Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 54
54
■>
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988
+
KNATTSPYRNA / ENGLAND
Beardsley skoraði tvö
* mörk gegn Coventry
Liverpool óstöðvandi. Nottingham Foresttapaði
óvænt heima fýrir Newcastle
Leikmenn Liverpool héldu upp-
teknum hætti á nýársdag.
38.719 áhorfendur á Anfield
Road sáu þá vinna öruggan
sigur, 4:0, yfir Coventry. Á
sama tíma tapaði Nottingham
^orest óvænt, 0:2, fyrir Newc-
astle á heimavelli og Everton
mátti einnig þola tap. Liverpool
lók sinn 22 leik án þess að
tapa.
Peter Beardsley var hetja Li-
verpool gegn Coventry. Hann
opnaði leikinn með marki um miðjan
fyrri hálfleik og á 54 mín. skoraði
John Aldridge sitt 19 mark fyrir
Liverpool. Ray Hoghton skoraði
þriðja markið á 75 mín., eftir að
Beardsley hafði sent knöttinn til
hans, eftir aukaspymu John Bar-
nes. Beardsley gulltryggði síðan
sigurinn, 4:0, þegar hann braust
^.akemmtilega í gegnum vöm Co-
ventry á 83 mín.
Lukic varði vftaspymu
John Lukic, markvörður Arsenal,
kom mikið við sögu þegar Arsenal
varð að sætta sig við jafntefli, 1:1,
gegn Portsmouth. Lukic, sem varði
mjög vel í leiknum, varði vítaspymu
þegar aðeins tvær mín. voru til
leiksloka. Kevin Dillon tók víta-
spymuna sem var dæmd á David
Rocastle. Hann felldi Vince Hilaire.
Terry Connor skoraði mark
^Portsmouth eftir aðeins 8 mín. Það
var svo ekki fyrr en á 81. mín. að
Arsenal tókst að jafna. Alan Smith,
sem kom inn á sem varamaður,
skoraði markið eftir homspymu frá
Steve Williams. Þetta var fyrsta
mark Smith í tvo mánuði. Hann
skoraði síðast 31. október. Rétt
áður en Smith skoraði - bjargaði
vamarmaður Portsmouth skalla frá
Tony Adams á marklínu.
Forest skorsði ekkl
28.580 áhorfendur sáu Nottingham
Forest tapa óvænt fyrir Newcastle,
0:2, á City Ground. Þetta var í
fyrsta skipti í fjórtán leikjum'sem
leikmönnum Forest hefur ekki tek-
ist að skora. Markaskorarinn Nigel
Clough lék ekki með Forest, þar
sem hann er meiddur. Newcastle
lék sterkan vamarleik. Paul Gasco-
igne skoraði fyrst fyrir Newcastle
á 28 mín. og síðan skoraði Brasilíu-
maðurinn Mirandinha annað markið
á 86 mín., eftir mininn einleik í
gegnum vöm Forest.
Sheffíeld Wednesday vann sinn
fyrsta sigur á Everton í 22 ár.
Mark Proctor skoraði sigurmarkið,
1:0. Adrian Heath hjá Everton
meiddist á hné í leiknum.
Paul Moran tryggði Tottenham sig-
ur, 2:1, yfír Watford - með skalla-
marki. Áður hafði Clive Allen
skoraði fyrir Tottenham, en Mark
Morris fyrir Watford.
John Hollins, framkvæmdastjóri
Chelsea, á ekki sjö dagana sæla.
Chelsea hefur leikið níu leiki án
sigurs. Félagið mátti þola tap, 0:3,
fyrir Luton í Hattaborginni frægu.
Bræðumir Mark og Brian Stein
skomðu og einnig Mick Harford,
með skalla.
Gary Bannister, Mark Falco og
Wayne Fereday tryggði QPR sigur,
3:0, yfír Southampton.
Norwich vann góðan sigur, 4:1,
yfír West Ham. Tony Cottee skor-
aði fyrst fyrir West Ham, en þeir
Dale Gordon, Kevin Drinkell, Mark
Brown og Robert Rosario skoruðu
mörk leikmanna Norwich, sem buðu
nýjan framkvæmdastjóra, Dave
Stringer, velkominn.
Gamla kempan Andy Gray skoraði
mark þegar Aston Villa vann stór-
sigur, 5:0, yfír Hull í 2. deildar-
keppninni.
BrasiKumadurlnn Mlrandlnha
skoraði mark fyrir Newcastle gegn
Forest. Hér á myndinni sést hann
(t.h.) í leik með Newcastle.
SKOTLAND
Mark Walter til
Glasgow Rangers
Graeme Souness, fram-
kvæmdastjóri Glasgow
Rangers, byijaði nýtt ár með því
að kaupa enn einn leikmanninn
til Rangers. Hann hefur keypt
leikmenn fyrir fímm milljón punda
síðan hann kom til Glasgow í maí
1986.
Á nýársdag keypti Souness Mark
Walter, 26 ára, frá Aston Villa á
500 þús. pund. Walter vildi frekar
fara til Rangers heldur en Ever-
ton, sem vhafði einnig áhuga á að
kaupa hann. Walter getur leikið
með Rangers í Evrópukeppni
meistaraliða, gegn Steaua frá
Bukarest.
Souness hefur keypt marga leik-
menn til Rangers. Áður hafði
hann keypt Terry Butcher, Chris
Woods, Graham Roberts, Trevor
Francis og Ray Wilkins.
Nlcholas tll Aberdeen
Charlie Nicholas, sem hefur að-
eins leikið þijá leiki með Arsenal
í vetur, gengur til liðs við Aberde-
en eftir helgina. Félagið mun
greiða Arsenal 500 þús. pund fyr-
ir hann.
ÚRSLIT
Venables keypti
Terry Fenwick
fyrirlida QPR
Terry Venables, framkvæmda-
stjóri Tottenham, snaraði
peningabuddunni á borðið áður
en við íslendingar skutum flugeld-
um á loft og fögnuðum nýju ári.
Hann keypti þá Terry Fenwick,
fyrirliða QPR, á 550 þús. sterl-
ingspund. Fenwick, sem er
ieikmaður sem getur leikið flestar
stöður á vellinum, skirfaði undir
sex ára samning við Tottenham.
Venables og Fenwick hafa verið
samferða í ensku knattspymunni.
Fenwick lék undir stjóm Venables
- bæði hjá Crystai Palace og
QPR, áður en Venebles fór til
Barcelona.
Fenwick átti mjög góðan leik með
Tottenham gegn Watford og átti
stóran þátt í að Tottenham vann
sigur, 2:1.
Liverpool - Coventry.............. 4:0
Luton - Chelsea.....................3:0
Man. Utd. - Charlton................0:0
-íáorwich - West Ham.................4:1
Nott. Forest - Newcastle............0:2
Portsmouth - Arsenal................1:1
QPR - Southampton...................3:0
Sheff. Wed. - Everton...............1:0
Tottenham - Watford.................2:1
Wimbledon - Derby...................2:1
2. DEILD:
AstonVilla-Hult.....................5:0
Blabkbum - Sheff. Utd...............4:1
Boumemouth - Birmingham.............4:2
C. Palace - Bamsley.................3:2
Leeds - Bradford....................2:0
MiUwall - Leicester.................1:0
Oldham - Middlesbr....'.............3:1
Piymouth - Reading..................1:3
Shrewsbury - Huddersfíeld...........1:1
Stoke - Ipswich.....................1:2
Swindon - WBA.......................2:0
3. DEILD:
flfedershot - Bristol R..............3:0
Blackpool - Buiy....................5:1
Bristol C. - Brentford..............2:3
Chesterfíeld - Mansfield............3:1
Fulham - Brighton ..................1:2
Grimsby - Notts C................. 0:0
Northampton - WalsaU.............. 2:2
Rotherham - Port Vale...............1:0
Southend - GiUingham................1:3
Sunderiand - Doncaster..............3:1
Wigan - Preston.....................2:0
York - Chester................,.„....2:0
4. DEILD:
Bolton - Scarborough................3:1
Cambridge - Petersborough...........1:3
Colchester - Scunthorpe.............0:3
Darlington - HartlepooL.............1:1
"vSfyton Orient - Torquay.............0:2
Newport - Exeter................... 1:1
Rochdale - Halifax..................0:0
Swansea - Cardidd...................2:2
Tranmere - Stockport.............. 4:0
Wolves - Hereford...................2:0
Wrexham - Crewe.....................2:1
SKOTLAND:
Dundn - Dunlemnllna.................2:0
Mothanwall - Fallclrfc...............0:0
KNATTSPYRNA / U 18 í ÍSRAEL
„Strákamir hafa
staðið sig vel“
- segir Lárus Loftsson, þjálfari U 18. Tapleikur gegn Ungverjum
„Strákarnir hafa staðið sig
mjög vei hér í ísrael og fengið
góða dóma. Þeir hafa verið
íslenskri knattspyrnu til fyrir-
myndar og ísraeismenn viija
að lið frá Islandi haldi áfram
að taka þátt í þessari keppni
sem er árleg," sagði Lárus
Loftsson, þjálfari U 18 lands-
liðsins, sem lók fimm leiki á
fimm dögum í ísrael.
Ungverska liðið, sem tapaði ekki
leik í riðlakeppninni, vann sig-
ur, 1:0, yfír íslenska liðinu á
gamlársdag. „Við fengum markið á
okkur þegar 15 mín. voru til leiks-
, loka, eftir vamarmistök. Það hefði
orðið gaman ef við hefðum gert
jafntefli við Ungverja," sagði Lárus.
„'Þessi ferð hefur opnað augu
margra á að við eigum að leika
knattspymu allt árið. Strákamir
sem léku hér í ísrael em allir tilbún-
ir að laggja mikið á sig til að ná
árangri. Eftir nokkur ár verður 21
árs landsliðið byggt á leikmönnum
úr þessu liði. Það er ekki hægt
annað en vera ánægður með ferð-
ina. Meiðsli leikmanna höfðu sitt
að segja. Mótið hér er mjög vel
skipulagt," sagði Lárus.
Lárus Loftsson.
Lárus baud upp á hangikjöt í Israel
Lárus Loftsson, þjálfari ungl-
ingalandsliðsins í knatt-
spymu, hafði nóg að gera þegar
Morgunblaðið hafði samband við
hann í ísrael á nýársdagskvöld.
„Ég stend hér i matsveinabún-
ingnum - eftir að hafa boðið
strákunum upp á London lamb,
lambalæri og hangikjöt sem við
komum með okkur hingað,“ sagði
Lárus.
Lárus sagði að hann hefði þurft
að elda út í bæ. Af trúarástæðum
mátti hann ekki matreiða kjötið á
hóteli því sem landsliðið gistir á
í ísrael. Lárus, sem er lærður
matsveinn, sá um eldamennsk-
una, en Sveinn Sveinsson, stjóm-
armaður í KSÍ, sem er þjónn á
Hótel Sögu, sá um að bera matinn
fram og þjóna til borðs. „Við urð-
um að útvega sjálfir hnífapörin
og diskana sem borðað var á.“
Landsliðshópurinn fór um Gólan-
hæðir og Nazareth á nýársdag
og í gær skoðuðu strákamir sig
um í Jerusalem.
Islenski hópurinn hefur vakið at-
hygli í ísraei og þess má geta til
gamans að í veislu sem haldin var
á gamlársdagskvöld fyrir leik-
menn keppnisþjóðanna, vakti það
athygli þegar íslenski hópurinn
sagði - nei, takk, þegar boðið var
upp á rósavfn til að drekka með
matnum.
4