Morgunblaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987 Eþíópía, land fátæktar og hungursneyðar Höfundur við störf á hungursvæðum í Eþíópíu árið 1985. eftir Þórhall B. * Olafsson Inngangur Undanfarnar vikur og mánuði hafa borist frá Eþíópíu viðsjárverð tíðindi af þurrkum, uppskerubresti og yfirvofandi hungursneyð, svo fremi að ekki verði þegar hafíst handa um að afstýra henni. Náttúr- an heggur hér í sama knérunn með stuttu hléi, því að það eru ekki nema þrjú ár síðan þessi hrjáða þjóð mátti þola einhveija mestu hungursneyð síðari ára, þar sem fleiri hundruð þúsund manns, ef ekki allt að ein milljón, létu lífið. Flestum eru eflaust minnisstæð- ar sjónvarpsmyndirnar átakanlegu, sem bárust frá Eþíópíu haustið 1984, og það er varla ofsagt að halda því fram, að sú almenna sam- úð, sem þessar myndir vöktu, hafi með einum eða öðrum hætti verið eitt sterkasta aflið í því hjálpar- starfí, sem innt var af hendi af fjölmörgum aðilum 1984—1985. Sú dapurlega staðreynd, að hjálpin barst of seint til svo margra, ætti að vera öllum þeim, sem á annað borð vilja leggja góðu máli lið, hvatning til að bregðast nú við vandanum í tíma og af sæmilegri rausn, þannig að við getum átt von i því að sjá aðeins myndir af árang- ursríku starfí. Hver vill ekki eiga hiut að þvi? Hér á eftir ætla ég að reyna að fjalla í stuttu máli um harðindin í Eþíópíu en fyrst þó örstutt um land og þjóð. Land og þjóð Eins og eflaust allir vita er Eþíópia í suðausturhomi Afríku. Landið, sem ég hygg, að fommenn hafí kallað Bláland, er tæplega tólf sinnum stærra en Island, og innan landamæra þess er mesta hálendi álfunnar, eþíópiska hásléttan, sem liggur í um 2000 metra hæð yfír sjávarmáli, að mestu mynduð af gömlu gosbergi, basalti eins og hér uppi á íslandi. Náttúrufegurð er víða mjög mikil. Höfundur þessarar greinar hefur hvergi séð eins stór- fenglegt landslag og í Norður- Shoa, þar sem ámar hafa í tímans rás grafíð fímadjúpa dali ofan í hásléttuna. Upp frá dalbotnunum liggja brattar hliðar, sem enda efst í hrikalegum, lagskiptum hamra- beltum, sem minna mann á Ijöllin vestur á fjörðum, aðeins mikið stærri í sniðum. En Eþíópía nútímans nær yfir fleiri svæði. Upp frá Rauða hafínu gengur Danakil-eyðimörkin í suð- vestur og áframhald hennar er hinn mikli sigdalur (Rift Valley), sem liggur suður eftir öllu landinu með fjölda stöðuvatna, gömlum eldfjöll- um, hraunum og hverasvæðum, enn á ný nokkuð, sem minnir á ísland. Loftslag í Eþíópíu fer mjög eftir því í hvaða hæð yfír sjávarmáli staðimir eru. Uppi á hásléttunni er það temprað hvað snertir hita- stig og úrkomu, en eftir því sem neðar dregur verður það bæði heit- ara og þurrara með samsvarandi breytingum á gróðurfari og bú- skaparháttum. Regntíminn er tvískiptur: annars vegar stuttur regntími í mars-apríl og hins vegar langur regntími í júlí-september. Ibúamir eru af hamitiskum og semitiskum uppmna, komnir frá Arabíu. Ríkismálið er amhariska, eitt af hinum semitisku málum, sem töluð em í landinu. Hin em tigr- inja og tigre, en auk þeirra em allmörg mál af hamitiskum mála- flokki töluð í suður- og suðvestur- hluta landsins. Flestir landsmanna heyra til hinni gömlu, koptisku kirkju, en múhameðstrú er einnig nokkuð útbreidd. Nokkuð er um trúboð rekin af Vesturlandabúum meðal „heiðingja", þ.e. þeirra, sem ástunda fmmstæð trúarbrögð, einkum í Wollega og Sidamo (sbr. Konso). Trúarbragðafrelsi var lö- gleitt 1955, þó með því skilyrði, að trúboð væri ekki rekið í pólitísku skyni. Saga Allar götur frá því á 5. öld f. Kr. hefur verið við líði sjálfstætt þjóðríki í hálendi Eþíópíu með einni undantekningu:_ hemámi Itala 1935—1941. ítalir, sem vom síðbúnir í nýlendukapphlaupið í Afríku, lögðu undir sig Eritreu 1889 og hugðust hemema Eþíópíu 1896 en eftir ósigurinn mikla við Aduwa lögðu þeir landvinningaá- form sín á hilluna þar til Mússolíni gerði alvöru úr þeim 39 ámm síðar. Sigurvegarinn við Aduwa var hinn mikilhæfí keisari Menelik II, en hann dó 1913 og við ríkinu tók dóttir hans, Zauditu, árið 1916. Þegar hún dó komst til valda Ras Tafari eða Haile Selassie, sem ver- ið hafði hægri hönd keisaraynjunn- ar. Sameinuðu þjóðirnar ákváðu 1950 að Eritrea skyldi vera sjálf- stjómarsvæði undir eþíópísku krúnunni, en um árabil hafa Eri- treumenn barist fyrir algem sjálf- stæði sínu af miklum hetjumóð, og er enn ekki séð fyrir endann á þessu „gleymda" stríði. En þessi ófriður, ásamt sjálfstæðisbaráttu í Tigre, hefur torveldað mjög hjálparstörf í norðurhémðunum. Árið 1974 geisaði mikil hungurs- neyð í þessum hémðum, þar sem talið var, að um 200 þúsund manns hefðu látið lífíð. í kjölfar mikillar óánægju með aðgerðarleysi stjóm- valda veltu ungir liðsforingjar, með Haile-Mariam Mengistu ofursta í fararbroddi, hinum aldna keisara úr veldisstóli og settust sjálfír í hann. Tíu ámm síðar stóðu þeir frammi fyrir sama vanda, mikilli hungursneyð í uppsiglingu, en van- ræktu að bregðast við henni sem skyldi, en lögðu þess í stað allt sitt kapp í undirbúning tíu ára bylting- arafmælisins, svo sem frægt varð á sínum tíma. Aðalatvinnuvegur lands- manna er landbúnaður, bæði kvikijárrækt (nautgripir, sauðfé, geitur) og akuryrkja. Mikilvægustu komtegundimar em teff, sorghum, mais, bygg og hveiti, en kaffí er verðmætasta útflutningsvaran. Búskapur eþíópísku smábændanna er á nauðþurftarstiginu, en þegar vel árar komast þeir sæmilega af. Stjómsýsla er með svipuðu sniði og fyrir byltinguna. Landinu er skipt í 13 fylki, auk Eritreu, þeim er svo aftur skipt í undirfylki (auraja), sem á sama hátt er skipt í hémð eða sýslur (wereda) og þeim aftur í enn smærri einingar, sjálf þorpin, þar sem meginhluti þjóðar- innar býr. Áður fyrr var allt land í eigu stórlandeigenda, en eftir byltinguna gerði ríkið eignir þeirra upptækar. Sem leiguliðar ríkisins em bændumir þó betur settir en áður, er þeir þurftu að sæta afar- kostum' lar eigenda,. Nokkur samvinna er i æðal smábændanna, t.d. um ráðgjöf og sölu afurða. Sameykjubúskapur mun vera smár í sniðum, a.m.k. enn sem komið er. Hungursneyðin 1984—1985 hlaut það mikla umflöllun í fjölmiðl- „Sú tíð er löngu liðin, að menn gátu látið sig engu skipta örlög og afdrif fjarlægra þjóða. Heimurinn hefur að vísu ekki dregist sam- an, en samgöngutæknin og fjarskiptabyltingin hefur bundið mannkyn- ið saman í eina, órjúf- anlega heild.“ um á sínum tíma, að flestum þeim, er með málum fylgdust þá, hlýtur að vera hún vel í minni. Um aðdrag- anda hennar og ástæður þess, að svo illa fór, sem raun bar vitni, hefur minna verið rætt. Breskur blaðamaður, Peter Gill að nafni, hefur ritað bók um það efni: A Year in the Death of Africa (Lon- don 1986), þar sem hann greinir á skilmerkllegan hátt frá því, sem úrskeiðis fór. Þann 30. mars 1984 gaf Hjálp- ar- og þróunarstofnun Eþíópíu (Relief and Rehabilition Commissi- on = RRC) út skýrslu til fulltrúa erlendra ríkisstjóma, embættis- manna stofnana Sameinuðu þjóð-. anna og hinna ýmsu erlendra hjálparstofnanna þess efnis, að landið þyrfti 900.000 tonn af mat- vælum út árið 1984, ef koma ætti í veg fyrir meiriháttar hungurs- neyð. Þessi stofnun, RRC, hafði verið sett á laggirnar eftir hungursneyð- ina 1974 í samráði við Barnahjálp SÞ, UNICEF, og meginmarkmið hennar var að starfrækja viðvör- unarkerfí, svo að hægt yrði að beita fyrirbyggjandi aðgerðum í fram- tíðinni. Það var mál manna, jafnvel þeirra, sem töldu öll stjómvöld í þriðja heiminum duglítil eða jafnvel spillt, að RRC væri vel rekin stofun og að skýrslur hennar og umsagnir væru áreiðanlegar. Framangreind skýrsla leiddi hins vegar ekki til skjótra aðgerða og það skipti sköp- um fyrir hundruð þúsunda hinna nauðstöddu. í bók sinni rekur Peter Gill eink- um atburðarásina sumarið 1984, einmitt þá mánuði, sem hefðu átt að vera tími mikilla athafna. Orsak- ir þess, að svo varð ekki, telur hann eftirfarandi: í fyrsta lagi voru stjómendur landsins önnum kafnir við undir- búning byltingarafmælis, eins og áður er drepið á, og Iétu undir höfuð leggjast að snúast af alefli gegn þeirri þjóðarógæfu, sem var í uppsiglingu. I öðru lagi vanmat RRC flutn- ingagetu samgöngukerfis landsins og taldi, að ekki væri hægt að koma nema helming hins nauðsyn- lega magns matvæla á vettvang. Þetta hefur vafalítið aukið tor- tryggni embættismanna FAO, matvælastofnunar SÞ í Róm, í garð RRC, því að þeir mátu þörfina 125.000 tonn í skýrslu, sem þeir sendu frá sér eftir dúk og disk. í þriðja lagi leiddi ríkjandi pólitísk spenna milli Eþíópíustjóm- ar og stjómvalda á Vesturlöndum, einkum í löndum engilsaxa, til mik- illar tregðu, þegar hinir fyrmefndu leituðu eftir aðstoð. Þetta var þeim mun tilfinnanlegra sem Bandaríkin höfðu ávallt verið langstærsti gef- andinn í alþjóðlegri neyðarhjálp. Sú varð og reyndin í Eþíópíu, þótt síðar yrði og reyndar ekki að ráði fyrr en sjónvarpsmyndimar frægu íoktóber höfðu vakið almenna sam- úð með fómarlömbum hungurs- neyðarinnar. Núverandi ástand Samkvæmt skýrslum frá RRC hafa rigningarnar á langa regntím- anum (meher) brugðist að verulegu leyti á stórum svæðum, aðallega í norðurhéruðunum, Eritreu, Tigre, og Wolle, en einnig sunnar í landinu, í Gamo-Goffa, Sidamo, Arsi, Bale og Hararghe. Aftur á móti hafa héruðin í vestri og suð- vestri (þ.e. Gojjam, Wollega, Illuba- bor og Keffa) ekki orðið fyrir barðinu á þurrkunum, en hlutar af Shoa og Gonder hafa orðið hart úti og þá væntanlega lægri svæðin í dölunum og hlíðum þeirra. Við þetta bætist hættan af engisprett- uplágu í norðurhémðunum, þeirri mestu í langan tíma, en ekki er ljóst, hvort hún hefur valdið miklu tjóni á ökrum, enda hefur verið ráðist gegn henni með oddi og egg með úðunaraðgerðum stjórnvalda og hjálparstofnana. Afleiðingin af þurrkunum er að sjálfsögðu mikill uppskerubrestur. Samkvæmt síðustu upplýsingum er áætlað, að matvælaþörfín á ár- inu 1988 sé um 1 milljón og íjögur hundruð þúsund tonn, eða talsvert meiri er 1984. Það er ekkert áhlaupaverk að reikna út hvað það kostar í dag að útvega öll þessi matvæli og að flytja þau á áfanga- stað. Til viðmiðunar má þó taka tölur frá 1984 (eða 1985), þar sem reiknað var með 500 dollurum pr. tonn af matvælum, að meðtöldum flutningskostnaði. Á þess tíma verðlagi kosta þá 1,4 m tonn um 700 milljónir dollara. Það er ljóst, að Eþíópíumenn sjálfír eru ekki þess megnugir að fjármagna slík matarkaup, sem hér um ræðir, nema að litlu leyti. Erlend aðstoð verður að koma til. Sem betur fer eru ýmis teikn á lofti um að nú verði betur brugðist við en fyrir þremur árum, og hafa reyndar þeg- ar borist fregnir af umtalsverðri aðstoð. Þau lönd, sem hafa mesta um- framframleiðslu á matvælum, eru Bandaríkin, Kanada og Iöndin inn- an Efnahagsbandalagsins. Þetta eru „hinir stóru gefendur" (big donors), og það leiðir af sjálfu sér, að þjóðlegt átak í neyðarhjálp byggir mjög á vilja embættismanná og stjómmálamanna í þessum ríkjum til að veita slíka hjálp. En það er jafnframt einmitt í þessum löndum, þar sem allur almenningur getur látið meira að sér kveða en annars staðar, hvort heldur beint með fjárframlögum til hjálpar- stofnana, eða óbeint með sterku almenningsáliti, sem þrýstir á stjómvöld til aðgerða. Lokaorð Sú tíð er löngu liðin, að menn gátu látið sig engu skipta örlög og afdrif fjarlægra þjóða. Heimurinn hefur að vísu ekki dregist saman, en samgöngutæknin og fjarskipta- byltingin hefur bundið mannkynið saman í eina, órjúfanlega heild. Framtíð þess er ekki eingöngu komin undir bættum samskiptum austurs og vesturs, heldur einnig því, hvernig samofin vandamál suð- urs og norðúrs leysast í náinni framtíð. Veröldinni er gjaman skipt í þrjá eða fleiri heima. Samkvæmt þeirri skiptingu em Islendingar í fyrsta heiminum, meðal hinna ríku. Það er þó nokkuð erfítt að benda á, hvar þetta ríkidæmi liggur. Það kemur að minnsta kosti ekki frarri í framlagi okkar til þróunarhjálpar, sem virðist fara minnkandi með hverju árinu sem líður. Enda þótt fjárlög íslenska ríkisins séu orðin einrr helsti höfuðverkur stjórn- málamanna og hagfræðinga, væri það vissulega snjallræði nú að bæta fyrir lélegan skerf til þróunar- hjálpar með því að setja inn á fjárlögin hæfílegt fé til neyðar- hjálpar. Á þetta er þó ekki að treysta, enda verður að viðurkenn- ast, að ríkidæmi íslendinga liggur annars staðar en í fjárhirslum ríkis- ins. Það mun því fyrst og fremst koma í hlut almennings að styðja hjálparstofnanir okkar með frjáls- um samskotum, þannig að þær geti innt af hendi þá aðstoð, sem flest okkar viljum innst inni að verði veitt. Höfundur er læknir. Hann starf- aði á vegum Hj&lparstofnunar kirkjunnar i Eþíópíu árið 1985.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.