér í Ástralíu. Og bömin farin að hlakka til. Enda hófst jólaundirbúningur verslana hér í október. Þá var jólatré kom- ið upp í CoUp, sem er byggingars- amvinnufélag hér í Ástralíu og er rekið á einskonar kaupfélags- eða sparisjóðsgrundvelli. Þeir greiða hærri vexti af sparifé og bjóða hverskyns þjónustu í formi lána. Þeir hafa einnig sérstakan jóla- reikning sem fólk greiðir inn á árið um kring til að spara fyrir jólin og getur það einnig fengið aukapening lánaðan. Jólatréð er sett upp til að minna fólk á þenn- an reikning. En ekki hafa þeir fyrr sett upp sitt hvíta jólatré en jólaskraut er einnig komið upp á aðalgöngugötu Adelaide. Jóla- sveinninn upp á vegg hjá John Martins og rauðu gervigreinamar með grænu bjöllunni setja heildar- jólasvip á götuna. Allar verslanir fyllast af jólavör- um og gervijólatrjám í öllum regnbogans litum. Hvítum, rauð- um, gulum og grænum. Sólin skín og léttklæddir Ástralir af öllum þjóðemum rölta á milli verslana og skoða dýrðina. Þá fer ekki hjá að maður beri saman í huganum mynd af íslenskri jólaverslun. Þegar kapp- klæddir Frónbúar hafa lagt í að fara niður á Laugaveg í snjó og byl til þess að kaupa gjafir, og síðan skotist með krókloppnar hendur og blátt nef inn á veitinga- hús til að fá eitthvað heitt í kroppinn. Þá er haldið aftur út í kuldann til að létta enn betur á buddunni þangað til þeir em vissir um að enginn fari í jólaköttinn. Hér þarf fólk ekki að leggja slíkt á sig til að halda jól. Það eina sem getur gerst er að það verði of heitt, og enginn er ástr- alskur jólaköttur að hræðast. Myndir af ástralska jólasveininum sýna hann við útigrill og hann hefur jafnvel brugðið sér í rauðar stuttbuxur í samræmi við veðrið, og hann fær sér væna bjórkollu léttur í lund. Þannig myndir má sjá á jólakortum hér. Nokkuð ólíkt hrekkjalómunum okkar þrettán og foreldrum þeirra, þeim Grýlu og Leppalúða. Slíkir persónuleikar fá nýtt gildi þegar maður tekur þess- ar gömlu íslensku kjamapersónur og ber saman við það sem er ann- ars staðar. Ég veit ekki hvort ég á að upp- ljóstra, að mér var sagt að þau hafí verið notuð til að halda börn- um nærri bæjum í gamla daga og til að böm væru þæg og góð, og að ennfremur væri ekki örgrannt um að þau væm ömgglega dauð, því kona ein taldi sig stundum sjá eitthvað sem jafnvel gat verið sú gamla. Hver veit? Hér em hvorki til Grýla né Leppalúði, en að það sé merki um að áströlsk böm séu eitthvað betri tel ég af og frá. Svo mikið veit ég. Kannski Grýla ætti að koma hingað út og gá að hvort hún kæmi ekki lagi á óþekk skólaböm sem haga sér illa við kennara. „Þeir íslendingar sem ég hef talað við eru sammála um að jóla- skrautið og allt um- stangið í kring um jólin hér í Astralíu snerti engan veginn jólataug- ar þeirra. Alla vega ekki enn.“ Alla vega veit ég að bömum líkaði ekki við Grýlu og lítil stelpa sem fékk Vísnabókina reif mynd- ina af Grýlu með poka fullan af bömum samviskusamlega úr bók- inni. Allt þetta minnir mann á hve vaninn er sterkur og hvemig fólk tengir innri vemleika, sem jól em í raun og vem, við ytri vemleika eins og það hvemig ytri aðstæður skapa jólamyndina. Þeir íslendingar sem ég hef talað við em sammála um að jóla- skrautið og allt umstangið í kring um jólin hér í Ástralíu snerti eng- an veginn jólataugar þeirra. Alla vega ekki enn. Þeir fái ekki einu sinni sting við að sjá það. Það er athyglisvert í sjálfu sér og segir okkur hvað ytri aðstæður geta verið ríkjandi við að skapa okkur ímynd um hvemig tilteknir hlutir eins og jól eigi að vera. Að jól séu myrkur snjó og kuldi með þungu, hátíðlegu yfirbragði, en ekki leiftr- andi léttleiki í sól, blíðu og birtu. Eins hlýtur Áströlum að vera farið sem búa á íslandi og em vanir að setja samasemmerki milli jóla og sólar og léttleika. Mörgum þeirra þykir áreiðanlega hin dökku og dimmu jól með hinu mikla hátí- ðlega yfirbragði framandleg í fyrstu. Það hefur h'.arflað að mér að kannski þurfi Ástralir ekki á jólum að halda í sama skilningi og Ís- lendingar. Jólin em íslendingum ljós í myrkri vetrar til að brjóta upp hið langa skammdegi og margri sálinni nauðsynleg, þó ekki sé nema til þess eins. En hér er dreifing ljóss og myrkurs mun jafnari hvað varðar ráðstöfun náttúmnnar og síður þörf á þeirri tegund upplyftingar. En sem dæmi um einn fyrirboða jóla hér í Ástralíu er hin mikla skrautsýning á vegum verslunar- innar John Martins, sem hefur verið haldin um langan tíma, eða allar götur síðan 1921 og er orðin fastur liður í bæjarlífinu. Slík skrautsýning mun ekki eiga sér neina hliðstæðu í heiminum nema í New York í Bandaríkjunum. Verslun John Martins, sem aðeins er í Adelaide, hefur staðið fyrir þessari skrautsýningu allan þenn- an tíma og hefur ekki haft áhuga á að selja hinum verslununum aðild að henni, enda gefur hún nokkuð í aðra hönd þar sem jóla- sveinninn hverfur inn í helli þeirra og fólk þarf að kaupa sig inn. Slíkt leiðir svo oft af sér frekari innkaup í verslun þeirra. Skrautsýningin fer fram þegar „Father Christmas", faðir jólanna, kemur í bæinn og áður en hann hverfur inn í John Martins-hellinn mikla til að undirbúa jólin. Enda létu meira en þrjú hundmð þúsund manns sig hafa það, að sleppa laugardagsblundinum og fara eld- snemma niður í bæ til að finna sér gott stæði til að sjá dýrðina fara hjá. Þátt í sýningunni tekur fjöldi vagna með kunnum sögu- og æv- intýrapersónum. Lúðrasveitir spila að ógleymdum þeim skosku í pils- unum, sem setja skemmtilegan svip á sýninguna, bæði fyrir augu og eym, ásamt trúðum og allskyns furðuvemm. Þær veifa til barn- anna og tala við þau og láta eins og þeim hæfir. Lögegluþjónar á hvítum hestum ríða friðsamlega um og sjá um að allt sé eins og vera ber. Við homið þar sem við stóðum tók það heila klukkustund fyrir alla vagnana og fólkið að fara hjá. Lestina rak síðan „Father Christmas“, sem kemur frá Norð- urpólnum (eftir því sem áströlsk- um börnum er sagt). Hann var í glæstum vagni með gervihreindýmm og heilsaði og brosti til allra. Það var annar bragur á fólkinu þama en íslendingum sem fara í desember niður í bæ til að ajá þegar kveikt er á jólatrénu frá Noregiog jólasveinar leika á ais oddi í kuldanum. Þarna var fólk prúðbúið eins og þegar sólin skín á sautjánda júní. Hitinn var úm þrjátíu og þijú stig, svo mikið seld- ist af gosdrykkjum þann dag eins og á öðmm dögum þegar heitt er og fólk gerir sér glaðan dag. RÁÐHÚSIÐ eftir Guðlaug Guðmundsson Ráðhúsi Reykjavíkurborgar hefur verið valinn staður í norð- vesturhomi Tjamarinnar. Um þessa staðsetningu hússins em skiptar skoðanir. Þeir sem hæst mótmæla þessu staðarvali benda þó ekki á annan vænlegri stað, en vilja bara ekki hafa húsið við Tjömina. Það er háttUr sumra manna að vera á móti öllu sem gert er og bera þeir oft við náttúruvemdar- sjónarmiðum og fleiru. Þeir líta ekki á þjóðamauðsyn eða nota- gildi, sem líka er oft til fegurðar- auka. Þessu til sönnunar mætti nefna mörg dæmi, en ég nefni hér aðeins eitt, brúna yfír Elliðaárdal- inn/sem tengir saman Breiðholtið og Árbæinn og leysti þar með úr stómm umferðarhnút. Eða hvem- ig haldið þið að hefði verið að fá alla þessa umferð á Elliðaárbrým- ar? Áuk þess sem vegfarendur á sólríkum sumardegi njóta fegurð- ar dalsins frá brúnni einsog best verður á kosið. Elliðaárdalurinn er litríkur og formfagur. Áin silf- urtær liðast fram milli víðivaxinna hólma og engi og ramminn er fjöll og sjór. íslensk náttúmfegurð I hnotskurn. Gegn þessari brú börðust hópar manna og söfnuðu undirskriftum gegn henni. Ég hitti mann á síðastliðnu sumri sem hafði skrifað undir þessi mótmæli. Hann sagði; „í dag skammast ég mín fyrir að nafn mitt skuli standa á þessu mótmælaskjali." Nú verður ráðhúsinu kannski mótmælt með undirskriftariista og Guðlaugur Guðmundsson það sagt að lífríki Tjarnarinnar sé í hættu. Fuglamir hverfa og bíla- umferð stóreykst. Allt þetta skapi vandamál sem ekki verði leyst á auðveidan hátt. Varðandi lífríki Tjamarinnar, sem sennilega er „Það er háttur sumra manna að vera á móti öllu sem gert er og bera þeir oft við náttúru- verndarsjónarmiðum og fleiru. Þeir líta ekki á þjóðarnauðsyn eða notagildi, sem líka er oft til fegurðarauka." ekki ríkt, því miður, getur varla skapast hætta, þótt húsið taki þarna ca. 1% Tjarnarinnar. Um fuglalífíð er það að segja að með tiikomu hússins skapast ný að- staða fyrir unnendur fuglanna að njóta þeirra betur en áður frá húsinu og gefa þeim mat. Útsýni yfír Tjömina verður úr húsinu, fallegra en það er í dag og víðara til „veggja". Áhugi fólks fyrir vel- ferð Tjarnarinnar er mikil og þarf líka að ná til ráðamanna borgar- innar. Umferðarmálin á þessu svæði sé ég ekki annað en séu vel leyst. Þá er sagt að miðbærinn þarna í kvosinni breyti um svip og göm- ul hús hverfí. Ég vil taka það fram að ég er mótfallinn því að rífa gömul hús, sem segja sögu fortí- ðar, því enginn má gleyma uppmna sínum. En hér held ég að það sé ekki gert, aðeins breyt- ist svipur og stíll. En mér finnst hann vera til bóta. Auka á fegurð og stíl og gera miðbæinn eftir- sóknarverðari. Arkitektamir sem teiknuðu ráðhúsið eiga allar þakk- ir skildaf. Ég er sannfærður um að ráð- húsið á þessum stað, í norðvestur- horni Tjamarinnar, verður Reykvíkingum og landsmönnum öllum til ánægju og gleði. Ingólfur Amarson verður líka ánægður. Áfram með húsið, Davíð. Höfundur er kaupmaður í Reykjavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.