Morgunblaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987 Suðurlands- skjálftinn kemur — Hvort hann kemur í dag eða eftir áratugi er ekkert hægt að full- yrða segir Reynir Böðvarsson verkfræðingur við Uppsalaháskóla Suðurlandsskjálftar voru meðal annars 1896 og enn árið 1912 og var sá sterkari. í báðum skjálftun- um urðu miklar skemmdir á mannvirkjum, sem voru ekki sterk- byggð yfirleitt í þann tíð, búpening- ur fórst og manntjón varð,“ sagði Reynir Böðvarsson, verkfræðingur við jarðeðlisfræðideild Uppsalahá- skóla, en Reynir vinnur að hönnun gagnasöfnunarkerfis sem nema á allar hræringar sem verða á því svæði þar sem Suðurlandsskjálftinn á upptök sín og gætu verið hugsan- legur undanfari stóra skjálftans. En hvað er Suðúrlandsskjálftinn, hvar eru upptök hans, hverjar eru ástæður hans og hvenær kemur hann? — Menn búast við stórum skjálfta á svæðinú milli eystra gosbeltisins þar sem t.d. Hekla liggur og þess vestra þar sem t.d. Hengill er, en þama í milli liggur jú Suðurlands- undirlendið. A milli Hengils og Heklu er síðan sprunga og má hugsa sér Suðurlandsundirlendið sem plötu á svipaðan hátt og gert er í landrekskenningunni, þótt að mælikvarðinn sé auðvitað allur ann- ar og smærri hér. Um þvert landið frá norðaustri til suðvesturs liggur gosbelti og um það gliðnar landið stöðugt og jarð- skjálftar því tíðir. Sama er að segja um vestra gosbeltið, en milli belt- anna liggur Suðurlandsplatan sem er lítt sveigjanleg og gliðnunin beggja vegna hennar þrýstir á hana eða togar þannig að mikil spenna myndast uns eitthvað verður undan að láta og þá skelfur öll platan auðvitað. Það má hugsa sér þetta sem fleti sem liggja hver upp að öðrum og eru illa smurðir og stirð- ir, en þegar ýtt er fast á annan þá rykkist hann áfram. Það er ýtt eða togað ansi fast í Suðurlandsplötuna og þegar spennan er orðin nógu mikil má búast við að hún hreyfist og þá um Heklu-Hengilssprunguna aðallega og þar höfum við það sem kallað er Suðurlandsskjálftinn. Sagan sýnir okkur að þessir skjálftar hafa orðið með nokkuð reglulegu millibili á jarðsögulega vísu og jarðeðlisfræðilega séð er nokkuð skýrt af hverju þessir skjálftar verða og jafnframt nokkuð víst að þeir munu halda áfram um ókomna framtíð. Almennt séð er hugsanlegt að því lengra sem líður milli skjálft- anna, þess meiri verði skjálftahrin- an þegar hún loks kemur, en hafa verður þó í huga að virkni á gos- beltunum er mismikil og því er illmögulegt að segja fyrir um stærð næsta Suðurlandsskjálfta né heldur hvenær hann kemur. — Er hugsanlegt að skjálftinn láti á sér standa vegna þess að Surtseyjargosið og Vestmanna- eyjagosið hafi ef til vill létt á þrýstingi frá eystra gosbeltinu á Suðurlandsplötuna? — Nei, varla. Það er líklegt að þessi gos og önnur sem orðið hafa síðustu áratugi á eystra gosbeltinu séu merki um aukna eldvirkni og þar með um aukna spennu. — Nú hrundu hús og önnur mannvirki í skjálftunum 1896 og 1912. Hver verða afdrif nútíma mannvirkja í ámóta sterkum skjálftum og þá urðu? — Öll mannvirkjagerð nú er allt önnur en þá var og undanfama áratugi hefur við hönnun verið gert ráð fýrir jarðskjálftum og að mann- virki stæðust þá að einhvetju marki, en ég býst við að byggingaeftirlit og Almannavarnir geti svarað spumingunni og að þeir hafí gert sínar áætlanir. Það er þó ljóst að mannvirki eru í mikilli hættu og varla verður komist hjá miklu eignatjóni og vitanlega er mikil- vægt að menn hafi þessa hættu í huga þegar ráðist er í nýbyggingar hvers konar. — Nú er Suðurland sundur- skorið af miklum ám og öðrum torfærum. Yrði ekki hætta á að fólk lokaðist af er brýr hryndu? — Jú, náttúrulega ef brýr hrynja þá lokast fólk af. Þá geta ýmis önnur mannvirki skemmst, svo sem háspennulínur. Tvær stórar há- spennulínur liggja yfir svæðið og þær sem og önnur mannvirki eru í hættu. Um þetta hafa verið gerðar áætlanir og viðbrögð skipulögð. Nefnd var skipuð að mig minnir árið 1976 sem í áttu sæti fulltrúar Almannavama, Veðurstofunnar, Raunvísindastofnunar, Orkustofn- unar og fleiri aðila. Nefndin skoðaði þessa hluti og samin var skýrsla, en hvað síðan hefur gerst í þessum málum er mér ekki kunnugt um. — Aðvörunarkerfi til að vara við Suðurlandsskjálfta. Hveijum datt það í hug, að hvaða gagni kemur það og hvenær kemst það í gagnið? — Það var upphaflega Evrópu- ráðið sem lagði til að hafnar yrðu rannsóknir á fimm svæðum í Evr- ópu sem miðuðu að því að draga úr hættu á sköðum og manntjóni af völdum jarðskjálfta og reynt yrði að þróa tæknibúnað sem sagt gæti fyrir um þá. Eitt þessara rannsóknarsvæða var einmitt Suðurlandsundirlendið. Þetta var upphafið að þessu verk- efni sem við erum að vinna að núna. Norðurlöndin hafa síðan sameinast um Suðurlandsundirlendið sem sinn rannsóknavettvang en það er í raun mjög vel fallið til skjálftarann- sókna. Það er jarðeðlisfræðilega mjög skýrt afmarkað af eystra- og vestra gosbeltinu og Heklu- og Hengilssprungunni. Jarðskjálfta- svæði eru óvíða jafn skýrt afmörk- uð. Þessar rannsóknir koma ekki aðeins íslendingum til góða, heldur öllum þeim jarðarbúum sem búa á svæðum þar sem jarðskjálftahætta er, þannig að á þetta má að nokkru líta sem framlag Norðurlandanna til almannaheilla hvar sem er í heiminum, sjálfsagt framlag vel stæðra þjóða til lausnar á miklu vandamáli, en jarðskjálftar eru þær náttúruhamfarir sem valda hvað mestri eyðileggingu og manntjóni í veröldinni. Það hefur verið unnið að þvi nú um nokkurn tíma að fá Norðurlönd- in til að sameinast um þetta verkefni og það hafa fengist styrk- ir til þess úr ýmsum norrænum sjóðum, einkum til undirbúnings og ráðstefnuhalda. Norræni menning- arsjóðurinn styrkti t.d. fund sem haldinn var í Osló fyrir um einu og hálfu ári, en þar komu -menn sér saman um hvað ætti að gera og í höfuðatriðum hvemig. Á Oslóarfundinum komu menn frá öllum Norðurlöndunum saman og ræddu hvernig að verki skyldi staðið og reynt var að skilgreina markmið og leiðir og hvaða gagna skyldi aflað. Fyrst og fremst verða skjálftar numdir og mældir, þ.e.a.s. allir skjálftar, þar með taldir smáskjálft- ar, sem gætu verið undanfarar stærri hamfara. Reynt verður að notfæra sér nútíma tölvutækni til hins ítrasta og byggt verður upp mjög sjálfvirkt kerfi sem vakað getur yfir öllum hræringum á svæð- inu. Þegar vinna var hafin við verk- efnið kom fljótt í ljós að ýmsa aðra þætti aðra en sjálfa jarðskjálftana Reynir Böðvarsson verkfræðing- ur við jarðeðlisfræðideild Uppsalaháskóla. Reynir lærði upphaflega rafeindavirkjun hjá Eggerti Benónýssyni. Að því loknu starfaði hann um hríð hjá Orkustofnun og Raunvísinda- stofnun Háskólans uns hann hóf háskólanám við háskólann í Albuquerque í New-Mexico sem hann síðan hélt áfram við háskól- ann í Raleigh í North-Carolina og við Uppsalaháskóla. þarf að rannsaka jafnframt og eru margs konar rannsóknir þegar í undirbúningi. Því var ákveðið að hanna þetta kerfi með það fyrir augum .að hægt sé að tengja sem íjölbreyttastar tegundir mælinga inn á það en kerfið sjái síðan sjálft um að skila niðurstöðum inn í móð- urtölvu í Reykjavík. I raun má líta á þería kerfí sem verkefni til að rannsaka eðlisfræði svæðisins, en kerfið er jafnframt viðvörunarkerfi. Kerfið þjónar annars vegar þeim tilgangi að auka skilning á jarð- og jarðeðlisfræði svæðisins ogjarð- skjálftum sem þar hafa orðið og eiga eftir að verða, en hins vegar vonumst við til að geta hugsanlega sagt fyrir um jarðhræringar, hve- nær þeirra er von og hversu öflugar þær verða. Kerfíð á að vaka yfír svæðinu og láta vita af öllum breyt- ingum sem verða. Það hafa verið gerð ýmis kerfí í þessum tilgangi í gegnum tíðina og ætíð með tækni hvers tíma. Að undanfömu hefur þróunin í tölvutækni verið svo gífur- lega stórstíg að nú er hægt að gera miklu flóknari hluti fyrir margfalt lægra verð en áður hefur þekkst. Til svo flókinna rannsóknaverkefna sem hér um ræðir er nú allt annað viðhorf af þessum sökum. Ég var í Kalifomíu sl. vetur að kynna mér það sem þar hefur verið gert í þessum efnum, í og með til að forðast að „finna hjólið upp á ný“ og ég sá að Bandaríkjamenn hafa byggt upp sín kerfi fyrir daga örtölvubyltingarinnar og þeirra kerfí eru því ákaflega dýr í rekstri og henta okkur bæði að því og ýmsu öðru leyti ekki vel, enda em aðstæður í jarðfræðilegu tilliti um margt ólíkar í Kaliforníu og á Suð- urlandi. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að þetta sé í fyrsta sinn sem hafist er handa við að útbúa eins fullkomið kerfi og það sem við erum að byija á í sambandi við Suðurlandsskjálftann. — Geturðu skýrt hvernig kerfið vinnur? — Já, í grófum dráttum verður það þannig að á sjálfri Suðurlands- plötunni verða fjórar stöðvar og verður þeim komið fyrir þar sem skjálftar hafa verið hvað öflugastir fyrmm en einnig verða að minnsta kosti fjórar mælistöðvar lítið eitt utan við sjálft svæðið. Hver mæli- stöð verður tengd skjálftaskynjur- um en einnig ýmsum annars konar skynjumm. Skynjararnir senda upplýsingar sínar inn á tölvu sem vinnur úr þeim á staðnum. Ástæða þess að þessar staðbundnu upplýs- ingar em ekki sendar beint inn ná tölvu í Reykjavík er sú að sending- arkostnaður slíkra gagna er gríðar- mikill enda um mikið magn að ræða.a I þess stað er hagkvæmara að hafa tölvu tengda hverri mælinga- stöð sem tekur við upplýsingum, flokkar þær og metur hveijar em raunvemlegar jarðhræringar og sendir síðan þær upplýsingar áfram til móðurtölvunnar sem hún telur vera einhvers virði. Með þessu móti er hægt að minnka geysilega, eða um allt að 95%, gagnaflæðið, sem er lang stærsti kostnaðarliðurinn í flestum kerfum af þessu tagi. Við munum nota hið nýja almenna gagnanet Pósts og síma. Þó svo að gagnanetið eða símakerfið bili og upplýsingar berist ekki til móður- tölvunnar frá einni eða fleiri mælistöðvum er ekki hundrað í hættunni því upptökutæki verða á hverri stöð til að varðveita gögn í slíkum tilfellum. Það er þó ákaflega mikilvægt frá almannavarnasjónarmiði að gögn berist sem skjótast. — Þetta er þá margra ára verk- efni? — Já, þetta er fimm til sex ára verkefni, þ.e.a.s. það er sá tími sem við ætlum okkur til að byggja upp sjálft kerfið, rannsóknastarfsemi sem því verður að fylgja og svo auðvitað að kynnast svæðinu sjálfu. Við reiknum með að næstu 2 árin fari í að byggja upp sjálft kerfíð og fá það í gang, en síðan hugsum við okkur að kynnast sjálfu svæðinu og reyna að þróa aðferðir við að segja fyrir um breytingar eða ein- hvers konar hamfarir. — Eitthvað kostar þetta. Hver borgar? — Eins og ég sagði áðan er þetta samvinnuverkefni Norðurlandanna og fjárveiting til að kosta verkefnið næstu fimm árin er nokkurn veginn í höfn. Stofnkostnaðurinn verður greiddur af Norðurlöndunum og Svíar hafa þegar reitt af hendi sitt framlag. í grófum dráttum kostar Norræna ráðherranefndin þriðjung Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson Gunnar Þórir Guðjónsson bakarameistari og sonur hans Gunnar Sauðárkrókur; Nýtt bakarí Sauðárkróki. NÝTT bakarí, Gunnarsbakarí, tók til starfa í byijun nóvember á Borgarteigi 7. Eigandi þess er Gunnar Þórir Guðjónsson bak- arameistari. Að sögn Gunnars verður ekki, að minnsta kosti fyrst um sinn, rekin brauðbúð í tengslum við hið nýja bakarí, heldur er framleiðslan seld i versluninni Tindastól svo og í verslunum Kaupfélags Skagfírð- inga hér á Sauðárkróki og í Varmahlíð. Gunnar kvaðst um þess- ar mundir aðallega leggja áherslu á laufabrauðið auk hinnar daglegu Andri. framleiðslu, og væri laufabrauðs- salan það mikil að varla hefðist undan. Eftir áramótin væri svo stefnt að því að koma upp útsölu- stöðum í nágrannabyggðunum svo sem á Blönduósi og víðar. — BB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.