Morgunblaðið - 30.12.1987, Síða 56

Morgunblaðið - 30.12.1987, Síða 56
Þjónusta íþínaþágu SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Jlforgmifybifrife 'ALHUÐAPRENTWÓNUSTA I GuójónÓ.hf. | / 91-27233 | MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Hvítanes og Ljósafoss á strandstað Hvítanesið á strandstað utarlega i Hornafjarðarósi, en Ljósafoss lig’gnr utan á skipinu á flóðinu. Myndin var tekin um hádegisbilið í gær þegar umskipun fór fram. Sjá einnig á miðopnu. Síðustu þingfundir ársins: Tekjuöflunarfrumvörpin væntanlega afgreidd 1 dag Kvótafrumvarpið afgreitt eftir áramót Síldveiðar: 4 þúsund tonna við- bótarkvóti Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að Ieyfa veiðar á 4 þúsund tonnum af síld vegna viðbótar- samninga við Sovétmenn. Ráðu- neytið telur æskilegt að um það bil 10 skip stundi veiðaraar. Frest- ur til að sæhja um veiðileyfi rennur út 4. janúar og skulu veið- ar hefjast i siðasta lagi 10. janúar. Aðeins þau skip sem stunduðu síldveiðar í ár eiga kost á veiðileyfi, og kemur kvóti hvers skips í þessari sérstöku úthlutun að tveimur þriðju hlutum til frádráttar við úthlutun haustið 1988. Heildaraflamagni verður skipt jafnt milli þeirra skipa sem sækja um kvóta. Þau skip sem ekki hefja veiðar í síðasta lagi 10. janúar missa rétt til veiða og verður þá úthlutað að nýju. Ráðuneytið áskilur sér rétt til að takmarka fjölda veiðileyfa með hlutkesti ef séð þykir að veiðamar verði óhagkvæmar vegna flölda veiðiskipa. Rafmagns- laust í Isa- fjarðardjúpi Bæjum, Snæfjallaströnd. NORÐAN stórhríð hefur geisað hér undanfarna daga og ekki séð út úr augum. Mikil ísing og snjó- koma. 18—20 rafmagnsstaurar að nýuppsettri og endurbyggðri línu hrundu niður í Nauteyrar- hreppi á mánudag. Þetta gerðist þrátt fyrir að frá- munalega sterklega hafi verið gengið frá staurunum hér í sumar. Allir bæir í Nauteyrarhreppi eru rafmagnslausir og einnig er raf- magnslaust öðru hvoru á bæjum hér í Snæfjallahreppi. Reynt er um nætur og daga að tjasla á rafmagni frá Mýrarárvirkjun en hún dettur svo út af og til. —Jens í Kaldalóni. FRUMVÖRP um söluskatt, tolla og vöragjald verða væntanlega afgreidd sem lög frá Alþingi í dag. Frumvarp um stjórn fisk- veiða verður hins vegar ekki á dagskrá neðrí deildar fyrr en mánudaginn 4. janúar og vænt- anlega afgreitt sem lög 5. janúar. Tekjuöflunarfrumvörpin voru afgreidd til fjárhags- og við- skiptanefndar neðri deiidar í gær, og hefur nefndin þegar skilað álitum um vörugjalds- frumvarpið. Stefnt er að því að nefndin skili áliti um hin frum- vörpin í dag. Ekki er búist við miklum umræðum um tollalaga- og vörugjaldsfrumvörpin í neðri deild en stjórnarandstaðan hefur baríst hart gegn söluskattsfrum- varpinu, aðallega vegna fyrir- hugaðs söluskatts á matvæli. Páll Pétursson formaður fjár- hags- og viðskiptanefndar sagði við Morgunblaðið fyrir fund nefndar- innar í gærkvöldi að hann byggist við að öll frumvörpin yrðu afgreidd frá nefndinni í dag. Hann sagði þó ljóst að í tollafrumvarpinu væru ýmis atriði umdeilanleg og sagðist hann reikna með að leggja fram breytingartillögu við einhver þeirra, þar á meðal við niðurfellingu tolla af innfluttum, unnum fiski. Ef þær breytingartiilögur verða samþykkt- ar í neðri deild þarf efri deild að §alla um frumvarpið aftur en Páll sagðist ekki gera ráð fyrir að þess- ar breytingar yrðu mikið umræðu- efni þar sem ekki væri um beint pólitískt mál að ræða. Þingfundir eru boðaðir í dag kl. 11 en gert verður hlé á þeim vegna útfarar Guðmundar í. Guðmunds- sonar fyrrum ráðherra. Þorvaldur Garðar Kristjánsson forseti samein- aðs þings sagði við Morgunblaðið að stefnt væri að því að ljúka þing- haldinu fyrir áramót í kvöld en gert sé ráð fyrir að þingið komi LÍÚ og tryggingafélögin hafa nú samið um vátryggingu 335 skipa að upphæð 34,5 milljarðar króna. Samningurinn felur i sér 10% lækkun iðgjalda frá fyrri samn- ingi. Vátryggingin nær til allra skipa 100 lestir og stærri, sem alls eru 335 á vegum samtakanna. Alls verða greiddar 763 milljónir króna í iðgjöld aftur saman 4. janúar og þá verði fiskveiðistefnan tekin fyrir. Matthías Bjamason formaður sjávarútvegsnefndar neðri deildar sagði Morgunblaðinu í gærkvöldi að stefnt væri að því að afgreiða kvótafrumvarpið úr nefndinni 4. janúar. Nefndin hélt tvo fundi í gær og sagði Matthías að nefndarmenn hefðu til skoðunar ýmsar breyting- artillögur á frumvarpinu. Nefndin heldur fund fyrir þingfund í dag þar sem breytingartillögur verða ræddar frekar. af þessari vátryggingu, en það er 2,23% heildarupphæðarinnar. Samn- ingurinn er gerður við þau trygg- ingafélög, sem tryggja fiskiskip fyrir hönd félagsmanna í LÍÚ og er þeim síðan frjálst að velja sér tryggingafé- lag. Sjálfsábyrgð er talsverð, en hækk- ar eða lækkar eftir fjölda tjóna viðkomandi skipa. Nýjar kartöflur með jólasteikinni Litla Hvammi, Mýrdal. ÞAÐ hefur Hklega ekki verið víða, sem menn hafa haft ný- uppteknar kartöflur og gulræt- ur með jólasteikinni. Á nokkrum bæjum í Mýrdal áttu menn því láni að fagna að njóta nýrra kartaflna og gulróta um jólin og mun það fátitt. Á einum bæ, Eyjarhólum, voru tekin upp tvö tonn af kartöflum, en ann- ars staðar var aðeins tekið upp í nokkrar suður. Mikið gott tíðarfar hefur verið í Mýrdal það sem af er þessum vetri. Sem dæmi kannski helzt um það, er að tekið hefur verið upp úr görðum, bæði kartöflur og gulrætur, alveg fram að jólum. Kartöflubændum hefur kannski ekki fundizt hasta að taka upp úr görðum á síðastliðnu hausti þar sem hvorki rak á eftir eftir- spum né tíðarfar. í Eyjarhólum voru því tekin upp um tvö tonn 19. desember og höfðu því marg- ir nýjar kartöflur um jólin og brögðuðust þær vel. Aðeins gadd- aði hér snemma í haust og var því það, sem efst var í moldinni eða stóð upp úr, ónýtt. Daginn fyrir Þorláksmessu voru einnig teknar upp kartöflur á Ytri Sólheimum. Það var þó allt minna, svona í nokkrar suð- ur, en það voru kartöflur er höfðu verið í mjög skjólgóðu garðstæði svo grösin stóðu langt frameftir hausti og var hýðið þunnt eins og á kartöflum, sem teknar eru upp að haustinu. Á Dyrhólum vom ^aknar upp gulrætur og kart- öflur á Þorláksmessu f jólamatinn og smakkaðist hvort tveggja mjög vel. Gulræturnar höfðu verið und- ir plasti, sem töluvert var farið að tætast ofan af þeim og hafði einstaka gulrót skemmzt. Nú er vorblíða úti og næstum auð jörð. Sigþór Tryggingar fiskiskipa: LÍÚ semur um 10% lækkun iðgjalda 335 skip tryggð fyrir 34,5 milljarða

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.