Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988 Áramót víða um land: Keflavík og Njarðvík: Talsverð ölvun en engin meiriháttar slys Keflavík. ARAMÓTIN fóru friðsamlega fram að mestu í Keflavík og Njarðvík. Miklu af flugeldum var skotið upp um miðnættið og áramótabrenn- ur voru á báðum stöðunum. Ölvun var talsverð og var mikill erill hjá lögreglunni framundir morgunn þar sem drukkið fólk kom við sögu. Engin meiriháttar slys urðu á fólki, en tveir voru fluttir i Sjúkrahúsið i Keflavík eftir harðan árekstur í Keflavík á nýársnótt. Þeir reyndust ekki alvarlega slasaðir og fengu að fara heim að rannnsókn lokinni. Þá voru 3 ökumenn teknir grunaðir um meinta ölvun við akstur. Kveikt var í brennunum klukkan átta og hafði brennan í Innri- Njarðvík meira aðdráttarafl að þessu sinni, enda átti fólk greiðari leið að henni en brennunni í Keflavík, sem var á Berginu. Veður var gott og naut flugeldasýning heimamanna um miðnætti sín ákaf- lega vel. Oft hefur fleira fólk verið við brennurnar en að þessu sinni þrátt fyrir góða veðrið og trúlega hafa menn tekið sjónvarpið fram- yfir að þessu sinni. Síðustu dagar ársins voru anna- samir hjá lögreglunni, á gamlárs- dag urðu 7 árekstrar í umferðinni í Keflavík fyrir hádegi og var um- ferðaþunginn með allra mesta móti. Á milli jóla og nýárs ók ökumaður sem var grunaður um ölvun við akstur á tvo kyrrstæða bíla við Hringbraut og síðan í gegnum grindverk og inn í húsagarð. Ekki urðu alvarleg meiðsli á ökumannin- um í þessum darraðardansi, en hann mun samt hafa hruflast nokkuð. Skemmdarverk voru unnin á húsi Þá var brotist inn hjá Björgunar- sveitinni Stakki við Iðavelli aðfara- nótt gamlársdags og þaðan stolið einhveiju magni af flugeldum. BB Brennan í Innri-Njarðvík áður en kveikt var í henni, sama brennu- stæðið hefur verið notað i mörg ár. Akureyri: Talsverð ölvun en óhappaiaust ÁRAMÓTIN voru óhappalaus á Akureyri, þrátt fyrir að talsverð ölvun hafi verið bæði í heimahús- um og á almannafæri, að sögn lögreglu. Átta manns fögnuðu nýju ári í fangageymslum lögreglunnar á Akureyri og víða kom til stympinga og áfloga. Enginn ökumaður var grunaður um ölvun á Akureyri um áramótin. Hestamenn notuðu góða veðrið til útreiða Morgunblaðið/Bjðm Blöndal Margir hestamenn sem hafa tekið hesta sína á hús notuðu góða veðrið á nýársdag til að liðka gæðinganna og það er orðið algeng- ara að allir í fjölskyldunni taki þátt í hestamennskunni. Keflavik. HESTAMENNSKA hefur átt auknum vinsældum að fagna í Keflavík líkt og svo víða annars staðar á landinu. Hestamenn hafa komið sér upp hesthúsa- hverfi þar sem aðstaða er ágæt, bæði til beitar og útreiða. Ekki voru mörg hús í hverfinu fyrir nokkrum árum, en að undan- förnu hefur þeim fjölgað mikið og algengt er hjá yngra fóiki að öii fjölskyldan njóti návistarinn- ar við hrossin. Síðustu dagana fyrir jól voru hross tekin á hús af Mánagrund sem er beitarland hestamannafé- lagsins og er það nokkuð seinna en á undanfömum áram og stafar af hinni óvenjugóðu veðráttu sem verið hefur í vetur. Nokkur hundrað hross verða í húsum hestamanna í Keflavík í vet- ur og era margir þeirra þegar famir að liðka gæðingana og þjálfa þá fyrir komandi átök á hestamótum í vor. BB Sparisjóðsins í Garði, þar sem neon- ljós vora brotin og var talið að þau hefðu verið sprengd með púðri. Áuk þess vora plöntur og gijót sem era á lóð Sparisjóðsins rifíð upp og dreift um ióðina. * Aramóta- brennaá Hveravöllum „Það voru engin ólæti og eng- inn lögguhasar hér um áramót- in“ sagði Kristfn Þorfinnsdóttir þegar Morgunblaðið innti hana um áramótahald á Hveravöllum. Kristín dvelst þar ein ásamt eig- inmanni sfnum, Krisíni Pálssyni, en 15 manns dvöldu í húsi Ferðafélags- ins á Hveravöllum um áramótin, og héldu Ferðafélagsfólk og Hvera- vallahjónin sameiginlegan áramóta- fagnað úti á mel með lítilli brennu og flugeidum. „Við áttum yndisleg áramót hér saman, og allt fór mjög vel fram þó að það væri 8 stiga frost, 7 vindstig og skafrenningur" sagði Kristín Þorfinnsdóttir, veður- athuganamaður. ísafjörður: Róleg áramót hjá púkum og fullorðmim ísafirði. ÁRAMÓTIN á ísafirði voru róleg og að mestu áfallalaus fyrir íbú- ana eftir því sem næst verður komist. Tvær stórar brennur Iog- uðu síðustu tíma ársins, og var sú stærri í Oddahverfi, en hin, lítið minni, við íþróttavöllinn. Mikil keppni var síðustu daga árs- ins milli bæjarpúkanna og fjarðarpú- kanna um efni í bálkestina, og margir bflfarmar af timbri og öðru brennan- legu efni voru fluttir á kestina. í fírðinum sungu púkamir við undirleik harmonikku meðan feður þeirra skvettu olíu á eldinn. Af og til gaus upp mikill reykmökkur, og sam- kvæmt gamaili hefð tala bæjarpúk- amir um þjófamökkinn, en það á að þýða að þeir sem stærstu brennuna hafa hafí stolið meira efni en aðrir. Allar heiðar í nágrenni bæjarins vora opnar yfír áramótin og gat fólk ferðast allt frá Þingeyri að Isafjarðar- djúpi án vandræða. Grænlensku rækjutogaramir sem hér voru jrfír jólin fóru út á gamlársdag, svo eina erlenda skipið sem hér var yfír ára- mótin var þýskt strandflutningaskip á vegum Eimskips, sem tafðist hér vegna veðurs fyrir Homströndum. Ekkert ísfírskt fískiskip var á sjó um áramótin samkvæmt venju, en gert var ráð fyrir að skuttogaramir færu til veiða 2. janúar. Dansleikur var í þremur húsum á nýársnótt. Var fullt í einu þeirra, en sáralítið var á hinum stöðunum. Ró- leg áramót voru hjá þeim {flugtumin- um á ísafírði. Ekkert sjúkraflug, en tvær flugvélar frá Flugleiðum komu á gamlársdag, og tókst þá að leysa þau vandamál sem sköpuðust þegar flug féll niður eftir jólin. Mjög rólegt var á sjúkrahúsinu, og að sögn lækn- is var minna að gera en um venjulega helgi, og ekki komið með neinn vegna brunasára eða annarra óhappa tengdra áramótafögnuðinum. Úlfar. Selfoss: Morgunblaðið/Ingvar Slökkviliðsmenn ráðast til inngöngu í bústaðinn við Elliðavatnsblett. Bnini á nýársnótt SUMARBÚSTAÐUR við Elliða- vatnsblett varð eldi að bráð skönunu eftir miðnætti á nýár- snótt. Auk hússins sjálfs stóð útigeymsla á lóðinni í björtu báli er slökkvilið kom á vettvang. Talið er líklegt að um íkveikju hafí verið að ræða. Slökkviliðið var nær tvo tlma að ráða niðurlögum eldsins en síðar kom upp eldur í rústunum og var höfð vakt á brana- stað. Húsið er talið ónýtt. Slökkviliðið í Reykjavík fékk um það bil 20 útköll á gamlárskvöld og nýársnótt. Mest var um að ræða sinubrana af völdum flugelda víðs vegar um höfuðborgarsvæðið og mun eignatjón hvergi hafa orðið nema í þessu eina tilfelli. Grímsey: Slæmtveður, en góð skemmtun um áramótin Grimsey. ÁRAMÓTIN fóru vel fram f Grímsey, þó að veðrið væri ekki upp á sitt besta; kuldi og hrfðar- hraglandi. Áramótadansleikur var haldinn samkvæmt venju, og skemmtu menn sér þar hið besta fram á morgun. Þar mættu allir Grímseyingar sem ekki höfðu haldið til meginlandsins yfír hátíðamar. Þeir eru líka til sem halda til Grímseyjar í skammdeginu, og hér dvaldist einn útlendingur, Bandaríkjamaður, um áramótin. Stór og mikfl áramótabrenna var haldin, þar sem flugeldum sem Kiwanisklúb- burinn selur var skotið á loft, og létu bömin veðrið ekkert á sig fá, og skemmtu sér hið besta. í fyrrinótt snjóaði í Grímsey, en um áramótin var fólksbflafært um eyjuna endanna á milli. Bátamir era tilbúnir til veiða, og ætla að róa um leið og gefur. Alfreð. Tvö óvenjuleg íþrótta mót á gamlársdapf ÁRAMÓTIN á Selfossi voru tíð- indalftil og f litlu frábrugðin venjulegri helgi hjá lögreglu- mönnum á vakt. Veður var gott, vfða voru áramótabrennur og mikið um flugelda og Ijósadýrð á miðnætti. Fijálsíþróttamenn og golfmenn héldu óvenjuleg fþróttamót á gamlársdag, í tilefni dagsins og veðurblfðunnar. Kylfingamir sem léku golf á Svarfhólsvelli vora um 30 og hinir hressustu. Þeir sögðu völlinn góðan enda ekkert frost í jörð og brautim- ar víðast með grænni slikju. Mótið hófst á hádegi og stóð fram til klukkan þrjú. Fijálsíþróttafólk brá sér í Tryggvaskála og hélt þar stökkmót innanhúss. Keppt var í þrístökki og langstökki án atrennu. Þrístökkvur- um hefur lengi þótt gólfið í Skálan- um freistandi að stökkva á og því var slegið til. Mótið er markvert að því leyti að í veitingasal Skálans hafa ekki verið stundaðar íþróttir í Qóra tugi ára en þar vora stundað- ir fímleikar á áram áður. Vigdís Guðjónsdóttir af Skeiðum setti ís- landsmet í meyjaflokki, stökk 6,95 metra í þrístökki og Ölafur Guð- mundsson setti héraðsmet í drengjaflokki, stökk 9,54 metra í sömu grein. Nýtt ár heilsaði svo með norð- austan kælu og rennifæri um allar sveitir. Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónason. Nýkjörinn golfmaður ársins, Ingólfur Bárðarson, slær upphafshögg af Svarfhóli á gamlársdag. Fyrir aftan hann eru kylfingamir Samú- el Smári Hreggviðsson, Jón Bjarni Stefánsson og Guðmundur Eiriksson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.