Morgunblaðið - 30.12.1987, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987
33
Fyrsta umræða um kvótafrumvarpið í neðri deild:
Hart deilt um
smábátaákvæði
Sjávarútvegsráðherra: Nauðsynlegt að breyta reglum um smábáta
Arni Gunnarsson: Get aldrei samþykkt greinina um smábáta
FYRSTU umræðu um frumvarp
ríkisstjórnarinnar um stjórnun
fiskveiða lauk í neðri deild Al-
þingis í gærmorgun kl. hálfsex,
eftir um níu klukkustunda um-
ræður. Meiningin hafði verið að
afgreiða einnig frumvarp ríkis-
stjórnarinnar um söluskatt til
nefndar og annarrar umræðu á
þessum fundi, en frá því var
horfið eftir að fulltrúar stjórnar-
andstöðunnar höfðu hótað
málþófi. Kvótafrumvarpið var
því afgreitt tU nefndar og ann-
arrar umræðu, en framhald
fyrstu umræðu söluskattsfrum-
varpsins var frestað til kl. 13 í
gær og ákveðið að umræður um
það mál skyldu ekki standa leng-
ur en í þrjár klukkustundir.
Halldór Ásgrímsson, sjávarút-
vegsráðherra, mælti fyrir frum-
varpinu. í framsögu sinni kom hann
inn á málefni smábátaeigenda og
taldi ráðherrann ljóst að ef smá-
bátaeigendur nytu rýmri heimilda
en aðrir varðandi botnfisksveiðar
yrði það til þess að sjómenn myndu
sækja I ríkara mæli í þess konar
útgerð. Sumir segðu að þessi afli
smábáta væri svo lítill að hann
skipti engu máli en það bæri að
hafa i huga að hann nálgaðist nú
það að vera 10% af þorskafla. Hin
mikla fjölgun smábáta hefði líka
orðið til þess að nauðsynlegt var
að breyta reglum. Það væri þó mik-
ilvægur þáttur í okkar þjóðlífi að
sem flestir gætu farið á sjó og því
hefði verið ákvæði að hafa línu- og
handfæraveiðar smábáta ftjálsar
enn um sinn.
Auðvitað væru skiptar skoðanir
um þetta mál og menn reyndu að
leita lýðræðislegra sátta um það.
Það hefði verið gert og málið hlotið
meiri umflöllun í þjóðfélaginu og
meðal hagsmunaaðila en flest önnur
mál.
Hjörleifur Guttormsson (Abl/
Al) sagðist leggja áherslu á að leita
sem mestrar lýðræðislegrar sam-
stöðu um þetta mál því fátt væri
mikilvægara en að sæmilegur friður
næðist um fiskveiðistefnuna.
Nú væri því mikið haldið á lofti
að frumvarpið þyrfti að afgreiða
fljótt. Þetta segðu ráðherramir sem
hefðu skilað mjög stórum þingmál-
um þegar vika var liðin af aðventu.
Þingmenn þyrftu að átta sig á því
að ef þeir ætluðu að fara yfir þetta
mál sem þyrfti þá væri ekki hægt
að binda sig við dagatalið. Það
væri með ólíkindum ef tækist að
afgreiða frumvarpið sem lög á 2
dögum svo viðunandi væri fyrir alla.
Menn hlytu að leita leiða til sátta
sem meirihluti þingmanna gæti
sætt sig við.
Hjörleifur sagði ráðherra vera
að skerða veiðimöguleika fjölda
þess fólks sem stundaði smábátaút-
gerð með því að setja aflamark á
netaveiðar þeirra. Þetta stefndi af-
komu fjölda fólks í hættu og væri
verið að búa til vanda sem enginn
þörf væri á að búa til. Hann sagð-
ist treysta því að nægjanlegur vilji
væri í deildinni til að knýja fram
breytingar svo smábátaeigendur
byggju ennþá við sömu aðstæður
og þeim væru ætlaðar í núgildandi
lögum.
Árni Gunnarsson (A/Ne) sagði
andstöðu sína við frumvarpið aðal-
lega byggja á andstöðu við 10. grein
þess, þá er fjallar um smábátana.
Þegar hann las hana fyrst hefði
hann verið sannfærður um að um
mistök væri að ræða en svo hefði
ekki reynst vera. Þessi grein væri
honum svo á móti skapi að hann
gæti aldrei samþykkt hana. Áhrif
hennar á ýmis byggðarlög gætu
orðið mjög alvarleg. Það. væri mis-
rétti ef mönnum væri ætlaður afli
sem þeir gætu ekki lifað á.
Jón Sæmundur Sigurjónsson
(A/Nv) sagði í jómfrúræðu sinni á
Alþingi að starfsáætlun ríkisstjóm-
arinnar og stefnumál Alþýðuflokks-
ins væru ekki í anda núgildandi
laga um stjómun fískveiða og þessa
fmmvarps er væri til umræðu.
Helstu gagnrýnisatriðin væru að
kerfíð væri „staðnað og miðstýrt"
og minnti helst á „sovéskt fram-
leiðslukerfí". Það byndi kvóta við
skip og byggðasjónarmið fengju
ekki að njóta sín. Hann sagðist þó
líklega munu samþykkja fmmvarp-
ið með semingi.
Geir Gunnarsson (Abl/Rn)
sagði að nú væm ýmsar afleiðingar
kvótans að koma í ljós og andstað-
an við hann því meiri en áður.
Kerfíð útilokaði að nýir menn kæm-
ust inn í útgerð og kæmi í veg fyrir
eðlilega þróun og endumýjun.
Nokkuð hefði verið komið til móts
við þá sem mótmæltu mismunun
milli norður-suður svæðanna en
ekki væri nóg gert. Það þyrfti að
setja inn ákvæði þess efnis að veiði-
réttur héldist á svæðinu þó togari
væri seldur.
Umræðumar um fmmvarpið nú'
hefðu aðallega einkennst af deilum
milli byggðarlaga og hagsmunaað-
ila í sjávarútvegi. Ekki væri mikið
rætt um hver árangurinn hefði ver-
ið af núverandi kerfí og hvort rétt
væri að halda áfram á sömu braut.
Geir sagði að við hefðum að und-
anfömu búið við meira fjárhagslegt
góðæri vegna ytri aðstæðna en áður
hefði þekkst en samt safnað upp
skuldum. Talið væri að hliðstætt
góðæri hefði verið í sjónum og hefðu
fiskistofnamir því átt að fara vax-
andh Þingmaðurinn spurði hvort
það sama hefði samt ekki orðið upp
á í sjónum og í efnahagslífínu og
verið gengið á stofna þó við hefðum
möguleika á að efla ýmsa þeirra.
Sighvatur Björgvinsson (A/Vf)
sagði mikilvægt að reynt væri að
ná sem mestri einingu um þetta
mál, a.m.k. f stjómarliðinu. Það
. hefði legið fyrir þegar fyrir kosning-
ar að vestfírskir jafnaðarmenn
myndu ekki styðja ríkisstjóm sem
beitti sér fyrir óbreyttu kvótakerfí.
Þvl hefði verið haldið á lofti að
mikill tími hefði farið í að ná sam-
komulagi við hagsmunaaðila og
sagði Sighvatur að sá tími hefði
betur verið notaður til að ná sam-
komulagi milli stjómarflokkanna.
Ekki hefði heldur náðst fullkomin
eining milli hagsmunaaðila því full-
trúi VMSÍ og smábátaeigendur
væm óánægðir.
Sighvatur sagði það liggja ljóst
fyrir að ekki væri til staðar viljugur
þingmeirihluti til að samþykkja
fmmvarpið eins og það lægi fyrir
á þessari stundu. Því kæmi til með
að mæða mikið á þeirri nefnd er
fengi málið til umfjöllunar.
Umræður um stjómun fiskveiða
hefðu fyrst farið af stað vegna
verndunarsjónarmiða. Þessi um-
ræða, sem áður var kjamaumræð-
an, hefði smátt og smátt dottið
niður og væri nú nánast horfín úr
myndinni. Það sem málið snérist
um nú væri að verið væri að skipta
verðmætum milli tiltölulega fárra
einstaklinga. Kvótakerfið væri sér-
réttinda, og forréttindakerfi. Það
væri verið að koma því kerfí á að
auðlindir þjóðarinnar allrar yrðu
framseljanlegar í braski og fram-
seljanlegar til erfða.
Ekki væri um lítil verðmæti að
ræða. Sighvatur sagði að á næsta
ári væri gert ráð fyrir að 25% af
kvótanum myndu ganga kaupum
og sölum en það væru verðmæti
upp á um 4-500 milljónir króna sem
verið væri að afhenda einstakling-
um fyrir ekkert. íslenskir sjómenn
fengju ekki eyri af „þessu braskfé".
Einnig gagnrýndi þingmaðurinn
að verið væri að setja veiðar á út-
hafsrækju undir kvótakerfíð. Taldi
hann að þau svæði sem hefðu haft
frumkvæði af þessum veiðum væru
nú svipt möguleikanum á að halda
áfram þessu uppbyggingarstarfi.
Matthías Bjarnason, formaður
sjávarútvegsnefndar neðri deild-
ar, sagðist telja það útilokað að
hægt yrði að afgreiða þetta mál frá
nefndinni á svo skömmum tfma sem
ætlast væri til. Það yrði ekki af-
greitt á fseribandi eftir pöntun frá
ríkisstjórninni.
Matthías sagði að ekki væri ver-
ið að, deila um nauðsyn þess að
hafa stjómun á fískveiðum. Það
sem vakti fyrir mönnum væri að
vemda fiskistofna en ekki að skipa
eitthvað miðstýringarvald. Það væri
að hans mati mikils virði að byija
frumvarpið á því að slá því föstu
að fískistofnamir væra sameign
þjóðarinnar en svo kæmu greinar
þar sem fískistofnamir væra eign
fárra útvaldra.
Matthías minntist einnig á gild-
istíma laganna. Sagði hann að vilji
hefði verið fyrir því að hafa gildis-
tímann tvö ár og hverfa síðan frá
miðstýringunni. Flokkssystkin hans
í efri deild hefðu samt samþykkt
þriggja ára gildistíma. Sagði hann
sjávarútvegsráðherra, sem væri
„einlægur kvótamaður og mikill
skömmtunarsinni", alltaf vera að
vinna sigra. Matthías sagðist telja
að frumvarpið þyrfti að verða
manneskjulegra en það væri. Taka
þyrfti tillit tii smábátaeigenda sem
hefði verið gefið talsvert freisi í
núgildandi lögum.
Stefán Valgeirsson (SJF/Ne)
sagði smábátaeigendur vera fáa en
samt þyrfti að taka tillit til þeirra
með því að breyta 10. gr. Hægt
væri að ná sáttum og sagðist hann
, vilja hafa þessi ákvæði um smábát-
ana eins og þau væra í núgildandi
lögum. Ýmis önnur atriði í fram-
varpinu sagðist hann vilja breyta
en 10. greinin vægi þyngst.
Hreggviður Jónsson (B/Rn)
sagði þingmenn Borgaraflokksins
vera almennt á móti kvótakerfínu,
en þrátt fyrir það hefðu þeir komið
fram með ýmsar breytingartillögur
í efri deild við umræðu þar, sem
þeir teldu raunhæft að næðu fram
að ganga. Lagði Hreggviður einnig
fram þessar tillögur. Hreggviður
taldi kvótalögin vera andstæð meg-
insjónarmiðum stjómarskrárinnar
um þrískiptingu ríkisvaldsins. Með
lögunum ætti í fyrsta lagi sér stað
stórkostlegt valdframsal frá lög-
gjafarvaldi til framkvæmdavalds,
þannig að Alþingi réði engu en
ráðuneytið öllu. I öðra lagi væri
dómsvald fært í hendur ráðuneytis-
ins frá dómstólum. Til bóta á þessu
Iagði Hreggviður til að Alþingi kysi
sérstaka framkvæmdanefnd hlut-
fallskosningu til þess að fara með
mest af því valdi, sem ráðherra
væri nú falið við úthlutun kvóta.
Einnig yrði komið á sérstökum
dómstól til þess að dæma í málum
vegna brota á kvótareglum.
Hreggviður lagði það og til að
tekin yrði brott 10. gr. framvarps-
ins, er takmarkaði veiðar smábáta.
„Smábátamir munu ekki ofveiða
og munu ekki breyta miklu í heild-
arveiðinni. Þingmenn Borgara-
flokksins munu því standa þétt að
baki smábátaeigendum."
Kristín Halldórsdóttir(K/Rn)
taldi að kvótaframvarpið hefði verið
vel undirbúið af hálfu sjávarútvegs-
ráðherra og ætti hann þakkir
skildar fyrir að hafa tryggt stjóm-
arandstöðunni aðstöðu til þess að
fylgjast með undirbúningi og um-
ræðum í ráðgjafanefnd. Hún taldi
hins vegar miður að einungis sjón-
armið ráðherrans og ráðuneytisins
hafí þar verið skýrð og útfærð, en
breytingarhugmyndir ekki fengið
raunveralega umræðu.
Kristín gat þess, að Kvennalist-
inn hefði á sínum tíma stutt
núverandi kvótalög, enda hafí þing-
menn listans þá ekki séð betri
kosti. Þingmenn Kvennalistans
hefðu nú hins vegar í ljósi reynslu
af núverandi lögum mótað eigin
drög að nýjum kvótareglum.
Um reynslu núverandi laga sagði
Kristín að markmið kvótakerfís
væra að mati Kvennalistans eftir-
farandi: Hindran ofveiði og upp-
bygging. stofna, aukin hagkvæmni
í útgerð, bætt meðferð sjávarafla,
hámarksnýting afla, bætt kjör fólks
er vinni í sjávarútvegi og sanngjöm
dreifíng atvinnu og arðs eftir
byggðarlögum. Kristín taldi fyrsta
markmiðið ekki hafa náðst. Um
annað markmiðið sagði hún að sum-
ir héldu því fram að það hefði náðst
m.a. vegna kvótakerfisins. „Úr
þessu hefur dregið veralega hin
síðustu ár vegna aukinnar aðsóknar
í sóknarmark og þar af leiðandi
aukinnar fjárfestingar. Um þriðja
markmiðið sagði Kristín að meðferð
afla hefði batnað mikið og væri þar
helst að þakka aukinni fræðslu til
handa þeim sem aflann vinna, sem
ráðuneytið hefði staðið fyrir. Kristín
taldi og hugsanlegt að kvótakerfið
ætti þar einnig hlut að máli, þar
eð magn væri gefinn hlutur, en
gæði réði tekjum. Kristln taldi mik-
ið vanta á að fjórða markmiðinu
væri náð; væri miklum verðmætum
kastað á glæ. Kristín taldi og langt
í frá að fímmta markmiðinu væri
náð; kjör þessa fólks væra smánan-
leg, einkum fiskvinnslufólks. Úm
síðasta markmiðið sagði Kristín, að
niðurstaðan væri mjög umdeilanleg.
„Kvótinn, sem útgerðarmenn hafa
fengið á silfurfati, hefur hleypt
verði skipa upp, þannig að illa stæð-
ar útgerðir hafa séð sér leik á borði
og selt skip sín með hundraða millj-
óna gróða úr byggðarlaginu, en
fólkið hefur setið eftir með sárt
ennið og misst atvinnu sína.“
Kristfn kynnti tillögur Kvenna-
listans að nýjum kvótalögum og
kvaðst hún nokkuð bjartsýn á að
þær næðu fram að ganga. í grófum
dráttum felast tillögur þeirra í því
að 80% aflans yrði skipt á byggðar-
lög eða útgerðarstaði með hliðsjón
af meðalafla síðustu fímm ára en
20% í sameiginlega sjóði til sölu eða
leigu.
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir
(B/Rvík) kvaðst fyrst og fremst
vera á móti þessu frumvarpi vegna
10. gr. um veiðar smábáta. Taldi
hún að þetta ákvæði ef af lögum
yrði myndi hafa í för með sér gífur-
lega byggðaröskun, sem nú þegar
væri orðin nógu slæm. Taldi hún
almennt óþarft að takmarka veiðar
smábáta umfram það sem Drottinn
gerði; veður sæju til þess að þeir
þyrftu að vera inni stóran hluta af
vertíð.
Ingi Björn Albertsson (B/Vl)
fagnaði þeirri yfírlýsingu Matthías-
ar Bjarnasonar um að fyllsta
samstarf yrði haft við stjómarand-
stöðuna við meðferð framvarpsins
í sjávarútvegsnefnd. Væri óvenju-
legt að heyra slíka yfírlýsngu frá
stjómarliða. Ingi Björn ræddi mikið
um 10. gr. framvarpsins um smá-
báta, sem hann taldi að myndi hafa
afdrifaríkar afleiðingar fyrir smá-
bátaútgerð og atvinnumál I
mörgum smærri byggðarlögum,
sem að veralegu leyti byggðu allt
sitt á smábátaútgerð. Tók hann sem
dæmi Grímsey. Sagði hann að
vegna dafnandi smábátaútgerðar
hefði íbúum Qölgað veralega í
byggðarlaginu. Gildistöku 10. gr.
taldi hann hins vegar myndu hafa
I för með sér 30% minnkun afla að
landi í Grímsey. „Er þetta byggða-
stefna núverandi ríkisstjómar?"
spurði Ingi Bjöm.
Friðjón Þorðarson (S/Vl) sagði
að það væri margt sem huga þyrfti
að við skoðun kvótaframvarpsins í
nefnd. Taldi hann nauðsynlegt að
hlúa vel að smábátaútgerð. „Smá-
bátamir hafa fengið að veiða frjálsir
undanfarin ár og eiga þeir það fylli-
lega skilið. Hér á þingi era margir
einlægir vinir smábátaeigenda, eins
og mátt hefur heyra af umræðum
og er eins gott að þeir standi við
orð s(n.“ Friðjón taldi 2 ár vera
nægilega langan gildistíma.
Steingrimur J. Sigfússon
(Abl/Ne) sagði um gildistíma fram-
varpsins, að það væri vissulega til
hagræðis rekstrarlega fyrir útgerð-
ina að hafa gildistlmann langan,
en með 3-4 ára gildistíma væri hins
vegar verið að festa kerfið í sessi
sem væri ófært vegna margra
ágalla. Taldi hann því nauðsynlegt
að sigla einhvem meðalveg.
Steingrímur taldi kvótakerfíð
eins og það væri samkvæmt núgild-
andi lögum hafa í för með sér ýmsar
slæmar aukaverkanir, eins og yfír-
verð á skipum og öryggisleysi
landverkafólks. Taldi hann einu
leiðina úr þessum ógöngum vera
að tengja kvóta við byggðarlög.
Steingrímur beindi ennfremur
þeirri fyrirspum til sjávarútvegs-
ráðherra hvort kannað hefði verið
hvort ákvæði 17. og 18. gr. um
úrskurðar- og sektunarvald ráð-
herra stæðust gagnvart stjómar-
skránni.
Fjármálaráðherra um tekjuöflunar-
frumvörpin:
Hækka ekki framfærslu-
kostnað meðalfjölskyldu
FYRSTU umræðu um söluskattsfrumvarpið var framhaldið í neðri
deild í gær og var frumvarpinu vísað til fjárhags- og viðskiptanefnd-
ar að þeim loknum. Samkomulag hafði náðst um að hafa umræður
stuttar og tókst að halda þeim nokkurn veginn innan þess tíma-
ramma sem menn höfðu gefið sér. Nokkrir þingmenn boðuðu þó
að þeir myndu koma með athugasemdir sínar við aðra umræðu sem
ætlunin er að fari fram i dag.
Þingmenn Borgaraflokksins, þau
Hreggviður Jónsson, Ingi Bjöm
Albertsson, Albert Guðmundsson
og Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir
gagnrýndu framvarpið, aðallega
fyrir að leggja ætti söluskatt á
matvæli. Boðuðu þau breytingartil-
lögur við þessi ákvæði og fleiri.
Einnig var þeirri fyrirspum beint
til fjármálaráðherra hvemig ætti
að standa að niðurgreiðslum á físki.
Steingrímur J. Sigfússon (Abl/Ne)
sagði að verið væri að ræða um að
setja á einhveija hæstu skattpró-
sentu í heimi. Sá samanburður sem
stundum hefði verið gerður við ná-
grannalöndin til að réttlæta þessa
breytingu væri alls ekki sanngjam. .
Jón Baldvin Hannibalsson, fjár-
málaráðherra, sagði að aðalatriðið
væri að heildaráhrífín af þessum
breytingum væra þau að fram-
færslukostnaður meðalfjölskyldu
hækkaði ekki. Bammargar fjöl-
skyldur og einhleypingar yrðu betur
settar en áður vegna hliðarráðstaf-
ana.
Fjármálaráðherra sagði að niður-
greiðsla á neyslufíski yrði á
smásölustigi og myndi byggjast á
framlögðum söluskattsskýrslum.
Niðurgreiðslan myndi ná til fersks
físks til daglegrar neyslu og einnig
saltaðs og reykts físks. Niður-
greiðslan næði ekki til mötuneyta
og veitingastaða og tegunda á borð
við rækju og humar.