Morgunblaðið - 15.12.1987, Side 14

Morgunblaðið - 15.12.1987, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987 Önnudeisíraunir en lukka að lokum... Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Auður Haralds: Ung, há, feig og Ijóshærð Utg. Forlagið 1987 Það veldur heilabrotum og kemur jafnvel út augnskuggapokum að ætla sér að skrifa skipulega um þau forkostulegu ævintýri sem hin sak- lausa stúlka Anna Deisí lendir í. Svo lygileg og hrærandi er saga þessarar ungu stúlku, ævintýri hennar blanda af tryllingi og heitri rómantík með slettu af koníaki. Frá því hún stígur inn í byggingu Glob- al Enterprise etc og hittir fyrir deyjandi fyrverandi tilvonandi vinnuveitanda sinn og verður vitni að því er naglalakkið er að bráðna á brunnum eínkaritaranum og til þess að sú unaðsstund rennur upp rösklega tvö hundruð síðum síðar, að upplýst er að hún er dóttir laun- dóttir aðalsmannsins fína og hefur tekið í fóstur matrónuna góðu og vondu konuna sem verður góð að lokum. Þarna á milli geysast at- burðirnir, það eru þvílíkar flækjur sem hin háa og feiga dís lendir í, að oft verður mmaður að halda vel á spöðunum til að fylgja henni eft- ir. Dæmalaust sem blessuð stelpan er mikill einfeldningur, þrátt fyrir allt. En hún skilur þó að lokum, eftir að hafa verið göbbuð til Jórd- aníu af hinum óræða Davíð. Og það er sem betur fer ekki alveg rétt að hún sé feig. Því að henni tekst að koma sínu á þurrt. Auður Haralds hefur verið í senn ærslabelgur og hrekkjalómur meðal íslenzkra rithöfunda frá því hún sendi frá sér sína fyrstu bók um hvunndagshetjuna, sjálfa sig. Það er ákaflega erfítt að setja Auði á nokkum bás, jafn erfitt er oft að henda reiður á því, hvað fyrir henni vakir með því sem hún skrifar. Hvenær er henni alvara. Otrúlega oft, að ég held. En jafnskjótt og hún óttast að lesandinn sé farinn að ímynda sér það, slær hún öllu upp í stæla og kæruleysi. Flýtur alltaf á mælsku og orðfimi, en þetta hið sama skemmir líka fyrir henni og á stundum er það við að færa hana í kaf. í ævintýrasögunni um Onnu Deisí fer ekki milli mála, að höfund- ur er að leika sér. En leikur sér ansi skemmtilega. Að vísu eru inn- skotin, þar sem höfundur er að „réttlæta" gerðir sínar og gefa okk- ur uppskrift af því, hvemig eigi að Auður Haralds búa til svona sögu, full ítarleg og ekki alltaf eins fyndin og höfundi þykir. Því að stundum hefur lesandi á tilfinningu, að Auður bókstaflega falli í stafí yfír hnyttni sinni. Samt er mjög úr allri ofhleðslu dregið, miðað við fyrri bækur hennar. Og saga Önnu Deisí og allt spi- leríið í kringum hana, með lesanda sem írónískan þátttakanda, verður býsna skemmtileg. Persónusköpun- in er að vísu ósköp daufleg, þrátt fyrir fjölda lýsingarorða um persón- ur og allfjálgar almennar lýsingar, en það endar nú samt með að matr- ónan verður dálítið ljúf og sýnileg. Mér finnst saga Ónnu Deisí bera af öðru sem Auður Haralds hefur sent frá sér. Því að mér finnst ekk- ert að því að leika sér, ef leikregl- umar og leikbrellumar eru sniðuglega gerðar. „Norðurglugginn“ Helgi Vilbergs við eitt verka sinna. Myndlist Bragi Ásgeirsson Nýlega var opnaður sýningarsal- ur á Akureyri, sem ber nafnið „Glugginn Gallerí". Aðstaða til sýningahalds í höfuð- stað Norðurlands hefur lengi verið næsta bágborin, þó gerðar hafi verið virðingarverðar tilraunir til þess að halda uppi reglubundnu sýningahaldi á hinum ýmsu stöðum í bænum. Hér minnast menn aðal- lega hins lofsverða framtaks Óla G. Jóhannssonar fyrir nokkrum árum, sem mikla athygli vakti og miklar vonir voru bundnar við — en dæmið gekk einfaldlega ekki upp. Hinn nýi sýningarsalur er stað- settur á Glerárgötu 34 á jarðhæð, svo að aðkoman er öllu auðveldari en í salarkynnum Óla G., sem voru í sama húsi, en vel að merkja á efstu hæð í lyftulausu húsinu. Til að standa undir rekstri sýn- ingarsalarins sem er í leiguhús- næði, hefur verið stofnað hlutafé- lag átta myndlistarmanna og fímm aðila úr atvinnulífinu og þannig er hann tryggður eitt ár fram í tímann. Þá ber að nefna að allnokk- ur fyrirtæki hafa styrkt framtakið. Vegna anna náði ég ekki til Akur- eyrar, þegar salurinn var formlega opnaður, en ég gerði mér ferð þangað sl. sunnudag og náði í skottið á sýningu Helga Vilbergs, sem er stjórnarformaður fyrirtæk- isins, sem ber nafnið „Norður- glugginn“. Nafnið er táknrænt, því að ætl- unin er að opna sem flesta glugga ferskum og listrænum straumum — halda sýningar, sem standa undir sér að listrænum gæðum, svo sem einna best gerist á landi hér. Tak- ist það ekki, er það ekki sýningar- salnum að kenna, sem er hinn vistlegasti og sem slíkur ekki ein- ungis eins og best gerist hér í Reykjavík, heldur hreint og beint á alþjóðamælikvarða. Og það yrði ei heldur út af framtaksleysi for- svarsmanna salarins, því að þeir eru uppfullir af baráttugleði og framtíðaráformum og munu ekki láta deigan síga, fyrr en öll sund lokast. En það er óþarfi að vera með hinn minnsta vott af svartagalls- rausi hér, því að enginn vafí er á að hinir virtustu og framsæknustu íslenzku myndlistarmenn munu leggja salnum lið, er þeir vita af þeim fölskvalausa stórhug, er hér liggur að baki. Og það hefur mikla þýðingu að tengja höfuðstað Norð- urlands hinu lffrænasta á íslenzk- um myndlistarvettvangi og virkja til þess alla hugsanlega krafta. Sýning Helga Vilbergs var hin þriðja í röðinni í húsakynnunum og um leið fyrsta einkasýningin. Helgi hefur verið virkur myndlist- armaður, allt frá því að hann útskrifaðist úr MHÍ fyrir þrettán árum, og hann á jafnframt mestan þátt í að byggja upp Myndlistar- skóla Akureyrar — gera hann að prýðilegasta undirbúningsskóla undir MHÍ, sem þekkist á landi hér, jafnframt því að einnig eru starfræktar framhaldsdeildir innan hans. — Það voru tuttugu myndir á sýningu Helga og allar unnar í sömu tækni, þ.e. akrýl á léreft. Ég hef fylgst grannt með þróun Helga, allt frá því að hann fór fyrst að taka þátt í samsýningum hér syðra og einnig á Akureyri, er ég var þar á ferð að kíkja á hina ýmsu listviðburði. Þekking mín á ferli hans sem myndlistarmanns er því allnáin og jafnan hefur mér fundist sem herslumuninn vantaði til úrskerandi árangurs og kenndi um miklum önnum vegna brauðst- ritsins, enda er hann fjölskyldu- maður. Og þrátt fyrir að annir Helga hafí naumast minnkað, skal nú fúslega viðurkennt, að hann hefur náð miklu sterkari tökum á miðlin- um og telst nú vera orðinn þroskað- ur og agaður málari, sem við miklu má búast af í framtíðinni, haldi hann ótrauður sínu striki. Kannski hefur Helga tekist betur að skipuleggja tíma sinn en áður, því það er alveg víst, að vinnubrögð hans eru nú mun þróaðri og mark- vissari. Málverk hans eru beinar lifanir og hughrif frá náttúrunni, mannlíf- inu og landslaginu allt um kring, en færð í nær óhlutlægan búning, en þó sjaldan meira en svo, að maður fínnur jafnan fyrir nálægð lífs og gróanda. Helgi er ekki einasta orðinn ag- aðri og markvissari í myndbygg- ingu, heldur eru litir hans nú öllu jarðtengdari og safaríkari. Sýning- ar sem þessi gleðja okkur sunnan- menn jafnvel meira en þá fyrir norðan, a.m.k. mig, því að ég vil sjá sem þróttmesta myndlist úti á landsbyggðinni — samtengda nán- asta umhverfi og þó ferska og nútímalega. Helgi er orðinn einn þeirra mál- ara, er finna gleðina yfír því, sem er fullhugsað og fullgert á mynd- fletinum, án þess að málverkið sjálft sé fullgert, því að málverk telst aldrei fullgert. Menn hætta einungis af einhverri innbyrðis eðl- ishvöt, og það er mikill vandi að hætta á réttu augnabliki þannig að hvergi sé of né van. Málarar orða þetta stundum þannig á líkingamáli, að þegar menn séu alveg vissir um, að mynd sé full- gerð, þá sé tími kominn til að byija á henni! Og hver einasta mynd skal vera ný, fersk og mögnuð lifun. Göngur og réttir Békmenntir Erlendur Jónsson GÖNGUR OG RÉTTIR. V. 534 bls. Bragi Siguijónsson bjó til pr. Skjaldborg. Akureyri, 1987. Þetta fímmta bindi Gangna og rétta nær yfír Þingeyjarsýslur, nema vestustu hreppana, og Múla- sýslur. Það var þriðja bindi í fyrstu útgáfu. En umsjónarmaður hefur stokkað ritið upp, líka aukið það. Er þessi hluti ritsafnsins að ýmsu leyti skemmtilegastur, enda er Bragi þarna á heimaslóðum og hef- ur því vitað til hverra hann átti að snúa sér þegar hann valdi höfund- ana. Þá eru afréttir í þessum landshluta hinir víðáttumestu á landinu, landslag ljölbreytt og víða stórbrotið, göngur langar og þar af leiðandi frá mörgu að segja. Auk afréttalýsinga og frásagna úr göngum og réttum er þarna langur þáttur um Fjalla-Bensa, Mývetning- inn sem fór í eftirleit vetur hvern inn á öræfi og gat verið svo vikum skipti í þeim ferðum. Varð Bensi víðfrægur af. Margt hefur verið af honum skráð, meðal annars skrifaði Gunnar Gunnarsson um hann skáldsöguna Aðventu. Tvö eru hús á afrétti Mývetninga sem kunn hafa orðið af frásögnum. Annað er sæluhúsið við Jökulsá á Fjöllum en þar þykir reimt mjög og hafa margir þóst verða þess varir. Hús þetta var reist 1882, hlaðið úr höggnu gijóti, byggt á kostnað landssjóðs við feijustaðinn, í fyrstunni ætlað landpósti og öðr- um sem leið áttu yfír ána en einnig notað af leitarmönnum. Hitt er Péturskirkja við Nýjahraun er nafn var gefið eftir einum þeirra sem stóðu fyrir byggingunni — auk þess sem hliðsjón mun höfð af heiti höf- uðkirkju kristninnar í Róm. Péturs- kirkja er yngri miklu en sæluhúsið við Jökulsá og fara af henni færri reimleikasögur. Hins vegar hefur gisting þar aukið mönnum andríki svo þar hefur mörg vísan orðið til. »Sæluhús þetta er að því leyti merkilegt m.a., að þar hefír frá upphafí verið skráð og geymd min- isteriabók ,kirkjunnar“, og er hún nú þegar orðin tvö allstór bindi.« Hrakningasögur eru og í bók Bragi Siguijónsson. þessari. Hygg ég það hafi verið ekki síst fyrir áhrif frá Göngum og réttum að þess háttar bókmenntir komust í tísku í kringum 1950. Nýir viðaukar eru í þessu bindi. Tel ég þá til bóta — úr því að ráð- ist var í endurútgáfu. Ekki verður gert hér upp á milli þátta né höf- unda. Þeir hafa unnið verk sitt af kostgæfni. Sumir þeirra munu fátt hafa skrifað annað um ævina, aðrir eru þekktir fræðimenn, þeirra á meðal Ólafur Jónsson og Benedikt Gíslason frá Hofteigi. Höfundarnir voru að sjálfsögðu valdir úr bænda- stétt mest. Þetta voru menn sprottnir úr sama jarðvégi og skrif- uðu hver öðrum líkt. Því verður maður þess lítt var hvar einn hætt- ir og annar tekur við. Þannig ber ritið góðan heildarsvip þó það sé skrásett af mörgum. Ritið hefur aukist svo í endurút- gáfu að það mun nú fylla sex bindi í stað fímm áður. Þegar ritið var tekið saman fyrir fjörutíu árum voru búskaparhættir að vísu breytt- ir frá fyrri tíð en göngur og réttir að mestu í sama horfi og verið hafði um aldir. En svo er nú ekki lengur. Rit sem þetta yrði því naum- ast sett saman nú. Sveitarómantík- in hefur bliknað, ef hún er þá ekki horfin. Og bændum er ráðið að skerða bústofn sinn. Skáldin yrkja ekki lengur um sveitasælu og hjörð í haga. Kannski er gamla gangna- og réttastemmningin hvergi varð- veitt lengur — nema í þessu riti! En þar lifir hún þó alltént góðu lífí. Bær í byrjun aldar Bókmenntir Erlendur Jónsson Magnús Jónsson: BÆR í BYRJUN ALDAR. 141 bls. Skuggsjá. 1987. Bók þessi er fyrst og fremst skrá yfir hús og íbúa í •Hafnarfirði árið 1902. Hún var fyrst gefín út í litlu upplagi 1967, síðan endurútgefín þrem árum síðar, þannig að hér er á ferðinni þriðja útgáfa. Ekki eiga allar bækur slíku gengi að fagna. Annars eru rit sem þetta oftast fljót að hverfa af markaði — bækur sem tengjast ættfræði og persónusögu og taka til heilla sveita eða héraða. Sem hliðstætt dæmi má nefna Dala- menn og Strandamenn Jóns Guðnasonar sem teljast nú orðið með fágætari bókum. Þessari bók er að því leyti annan veg háttað að hér er tekinn fyrir þéttbýlisstað- ur og allt miðað við eitt og sama árið. Kunnugleika brestur mig til að meta sannfræði bókarinnar en tel að þeir hlutir hljóti að vera í lagi þar eð bækur sem þessi eru lesnar með gagnrýnni augum en flestar aðrar; villum, ef fyrir koma, jafnan mótmælt kröftuglega af einhverjum sem telja sér málið skylt. Myndír eru þama margar af húsum og fólki. Hitt er svo sér- kennilegast við útgáfu þessa að bókin er ljósprentuð eftir handriti — handskrifuðu! Rithönd skrifarans er vel læsileg og því er nær jafnauð- velt að lesa bókina og þótt hún Magnús Jónsson væri prentuð, að minnsta kosti þeg- ar maður er búinn að venjast skriftinni. En persónulegri verður hún fyrir bragðið. Þó Bær í byrjun aldar sé í raun manntal fyrst og fremst hefur höf- undur leitast við að krydda það með upplýsingum og athugasemdum ýmiss konar þannig að þetta verður meira en nafnarunan einber, tals- vert meira. Yfir heildina litið gefur bókin glögga innsýn í lífshætti Hafnfírðinga um aldamótin síðustu. Til hinna, sem sjá þama afa sína og ömmur, eða langafa og langömmur, mun Bær í bytjun ald- ar þó skírskota fyrst og fremst. Það er með öðrum orðum vegna hins almenna mannfræði- og ættfræði- áhuga sem þessar bækur standa svo stutt við í hillum bókaverslana.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.