Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988 Slgrl ffagnað Islendingar lögðu Norömenn tvisvar að velli í Evrópukeppni landsliös í knattspymu. 1987 Tvö Norðurlandamet voru sett íslendingar eignuðust heimsmethafa Tveir giæsilegrir sigrar voru unnir yfir Norðmönnum Nýtt íþróttaár er nú runnið upp - Olympíuár. Um ára- mót horfa menn til baka og vega og meta afrek íþróttamanna. Þá vaknar upp sú spuming hvort árið sem er liðið hafi verið gott ár hjá íslenskum íþróttamönnum. Mörg góð afrek voru unnin 1987. Tveir íslendingar settu Norðurlandamet. Einar Vilhjálmsson í spjótkasti og Eð- varð Þór Eðvarðs- son í 200 m baksundi og stendur það met enn. Eðvarð Þór Eð- varðsson er sá íþróttamaður sem hefur unnið besta afrekið. Hann er kominn í hóp bestu baksundsmanna heims og hafnaði í fjórða sæti í 200 m baksundi á Evrópumeistaramót- inu í Strassborg og sjötta sæti í 100 m baksundi. Eðvarð Þór hefur jrfir miklum sjálfsaga að ráða og henn leggur hart að sér til að ná árangri í íþróttagrein sinni. Hann hefur nú tekið setfn- una á að ná sem bestum árangri á Olympíuleikunum í Seoul. Til að hann geti undirbúið sig sem best hefur hann ákveðið að taka sér frí frá námi í vetur. Hann hefur fengið sér vinnu hálfan daginn og þess á milli æfir hann á fullum krafti í iitlu sundlaug- inni í heimabæ sínum - Njarðvík. Fijálsíþróttamenn æfa einnig á kappi fyrir Olympíuieikana. Spjótkastaramir Einar Vil- hjálmsson og Sigurður Einars- son eru í fremstu röð í heiminum og Vésteinn Hafsteinsson er kominn í hóp bestu kringlukast- ara heims. Handknattleikslandsliðið undir- býr sig einnig á fullum krafti fyrir Olympíuieikana. Landsliðið er í hópi bestu handknattleiks- þjóða heims og hefur á árinu 1987 unnið marga frækna sigra. Liðið heldur til Svíþjóðar á næstu dögum til að taka þátt í World Cup. íslenskir handknattleiksmenn hafa látið mikið að sér kveða. Alfreð Gíslason lék lykilhlutverk með Essen þegar félagið varð V-Þýskalandsmeistari undir stjóm Jóhanns Inga Gunnars- sonar. Alfreð leikur stórt hlut- verk í landsliði íslands og það gerir einnig Kristján Arason, sem leikur með Gummsersbach í V-Þýskalandi. Ahuginn fyrir handknattleik hefur aukist mik- ið og hefur orðið veruleg áhorfendaaukning á leikjum í 1. deildarkeppninni. ísland á lið í 8-liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða. Það er Víkingur, sem sló út dönsku meistarana Kolding á eftirminnilegan hátt. Knattspymulandsliðið var einn- ig í sviðsljósinu á árinu 1987. Tveir sigrar gegn Norðmönnum með stuttu millibili - fyrst í Reykjavík og síðan í Osló var mesta afrek knattspymunnar á árinu. ísland náði sínum besta árangri í Evrópukeppni landsliðs og fékk jafii mörg stig og Evr- ópumeistarar Frakka. Bjami Sigurðsson, markvörður frá Brann, varði mark íslands gegn Nórðmönnum og er hann talinn af mörgum einn besti markvörður Norðurlanda. Bjami hafnaði glæsilegu tilboði frá UEFA-meisturunum IFK Gautaborg. Amór Guðjohnsen varð Belgiu- meistari með Anderlecht og jafnframt markakóngur Belgíu. Gunnar Gíslason varð Noregs- meistari með Moss. Gunnar fékk góða dóma fyrir leik sinn og var kallaður „Kletturinn." Valsliðið lék mjög góða knatt- spymu og áttu þeir Guðni Bergsson og Sævar Jónsson stóran þátt í árangri liðsins, sem varð íslandsmeistari. Þeir léku það vel að nú þurfum við að horfa á eftir þeim til V-Þýska- lands og Sviss. Pétur Orsmlev sýndi marga skemmtilega takta með Fram- liðinu, sem varð bikarmeistari. Pétur varð markakóngur 1. deildar. Njarðvíkingar voru óstöðvandi f körfuknattleik. Þeir unnu alla titla sem þeir kepptu um undir stjóm Vals Ingimundarsonar. Urðu deildar-, íslands- og bikar- meistarar. Heimsmet var sett á árinu. Haukur Gunnarsson setti heims- met í 100 m hlaupi fatlaðra. Hann á eftir að vera í sviðsljós- inu aftur í ár. Á Olympíuleikum fatlaðra. Sigmundur Ó. Steinarsson Eðvarð Þ. Eðvarðsson setti Norðurlandamet í 200 m baksundi. 55 ■ DAVE Stringer var ráðinn sem framkvæmdastjóri Norwich fyrir áramót. Hann tók við starfí Ken Brown, sem var rekinn frá félaginu í nóvember. Stringer er ekki óþekktur á Carrow Road. Hann er fyrrum leikmaður Norwich. Gekk til liðs við félagið 1960 sem leikmaður og lék með því 499 leiki. ■ REAL Madrid leikur áin kunnra kappa þegar félagið mætir Barcelona á Spáni í dag. Miguel Tendillo og Manuel Sanchis em í eins leiks keppnisbanni. Þá eru þeir JeSus Solana og Ricard Gal- lego meiddir. ■ PÉTUR Guðmundsson og félagar hans hjá San Antonio Spurs unnu stórsigur, 140:108, yfir Sacramento Kings á gamlárs- dag. Þá mátti Boston Celtic þola tap, 105:111, fyrir Seattle Su- persoonics. I LANDSLIÐ Færeyinga í handknattleik er nú her á landi. Færeyingar léku gegn íslenska landsliðinu sem lék í Belgíu á dög- unum, í Valshúsinu í gærkvöldi. Liðin mætast aftur í dag — þá á Selfossi. ■ BESSI Jóhannesson varð sjg- urvegari í gamlársdagshlaupi ÍR. Pétur Quðmundsson og félagar unnu sigur. Hann setti nýtt met í hlaupinu - hljóp á 30 mín. og m'u sek. Sigurð- ur P. Sigmundsson var annar, á 30 mín. og 28 sek. Gamla metið átti Agúst Þorsteinsson, sem var 30 mín. og 37 sek. H JUAN angel Romero hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Paraguay í knattspymu. Hann er 51 árs. Paraguay leikur í riðli með Kólumbíu og Ecuador í heimsmeist- arakeppninni. SaMa ■ UNGLINGALA NDSLIÐIÐ í körfuknattleik er farið til írlands, þar sem það tekur þátt í móti sem verður í Belfast 4. - 6. janúar. í mótinu verða unglingalandsiið Skota og íra, ásamt drengjalands- lið fra. Ferð þessi er undirbúningsferð fyrir Evrópumót ungiingalands- liðs sem verður haldið i Finnlandi í apríl. Eftirtaldir leikmenn fóru til Irlands: Rúnar Árnason, Steinþór Helgason og Sveinbjöm Sigurðs-^— son frá Grindavík. Gauti Gunnars^^ son og Lárus Árnason frá KR, Ragnar Þór Jónsson og Hannes Haraldsson úr Val, Egili Viðars- son, Keflavík, Rúnar Guðjónsson, Haukum og Björn Bóliason, ÍR. ■ KVENNALANDSLIÐIÐ í körfuknattleik lék tvo landsleiki gegn Luxemborg fyrir áramót í Luxemborg. Báðir leikimir töpuð- ust - 45:85 og 32:66. Landsliðið lék einnig gegn v-þýska félagsliðinu Vöikingen ogtapaðist hann einnig, 47:104. Anna María Sveinsdóttir frá Keflavík skoraði flest stig í leikj- unum, eða samtals 39. Marta Guðmundsdóttir frá Grindavík skoraði 29 stig og Anna Björk Bjamadóttir, IS, skoraði 19 stig. Viltu fjör, púl og svita? Viltu rólegarT&ma. f JSB er 2. KERFI^mmmmmmmmwtm LÍKAMSRÆKT OG MEGRUN Fyrír konur á öllum aldrí. Flokkar sem hæfa öllum. FRAMHALDSFLOKKAR Lokaðir flqkkar: Þýngrí timar. Aðeins fyrír vanar. [ ROLEGIR TIMAR Fyrir eldri konur, eða þær sem þurfa að fara varlega. 4. KERFI MEGRUNARFLOKKAR Fjórum sinnum í viku fyrir þær sem þurfa og vilja missa aukakílóin. FYRIR UNGAR OG HRESSAR Teygju - þrek - jazz. Eldfjörugir timar með léttri jazz sveiflu. ir í öllum ávallt ífararbroddi Morgun-, dag- og Kvöldtímar Suðurveri, sími 83750 Hraunbergi, sími 79988 mvsfíi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.