Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988 9 HUGVEKJA Fóstureyðing eftir sr. HALLDÓR GUNNARSSON „Svo segir Drottinn: Rödd heyr- ist í Ráma, harmakvein, beiskur grátur; Rakel grætur bömin sín; hún viil ekki huggast láta vegna bama sinna, því að þau em eigi framar lífs.“ Þannig hljóðar spádómur í 31. kafla Jeremía. Þessi spádómur er sagður hafa komið fram þegar Heródes konungur lét myrða öll sveinböm í Betlehem tveggja ára og yngri til að korúa í veg fyrir að bamið, sem vitringamir veittu lotningu og gáfu gjafir, kæmist á legg. Jeremía er talinn hafa verið einn af mikilhæfustu spámönnum ísraelsmanna og var uppi á ámn- um 626—587 f.Kr. Það em um 2600 ár síðan þessi orð vom sögð og skráð og þau geta enn verið spádómsorð sem ná til okkar tíma og allra þjóða: Þjóðin grætur bömin sín — því að þau em eigi framar lífs. Við grátum flest þurmm támm yfir þeirri staðreynd að árlega nú í mörg ár hafa um 700 böm ekki fengið að fæðast hér á landi. Það var sett fram sú krafa að kohan fengi að ráða yfir eigin líkama og lífi og að hún fengi sjálf að meta félagslegar aðstæður, sem gætu .verið þess valdandi, að henni væri. um megn að fæða og ala upp bam. Það var rætt um að fóstureyðing færi fram á þeim tíma, að fóstrið væri ekki orðið að einstaklingi. Það var svo margt annað sagt og sett fram af tilfinn- ingahita, að löggjöfin náði fram að ganga. - í nær öll 700 skiptin árlega nær fóstureyðingin til sjálfstæðs ein- staklings, sem hefur eigin hjart- slátt, sendir frá sér bylgjuhreyf- ingar hugarsviðsins, sem hreyfir sig og finnur til. Þetta litla bam er þess vegna alls ekki líkami annarrar manneskju, heldur hefur það eigin líkama, eigin sál og eig- in hjarta. Og hver emm við, að við getum séð fyrir morgundaginn eða fé- lagslegar aðstæður eftir nokkra mánuði? Og hvað vitum við um erfiðleika og sorg? Getur ekki verið að þjáningin leiði til mestrar hamingju? Getur ekki verið að það sem við óttumst mest geti verið handleiðsla Drottins Guðs, til svo mikillar gleði og farsældar, gæfu og lífsfyllingar? Spumingamar em settar fram hver af annarri og þær eiga að höfða til þín. Ekki einhvers ann- ars. Ekki aðeins þeirra sem hafa lent í þessu erfiða hlutskipti að taka ákvörðun um fóstureyðingu eða ekki fóstureyðingu. Spurning- amar höfða til þjóðar sem grætur þurrum támm bömin sín 700 á hveiju ári. Heilög ritning segir okkur frá því að engill Drottins birtist Jósef í draumi og sagði: „Rís upp og tak bamið og móður þess með þér og flý til Egyptalands og ver þar þangað til ég segi þér, því að Heródes mun leita bamsins, til þess að fyrirfara því.“ Hér takast á Heródes og eng- illinn, hin heiðnu og myrku öfl, á móti því sem við trúum á. Heró- des er tákn hins sýnilega, valds- ins, þess meirihluta sem setur lög og stjómar í krafti hins sterka. Engillinn er tákn hins ósýnilega, þess mikla afls sem er að baki hugsunarinnar, hjartsláttarins, andardráttsins og lífsins. Hvort má sín meir? Hvom málstaðinn viltu styðja? Með hvomm viltu starfa? Ég veit að þegar spumingamar em svona settar fram, þá er svo augljóst hvemig þeim á að svara. Og ef þú skynjar samhengið við fyrri spumingar þá kann svo að vera að þér finnist eins og þær séu settar fram á ósanngjaman hátt. Ég neita því. Ég vil fullyrða að sú löggjöf sem heimilar fóstur- eyðingar, eins og nú em fram- kvæmdar á íslandi, sé ólög og þjóðinni til vansæmdar og skammar. Hvaða vitmnar getur þjóðin vænst? Hvaða lífsvon eiga 700 böm á þessu nýja ári? Má ég snúa spádómsorðum Jeremía sögðum fyrir um 2600 ámm til alþingis- manna okkar?: Svo segir Drottinn: Rödd heyrist á íslandi, harma- kvein, beiskur grátur; þjóðin grætur bömin sín; hún vill ekki huggast láta vegna bama sinna, því að þau em eigi framar lífs. Bamið er sköpun Guðs, gjöf hans. Móðir og faðir þurfa barns- ins með og ísland kallar á bömin til að sinna hinum mörgu óleystu verkefnum, beijast hinni góðu baráttu og fylkja liði með því ósýnilega og sterka afli sem er í lífi okkar. íslenska þjóð, rís upp og tak bamið og móður þess með þér. Hlúum að móðurinni, sem kvíðir komandi dögum og er í vanda. Vemdum líf ófædda bamsins og veitum því þannig tækifæri til að gleðja og gefa. Gleymum ekki orðum Jesú Krists er hann sagði: „Hver sá sem tekur á móti einu slíku bami í mínu nafni, hann tekur á móti mér.“ Gengi l.janúar 1988: Kjarabréf 2,546 - *Tekjubréf 1,296 - Markbréf 1,301 - Fjölþjóðabréf 1,268 Starfsmenn Fjárfestingarfélags- ins óska þérgleðilegs árs og þakka samstarfiÖ á liðnum árum. Árið 1987 vargott á hjá við- skiptavinum Fjárfestingar- félagsins, sem létu sérfræðinga félagsins ávaxta peningana sína. TtL HAMINGJU MEÐ ÁRIÐ ---------\ - ... - , . ... .... . Áramót eru góður tími til að slást í hóp þeirra, sem leitað hafa til okkar um val á sparnað■ arleiðum. Þúgetur verið þess fullviss, að sérfræðingar Fjár- festingarfélagsins ávaxta sparif þitt með öryggi og arðsemi í huga. Þannig tryggjum viðþér og þínum sparnaðaröryggi og betri afkomu íframtíðinni. * Tekjugreiðsla 1. janúar 1988 er kr. 3.940,- fyrir hvert 100.000,- króna bréf. 1 FJÁRFE5ÍINGARFÉIACIÐ Flafnarstræti 7 101 Reykjavík s: (91) 28566 Kringlunni 103 Reykjavík s: (91) 689700 Símsvari ALLAN SÓLARHRINGINN í síma 28506. Upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.