Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988 53 VELVAKANDI % SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS MmtAJUBUiir Þessir hringdu . . Jólapakkar Tveir jólapakkar gleymdust á Þoláksmessu við Pylsuvagninn við T^yggvagötu. í öðrum er bók en hinum kertastjaki. Þá gleymdist plastpoki með Álafossfatnaði þar sl. mánudag. Eigendur þessara hluta geta hringt í síma 51405 eftir kl.18. Regnhlíf Blá regnhlíf fannst við Lauga- veg, við gömlu mjólkurstöðina, fyrir skömmu. Eigandi hennar getur hringt í síma 77833. Bjórinn mun valda mikilli ógæfu * E.S. hringdi:' „Hafa þeir, sem vilja að bjór- frumvarpið verði samþykkt, athugað að bjórinn getur verið eins og neisti og valdið miklu báli þar sem áfengisvandamál er til staðar. Fjölmiðlar ættu að ræða við fyrrverandi alkóhólista og að- standendur þeirra um þetta mál, þeir munu flestir sammála um að bjórinn sé öllum sem tæpt standa hættulegur. Þeir sem ekki eiga við áfengisvandamál að stríða geta sjálfsagt neytt bjórs í hófi sér að skaðlausu en öðrum getur hann valdið miklu tjóni.“ Illa talað um unglinga Til Velvakanda Við viljum lýsa óánægju okkar með það hversu illa er talað um unglinga. Það er einungis talað á neikvæðan hátt um okkur og sagt að unglingar séu bara skríll sem eyðileggi allt, hvar og hven- ær sem er. En þetta er ekki satt. Mikið er talað um rúðubrot í Miðbænum. Þar koma margir unglingar til að hitta unglinga úr öðram skólum eða vinnufé- laga. Við stöllur stundum Miðbæinn en höfum aldrei orðið varar við að rúður séu brotnar þar sem við erum. Okkur finnst ekki rétt að birt- ar séu myndir af unglingum að skemmta sér í Miðbænum en þar er sífellt verið að taka myndir. Það era ekki einungis unglingar sem koma í Miðbæinn á föstu- dagskvöldum, því mikið er af fullorðnu fólki sem er að koma af skemmtistöðum. Margt af því stendur ekki í fætumar vegna drykkju. Að lokum viljum við lýsa ánægju okkar með kvikmyndina „Ekki ég, kannski þú“ sem höfð- aði mikið til allra. Vonum við að fleiri unglingar láti frá sér heyra um þessi mál. Tvær stelpur Miðbærinn: Kofadýrkun og afturhald Til Velvakanda. Mig og marga aðra langar að koma því á framfæri að við styðjum Davíð Oddsson heilshugar varðandi byggingu ráðhúss við Tjömina. Sú mikla ádeila sem komið hefur fram að undanfömu í öllum fjölmiðlum virðist byggja á einkatilfinningum og því sem verra er, kofadýrkun, OHUGNANLEGT TÓMSTUNDAGAMAN Til Velvakanda. I í sjónvarpsþætti var nýlega birt- ur heldur ógeðslegur fréttaþáttur. Það var samtal við ungan mann í Reykjavík, sem hafði eiturslöngu sem heimilisdýr sér, til ánægju. Hann sagði að slangan væri ekki hættuleg mönnum, því hann hefði látið taka úr henni eiturtennurnar til öryggis. „Á hveiju lifír þetta kvikindi?" spurði fréttamaður. „Hún lifir á músum," svaraði slöngueigandinn, „og hún lítur ekki við þeim dauðum. Þær verða að vera bráðlifandi." „Og hvar getur þú fengið þessar mýs?“ „Ég fæ þær í gæludýraverslun." Þetta var hluti samtalsins, að vísu ekki orðrétt eftir hafður, en efnislega mun litlu skeika. II Hér var heldur óhugnanlegur þáttur sýndur, sennilega ætlaður fólki til yndisauka. Fátt mun í raun ógeðfelldari heimilisánægja, en að hafa eiturkvikindi á heimili sínu og hafa af því ánægju að horfa á það éta lifandi mýs. Flestum mundi fremur hrjósa hugur við að horfa á slíkar aðfarir. Þá er þáttur gæludýrasalans, sem selur lifandi mýs í miklum mæli í þeim tilgangi að þær hljóti slíkan aldurtila. Hans þáttur er vissulega ámælisverður. Það er næsta furðuleg helstefnu- árátta, að ala á heimili sínu óargadýr og fóðra það á öðrum dýrum lifandi. Slíkt virðist bera merki sljóvgaðrar mannúðartilfinn- ingar og væri betra að slíkir væru sem fæstir. Ég vil mælast til þess, að þeir, sem stunda slíkt tómstundagaman, sem hér var sagt frá, skoði hug sinn alvarlega og leggi niður slíka iðju. Lotning fyrir lífínu skyldi vera ein af höfuðdyggðum hvers manns. Að eyða lífi að þarflausu og sjálfum sér til ánægju eingöngu er eitt af því, sem andstæðast er tilgangi lífsstefnunnar og hindrar aðstreymi þeirrar orku, sem hingað er beint, frá öðrum stöðum lífheimsins. Ingvar Agnarsson sem mjög er vinsæl núna. Aftur- haldssamir þrýstihópar hafa sam- einast um hana og vilja þeir stöðva alla uppbyggingu f Miðbænum. Og það hefur þeim því miður tekist í allt of miklum mæli, því uppbygg- ingin þar hefur verið ótrúlega sein. Og því lengra sem líður þrýsta kofa- dýrkendur á um varðveislu fleiri og fleiri bárujámshúsa sem hafa í raun ekkert menningarlegt gildi. Að okk- ar mati eiga aðeins fá hús rétt á varðveislu á staðnum þar sem þau eru en önnur ættu að fara í Árbæj- arsafn en flest ætti þó að rífa. Ef fer sem horfír, að skúradýrk- endur fái hindrað eðlilega upp- byggingu Miðbæjarins, oft með því að slá ryki í augu fólks með skýr- skotun til persónulegra tilfinninga, þá verður Miðbærinn þyrping báru- jámsskúra sem minnir á örbirgð þjóðarinnar undangengnar aldir. Þar yrði þá lítil eða engin verslun því allir fara auðvitað og versla í glæsilegum verslunum í Kringlunni sem gömlu bárujámshúsin í Mið- bænum geta ekki keppt við. Slík kofaþyrping mun aðeins gleðja hina háværu, afturhaldssömu skúra- dýrkendur sem telja sig menningar- frömuði. Ágæti borgarstjóri. Við vonum að þér takist að koma ráðhúsinu, sem er mjög hæfilega stórt, upp. Einnig vonum við að alþingishúsið fái að rísa. Einnig að Skúlagötu- skipulagið sjái dagsins ljós en þar hafa þrýstihópar skúradýrkenda þrýst niður lóðanýtingunni. Hvers vegna má ekki byggja hærri hús við Laugaveg og annars staðar í Miðbænum en tyeggja til fjögurra hæða? Látum ekki misvitra aftur- haldssinna stöðva okkur á braut framfara. R.S. LEIKFIMI fyrirkonurá öllum aldri í Melaskóla. Aukum þol og styrkjum slappa vöðva. Upplýsingar og innritun í síma 73312 alla daga eftir kl. 18.00. Ingibjörg Jónsdóttir, ÍÞRÓTTAKENNARI Ég og fjölskylda mín sendum ættingjum, vinum og fólkinumínu, sem ég færi Morgunblaðið, bestu nýársóskirog þakka þeim sem hugsuðu til mín og sendu mér gjafir, blóm og skeyti 8. desember. Guð launiykkuroggefi gott árl988. Meðkveðju, Jóhanna Auður Árnadóttir, SÓLTÚNI 5. KEFLAVÍK. C>-N Seltjarnarnesl /- Vesturbær * D \ Miðvikudaginn 6. janúar hefjast á ný 6 vikna námskeið í góðum og upp- byggjandi æfingum fyrir hressar konur á öllum aldri. Dag- og kvöldtímar. Innritun og upp- lýsingar í síma 611459. Guðbjörg Björgvins, . íþróttamiðstöðinni, Seltjarnarnesi. Heba heldur vió heilsunni Konur! Haldið í lmurnar og heilsuna , á nýja árinu Námskeið heQast 6. jan. Aerobic leikfimi við allra hæfi, ró- legir, almennir og hraðir tímar. Sér tímar fyrir þær sem þurfa að létta sig um 15 kg eða meira. Engin hopp. Vigtun og mæling - gott aðhald. Megrunarkúrar, nuddkúrar, sauna og ljós. Innritun og upplýsingar í símum 42360 og 41309. Kennari: Elísabet Hannesdóttir, + íþróttakennari. Heilsurœktin Heba Auðbrekku 14. Kópavogi. JEorigmw' iabib « Góðan daginn! 00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.