Morgunblaðið - 15.12.1987, Síða 40

Morgunblaðið - 15.12.1987, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987 Breyttar forsendur frá þjóðhagsspá í október: Viðskiptakjör mun verri og innflutningur hefur aukist Spáð mun meiri viðskiptahalla á þessu o g á næsta ári en áður BREYTTAR efnahagshorfur til hins verra frá í október, þegar síðasta þjóðhagsspá var birt, benda til þess að þjóðartekjur á næsta ári dragist saman og viðskiptahalli verði mun meiri en sem svarar 2% af landsframleiðslu, eða 4,5 milljörðum króna, sem ríkisstjórnin setti markið á. Þá er fyrirsjáanlegt að viðskiptahalli á þessu ári verði meiri allt að 3,8 milljarðar, bæði vegna þess að innflutningur hefur aukist umfram spár og gengislækkun bandaríkjadolllars þýð- ir að tekjur af útflutningi verða minni. Samkvæmt útreikningum Seðlabankans þarf að fella gengið um 11%, miðað við útflutnings- framleiðsluna i heild, til að fá út sömu stöðu útflutningsatvinnuvega og árið 1979. Þjóðhagsstofnun vinnur nú að endurskoðun á þjóðhagsspá sem byggir á þessum breyttu efnahags- forsendum og er stefnt að því verki ljúki fljótlega eftir áramót. Enn ríkir veruleg óvissa um ýmsar mikilvæg- ar forsendur þjóðhagsspár fyrir Símabilun í Kópavogi og Garðabæ SÍMALAUST varð í stórum hluta Kópavogs og Garðabæjar, og víðar, þegar jarðsimastreng- ur slitnaði við Hamraborg í Kópavogi um klukkan níu í gærmorgun. Símasamband komst aftur á um sjöleytið í gærkvöldi. Strengurinn slitnaði þegar verið var að grafa fyrir holræsum við Hamraborg, en við það fóru núm- er sem byijuðu á tölunum 64 og 656 úr sambandi. Auk þess áttu númer sem byija á tölunni 4 í erfíðleikum með að ná í númer sem byija á tölunum 3, 6, og 8, og öfugt. Það var svokallaður milli- stöðvarstrengur sem var slitinn, en í honum eru 300 línur fyrir símtöl á milli útstöðva í Kópavogi og Garðabæ. Að sögn Thors Eggertssonar, yfirdeildarstjóra hjá Símstöðinni í Reykjavík, er svona víðtæk og al- varleg bilun í símkerfinu mjög óvanaleg. Skákmótið í Sand- nesi í Noregi: Svíar unnu fjögurra landa keppni ung- lingalandsliða SVÍAR urðu sigurvegarar í skákkeppni íslendinga, Svía, Dana og Norðmanna, 20 ára og yngri, sem haldið var í Sandnesi í Noregi dagana 11. til 13. desember sl. Svár hlutu sextán vinninga, ís- lendingar fimmtán og hálf- an, Danir fjórtán og hálfan og Norðmenn fjórtán. íslendingar unnu Dani og Norðmenn með fimm og hálf- um vinningi gegn fjórum og hálfum en töpuðu hins vegar fyrir Svíum, fengu fjóra og hálfan vinning gegn fimm og hálfum vinningi Svía. Norð- menn unnu Svía með sex vi.nningum gegn fjórum en töp- uðu hins vegar fyrir Dönum með þremur og hálfum vinningi gegn sex og hálfum. Svíar unnu Dani með sex og hálfum vinningi gegn þremur og hálf- um vinningi Dana og unnu mótið, eins og áður sagði. 1988 og hefur hámarksafli ein- stakra fisktegunda ekki verið ákveðinn enn. Auk þess ríkir óvissa með kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Samkvæmt upplýsingum Þjóð- hagsstofnunar eru fjögur atriði mikilvægust varðandi efnahags- horfurnar. í fyrsta lagi hafa við- skiptakjör versnað síðustu tvo mánuði og veldur þar mestu gengis- lækkun bandaríkjadollars en einnig hefur álverð lækkað og óvissa ríkir um verð á sjávarafurðum. Horfur um hagvöxt og þar með aukningu almennrar eftirspumar í iðnríkjun- inu til ÓTTAR Yngvason lögmaður og Páll Jónsson í Pólaris hafa gert tilboð í eignir bama Richards Thors, Haffjarðará, Oddastaða- vatn og 10 jarðir í Kolbeinsstaða- hreppi og Eyjahreppi i Hnappadalssýslu, eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu. í gær leið frestur sá sem hreppam- ir tveir höfðu fengið til að nýta forkaupsrétt sinn. Guðmundur Albertsson, oddviti Kolbeinsstaða- hrepps, sagði að tilboð þeirra Óttars og Páls hefði hljóðað upp á 118 milljónir króna. Hreppamir, ásamt leigjendum þriggja af jörð- unum tíu, hefðu vísað málinu til matsnefndar til að athuga hvort um eðlilegt verð og greiðsluskil- mála væri að ræða á eignunum. „Þeir Óttar og Páll keyptu þessar eignir á 118 milljónir .og greiddu 61 milljón króna við undirskrift tilboðs- ins 9. nóvember sl. og samkvæmt samningnum áttu þeir að greiða 20 um eru lakari en reiknað var með og er gert ráð fyrir að þetta hafi neikvæð áhrif á eftirspurn eftir íslenskum útflutningsvörum. I þjóð- hagsáætlun fyrir 1988 var gert ráð fyrir að viðskiptakjörin í heild væru óbreytt milli árannna 1987 og 1988 en haldist þau óbreytt á næsta ári frá því sem þau eru nú í byijun desember verða þau að meðaltali nokkru lægri á næsta ári en á þessu. í öðru lagi bendir flest til að þorskafli verði minni á næsta ári en gert var ráð fyrir í október- spánni, jafnvel allt að 40-50 þúsund lestum, og gæti það þýtt samdrátt um 4-5%, eða 2-3 milljarða í vöruút- flutningi og 1-2% í þjóðartekjum á föstu verði. Þessar tölur eru þó settar fram með fyrirvara. í þriðja lagi er fyrirsjánlegt að halli á viðskiptum við útlönd á þessu ári verði meiri en þær 2,4 milljarð- ar sem gert var ráð fyrir í október- spánni. Sú spá byggðist á að vöruskiptajöfnuður yrði hagstæður um 1,4 milljarð en nú stefnir í að milljónir króna í dag, 14. desember, aðrar 20 milljónir króna 10. febrúar nk. og loks 15,5 milljónir króna 10. apríl nk.,“ sagði Guðmundur. „Auk þess taka þeir, samkvæmt samningn- um, við 700 þúsund krónum sem hvíla á Höfða og 500 þúsund krónum sem hvíla á Stóra-Hrauni. Við erum ekki búnir að taka neina ákvörðun um það hvort við leggjum þetta mál fyrir dómstóla. Hreppamir tveir og leigjendur jarðanna Kolviðamess, Gerðubergs og Stóra-Hrauns vísuðu þessu máli til matsnefndar, sem er skipuð af sýslumanni, til að athuga hvort þetta er eðlilegt verð og skil- málar. Það er m.a. verk matsmanna að athuga hvort þama hafa verið sett inn atriði til að halda frá forkaups- rétti. Það er reiknað með niðurstöð- um nefndarinnar seint í þessari viku. Samkvæmt jarðalögum getur hún breytt verði og skilmálum. Ef nefnd- in breytir verðinu skoðast það sem forkaupsréttarverð en það er nátt- afgangurinn verði enginn. Það þýð- ur að viðskiptahallinn eykst úr rúmlega 1% af landsframleiðslu í allt að 2%. í fjórða lagi hefur afkoma út- flutningsfyrirtækja almennt versn- að að undanfömu, sérstaklega frystingarinnar. Er áætlað að botn- fiskvinnslan í heild sé rekin með tapi sem nemur 3-5% af tekjum og þar af er áætlað tap í frystingu talið nema 7-9% af tekjum. Þá eru miklir rekstrarerfiðleikar í ullariðn- aði. Erfitt er talið að fullyrða um stöðu innlendra framleiðslugreina sem keppa við innflutning. Þar hef- ur orðið hækkun innflutningsverðs í íslenskum krónum vegna hækkun- ar á gengi Evrópumynta og vegur hún að nokkru upp hækkun inn- lends kostnaðar. Samt hefur raungengið sífellt verið að hækka og samkvæmt útreikningum Seðla- bankans á svokölluðu „gengisfell- ingartilefni" þarf núna að fella gengið um 11% miðað við útflutn- ingsframleiðsluna í heild til að fá út sömu stöðu útflutningsatvinnu- vega og 1979. úrulega ekki viðurkennt af eigendun- um. Eftir að mat nefndarinnar liggur fyrir höfum við viku til að ákveða hvað við gerum. Þessar 10 jarðir, sem um er að ræða, eru Akurholt, Höfði, Ytri- Rauðamelur, Gerðuberg og Kolviðar- nes í Eyjahreppi og Landbrot, Skjálg, Olviskross, Stóra-Hraun og Syðri- Rauðamelur í Kolbeinsstaðahreppi. Kolviðames, Gerðuberg, Stóra- Hraun og Syðri-Rauðamelur eru í ábúð og hafa ábúendumir forkaups- rétt að þeim. Við gerðum sérstaklega athugasemd við það að þessar eign- ir, Haffjarðaráin, Oddastaðavatn og jarðimar, voru boðnar hreppunum til kaups í einu lagi, þannig að ef ein- ungis annar hreppanna hefði keypt allar jarðimar 10, þá eignaðist hann þar með 5 jarðir í hinum hreppnum og það er spuming hvort það er lög- legt,“ sagði Guðmundur. Lögmaður bama Richards Thors, Jón Steinar Gunnlaugsson, vildi ekk- ert um málið segja. A ' " . Hans Jörgensen fyrrverandi skólastjóri og form- son framkvæmdastjóri Ármannsfells hf., afhenti aður Samtaka aldraðra tók við lyklum að síðustu lyldana og er þar með er lokið afhendingu á 48 íbúðum fyrir aldraða sem Armannsfell hf. íbúðum við Dalbraut 18 til 20 en byggingafram- byggði við Dalbraut 18. Ármann Örn Armanns- kvæmdir hófust fyrir 18 mánuðum. Haffjarðará: Hrepparnir vísa mál- matsnefndar Hákon Bjarnason Ræktaðu garð- inn þinn eftir Hákon Bjarnason KOMIN er út hjá Iðunni ný og endurskoðuð útgáfa bókarinnar Ræktaðu garðinn þinn eftir Há- kon Bjarnason. Er þetta þriðja útgáfa bókarinnar og hefur hér m.a. verið bætt við sérstökum kafla um trjárækt við sumarbú- staði. í kynningu útgefanda segir: „Bók þessi fjallar um tijárækt í görðum í skýru og stuttu máli. Sagt er frá gerð og lífi tijánna, næringarþörf þeirra, uppeldi tijá- plantna, gróðursetningu, hirðingu og grisjun. Lýst er um 70 tegundum lauftrjáa, runna og barrviða. Höfundur bókarinnar, Hákon Bjarnason, hefur um tugi ára verið forystumaður í þessum efnum hér á landi. Sakir langrar reynslu og þekkingar er hann öðrum færari til að veita leiðbeiningar um ræktun tijáa, sem að gagni koma.“ Allar plöntuteikningar í bókinni eru nýjar, gerðir af Eggerti Péturs- syni. Samninga- fundur vestra í ársbyrjun Á RÁÐSTEFNU Alþýðusam- bands Vestfjarða um kjaramál sjómanna laugardaginn 12. des- ember var ákveðið að beina þeim tilmælum til aðildarfélaga sam- bandsins að segja upp gildandi samningum sjómanna fyrir ára- mót. Ráðstefnan taldi nauðsyn- legt vegna yfirvofandi breytinga á kvótakerfinu og skattalögum að hafa samninga þessa lausa. Eftir að ráðstefnunni lauk var fundur með stjóm ASV og for- mönnum nokkur félaga með stjórn Vinnuveitendafélags Vestfjarða. Farið var yfír stöðu samningamála og framvindu bónussamninga. Þar var samþykkt að reyna hópbónus í sem flestum frystihúsum á svæðinu og stefna að samningafundi laugar- daginn 2. janúar næstkomandi. Menningar sj óður Fjórtán sækja um stöðu fram- kvæmdastjóra FJÓRTÁN sækja um stöðu fram- kvæmdastjóra Menningarssjóðs en umsóknarfrestur rann út 11. desesmber. Sjö umsækjendur óska nafn- leyndar en aðrir umsækjendur em, Einar Laxnes menntaskólakennari, Birgir Þorvaldsson, Jón Ormar Ormsson framkvæmdastjóri, Valdi- mar J. Magnússon deildarstjóri, Stefán Ólafsson útlitsteiknari, Pálí Skúlason lögfr. og Knútur Bruun hrl.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.