Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988 37 rt, Practical Stylistics: Workbook with an introduction to practical stylistics (Bóksala stúdenta), sem teljast verður brautryðjendaverk hérlendis. Liggja að baki þessara verka mikil vinna og ómældar rann- sóknir á söfnum hérlendis og erlendis. Raunar eru þetta ekki fyrstu kennslurit Alans, þvi hann hafði, 1951, gefið út ensk-íslenskt orða- og orðtakasafn: Enskur orða- forði fyrir íslendinga (Prentfell) og Litla sýnisbók enskra bókmennta (ísafold), 1952. Munu báðar enn fáanlegar, og mega teljast vel not- hæfar við enskukennslu. Auk framantaldra kennslu-, rannsókna- og fræðistarfa er skylt að geta hér umfangsmikilla og tímafrekra stjórnunarstarfa á veg- um Háskóla íslands. Vegur og umsvif kennslugreinarinnar ensku við heimspekideild hafa mjög vaxið í prófessorstíð Alans. Hefir hún síðustu tuttugu árin eða svo jafnan verið ein þriggja greina deildarinnar sem mestan stúdentafjölda hafa haft, og nemendur oft verið jafn- margir eða jafnvel fleiri en allra hinna tungumálagreinanna saman- lagt, en lið fastra kennara næsta þunnskipað miðað við aðrar grein- ar, þar til helst á síðasta ári. Hefír því auðvitað mætt mikið á eina prófessomum og höfuðsmanni greinarinnar við daglega stjóm- sýslu, setu í deildarráði og nefndum á vegum þess og deildarinnar, svo sem dómnefndum um kennslustöð- ur. Var hann forseti heimspekideild- ar árin 1979—81, og er það ærið starf eitt sér. Þá hefír Alan eðlilega haft forystu um tengsl greinarinnar. við erlenda háskóla, setið fræðileg- ar ráðstefnur prófessora og annarra háskólakennara í ensku við erlenda háskóla og fræðasetur. Hefir hann ekki síst haft milligöngu um að fá hingað rithöfunda og fraeðimenn til fyrirlestrahalds við Háskóla Ís- lands, og nægir að nefna hér þekkt skáld á enska tungu eins og John Betjeman, Iris Murdoch og Marga- ret Drabble. Hefír hann því rækt vel sambandið við enska menningu og bókmenntir og stuðlað að kynn- um íslendinga af mörgu því besta á því sviði. Á síðasta áratug vann hann ötul- lega að því, að komið yrði á stofn Rannsóknastofnun í erlendum tungumálum og varð fyrsti for- stöðumaður hennar, 1982—1985. Gaf sú stofnun út Lilju Eysteins Ásgrímssonar og Sólarljóð í hinni íslensku gerð ásamt þýðingu Alans í bundnu máli, formála hans og textaskýringum: The Lily and the Lay of the Sun. Two mediæval rel- igious poems (Bóksala , stúdenta), 1985. Er ég þá kominn að hinum umfangsmiklu þýðingarstörfum hans, sem spanna langt árabil og eru hin fjölbreytilegustu, og engin tök á því að telja þau upp öll hér. Hafa þessar þýðingar birst víða, bæði hérlendis og erlendis. Þegar á allt er litið, virðist mér Alan vera afburðasnjall þýðandi, enda hefír hann lagt mikla vinnu í þýðingar sínar og tekist að tengja þýðanda- starfíð háskólakennslu sinni í stílfræði á athyglisverðan og lofs- verðan hátt. Hygg ég, að þótt svo vel hafi tekist til um þessar þýðing- ar, beri ljóðaþýðingamar þó þeirra hæst. Snjallir þýðendur fagurbók- mennta úr einu máli á annað eru ekki á hvetju strái; framúrskarandi ljóðaþýðendur örfáir. Höfuðskáld Englendinga á öndverðri 18. öld, Alexander Pope, segir í formálanum að þýðingu sinni í bundnu máli á Ilíonskviðu Hómers (1715): „It is the first grand duty of an interpreter to give his author entire and unmaimed; . . . without ende- avouring to be more than he finds his author is, in any particular place. It is a great secret in writ- ing, to know whén to be plain, and when poetical and figurative .. .“. Þetta hygg ég, að Alan Boucher hafí tekist öðrum þýðendum íslenskra ljóða á ensku betur. Áður en Alan fluttist búferlum til íslands hafði hann þegar haslað sér völl í Bretlandi og víðar í hinum enskumælandi löndum sem af- kastamikill og vinsæll höfundur unglingabóka I sagna- og þjóð- sagnaformi. Langflestar þeirra sækja efni sitt í norrænar og íslenskar fombókmenntir og þjóð- sögur. Em þær margar listilega vel skrifaðar og hið þekkasta lestrar- efni ungum sem öldmðum. Hefír Helgi Hálfdanarson raunar þýtt eina slíka sagnabók eftir Alan (Við sagnabmnninn, 1971). Mér telst svo til, að þessar frásagnabækur hans fylli a.m.k. tvo tugi. Séu þýð- ingamar, frásagnabækumar og fræðiritin sem upp vom talin hér að framan tekin saman, er ekki um neitt smáræðis kynningarstarf að ræða, og sú þakkarskuld, sem íslenskir rithöfundar og skáld, svo Bifreiðaeftirlitið hallalaust „ÞAÐ bendir allt til þess að Bif- reiðaeftirlit ríkisins verði með nokkurra milljóna króna tekjuaf- gang eftir árið 1987 og það er í fyrsta sinn í fjölda ára,“ sagði Haukur Ingibergsson, fram- kvæmdastjóri Bifreiðaeftirlits rikisins i samtali við Morgun- blaðið. Haukur sagði að þetta sýndi að rekstrarátakið, sem forráðamenn Bifreiðaeftirlitsins hófu í sumar, hafi tekist. „Þennan tekjuafgang má rekja til þess að dregið var úr yfirvinnu og kostnaði og tölvuvæð- ing aukin, svo fátt eitt sé nefnt," sagði Haukur. „Þá hafa ýmsar úr- bætur verið gerðar til hagsbóta fyrir viðskiptavini, til dæmis hefur afgreiðslu í húsi okkar við Bfldshöfða í Reykjavík verið breytt. Bifreiðaeftirlitið hefur því í fyrsta sinn í mörg ár haldið sig innan þess ramma sem fjárlög kveða á um. Þetta er að sjálfsögðu í sam- ræmi við þá stefnu stjómvalda að ríkisstofnanir fari ekki fram úr fjár- veitingum á fjárlögum." Haukur sagði að rekstrarátakinu hefði verið hleypt af stokkunum í júní og því væri þessi árangur mjög góður. „Við ættum að geta rekið Bifreiðaeftirlitið hallalaust á næsta ári og einbeitt okkur að því að bæta þjónustuna enn frekar. Einn í dag, 3. janúar, er Höskuldur Eyjólfsson, bóndi á Hofstöðum í Hálsasveit 95 ára gamall. Höskuldur bjó lengi á Saurbæ í Villingaholtshreppi í Flóa, en um 1940 flutti hann aftur til Hofsstaða í Borgarfírði, en þar fæddist hann árið 1893. Þar hef- ur Höskuldur búið síðan. Kona Höskuldar var Gíslína Magnúsdóttir frá Hraðastöðum í Mosfellssveit, en hún lést 1966. Þau áttu fjögur böm: Valgerði, Herborgu Svövu, Gísla, sem býr á Hofsstöðum, og Perlu, sem er látin. angi af því er skipulag aðalskoðun- ar árið 1988, en nú sér Bifreiðaeftir- litið í fyrsta sinn um þá skipulagn- ingu um allt land.“ Höskuldur Eyjólfsson frá Hofs- stöðum. Höskuldur á Hofs- stöðum 95 ára og þjóðin öll, eiga Alan að gjalda, orðin býsna stór, eða ógleymdum landsmönnum í fæðingarlandi hans. Ætla ég, að þessu sögðu, að lesend- um megi verða ljóst, að skilja má tilvitnunina úr The Beaux’ Strata- gem Farquhars tvennum skilningi um þennan mæta ármann þjóð- menningar tveggja landa. Auk kennslu-, fræði- og ritstarfa sinna hefír Alan tekið drjúgan þátt í félagsstörfum, var m.a. deildarrit- ari í samtökum starfsmanna breska útvarpsins BBC, meðan hann starf- aði þar, sat í stjom Anglíu og var formaður þess félagsskapar 1974, var um tíma í stjóm Félags ensku- kennara á íslandi, hefír starfað í Félagi kaþólskra leikmanna á ís- iandi o.fl. mætti nefna. Hefír honum verið sýndur ýmiss sómi fyrir störf sín að menningartengslum Breta og íslendinga, verið gerður að heið- ursfélaga Anglíu, forseti íslands hefír sæmt hann Hinni íslensku fálkaorðu og Bretadrottning gert hann að Member of the Order of the British Empire. Þótt senn komi að því, að Alan Boucher láti af störfum sem pró- fessor í ensku við Háskóla íslands er hann síður en svo að búast-til að setjast í helgan stein. Vinnur hann um þessar mundir að undir- búningi að útgáfu á ferðaminning- um enskumælandi ferðalanga á íslandi á átjándu og nítjándu öld, sem Stofnunin í erlendum tungu- málum mun væntanlega standa að. Á vormisseri í ár mun hann m.a. kenna stúdentum í ensku til kandíd- atsprófs á námskeiði í bamabók- menntum á enskri tungu, og er mér ekki kunnugt um, að slíkt hafi áður verið gert, a.m.k. ekki hér á landi. Má hann teljast einstaklega vel fall- inn til að kenna slíkt námskeið. Ég vil að lokum færa Alan Bouc- her þakkir okkar samkennara hans í ensku við heimspekideild Háskóla Islands fyrir einstaklega ljúft og giftudijúgt samstarf um áraraðir, svo og deildarinnar og háskólans í heild. Jafnframt viljum við hjónin nota þetta tækifæri til að þakkíe- þeim Áslaugu fyrir langa vináttu og margar góðar samverustundir á liðnum árum, og óska þeim og böm- um þeirra hjartanlega til hamingju á þessum merku tímamótum í lífi þeirra. Heimir Áskelsson DÖMUR OG HERRAR Nu drífiðþið ykkur í leikfimi! Tímar við allra hæfí 5 vikna námskeið hefjast ll.janúar Leikfimi fyrirkonurá öllum aldri. Hressandi, mýkjandi, styrkjandi ásamt megrandi æfingum. Karlmenn Hinir vinsælu herratímar eru í hádt inu. Þarftu að missa 15 kíló? Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kgeða meira. Sértímarfyrir eldri dömur og þær, sem þjást af vöðvabólgum. Frábær aðstaða Ljósalarripar, nýinnréttuð gufuböð og sturtur. Kaffi ogsjónvarp í heimilis- legri setustofu. Innritun og frekari upplýsingar alla virka daga frá kl. 13-22 ísíma 83295. JúdódeildÁrmanns Ármúla 32. GULLFOSS AÐALSTR/ETI9 SIMI12315
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.