Morgunblaðið - 03.01.1988, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 03.01.1988, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988 IJE I I IHI rVirMyNDANNA Bandaríkin: Babenco og „Ironweed" Það var ekki nóg með að hann fengi tvær vinsælustu stjörnurnar í Hollywood til að leika fyrir sig heldur fékk hann uppí hendurnar eitthvert eftirsóttasta kvikmynda- efni sem slegist hefur verið um vestur í Bandaríkjunum á þessum áratug. Ekki siæmt fyrir argentín- skan leikstjóra sem ekki hefur áður gert mynd í Bandaríkjunum. Hect- or Babenco má vel við una. Stjörnurnar eru Meryi Streep og Jack Nicholson en viðfangsef- nið er „Ironweed", Pulitzer-bók rithöfundarins Williams Kennedy frá 1983, sem segir frá rónum í Albany í kreppunni á fjórða ára- tugnum. Handrit myndarinnar gerði Kennedy sjálfur, en með hlut- verk fara Carroll Baker, Fred Gwynne, Michael O’Keefe, Diane Venora og söngvarinn Tom Waits. Babenco tókst með miklum lát- um á sínum tíma að skrapa saman þrjár milljónir dollara til að gera „Koss kóngulóarkonunnar", mynd- ina sem vakti athygli á honum í Hollywood, en því var öðruvísi far- ið með nýju myndina hans. Hún kostaði litlar 23 milljónir sem Bab- enco þurfti engar áhyggjur að hafa af og það er risaveríð Trí-Star sem sér um dreifingu á henni og auglýs- ingar. Stórstjörnurnar létu ekki sitt eftir liggja og það er þegar farið að tala um nokkrar óskarsverð- launastyttur. „Ironweed" var frumsýnd fyrir skömmu í Bandaríkjunum en Bab- enco, sem er 41 árs og hefur búið í Brasilíu frá 1971, flúði frá Holly- wood áður en það gerðist, þreyttur að eigin sögn, með heimþrá og fullur óánægju og leiða vegna þess hvernig myndir eru gerðar í Banda- ríkjunum. „Ég á ekki heima í þessu sam- félagi,” sagði hann í viðtali. „Það sem „kvikmynd" merkir í þessu landi er ekki það sama og „kvik- mynd“ merkir í mínum huga. Hvernig myndir eru séðar, gagn- rýndar, framleiddar og fjármagn- aðar hér í þessu landi er ekki í neinum tengslum við mína mennt- un. Hér hef ég því ekkert að gera." Ekki svo að skilja að gerð „Iron- weed“, sem tekin var í Albany fyrr á árinu, hafi verið léiðinleg reynsla fyrir Babenco. „Þessu fleytti frið- samlega fram," sagði Babenco og stjörnurnar hans tvær stóðu sig frábærlega, sérstaklega Nichol- son, sem leikstjórinn kallar „ótrú- legan leikara" og nefnir sem einn af aðeins þremur vinum í Holly- wood. „Mér líöur eins og dinósaur, eins og ég sé í útrýmingarhættu. Það eru ennþá aðeins nokkrir menn, tveir eða þrír hér og þar, eftir sem enn trúum sterklega, rómantískt á vald kvikmyndarinn- ar, hvernig hún getur tekið sér bólfestu í fólki og fengið það til að hugsa. Þetta er eins og örvænt- ingarfullt kapphlaup, að verða einstakur í heimi hins viðtekna." Eitt af mörgum vandamálum sem steðja að bandarískri kvik- myndagerð að mati Babencos er ofuráhersla iðnaðarins á áætlun- um og skrifræði. „í Brasilíu gerir þú kreditlistann svona: Þú sest niður með fólkinu og segir, allt í lagi, hverjir voru með okkur í þessu? Hvað hét bílstjórinn okkar, Pétur eða Páll? í Bandaríkjunum er sérstakur lögfræðingur í því að fara í gegnum starfssamninga og skipuleggja listann. Og ef eitt nafn dettur út er það eins og martröð; þú átt ekkert betra skilið en raf- magnsstólinn." Babenco heldur áfram: „Ég held að fólkið sem vinnur við banda-. ríska kvikmyndaiðnaðinn skipu- leggi allt of mikið og sköpunin glatast einhvers staðar í samræð- unum. Það kostar auðvitað mikið skipulag að gera mynd; ég veit það vel, En fólk tapar sér í blaðabunk- um. Eftir smá tíma hætti ég að lesa þessi 25 minnisblöð, sem ég fékk send á hverjum degi, og fór að skilja að eina sambandið sem Hector Babenco með Meryl Streep við gerð myndarinnar „Ironweed". Streep, Nicholson og Tom Waits í bakgrunni; rónalíf í Albany. ég þurfti að hafa var við fólkið á upptökustaðnum, kvikmyndatöku- manninn og leikarana." En hvað var það sem dró suður- amerískan kvikmyndagerðarmann að sögu Kennedys um írskt- amerískt utangarösfólk í Albany árið 1938 — sagan segir frá Franc- is Phelan (Nicholson) drykkjúsjúk- um, fyrrum hornaboitaleikara en núverandi róna með manndráp á samviskunni og Helen (Streep) sem er vinkona hans í eymdinni. Eins og draugar fortíöarinnar elta Francis í sögunni eltist Babenco við „Ironweed" og William Kennedy eftir að hafa keypt bókina í bókabúð í Hollywood og lesið ásamt hinum bókunum tveimur í „Albany“-tríológíu Kennedys. Sameiginlegur vinur kynnti hann fyrir höfundinum og Babenco vann Matthau, Donna Dixon og Aykroyd f gamanmyndinni, „Kæri sáli“. Verður sýnd á næstunni í Háskólabíói: Sálarflækjur i'Beverly Hills Dr. George Mitlin (Charles Grod- in) er háttskrifaður sálfræöingur í Beverly Hills. Biöstofan hans er full af þurfandi sjúklingum og þús- undir.áhugasamra hlustenda fylgj- ast með útvarpsþaettinum hans, en í honum gefst hlustendum kostur á að hringja og leita ráða. Allt er sumsé í miklum blóma. Nema Ma- itlin er við það aö fá taugaáfall. Hann þarfnast sannarlega lækn- is, en lögfraeðingur hans og eigin- kona eru ekki að hugsa um neinn sem læknað getur sálfræðinginn heldur einhvern sem geturtekið við störfum hans á meðan hann er að komast yfir veikindin. Þau finna rétta manninn, sem er yfirmaður á stóru geðsjúkrahúsi, en fyrir mistök hreppir John Burns (Dan Aykroyd), einn vistmaður sjúkrahússins, starfið í stað geðlæknisins. Þannig hefst nýjasta gaman- mynd Michaei Ritchie, „Kæri sáli“ („The Couch Trip"), sem átti að vera jólamynd Háskólabíós í ár, en varð að fresta. Hún verður sýnd á næstunni. Með hlutverk í myndinni auk Aykroyds og Grodins fara Donna Dixon og Walter Matthau. Það sem fékk Ritchie („The Golden Child") til að leikstýra gaman- myndinni var tækifærið sem hún veitti honum til að gera góölátlegt grín að sálfræðiþáttum í Ijósvaka- fjölmiðlum. „Sálfræðiþættir í út- varpi eru svo vinsælir og svo stór partur af lífi manna," segir hann og bætir því við að handritinu takist að fjalla um alvarlegt efni á gaman- saman hátt. í myndinni tekur Aykroyd, í hlutverki vistmannsins, f

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.