Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988
39
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Byggingaverkamenn
Viljum ráða nokkra byggingaverkamenn til
starfa í Helguvík.
Upplýsingar í síma 92-14398.
Núpursf.
Amerískir bílar
og hjól
Við leitum að starfskrafti til almennra skrif-
stofustarfa hálfan daginn og sölu- og skrif-
stofumanni allan daginn. Reynsla æskileg.
Þarf að geta byrjað 7.-11. janúar.
Sendið inn upplýsingar um aldur, menntun
og fyrri störf merkt: „Bílar - 2602“ sem fyrst.
Skrifstofustarf
Stórt fyrirtæki vill ráða starfsmann til skrif-
stofustarfa. Helstu verkefni í starfinu eru
aðstoð við gjaldkera og bókhald. Skilyrði er
að starfsmaður hafi bíl til umráða þegar
þörf krefur.
Umsóknir merktar: „Skrifstofa - 4253“ skilist
til auglýsingadeildar Mbl. fyrir kl. 17.00
fimmtudaginn 7. janúar..
Dagheimilið
Suðurborg
óskar eftir fóstrum, þroskaþjálfum eða fólki
með reynslu af uppeldismálum í stuðnings-
stöður hálfan eða allan daginn sem allra
fyrst.
Einnig vantar starfsfólk í skilastöður frá kl.
16.00-18.30 frá 1. janúar.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma
73023.
Skipulagsfræðingur
- verkfræðingur
- tæknif ræðingur
Teiknistofa á Akranesi með næg fjölbreytt
verkefni vill ráða skipulagsfræðing og verk-
eða tæknifræðing. Framtíðarstarf.
Góð vinnuaðstaða.
Upplýsingar gefur Gunnar V. Gíslason, sími
93-11785.
VT. teiknistofa, Akranesi.
Kennarar athugið
Vegna forfalla vantar kennara í eftirtaldar
greinar við Víðistaðaskóla, Hafnarfirði, frá
byrjun janúar og í fjóra mánuði, í íslensku, í
unglingadeildum, rúmlega 20 tímar og heim-
ilisfræði í 8. bekk, hálfa stöðu.
Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í síma
52911 eða 52915.
Fræðsluskrifstofa Hafnarfjaröar.
Atvinnurekendur!
Er 27 ára gamall matreiðslumeistari í
atvinnuleit. Er opinn fyrir öllu sem viðkemur
mat eða matariðnaði, svo fremi að starfið
sé krefjandi, Get byrjað strax.
Upplýsingar í síma 91-44490.
Stýrimann,
vélamann og háseta
vantar á 80 tonna netabát frá Ólafsfirði.
Upplýsingar í símum 96-62256 og 96-62484
eftir kl. 19.00.
Gjaldkeri á kassa
Olíufélag vill ráða „gjaldkera á kassa“ til
starfa á bensínstöð í Austurbænum strax.
Vaktavinna. Æskilegur aldur 30-50 ára.
Hentar jafnt karli sem konu.
Verkstjóri
Sama fyrirtæki vill ráða verkstjóra til starfa
í olíubirgðastöð. Meirapróf æskilegt.
Allar nánari upplýsingar og umsóknir í þessi
störf eru veittar á skrifstofu okkar.
Gudni Iónsson
RÁÐGJÖF &RÁÐNINCARÞIÓNUSTA
TÚNGÖTU 5, 101 REYKJAVtK - PÓSTHÓLF 693 StUI 621322
t! Krabbameinsfélagið
Röntgentæknar
Krabbameinsfélag íslands óskar eftir rönt-
gentæknum til starfa við brjóstmyndatökur
(mammógrafíu).
Upplýsingar um starfið veitir yfirlæknir rönt-
gendeildar KÍ í síma 621515 kl. 14-16 virka
daga.
Krabbameinsfélag íslands.
Dagheimilið
- Laufásborg
Okkur vantar fóstrur og áhugasamt fólk til
að vinna með okkur á Laufásborg.
Upplýsingar gefur Sigrún í símum 17219 og
10045.
Stýrimann
vantar á Albert Ólafsson KE-39 til línu- og
netaveiða.
Upplýsingar í símum 92-11333 og 92-12304.
Vélaverkfræðingur
- kerfisfræðingur
óskar eftir hönnunarverkefnum, forritunar-
verkefnum (PC) eða vellaunuðu starfi. Starfs-
reynsla: Tölvuvæðing fyrirtækja, forritun
(Pascal, Fortran, Cobol, Open access, Cad
o.fl.) auk hönnunar á ýmsum sviðum.
Svör leggist inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir
15. jan. merkt: „V - 2551“.
Dagvist barna
Skóladagheimilið
Skáli við
Kaplaskjólsveg
óskar eftir að ráða fóstru eða kennara til
starfa frá 15. janúar. Á heimilinu er starfandi
fóstra.
Upplýsingar í síma 17665.
Hálsakot
Starfsmaður óskast í eldhús á leikskólann/
skóladagheimilið Hálsakot, Hálsaseli 29.
Vinnutími frá kl. 11.00-16.00.
Upplýsingar veita forstöðumenn í síma
77275.
Rafmagnsverk-
eða tæknifræðingur
Tæknival hf. óskar eftir að ráða rafmagns--'3
verk- eða tæknifræðing. Megin verksvið er
vinna við ýmsan búnað tengdan tölvum,
ásamt að aðstoða á sölusviði og tæknisviði
við sölu á búnaði tengdum tölvum.
Tæknivali hf. er skipt niður í tvö svið, tækni-
svið og sölusvið. Á tæknisviði vinnum við
að almennri verkfræðivinnu, iðnstýringum,
álagstýringum, fjargæslukerfum og sjálf-
virkni fyrir iðnaðinn. #
Á sölusviði seljum við rekstrarvörur og ýmsa
fylgihluti fyrir tölvur.
Þú þarft að:
★ Vera menntaður sem verk- eða tækni-
fræðingur.
★ Hafa reynslu og áhuga á tölvum.
★ Geta unnið sjálfstætt.
★ Hafa góða framkomu og eiga auðvelt
með að umgangast annað fólk.
Við bjóðum:
-.Líflegt og krefjandi starf.
- Góðan starfsanda.
- Framtíðarstarf í ört vaxandi fyrirtæki.
- Sveigjanlegan vinnutíma.
Umsóknum með upplýsingum um menntun
og fyrri störf skal skila skriflega til Tækni-
vals hf., Grensásvegi 7, 128 Reykjavík, " s
pósthólf 8294, fyrir 8. janúar 1988. Farið
verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Afgreiðslustarf
- Cafe Myllan
Óskum að ráða aðstoðarmann í eldhús og
sal. Vinnutími frá kl. 11.00-19.00 annan
hvern dag, virka daga.
Nánari upplýsingar á staðnum.
Brauð hf. Skeifan 11.
Afgreiðsla -13-17
Traust innflutnings- og heildsölufyrirtæki í *
Reykjavík óskar að ráða starfskraft til af-
greiðslustarfa í þjónustudeild. Vinnutími frá
kl. 13.00-17.00.
Umsóknir merktar: „Traust - 2296“ leggist
inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 8. janúar.
Innflutningur
Starfskraftur óskast til almennra skrifstofu-
starfa hjá traustu innflutnings- og heildsölu-
fyrirtæki í Reykjavík. Góð vélritunar- og
íslenskukunnátta áskilin. Einhver enskukunn-
átta æskileg.
Umsækjandi þyrfti að geta hafið störf sem
fyrst.
Umsóknir merktar: „Reglusemi - 2218“ legg-
ist inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 8. janúar.