Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐH), SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988 Kópasker: Maðurfórst í eldsvoða Raufarhöfn MAÐUR fórst í bruna á nýársdag þegar kviknaði í íbúðarhúsinu Bakka á Kópaskeri. Maðurinn sem lést hét Ámi Jóns- son. Hann var á sjötugsaldri, einhleypur og bamlaus. Eldsins varð vart um kL 2 á nýársdag þeg- ar reyk lagði frá húsinu. Slökkvi- starfí lauk um kL 20. Beðið var um aðstoð slökkviliðs- ins á Kópaskeri við að ráða niður- lögum eldsins þar sem talið var að nálæg hús væru í hættu þegar vind- átt breyttist. Svo illa vildi til að slökkviliðsbifreiðin valt á leiðinni til Kópaskers. Einn maður slasaðist en ekki alvarlega. Helgi Árnessýsla: 213teknir ölvaðir við akstur 1987 SelfoMÍ. ÖL VUN ARAKSTUR í Árnes- sýslu jókst á nýliðnu ári frá því árið áður. 213 ökumenn voru teknir fyrir meinta ölvun við akstur á árinu 1987 á móti 161 árið áður. Aukningin milli ára er umtals- verð einkum með tilliti til þess að skemmtanahald um verslunar- mannahelgi féll niður en þá hafa oft verið teknir 20-30 ökumenn. Að sögn lögreglumanna er þessi hegðan ökumanna geigvænleg. Sig. Jóns. K i Morgunblaðið/Árm Helgason Stykkishólmur: Annar hlýjasti desember frá upphafi mælinga FYRSTU mælingar veðurs á landinu hófust í Stykkishókni, fyrir um 150 árum. Það var Arni Thorlacius, kaupmaður og framkvæmdamaður, sem hóf þessa starfsemi og hélt meðan hann lifði. Þá tóku aðrir við og munu þess- ar veðurmælingar hafa verið samfelldar síðan. Þá mun það vera staðreynd að þessar veður- mælingar munu vera þær fyrstu samfelldu í heiminum og hefír ekki ánnað komið fram eða verið sannað. Er þetta því merkur kapítuli í sögu Stykkishólms. Um árin hafa margir stutt að þessu starfí, en núverandi veður- tökumaður hér í Stykkishólmi er frú Auður Júlíusdóttir. Desember- mánuður var annar hlýjast mánuður frá upphafi veðurmæl- inga hér. Árni Mikið um rúðu- brot á nýársnótt RIJÐUR voru brotnar á að minnsta kosti 30 stöðum í Reykjavík og Kópavogi á nýár- snótt. Á 13 stöðum í Breiðholti, 8 stöðum í miðborg Reykjavikur og 9 stöðum i Kópavogi barst lögreglu vitneskja um rúðubrot. Að sögn lögreglumanna virtist sem hópar unglinga hefði gengið á milli og brotið rúður. Eins og við mátti búast var riý- ársnótt annasöm hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. „Hvað ölvun og skemmdarverk varðar var nýárs- nótt ein sú erfíðasta," sagði Rúnar Guðmundsson aðalvarðstjóri í lög- reglunni í Reylq'avík. Olvun var mikil og almenn fram yfír klukkan 8 á nýársdagsmorgun, fanga- geymslur fullar að venju og víða kom til áfloga og illinda, en Rúnar kvaðst ekki vita til að nokkrum hefði orðið alvarlega meint af. Átta ökumenn voru teknir grun- aðir um ölvun í Reykjavík og Kópavogi á nýársnótt. Tolla- og vörugjaldsbreytingar: Lokað á mánu- dag og þriðju- dag hjá tollstjóra Verðbólgan tvöfald- aðist á árinu 1987 VERÐBÓLGAN á árinu 1987 var tæplega 25% ef miðað er við framfærsluvísitölu. Hefur hún því tæplega tvöfaldast frá fyrra ári. Að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar liggur ekki fyrir endanlegt uppgjör frá árinu 1987, en sé miðað við tíma- bilið frá desember til desember er verðbólgan 24,4%. Gert er ráð fyrir því að talan verði tæplega 25% frá upphafi til loka árs. Verðbólgan árið M.986 var 13% og hefur hún því tæplega tvöfald- ast á árinu 1987. Arið 1985 var verðbólgan 33,5%, 22% árið 1984 og 84% árið 1983. Helstu orsakir þessarar auknu verðbólgu eru að mati Þórðar hin mikla þensla sem verið hefur í þjóð- félaginu, en hún stafar fyrst og fremst af þrennu: Hækkun útflutn- ingstekna, halla á ríkissjóði og mikilli útlánaaukningu og erlendum lántökum. Hefur þenslan þrýst öllu verðlagi upp að mati Þórðar. Um horfumar á nýbyijuðu ári sagði Þórður að þær væru fremur dökkar, miðað við óbreyttar að- stæður. í fjárlögum og þjóðhagsá- ætlun er miðað við 10% verðbólgu, en að mati Þórðar er sú spá of Iág miðað við núverandi aðstæður í efnahagslífínu. Hins vegar væri erfítt að spá i hver verðbólgan yrði, enda margir óvissuþættir; til dæmis gífurleg óvissa í kjarasamningum og slæm staða atvinnuveganna. „Verðbólgan verður áreiðanlega verulega hærri en 10% og gæti ég alveg trúað því að hún tvö- eða þrefaldaðist miðað við spá, að óbreyttum aðstæðum," sagði Þórð- Þórður taldi ríkisstjómina þurfa á öllu sínu að halda til að ná verð- bólgunni niður fyrir það sem hún var á árinu 1987. Viidi hann lítið segja um það hvað helst væri til ráða, en ljóst væri þó, að verulega þyrfti að draga úr útgjöldum þjóð- arbúsins; ætti það bæði við um neyslu almennings, samneysluna og fjárfestingar. SKRIFSTOFA tollstjóraembætt- isins verður lokuð á mánudag og þriðjudag fyrir allri almennri afgreiðslu, vegna breytinga á toUskrá og gjöldum. Sinnir emb- ættið aðeins svokaUaðri neyðar- afgreiðslu, að sögn Karls Garðarssonar, deildarstjóra hjá ToUstjóraembættinu. Að sögn Karls er í raun verið að breyta flestu við tollafgreiðsl- una, og hefur tekið tíma að und- irbúa þessar breytingar. Ný tollskrá tók gildi um áramótin og ný gjöld em upp tekin. Tollskýrslunum verð- ur einnig breytt, enda er um áramótin verið að taka upp tölvu- vætt tollafgreiðslukerfí, svo og gengur í gildi nýtt tollflokkunar- kerfí. Hefur þetta allt í för með sér miklar skipulagsbreytingar á af- greiðslu tollstjóraembættisins, en meginástæða þess að skrifstofan er lokuð, er hversu seint breytingar á tollum og vörugjaldi tóku laga- gildi. Breytingin átoilflokkunarkerfínu felst f því að farið er að fordæmi Evrópuríkja og fleiri ríkja, þar sem fallið er frá notkun Brusselskrár- innar, en í gagnið tekið svokallað „harmonestkerfí“. Gamla tollskráin var 2.800 númer en sú nýja verður 6.000 og í stað sex stafa kerfís kemur átta stafa kerfí. Meginflokk- ar gamla kerfísins munu halda sér og að miklu leyti munu síðustu fjór- ir stafír tollnúmersins koma í stað hinna tveggja síðustu sem áður voru. Ekkert frelsi að vera þrj á mánuði í landi - segir Haraldur Jóhannsson, trillukarl úr Grímsey Evrópumót 16 ára og yngri í skák: Þröstur með fullt hús ÞRÖSTUR Arnason vann fimm fyrstu skákir sínar á Evrópumóti skákmanna 16 ára og yngri, sem nú stendur yfir í Svíþjóð, og var einn efstur en 6. umferðin var tefld í gær. Guðfríður Lilja Grét- arsdóttir, sem teflir í stúlkna- flokki mótsins, var með 3 vinninga eftir 5 umferðir og var í 4. sæti. Þröstur átti í gær að tefla við stigahæsta keppandann á mótinu, Borim frá ísrael. Sá var með 3 vinn- inga eftir 5 umferðir. í öðru sæti var Markovic frá Póllandi með 3*/2 vinning en Þröstur vann hann í 4. umferðinni. Guðfríður Lilja átti í gær að tefla við stúlku frá Póllandi. „ÞAÐ er ekki alls kostar rétt, að minni bátamir hafi rýmri heimild- ir til veiða en stærri bátarnir. Til Grímseyjar var keyptur 8 tonna bátur í haust. Hann ætti að fá 135 tonn af óslægðum fiski en fyrir em þrír 11 tonna bátar í Grímsey. Þeir em þrír af 5 hæstu af 10 til 12 tonna bátum yfir landið. 8 tonna báturinn mun sækja sjó jafnt og hinir, en fá mun minni aflaheimildir. Hinir hafa á 6 ára tímabili að meðaltali tekið 310 tonn á ári hver um sig. Verði þetta frumvarp að lögum verður mismunun á bátum rétt um 10 tonnum þvi allt of mikil,“ sagði Haraldur Jóhannsson, trillukarl í Grimsey, i samtali við Morgunblaðið. o INNLENT Haraldur sagði ekki væri allt sem sýndist hvað varðaði veiðar smá- báta og í raun væri furðulegt hve mikið væri rætt um veiðar báta, sem tækju innan við 10% af þorskaflan- um. Jafnframt virtist vera um of af villandi upplýsingum á ferli. Sjávarútvegsráðherra segði að veið- ar línu- og handfærabáta skyldu vera fíjálsar enn um sinn. „Hann ætlar hins vegar að banna okkur veiðar í 86 daga á ári, nærri þijá mánuði. Það er ekkert frelsi," sagði Haraldur. „Þetta kemur mjög harkalega út í Grímsey. í gegn um tíðina hefur veðráttan sett á okkur 270 til 280 banndaga á ári á hand- færunum. Okkur hefur fundizt óþarfí að bæta á þessa banndaga af ráðuneytinu úr Reykjavík. Mikill hluti þessara daga kerhur á versta tíma fyrir okkur. Netabátamir í Grímsey eru allir fyrir neðan 5 tonn nema fjórir. Þetta er hinn svokallaði stórhættu- legi skipastóll og ég hef getið þess að vegna hafnleysis eru Grímsey- ingar dæmdir til að vera með minnstu bátana. Það er misskiln- ingur haldi menn að það sé ósk þeirra sjálfra. í fyrra og 1986 höfðu þessir bátar möguleika á 100 tonn- um af óslægðum þorski frá 10. febrúar til 15. maí, en frá 15. jan- úar til 10. febrúar og eftir 15. maí máttu þeir físka fíjálst í netin. Nú er boðið upp á 50 tonn allt árið fyrir þessa báta, að vísu á að taka eitthvert tillit til aflareynslu en við vitum ekki með hvaða hætti það verður. Þetta er það, sem blasir við okkur í Grímsey. Við skiljum ekki að ráðherra skuli leggja allt að veði okkar vegna. Afli hefur ekki aukizt milli ára nú. Hann lækkar frá árinu 1986 til 1987 og hefur ekki aukizt í samræmi við fjölgun smábátanna. Það er nauðsynlegt að hafa veiðar þessara báta frjálsar. Veiðar smá- bátanna verða aldrei hættulegar þorsksstofninum og skila beztu hrá- efni með minnstum tilkostnaði," sagði Haraldur Jóhannsson. Beið bana í bílslysi á Holta- vörðuheiði BANASLYS varð á Holtavörðu- heiði 30. desember. Fólksbif- reið á norðurleið og pallbifreið á suðurleið rákust saman og lést ung kona sem var farþegi í fólksbifreiðinni. Konan sem beið bana hét Ema Guðlaug Ólafsdóttir, til heimilis að Langholtsvegi 100 í Reykjavík. Hún var 33 ára gömul og lætur eftir sig eiginmann og tvö böm. Aðrir sem í bílunum vom hlutu ekki teljandi meiðsli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.