Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988 IJE I I IHI rVirMyNDANNA Bandaríkin: Babenco og „Ironweed" Það var ekki nóg með að hann fengi tvær vinsælustu stjörnurnar í Hollywood til að leika fyrir sig heldur fékk hann uppí hendurnar eitthvert eftirsóttasta kvikmynda- efni sem slegist hefur verið um vestur í Bandaríkjunum á þessum áratug. Ekki siæmt fyrir argentín- skan leikstjóra sem ekki hefur áður gert mynd í Bandaríkjunum. Hect- or Babenco má vel við una. Stjörnurnar eru Meryi Streep og Jack Nicholson en viðfangsef- nið er „Ironweed", Pulitzer-bók rithöfundarins Williams Kennedy frá 1983, sem segir frá rónum í Albany í kreppunni á fjórða ára- tugnum. Handrit myndarinnar gerði Kennedy sjálfur, en með hlut- verk fara Carroll Baker, Fred Gwynne, Michael O’Keefe, Diane Venora og söngvarinn Tom Waits. Babenco tókst með miklum lát- um á sínum tíma að skrapa saman þrjár milljónir dollara til að gera „Koss kóngulóarkonunnar", mynd- ina sem vakti athygli á honum í Hollywood, en því var öðruvísi far- ið með nýju myndina hans. Hún kostaði litlar 23 milljónir sem Bab- enco þurfti engar áhyggjur að hafa af og það er risaveríð Trí-Star sem sér um dreifingu á henni og auglýs- ingar. Stórstjörnurnar létu ekki sitt eftir liggja og það er þegar farið að tala um nokkrar óskarsverð- launastyttur. „Ironweed" var frumsýnd fyrir skömmu í Bandaríkjunum en Bab- enco, sem er 41 árs og hefur búið í Brasilíu frá 1971, flúði frá Holly- wood áður en það gerðist, þreyttur að eigin sögn, með heimþrá og fullur óánægju og leiða vegna þess hvernig myndir eru gerðar í Banda- ríkjunum. „Ég á ekki heima í þessu sam- félagi,” sagði hann í viðtali. „Það sem „kvikmynd" merkir í þessu landi er ekki það sama og „kvik- mynd“ merkir í mínum huga. Hvernig myndir eru séðar, gagn- rýndar, framleiddar og fjármagn- aðar hér í þessu landi er ekki í neinum tengslum við mína mennt- un. Hér hef ég því ekkert að gera." Ekki svo að skilja að gerð „Iron- weed“, sem tekin var í Albany fyrr á árinu, hafi verið léiðinleg reynsla fyrir Babenco. „Þessu fleytti frið- samlega fram," sagði Babenco og stjörnurnar hans tvær stóðu sig frábærlega, sérstaklega Nichol- son, sem leikstjórinn kallar „ótrú- legan leikara" og nefnir sem einn af aðeins þremur vinum í Holly- wood. „Mér líöur eins og dinósaur, eins og ég sé í útrýmingarhættu. Það eru ennþá aðeins nokkrir menn, tveir eða þrír hér og þar, eftir sem enn trúum sterklega, rómantískt á vald kvikmyndarinn- ar, hvernig hún getur tekið sér bólfestu í fólki og fengið það til að hugsa. Þetta er eins og örvænt- ingarfullt kapphlaup, að verða einstakur í heimi hins viðtekna." Eitt af mörgum vandamálum sem steðja að bandarískri kvik- myndagerð að mati Babencos er ofuráhersla iðnaðarins á áætlun- um og skrifræði. „í Brasilíu gerir þú kreditlistann svona: Þú sest niður með fólkinu og segir, allt í lagi, hverjir voru með okkur í þessu? Hvað hét bílstjórinn okkar, Pétur eða Páll? í Bandaríkjunum er sérstakur lögfræðingur í því að fara í gegnum starfssamninga og skipuleggja listann. Og ef eitt nafn dettur út er það eins og martröð; þú átt ekkert betra skilið en raf- magnsstólinn." Babenco heldur áfram: „Ég held að fólkið sem vinnur við banda-. ríska kvikmyndaiðnaðinn skipu- leggi allt of mikið og sköpunin glatast einhvers staðar í samræð- unum. Það kostar auðvitað mikið skipulag að gera mynd; ég veit það vel, En fólk tapar sér í blaðabunk- um. Eftir smá tíma hætti ég að lesa þessi 25 minnisblöð, sem ég fékk send á hverjum degi, og fór að skilja að eina sambandið sem Hector Babenco með Meryl Streep við gerð myndarinnar „Ironweed". Streep, Nicholson og Tom Waits í bakgrunni; rónalíf í Albany. ég þurfti að hafa var við fólkið á upptökustaðnum, kvikmyndatöku- manninn og leikarana." En hvað var það sem dró suður- amerískan kvikmyndagerðarmann að sögu Kennedys um írskt- amerískt utangarösfólk í Albany árið 1938 — sagan segir frá Franc- is Phelan (Nicholson) drykkjúsjúk- um, fyrrum hornaboitaleikara en núverandi róna með manndráp á samviskunni og Helen (Streep) sem er vinkona hans í eymdinni. Eins og draugar fortíöarinnar elta Francis í sögunni eltist Babenco við „Ironweed" og William Kennedy eftir að hafa keypt bókina í bókabúð í Hollywood og lesið ásamt hinum bókunum tveimur í „Albany“-tríológíu Kennedys. Sameiginlegur vinur kynnti hann fyrir höfundinum og Babenco vann Matthau, Donna Dixon og Aykroyd f gamanmyndinni, „Kæri sáli“. Verður sýnd á næstunni í Háskólabíói: Sálarflækjur i'Beverly Hills Dr. George Mitlin (Charles Grod- in) er háttskrifaður sálfræöingur í Beverly Hills. Biöstofan hans er full af þurfandi sjúklingum og þús- undir.áhugasamra hlustenda fylgj- ast með útvarpsþaettinum hans, en í honum gefst hlustendum kostur á að hringja og leita ráða. Allt er sumsé í miklum blóma. Nema Ma- itlin er við það aö fá taugaáfall. Hann þarfnast sannarlega lækn- is, en lögfraeðingur hans og eigin- kona eru ekki að hugsa um neinn sem læknað getur sálfræðinginn heldur einhvern sem geturtekið við störfum hans á meðan hann er að komast yfir veikindin. Þau finna rétta manninn, sem er yfirmaður á stóru geðsjúkrahúsi, en fyrir mistök hreppir John Burns (Dan Aykroyd), einn vistmaður sjúkrahússins, starfið í stað geðlæknisins. Þannig hefst nýjasta gaman- mynd Michaei Ritchie, „Kæri sáli“ („The Couch Trip"), sem átti að vera jólamynd Háskólabíós í ár, en varð að fresta. Hún verður sýnd á næstunni. Með hlutverk í myndinni auk Aykroyds og Grodins fara Donna Dixon og Walter Matthau. Það sem fékk Ritchie („The Golden Child") til að leikstýra gaman- myndinni var tækifærið sem hún veitti honum til að gera góölátlegt grín að sálfræðiþáttum í Ijósvaka- fjölmiðlum. „Sálfræðiþættir í út- varpi eru svo vinsælir og svo stór partur af lífi manna," segir hann og bætir því við að handritinu takist að fjalla um alvarlegt efni á gaman- saman hátt. í myndinni tekur Aykroyd, í hlutverki vistmannsins, f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.