Morgunblaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987 69 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Suður Kórea: Mer Kim Young sigur með atkvæðum ungra kjósenda? SÍÐUSTU dagana hefur virzt sem Kim Young Sam gæti marið sigur i forsetakosningunum í Suður Kóreu, en menn veigra sér þó enn við að kveða upp úr með neitt. Kosningabaráttan hefur verið óvægin, eins og margsinnis hefur komið fram í fréttum og málefnin hafa fyrir löngu lent í skugganum vegna persónu- legrar baráttu, einkum milli Kim Young og Kim Dae Jung. Þá fer ekki milli mála, að allir hafa frambjóðendurnir eytt miklum fjármunum í kosningabaráttuna og fréttamenn sem hafa fylgzt með, segja að hún hafi verið rekin upp á bandarískan máta. Astæðan fyrir því að Kim Young virðist hafa komizt hársbreidd fram úr öðrum fram- bjóðendum er ekki stefna hans né persónulegar vinsældir hans heldur að vaxandi fjöldi ungs mið- stéttarfólks - sem áður var álitið Kim Dae áætlað að allt að því ein milljón hafi komið til fundarins, þrátt fyrir napurt veður þann dag. Þar sem fundir Kim Dae næstu daga á undan höfðu verið illa sóttir var litið á þetta sem meiriháttar sig- ur. Þessi fundur hefur ugglaust Kim Young um kaupsýslumönnum og svokall- aðri yfirstétt. Eftir því sem nær kosningunum hefur dregið hefur fylgi hans skroppið æ meira sam- an og er þegar þetta er skrifað sagt varla meira en 5 prósent. Kim Jong Pil dró til sín nokkuð af atkvæðum, fyrst eftir að fyrsta konan til að gefa kost á sér bauð sig fram. Kim Jong kunngerði samstundis áhuga sinn á ýmsum sérmálum kvenna og raunin varð sú, að allir frambjóðendur tóku að gefa yfirlýsingar um hversu nauðsynlegt væri að huga að ýmsum „kvennamálum." Þegar hún dró sig síðan í hlé og lýsti yfír stuðningi við Kim Dae var Roh Tae Woo að kysi Roh Te Woo- virðist hafa ákveðið að kjósa gegn stjórninni. Og með þvf að kjósa Kim Young er síður hætta á að þeirra mati, að kollsteypa verði í landinu, sem ekki verður við ráðið. Yngra fólk gæti ráðið úrslitum Áberandi í þessum hópi or fólk á aldrinum 20-40 ára, sem er 58 % af 25.8 miHjónum á kjörskrá. Hafa ber f huga, að fólk á aldrin- um 20-36 ára fær nú í fyrsta skipti að kjósa forseta. Þær síðustu voru 1971, þegar Park Cun Hee vann nauman sigur á Kim Dae Jung. Stór hópur þessara kjósenda býr í höfuðborginni Seul. Þar eru 5.8 milljónir á kjörskrá. Sumir fréttaskýrendur spá, að það verði höfuðborgin sem ræður úrslitum, því að annars staðar í landinu lítur út fyrir að skipting sé nokkuð jöfn og fari eftir því, hvaðan fram- bjóðendurnir eru ættaðir. Það rennir stoðum undir þessa kenn- ingu, að náinn stuðningsmaður Roh Tae Woo, sagði aðspurður á dögunum, að helzta áhyggjuefni Roh væri yngra fólkið í höfuð- borginni. Kim Dae þykir of ósveigjanlegur Það hefur háð Kim Dae Jung, að honum hefur ekki tekizt að styrkja sig í sessi í norðurhluta landsins og í Chollahéraði. Aftur á móti kom það mörgum á óvart, hvereu Kim Dae tókst að fá mik- inn fjölda á útifund þann sem hann hélt f Seul fyrir nokkru. Er orðið til að sytrkja Kim Dae f trú á sjálfan sig, eftir afleita útreið f skoðanakönnunum í Kyongsang. Það hefur fram á síðasta dag verið sagt, að sennilega myndi Kim Dae sjá sitt óvænna og draga framboð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Kim Young. Seul- fundurinn varð til að menn hættu slíkum vangaveltum. En það hefur líka háð Kim Dae meira í baráttunni heldur en Kim Young, að stjórnarandstaðan skyldi ekki standa við orð sfn og bjóða fram sameiginlega. Það þarf ekki að hafa um það mörg orð, að einn frambjóðandi hennar hefði átt auðveldan leik. Auk þess fínnst mörgum að Kim Dae hafi þjófstartað í kosningabaráttunni og persónulegur metnaður hans hafí orðið allri skynsemi yfirsterk- ari. Það er Kim Dae þó mestur íjöt- ur um fót, að margir óttast að næði hann kjöri muni hann ekki hafa nein alvörutök á her lands- ins. Slíkt er nauðsynlegt, af mörgum augljósum ástæðum. Kim Dae þykir alltof ósveigjanleg- ur og sumir segja að hann muni reyna að hefna harma sinna, verði hann kosinn, vegna þeirra ofsókna sem hann hefur sætt mörg undan- farin ár og hann kennir þar hemum ekki sízt um. Vegna þessa ósveigjanleika Kim Dae gæti einn- ig vafízt fyrir honum að sætta og lægja öldur eftir kosningamar. Lítið fylgi þriðja Kim Kim Jong Pil, fyrrum forsætis- ráðherra hefur átt f vök að veijast og ekki talið, að honum verði neitt að ráði ágengt. Þó mun hann fá nokkuð af atkvæðum frá efnuð- greinilegt, að framboð hennar hafði að minnsta kosti hrært dálf- tið upp í frambjóðendunum öllum. Nær Roh 30 prósent- um? Fjárausturinn í baráttunni hef- ur verið mikill eins og áður hefur verið minnzt á. Þó hefur Roh Tae Woo sjálfsagt eytt þar langmestu, enda telur hann gríðarlega mikið í húfí. Roh ávann sér töluvert traust og jafnvel vinsældir síðasta sumar, er hann reis upp gegn forsetanum og sagðist styðja fijálsar forsetakosningar, þótt hann hefði þá þegar verið út- nefndur frambjóðandi stjórnar- flokksins. Og að öllu óbreyttu hefði svo bara verið formsatriði að hann yrði kosinn. Mönnum þykir það sýna hug- rekki hjá Roh að hafa tekið þessa áhættu. Hann hafði og forgöngu um að hefja viðræður við Kim Young Sam um fyrirkomulag kosninga og hann beitti sér fyrir því, að Kim Dae yrði leystur úr stofufangelsi. En Roh hefúr vitan- lega átt erfítt uppdráttar því að margir setja samasemmerki milli hans og Chuns foreeta landsins. Dyggustu stuðningsmenn Roh segja að hann muni fá um 30 prósent atkvæða, í það minnsta. Það geti nægt honum, vegna þess hve skipting stjómarandstöðunn- ar er djúpstæð. Hver sem vinnur í þessum kosningum á ekki sjö dagana sæla. Þau verkefni sem blasa við, að ekki sé nú minnzt á að græða sárin, sem kosningabaráttan hef- ur oreakað. Það verkefni gæti orðið erfíðara en að vinna kosn- ingamar. Hljómplata Selmu Kaldalóns sem ber heitið „Má ég ífangþér færa“ með 24 sönglögum eftirhana, ftutt af sjö þjóðkunn- um listamönnum fæst víða í hljómplötu- verslunum. Hljómplatan er falleg gjöf til þeirra sem unna ljúfum lögum. I<L_ MONTRES KARL LAGERFELD F=ARIS ///// EINKAUMBOÐ (lofl og Dskap LAUGAVEGI 70-S:24930
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.