Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988 Leiklist REIKULT RUGL er til að ganga í augun á ein- hveijum eða vinna sér hylli. Sú árátta Bandaríkjamanna að fá sér sálfræðing er mjög fyrirferðarmikil í verkinu og getur átt sinn þátt í að það er ekki alls kostar sjálfgefíð að áhorfandi nái gráa gamninu, hvað þá heldur að það nísti hann. Ég leyfi mér að halda að þýð- andi hefði átt að velja þá leið að staðfæra leikinn, fyrst talið var nauðsynlegt að flytja hann hingað. Ekki aðeins sálfræð- ingagengið er eitt af aðalmálun- um, almennt er leikurinn það bandarískur og sýknt og heilagt verið að vitna til staðbundinna stjama/atburða, að verður bara hvimleitt. Staðfærsla hefði hjálpað að mínum dómi heldur mögrum texta. Onnur aðalpersónan er stúlk- an Prudence sem hefur svarað einkamálaauglýsingu og kemur nú á stefnumótið við Bruce. Hann er bíseksúal og býr með Bob sem er mikið á móti kvenn- astússi sambýlismannsins. Pmdence telur sig eiga í erfið- leikum í samskiptum við annað fólk, hún er orðin örvæntinar- full yfir því, hvað henni helst illa á karlmönnum og það hefur komið fyrir lítið að ræða þetta við sálfræðinginn hennar dr. Stuart. En Bruce hefur svo sál- fræðinginn Charlotte Wallace og hún hefur greinilega hvatt hann til að opna sig og láta tilfínning- ar sínar í ljósi með allkröftugum árangri. Gengur nú á ýmsu en ein- hver tengsl takast með þeim Bruce og Prudence og farið er með Bob í afbrýðiskasti til Charlotte sálfræðings og síðan endar hópurinn á að fá sér að borða og svo húkkar Bob þjóninn Andrew- sem er líka í meðferð hjá Charlotte og þeir fara með sálfræðingunum á diskótek, en Bruce og Prudence ætla að gifta sig. Guðrún Gísladóttir __ leikur Prudence af stakri list. í með- förum hennar öðlast Prudence- ófullkomin um margt frá hendi höfundar- býsna mikið líf og það er einna helzt í henni, sem fá má tilfínningu fyrir hinum hversdagslega fáránleika. Val- gerður Dan fer með hlutverk sálfræðingsins Charlotte. Hún á sjálf við vandamál að etja, sem felst meðal annars í því að hún ruglar saman/gleymir orðum og segir því stundum eintóma dellu. En veit að vísu af því sjálf og ekki er það betra. Valgerður hefur í nokkrum hlutverkum sýnt, að hún hefur gamanleik á valdi sínu. Það gerði hún og hér. Að vísu var hún dálítið óör- ugg í sinni fyrstu senu. En náði sér á strik og var alveg ágæt, yfírlék aldrei meira en við hæfí var. Harald G. Haraldsson var sál- fræðingurinn Stuart, sem á við kynlífsvanda að etja - sem hann viðurkennir ekki. Harald á auð- vitað að vera gróf og heldur leiðinleg manngerð, eftir texta að dæma, en þá er leikarans að láta áhorfendur skynja fleiri og viðfelldnari fleti í karaktemum. Og það fannst mér ekki takast. Kjartan Bjargmundsson fór með hlutverk Bruce og gerði margt gott, en það vantaði töluvert á herzlumuninn. Jakob Einarsson var homminn Bob og fékk ekki ýkja mikil tækifæri né heldur tókst honum að gera mikið úr hlutverkinu og Þröstur Leo Gunnarsson er Andrew þjónn, líka hommi. Örlítið hlutverk. Leikstjóri á að mörgu leyti heiður skilinn. Það er enginn hægðarleikur að gera stórsýn- ingu úr svo rýrum efnivið. Það er ekkert að því að sýna svartar kómedíur, fjarri því. En þær þurfa að hafa innihald, sem kemur okkur við. Sjálfsagt er að taka fram að undirtektir á frumsýningu vom ágætar. Jóhanna Kristjónsdóttir Leikfélag Reykjavíkur frum- sýndi í Iðnó: Algjört rugl eftir Christopher Durang Þýðing: Birgir Sigurðsson Leikmynd og búningar: Karl Aspelund Lýsing: Lárus Björnsson Leikstjóri: Bríet Héðinsdóttir Vandamál nútímamanneskj- unnar, hvort sem okkur finnst þau ímynduð,tilbúin, óbærileg, fyndin eða fáránleg; víst er þetta alltaf heillandi viðfangsefni höf- undum. Að kafa ofan í það, þegar fólk er til dæmis að reyna að nálgast hvort annað með því að tala saman og segir einatt fráleita vitleysu á hversdagsleg- an hátt. Eða eitthvað sem á að flokkast undir speki, þannig að úr verður óttalegt þunnildi. Heyra má af kynningu Leik- félags Reykjavíkur á „Algjöru rugli“ að leikurinn er flokkaður sem svokallaður svört kómedía. Það útleggst grátt gaman og er þar af leiðandi ekki farsi eða grínleikur, húmorinn er nístandi og stutt í alvöruna, sem að baki býr. Þá alvöru sém sýnir vænt- anlega, að manneskjan er alltaf að reyna að vera öðruvísi en hún Guðrún Gísladóttir og Kjartan Bjargmundssson í hlutverkum Prudence og Bruce Tveir nýir kennslustaðir: Dansstúdíó Sóleyjar, Engjateigi 1 og „Hallarsel“ Þarabakka 3 í Mjóddinni. Ennfremur sem fyrr í Auðbrekku 17, Kópavogi. Kennum alla samkvæmisdansa: suðurameríska, standard og gömlu dansana. Einnig bamadansa fyrir yngstu kynslóðina - laugardagskennsla á öllum stöðum. Nemendur skólans unnu 12 af 18 íslandsmeistaratitlum í samkvæmisdönsum 1987. Innritun og upplýsingar dagana 4. - 9. janúar kl. 13-23 í síma 641111. Kennsluönnin er 20 vikur og lýkur með lokaballi. / FID Betri kennsla - betri árangur. Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar I_|l4120* 20424 ‘©622030 SÍMATÍMI KL. 13-15 Sýnishorn úrsöluskrá ! 2ja herb. Krummahólar 2ja herb. ca 50 fm íb. á 1. hæð. Bílskýli. Hverfisgata Ca 80 fm íb. á 2. hæð í þríbýli ásamt háalofti. Svalir. Ákv. sala. Verð 2,7 ipillj. Logafold Óvenju glæsil. og rúmgóð 2ja herb. íb. við Logafold. Sérþvhús innaf eldhúsi. Glæsil. Alno-innr. ásamt uppþvottavél og ískáp. Glæsil. eign. Einkasala. Laugavegur Ca 40 fm samþ. kjíb. i góðu standi í ágætu steinhúsi. Verð 1400 þús. Skúlagata Góð ca 50 fm íb. á jarðhæð. Mikið endurn. 3ja herb. Garðabær - Hafnarf jöröur Bráðvantar góðar 3ja herb. íb. í Garðabæ eða Hafnarfirði fyrir trausta kaupendur. Laugavegur - nýtt Tvær 3ja herb. ca 90 fm (nettó) íb. Suðursv. Fokh. að innan, fullfrág. að utan. Afh. febr. 1988. Verð 2,8 og 3,1 millj. Teikn. á skrifst. 4ra-5 herb. Ægisíða - 5 herb. Mjög góð 5 herb. ca 110 fm hæð á þessum eftirsóttá stað. Parket á gólfum - nýtt gler. Suðurgarð- ur. Mögul. skipti á góðir, helst nýlegri, 4ra herb. íb. á svipuðum slóðum. V/Skólavörðuholt Glæsileg ca 100 fm endaíb. Allt ný endurn. á smekkl. hátt. Park- et og marmari á gólfum. Grandav. - nýtt Glæsileg ca 125 fm 4ra herb. endaíb. í lyftubl. Suðursv. Afh. tilb. u. trév. Sérhæð Þinghólsbraut Mjög góð sérhæð ca 150 fm á 1. hæð. Suðursv. Mjög gott út- sýni. Sólstofa. Parhús Ásbúð - Gb. Glæsil. ca 250 parhús á tveimur ^ hæðum. Mjög vel staðsett. Mikið "4 útsýni. Tvöf. innb. bílsk. Mögul. J3 á séríb. á neðri hæð. Einbýlishús 'bcÞverás U Vorum að fá í sölu ca 110 fm gj einbýli á cinni hæð auk tæpl. 40 fm bílsk. Afh. fokh. að innan, ^ fullfrág. að utan í apríl-maí 1988. Teikn. og nánari uppl. á skrifst. okkar. Verð 4,4 millj. Grundarstígur ~ Lítið einbýli á tveimur hæðum. Verð 3,5 millj. Mosfellsbær Bráðvantar fyrir traustan kaup- anda ca 200-300 fm einbýlí. Góðar grciðslur fyrir rétta eign. Vesturgata Ca 110 fm atvinnuhúsnæði á götuhæð. Hentugt fyrir ýmiskonar rekstur. Erurn með söluumboð fyrir Aspar-einingah. HEIMASIMAR: 622825 - 667030 mióstöóin HATUNI2B STOFNSETT1958 Sveinn Skúlason hdl. BD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.