Morgunblaðið - 30.12.1987, Side 39

Morgunblaðið - 30.12.1987, Side 39
Haffjarðará, Oddastaðavatn, veiðihús og 9 jarðir MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987 39 Heildar- matið var 111,5 milljón- ir króna Forkaupsréttarfrestur Eyja- hrepps, Kolbeinsstaðahrepps og ábúenda jarðanna Kolviðarness, Gerðubergs og Stóra-Hrauns rennur út í dag, að sögn Svans Guðmundsonar oddvita Eyja- hrepps. Hann sagði að eignir barna Richards Thors hefðu ver- ið metnar á 111,5 milljónir króna en Guðmundur Halldórsson, bóndi á Syðri-Rauðamel, keypti þá jörð fyrir 6,5 milljónir króna 14. desember sl. Óttar Yngvason lögmaður og Páll Jónsson í Pól- aris höfðu boðið 118,2 milljónir króna i allar eignirnar. Oddur Sigurðsson, bóndi á Kolviðarnesi sagði að hann hefði ákveðið að nýta forkaupsrétt sinn á jörð- inni. Oddur Sigurðsson, sem búið hef- ur á Kolviðamesi í 39 ár, sagði að ef hann eignaðist jörðina gæti hann fengið veiðiréttindi í HafQarðará. „En það kostar náttúrulega mála- ferli. Það voru allar byggingar ónýtar hér en ég byggði hér fjós. Það er meiningin að ég nýti for- kaupsrétt minn á jörðinni," sagði Oddur. Lárus Gestsson, sem búið hefur á Gerðubergi síðan 1975, sagði að það væri enn í athugun hvort hann myndi nýta forkaupsrétt sinn á jörð- inni. „Ég á voðalega lítið hér, bara grindur í einu ^árhúsi. Ég hef ekki mátt gera neitt á jörðinni," sagði Lárus. Arilíus Þórðarson, sem búið hefur á Stóra-Hrauni síðan 1960, sagðist ekki búast við því að nýta forkaups- rétt sinn. „En ég býst við að ég fái að vera hér áfram. Hitt er annað mál að það væri ekki verra að ná þessum eignum undir hreppana," sagði Arilíus. Svanur Guðmundsson, oddviti Eyjahrepps, sagði að Haffjarðará hefði verið metin á 66 milljónir króna, Oddastaðavatn á 1,7 milljón- ir króna, nýtt veiðihús og starfs- mannaíbúðir á 11,6 milljónir króna, gamalt veiðihús á 1,4 milljónir króna, Kolviðames á 2,2 milljónir króna, Gerðuberg á 4,7 milljónir króna, Stóra-Hraun á 5 milljónir króna, Ölviskross á 2 milljónir króna, Slq'álg á 2,2 milljónir króna, Höfða á 4,8 milljónir króna, Land- brot á 1,5 milljónir króna, Akurholt á 3,2 milljónir króna og Ytri- Rauðamel á 5,2 milljónir króna. „Samtals vora þessar eignir því metnar á 111,5 milljónir króna en Guðmundur Halldórsson, bóndi á Syðri-Rauðamel, keypti þá jörð á 6,5 milljónir króna 14. desember sl.,“ sagði Svanur. Akranes: Dregið í happ- drætti Skóla- hljómsveitar DREGIÐ hefur verið í happ- drætti Skólahljómsveitar Akra- ness. Vinningar komu á eftirtalin núm- en 827, 301 og 96. Vinningsnúmer era birt án ábyrgðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.